Morgunblaðið - 19.06.1993, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
Fimm tonna bátur sökk eftir árekstur við 30 tonna bát í Tálknafirði
Skipverja
á trillunni
bjargað
úr sjónum
Tálknafirði.
ÞRJÁTÍU tonna eikarbátur,
Jón Júlí BA 157, sigldi á fimm
tonna plastbát, Svöluna BA 87,
um þrjúleytið í gærdag. Árekst-
urinn varð á miðunum út af
Tálknafirði, nánar tiltekið á
svæði, sem nefnt er Skeggjarn-
ar. Svalan sökk nær samstundis
og var einn maður um borð,
Björn Birgir Bertelsen. Honum
var bjargað um borð í Jón Júlí,
eftir að hafa verið í sjónum í
eina til tvær mínútur að eigin
sögn. Honum varð ekki meint
af volkinu.
Björn Birgir sagði í samtali við
Morgunblaðið þegar hann kom í
land að hann hefði verið á veiðum
frá því snemma um morguninn
þegar óhappið varð. Hann gerði
sér ekki glögga grein fyrir því
hversu lengi hann hefði verið í
sjónum en taldi að það hefðu ver-
ið ein til tvær mínútur. Hann sagði
að þetta hefði gerst óvænt en vildi
ekki tjá sig frekar um málið fyrr
en sjópróf hefðu farið fram en þau
verða í dag.
Morgunblaðið/Helga
Kominn í land
JÓNA Samsonardóttir eigin-
kona Björns Birgis réttir hon-
um hrein föt um borð í Jón
Júlí þegar báturinn lagðist að
bryggju á sjötta tímanum í
gær. Á innfelldu myndinni eru
hjónin eftir að í land var komið.
Var einn um borð
Venjulega eru tveir menn um
borð í Svölunni en svo vildi til að
í gær var hásetinn, Frank Lúð-
vígsson, veikur og því var Björn
Birgir einn um borð.
Báðir bátarnir, sem hlut eiga
að máli, eru í eigu Þórsbergs hf.
en það er eitt af stærri saltfisk-
verkunarfyrirtækjum á Vestfjörð-
um.
Helga
Andaað
sér helíuni
Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN var .
áberandi að margir krakkar önd-
uðu að sér helíumgasi úr blöðr-
um, sem þeir voru með. Tilgang- .
urinn með því er að breyta rödd-
inni þannig að viðkomandi hljóm-
ar í stutta stund eitthvað í líkingu
við Andrés Önd.
Ólafur Bjarnason, sérfræðingur
á Borgarspítalanum í háls-, nef- og
eymalækningum, sagði í samtali
við Morgunblaðið að ekkert benti
til að það væri skaðlegt að anda
helíumgasi að sér og í sumum tilfell-
um væri það notað til lækninga.
--------♦ ♦ ♦--
Mikligarður
Búðir opna
í næstu viku
í GÆR unnu um 80 fyrrverandi
starfsmenn Miklagarðs að birgða-
talningu í verslunum þrotabús
Miklagarðs við Holtagarða. Að
sögn skiptastjóra, Jóhanns H. Ní-
elssonar hrl., verða verslanirnar
opnaðar í næstu viku til að selja
það sem eftir er af lager.
Uppsagnarfrestur flestra þeirra
sem störfuðu hjá Miklagarði rennur
út um næstu mánaðamót en nokkuð
er mismunandi hvort starfsmenn
höfðu fengið greitt fyrir júnímánuð
eða ekki. Jóhann Níelsson sagði að
svo virtist sem nægjanlegar eignir
væru fyrir launakröfum en auk þess
væri ríkisábyrgð á þeim.
Eftirspum
eftir lóðum
í Reylgavík
eykst í ár
REYKJAVÍKURBORG hefur út-
hlutað mun fleiri lóðum undir
íbúðarhúsnæði fyrstu fimm mán-
uði þessa árs en á sama tíma í
fyrra. Skrifstofustjóri borgar-
verkfræðings segir, að ætla megi
að ástæða þessa sé meðal annars
sú, að reglum um greiðslu gatna-
gerðargjalda hafi verið breytt síð-
asta sumar. Samkvæmt upplýs-
ingum frá öðrum sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu er talsverð
eftirspurn eftir lóðum þar þrátt
fyrir samdrátt í efnahagslífinu.
Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri
borgarverkfræðings, segir að frá
áramótum og til 1. júní hafí borgin
úthlutað 51 lóð undir einbýlishús,
20 lóðum undir rað- og parhús og
lóðum undir 117 íbúðir í fjölbýli. Á
sama tíma í fyrra hafi sambærilegar
tölur verið 13 lóðir undir einbýlishús
og tvær fyrir parhús, auk þess sem
skilað var inn lóðum fyrir fleiri fjöl-
býlishús en úthlutað hafi verið.
