Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
Yfirmaður herafla Noregs um Keflavíkurstöðina og samvinnu NATO-ríkja
Bandaríkjamenn standi
við skuldbindingar sínar
LOKUN varnarstöðvarinnar í Keflavík yrði tæpast látið
ómómælt í Noregi og mjög mikilvægt er að af hálfu
Bandaríkjamanna liggi fyrir að staðið verði við skuld-
bindingar hvað varnir íslands og Evrópu varðar. Þetta
er mat Torolfs Rein yfirmanns herafla Norðmanna. Rein
sem er tæplega sextugur flotaforingi og á glæstan feril
að baki var staddur hér á landi fyrr í vikunni og átti
fundi með hérlendum sérfræðingum á sviði varnar- og
öryggismála. Rein leggur jmnga áherslu á sameiginlega
hagsmuni Norðmanna og Islendinga á þessum vettvangi
og hann kveður bæði þessi ríki vera þeirrar hyggju að
kjarni varnarsamstarfs aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins hafi fallið nokkuð í skuggann að undanförnu.
Sá andi hafi óneitanlega svifið yfir vötnunum innan
NATO að bandalaginu beri að beina kröftum sínum mjög
að friðargæslu, að því að koma á friði og annars konar
aðgerðum. íslendingar og Norðmenn séu sammála því
mati að tengslin yfir Atlantshafið séu kjarni samstarfs
aðildarríkjanna og að ísland gegni á þeim vettvangi Iykil-
hlutverki. Hið sama gildi skapist í framtíðinni óvissu-
ástand í þessum heimshluta.
Torolf Rein féllst á að eiga samtal við Morgunblaðið
um þá breyttu stöðu sem við blasir á sviði öryggis- og
varnarmála frá sjónarhóli norskra herforingja.
Hvernig hafa lyktir kalda stríðs-
ins haft áhrif á viðbúnað heraflans
í Noregi?
„Strax árið 1990 breyttum við
viðbúnaðarstöðu heraflans þannig
að hún er nú á mun lægra stigi
en áður var. Við erum að vísu að
draga úr heraflanum sjálfum en
sú ákvörðun tengist ekki lyktum
Kalda stríðsins. Breytingamar hafa
miðast við stærð heraflans annars
vegar og það fjármagn sem veitt
hefur verið til vamarmála hins veg-
ar. í fyrra gáfum við út skýrslu
um vamir Noregs og á sama tíma
var gefíð út pólitískt plagg þar sem
fjallað var um framtíð heraflans
með tilliti til efnahagsþróunar. Við
höfum því þurft að aðlaga herafl-
ann að þeim fjárveitingum sem
verið hafa fyrir hendi. Þetta þýðir
þó ekki að dregið hafí verið svo
mjög úr framlögum því fram til
1989 var um raunaukningu að
ræða á hveiju ári en nú er um
örlítinn samdrátt að ræða ár
hvert.“
Á árum áður fyigdust menn
grannt hér á landi með fréttum af
Norðurflotanum sovéska. Getur þú
sagt mér hvernig aðgerðum og við-
búnaði Norðurflotans er nú háttað?
„Við fylgjumst vitanlega grannt
með því sem er að gerast á þessu
á svæði og við höfum tekið eftir
því að verulega hefur dregið úr
aðgerðum á vegum flotans. Þetta
á við um skipaferðir og úthald.
Rússamir eru enn á ferðinni en
þeir halda sig nærri bækistöðvum
sínum í Barentshafí, þetta á við
bæði um skip og flugvélar þær sem
heyra undir Norðurflotann."
Hvað um kafbátana?
„Kafbátamir eru enn á ferðinni.
Eldflaugakafbátamir eru enn
starfræktir en þeir eru ekki jafn
margir og áður. Áður sendu þeir
þessa báta lengra út á Noregshaf
og jafnvel út á Atlantshaf nærri
íslandi en þessar ferðir heyra nú
sögunni til. í fyrra urðum við varir
nokkra kafbáta í nágrenni íslands
en þar var um einangrað tilfelli að
ræða, einn eldflaugakafbát ásamt
tilheyrandi árásarkafbátum suður
af landinu. Mjög hefur því dregið
úr flotaviðbúnaði í norðri en rúss-
neski flotinn er þó enn við æfíng-
ar, þeir hafa til að mynda æft loft-
vamir, gert tilraunir með ýmsar
tegundir eldflauga og æft ferðir
skipalesta."
Hefur þetta haft áhrif á eftirlit
Norðmanna með kafbátaferðum?
„Við höldum enn uppi eftirliti á
þessu svæði með P-3 kafbátaleitar-
vélum og förum slíkar ferðir næst-
um því á degi hveijum. En við
höfum ekki dregið mjög úr slíkum
eftirlitsferðum og vitanlega þarf
að halda áhöfnum á P-3 vélunum
í þjálfun. En við ráðum aðeins yfír
fjórum slíkum vélum.“
Éggeri ráð fyrir að þér sé kunn-
ugt um fréttir af því að fyrirhugað-
ur sé verulegur samdráttur í varn-
arstöðinni í Keflavík og þótt ekkert
liggi enn fyrir í þeim efnum langar
mig að spyija þig hvemigþú bregst
við slíkum fréttum frá hernaðar-
legu sjónarmiði.
„Mér skilst að Bandaríkjamenn
eigi við erfiðleika að etja á vett-
vangi fjárlaga. Þeir vilja því aug-
ljóslega draga úr viðbúnaði sínum
erlendis. Mér er ekki kunnugt um
hversu mikill niðurskurðinn verður
á íslandi. Við vonum, líkt og íslend-
ingar, að Bandaríkjamenn muni
ekki kalla allan herafla sinn á ís-
landi heim. Ég býst við því að dreg-
ið verði úr viðbúnaði hér en hversu
mikill niðurskurðurinn verður veit
ég ekki. Síðan er vitanlega um tví-
hliða vamarsamning milli íslands
og Bandaríkjanna að ræða.“
Hvernig myndir þú sem atvinnu-
hermaður lýsa þeim breytingum
sem orðið hafa á hemaðarlegu
mikilvægi íslands eftir lok Kalda
stríðsins?
„Lyktir Kalda stríðsins hafa í
raun engu breytt um hemaðarlegt
mikilvægi íslands. Hins vegar hef-
ur staðan breyst þar sem nú um
stundir er ekki unnt að greina til-
tekna ógnun. En í herfræðilegu
tilliti og þegar til langs tíma er |it-
ið hefur engin breyting orðið á
þýðingu landsins og skapist ein-
hvers konar spennuástand á norð-
urslóðum mun ísland áfram gegna
lykilhlutverki með tilliti til hugsan-
legra hemaðaraðgerða. Staðsetn-
ing landsins er þannig að í her-
fræðilegu tilliti er það risastórt
flugmóðurskip. Allir þeir sem hug-
leiða vamir á norðurslóðum gera
sér Ijóst að Island hefur gífurlega
þýðingu, þetta á ekki síst við um
liðsflutninga yfír hafíð og tengslin
milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Þótt ástandið nú kalli ekki á þær
umfangsmiklu aðgerðir í formi eft-
irlits sem haldið var úti héðan frá
íslandi ættu menn ekki að loka
augunum fyrir því sem kann að
gerast í framtíðinni."
Hvernig myndir þú frá hernaðar-
Morgunblaðið/Kristinn
Torolf Rein, yfirmaður herafla
Noregs.
legu sjónarmiði skilgreina hugtakið
„umtalsverður niðurskurður“ með
tilliti til Keflavíkurstöðvarinnar?
Hvert er í þessu tilfelli lágmarks-
stig viðbúnaðar með tilliti til flug-
véla og mannafla?