Sjá miðopnu: „Mun fleiri lóðum
úthlutað...“
í dag
Háar einkunnir i MA____________
Áratugir eru sfðan stúdentar frá
MA hafa útskrifast með hærri
meðaleinkunn 18
Flutningar vestur um haf
Eimskip með 75% flutningana til-
Bandaríkjanna 21
Nýtt flugmet___________________
Farþegaþota setti fyrst met þegar
hún flaug frá París til Auckland
og svo aftur á leiðinni til baka 21
Leiðari
Velferðarútgjöld og vinstristjórnar-
leiðir 22
Sjávarútvegsráðuneytið gefur út 702.000 t byijunarkvóta á loðnu
Útvegsmeim vonast eftír ;
milljón tonna metvertíð 1
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ gaf í gær út reglugerð um loðnu-
veiðar á komandi vertíð. Byijunarkvóti íslenzku loðnuskipanna verð-
ur 702.000 tonn og leyfilegt verður að hefja veiðar 1. júlí næstkom-
andi. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra út-
vegsmanna, segir að útgerðarmenn vonist til að loðnukvótinn verði
aukinn þegar líður á vertíðina og leyft að veiða milljón tonn. Næðist
slíkur afli, yrði það metvertíð.
I reglugerð sjávarútvegsráðu-
neytisins kemur fram að íslenzku
loðnuskipunum sé heimilt að veiða
245.700 tonn af loðnu í lögsögu
Jan Mayen. Heildarloðnukvótinn
er í upphafi vertíðar 900.000 tonn,
en þar af koma 198.000 tonn í
hlut Grænlendinga og Norðmanna.
Reglugerðin kveður jafnframt á
um leyfi fimm skipa til tilraunveiða
á loðnu í flotvörpu í íslenzkri land-
helgi. Búizt er við að þær tilraunir
hefjist í haust.
„Loðnukvótinn var ekki nema
Lesbók
► Samskipt.i manna og fjölmiðla
- Andleg umhverfisvernd - Sex
bandarísk Ijóðskáld - Draumafa-
brikka Esphólíns - Fjarkennsla
með tölvum
500.000 tonn í fyrra, og þá fundum
við ekki loðnuna fyrr en komið var
fram á vetur, þar sem hún hegð-
aði sér með óvenjulegum hætti.
Árið þar áður fengum við engan
upphafskvóta fyrr en komið var
fram á haust, þannig að þetta er
gleðileg breyting til batnaðar hvað
loðnuna varðar,“ sagði Kristján
Ragnarsson.
Vonast eftir milljón tonnum
Hann sagði að sterkur loðnu-
stofn. nú benti til þess að lítið
Tvíæringiirinn
í Feneyium
Menning/Listir
► List á Feneyjarbíenalnum -
Tónlist á Listahátíð í Hafnarfirði
- Leik-og tónlist á Óháðri listahá-
tíð - Söngkvartett í Siguijónss-
asfni - Líf Vladimars Míyakovskís
væri af þorski, þar sem loðnan er
helzta fæða þorsksins. „Við von-
umst til þess að þegar forsendur
verða endurmetnar i október eða
nóvember verði aukið verulega við
loðnukvótann og leyft að veiða allt
að milljón tonn. Til þess að geta
veitt það, verðum við hins vegar
að byija veiðamar mun fyrr en við
höfum gert. Þess vegna munu skip
byija veiðar strax í júlí. Með tilliti
til þess hvað stofninn á að vera
stór, gerum við okkur vonir um
það að við getum nú stundað veið-
amar á miklu lengri tíma en áður
hefur verið gert,“ sagði Kristján.
íslenskur kaupsýslumaður í Hong Kong
Leitað vegna 2,6
millj. hótelskuldar '
EITT dýrasta hótel í Hong Kong hefur gert fyrirspurnir til ræðis-
manns Islands þar í borg vegna íslendings sem safnaði þar skuld upp
á 2-2,6 milpnir króna, setti vegabréf sitt til tryggingar greiðslu
en hvarf síðan á braut og er óvíst um dvalarstað mannsins. Um tíma
hafði maðurinn 2 herbergi á lúxushótelinu Hótel Mandarin á leigu.
mannsins þar sem engin vitneskja
hefði verið til staðar um slíkt og
maðurinn ekki leitað eftir nýju
vegabréfi eða annarri aðstoð.
----♦ ♦ ♦--
Maðurlenti ;
milli gáma
MAÐUR lenti milli tveggja tutt-
ugu tonna gáma um borð í Arnar-
fellinu í höfninni á Akranesi í
gær. Hann slasaðist ekki mikið
en var fluttur á sjúkrahúsið á
Akranesi.
Slysið varð þegar verið var að
lesta Arnarfellið. Gámurinn, sem
slysinu olli, var fullur af sementi.
Maður kvartaði undan eymslum í
baki en ekki var vitað frekar um J
líðan hans. -
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins er ekki talið að maðurinn
sé týndur heldur sé líklegt að hann
hafi einungis hlaupist frá þessum
skuldbindingum. Hann mun ekki
svo vitað sé hafa komið til íslands
og er talið líklegt að hann sé enn
í Hong Kong þar sem hann hefur
stundað viðskipti um skeið.
Bannað að koma til Kína
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins hefur manninum verið
synjað um leyfi til að koma til Kína
vegna vafasamra viðskipta þar en
hefur að talið er haldið sig í Hong
Kong.
í utanríkisráðuneytinu fékk
Morgunblaðið staðfest að ræðis-
manni íslands í Hong Kong hefði
borist fyrirspurn frá hótelinu en
engar upplýsingar hefði verið hægt
að veita um ferðir eða dvalarstað