„Það er mjög erfítt að gera sér
grein fyrir þessu. Þetta fer vitan-
Iega eftir mismunandi skilningi á
orðinu „umtalsverður". Ef menn
ákveða helmingsniðurskurð er vit-
anlega um verulega fækkun að
ræða. Það er erfítt að skilgreina
þetta nánar. Það sem er mjög mikil-
vægt fyrir okkur Norðmenn, ís-
lendinga og alla Evrópu er að
Bandaríkjamenn standi við varnar-
skuldbindingar sínar. Það er mjög
mikilvægt að mínu viti að Banda-
ríkjamenn haldi í einhveiju formi
úti herliði í Evrópu og á h£r á ís-
landi. Ef litið er til sögunnar, hvort
sem hún endurtekur sig eður ei,
þá er reynslan sú að Bandaríkja-
menn hafa tvívegis þurft að koma
Evrópu til hjálpar á þessari öld.
Þetta er erfíð lexía og það væri
mjög erfítt að kalla herliðið allt
heim og ætla síðan að senda það
eina ferðina enn til vamar Evrópu.
Því tel ég mjög mikilvægt að
Bandaríkjamenn hafí ákveðna „fót-
festu“ hér eða í Evrópu og það
hefur einnig mikla þýðingu fyrir
Bandaríkin svo lengi sem NATO
er starfrækt sem vamarbandalag.
Það era engin teikn á lofti um að
Bandaríkjamenn ætli að draga sig
út úr Evrópu, þeir hafa, að mínu
mati, dregið réttar ályktanir af
sögunni."
Telur þú að ástandið á Balkan-
skaga hafí ef til vill haft áhrif á
mat Bandaríkjamanna í þessum
efnum?
„Það kann að vera, ég er ekki
viss. Óstöðugleiki ríkir víða og fari
svo a§ einhvers konar afskipti
Bandaríkjamanna reynist nauðsyn-
leg er vitanlega mun auðveldara
að koma því í kring ef herstöðvar
og viðbúnaður af öðrum toga era
til staðar í Evrópu. Þannig er unnt
að bregðast við mun fyrr en ella.
Við sáum þetta í Persaflóastríðinu
og raunar var þá um mikla fiugum-
ferð um Keflavik að ræða. Ég veit
að sjálfsögðu ekki hvemig þeir í
Bandaríkjunum meta þessa stöðu
mála en ég tel að þeir geri sér
grein fyrir staðreyndum málsins
og að tekið verði tillit til þeirra.“
Þetta er athyglisvert ekki síst í
Ijósi þess að á dögum Kalda stríðs-
ins var til staðar glögg og afdrátt-
arlaus skilgreining á hugtakinu
„ógn“. Aður fyrr sáu menn fyrir
sér stófellda innrás Sovétríkjanna
inn í Evrópu og liðsflutninga yfir
Atlantshafið en sá möguleiki getur
nú aðeins í besta falli talist fræði-
legur. Því vaknar sú spurning hvort
þörf er á því að endurskilgreina
þetta hugtak?
„Á vettvangi herfræði skilgrein-
um við „ógn“ sem þá niðurstöðu
sem fyrir liggur þegar tekið hefur
verið tillit til ætlana annars vegar
og getu á hemaðarsviðinu hins
vegar. Við sem hermenn horfum
því mjög til þess herstyrks sem
hugsanlega er við að etja. Ef horft
er til Rússlands er herstyrkurinn
enn til staðar þó svo nú um stund-
ir sé viðbúnaður heraflans ekki
mikill en það kann að breytast.
Ætlanir Rússa í þessu efni heyra
hins vegar sögunni til nú um stund-
ir. Menn vita hins vegar ekki hver
stefna eða „ætlanir" þeirra á þessu
sviði kann að vera til lengri tíma
litið. Ógnin þ.e.a.s skilgreind sem
hætta á árás er ekki til staðar en
ef til vill hefur skilgreining orðsins
verið of þröng. Á ensku er einnig
til orðið „menace" (hótun. ógnun)
og á tímum Kalda stríðsins töldum
við að um raunveralega hótun
væri að ræða. Breytingin hefur
falist í þessu: Áður ríkti mikil
spenna en jafnframt mikill stöðug-
leiki, á tímum Kalda stríðsins var
flest allt fyrirsjáanlegt. Nú ríkir
lítil spenna en jafnframt lítill stöð-
ugleiki, við getum ekki nema að
litlu leyti gert okkur ljóst hvað
kann að gerast. Því tölum við nú
frekar um „áhættu", því orðið
„ógn“ er eiginlega ógnvekjandi! Þá
móðgast Rússar ef hugtakinu
„ógn“ er beitt.
Frá sjónarhóli Norðmanna á
hugtakið „áhætta“ við um ríkjandi
ástand í Rússlandi. Lýðræði er þar
skammt á veg komið og þar ríkir
óstöðugleiki. Þar getur ýmislegt
gerst og við verðum að taka tillit
til þess.“
Þá eigum við eftir að skilgreina
hugtakið „áhætta" . . .
„Þarna er frekar um merkingar-
fræði að ræða, skilgreiningar og
nafngift era ef til vill undir hveijum
og einum komnar. Ég og við allir
ólumst upp á tímum Kalda stríðsins
og við höfum ekki hugað nógsam-
lega að því ástandi sem ríkti fyrir
1940. Við erum aftur komnir í það
sem áður taldist „eðlilegt ástand"
þar sem ekki er um að ræða neina
viðblasandi ógnun. Við hefjum því
leit að einhverju sem komið getur
í stað „ógnarinnar". Við þurfum
ekki að hafa viðblasandi og þraut-
skilgreinda ógn til að halda uppi
nauðsynlegum herafla. Hann er til
staðar til að unnt sé að gæta örygg-
ishagsmuna viðkomandi ríkja.“
„Eðlilegu ástandi" má því lýsa
sem svo að þá ríki lítil spenna og
lítill stöðugleiki með viðvarandi
„áhættu"?
„Já. „Eðlilegt ástand“ felst í lít-
illi spennu, litlum stöðugleika,
áhættu og ófyrirsjáanlegum at-
burðurn."
Efvið lítum til Rússlands, leiðum
hjá okkur hugsanlegar „ætlanir“
Rússa og horfum eingöngu til
styrks heraflans, blasir þá ekki við
að það myndi taka mörg ár að
gera þessum herafla kleift að láta
til sín taka?
„Ég vil lýsa þessu þannig að
herafli Rússa sé ekki í dvala en
hann er tiltölulega óvirkur. Vígtólin
eru enn til staðar. Vopnakerfin,
skipin, flugvélarnar, skriðdrekarnir
eru meira og minna tilbúin til notk-
unar. Það sem þyrfti að gerast
væri að færa viðbragðsstöðu heraf-
lans yfír á nýtt og hærra stig og
það tekur ekki svo langan tíma.
Við eram ekki að tala um stórfellda
árás á Evrópu en eitthvað gæti
gerst á tilteknum svæðum. En ef
Rússar ætluðu sér að gera herfla
sinn tilbúinn til átaka tæki það að
mínu viti að minnsta kosti eitt ár.“
Áður fyrr sáu herfræðingar fyrir
sér tiltekna atburðarás og miðuðu
viðbúnað sinn við það. Hver er sú
skelfilegasta rás atburða sem þú
, getur ímyndað þér nú um stundir?
„Ef þú átt við Rússland þá fæl-
ist hún í algjörum umskiptum, í
afturhvarfí , ekki nauðsynlega til
þess valdakerfis sem viðhaldið var
í tíð Sovétríkjanna en til harðlínu-
stefnu þar sem lýðræði væri hafnað
og alræði innleitt. Það skelfílega
við þetta ástand er að þá gæti allt
gerst. Slíkt myndi skapa mikla
spennu. Við sjáum þessa hins veg-
ar engin merki nú um stundir."
En getur þú séð fyrir þér algjör
umskipti í hina áttina, jafnvel í þá
veru að Rússar verði aðilar að
NATO eða að einhvers konar ör-
yggissamvinnu verði komið á?
„Við eigum nána samvinnu við
ríkin í Austur-Evrópu á vettvangi
samstarfsráðs Atlantshafsbanda-
lagsins (NACC). Ég hef efasemdir
um ágæti þess að fjölga aðildarríkj-
um NATÓ. Ég tel að viljí menn
útvíkka NATO þannig að Rússar
fái aðild þá verði ekki lengur .um
sams konar öryggissamvinnu að
ræða og að þá muni bandalagið sem
slíkt ekki lengur vera til. Þær
skuldbindingar sem aðildarríki
NATO hafa tekið á sig era einstak-
ar. Og ég tel að tæpast sé unnt
að gera breytingar á þessum vett-
vangi án þess að leggja bandalagið
í raun niður. Samvinna aðildarríkj-
anna á hemaðarsviðinu er mjög
náin, við ráðum yfír sameiginlegum
mannvirkjum og við höfum miðað
ákvarðanatöku okkar við að náð
sé fram samstöðu. Traustið milli
ríkjanna er einstakt og það er svo
margt við NÁTO sem er algjörlega
einstakt. Ég tel að nú um stundir
gildi það um hvaða ríki sem er að
aðild þess að NATO myndi hafa í
för með sér þá hættu að bandalag-
ið liðaðist í sundur. Ætli menn sér
að útvíkka bandalagið mun NATO
eins og við þekkjum það í dag heyra
sögunni til.“
I upphafí ræddum við um sam-
skipti og sameiginlega hagsmuni
Norðmanna og Islendinga á vett-
vangi öryggis- og varnarmála.
Hvaða áhrifhefði það á sviði örygg-
ismála í Noregi e f verulegur niður-
skurður yrði ákveðinn í varnarstöð-
inni í Keflavík?
„Það er erfítt að svara þessu.
Ef Bandaríkjamenn kölluðu allan
liðsafla sinn hér heim, sem væri
versta hugsanlega niðurstaðan, þá
myndum við í Noregi ekki vera
mjög ánægðir með þá stöðu mála.
Eins og ég minntist á er ísland
lykillinn að því að unnt sé að halda
uppi vörnum á Noregshafí og á
norðurslóðum. Þarna verða menn
að gera greinarmun á skammtíma-
áhrifum og áhrifum til langs tíma
litið. Skammtímaáhrifin yrðu ef til
vill ekki svo mikil en þau yrðu vera-
l_eg þegar horft er til framtíðar.
Ég tel að það gæti ekki talist sér-
lega jákvætt merki og í því gætu
ekki falist sérlega jákvæð skilaboð
ef Bandaríkjamenn ákvæðu að
hætta rekstri Keflavíkurstöðvar-
innar. Ég tel fullvíst að Norðmenn
myndu bregðast hart við ef sú yrði
raunin."
Myndi lokun Keflavíkurstöðvar-
innar ekki einfaldlega þýða að þið
þyrftuð að endurskipuleggja varnir
ykkar í grundvallaratriðum?
„Við höfum ekki skoðað þennan
möguleika vegna þess að þama er
um að ræða verstu hugsanlegu rás
atburða."
Spurningin erað sönnu fræðileg.
„Já hún er það og svarið yrði
þá einnig í formi tilgátu! Við höfum
ekki skoðað þennan möguleika
vegna þess að hugsanleg viðbrögð
okkar miðast ekki við að Banda-
ríkjamenn kalli herlið sitt heim frá
íslandi. Ég tel mikilvægast að fyr-
ir liggi skuldbinding af hálfu
Bandaríkjamanna hvað vamir ís-
lands varðar og að fyrir liggi að
þeir hyggist ekki hverfa með liðs-
afla sinn_ héðan.“
Viðtal: Ásgeir Sverrisson.