Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993
15
Yfirlýsing fjármálaráðherra vegna virðisaukaskatts af bókum
I samræmi við skatta-
stefnu í Evrópuríkjum
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra:
í lok síðasta árs samþykkti Al-
þingi með lögum nr. 111/1992 um-
fangsmiklar breytingar í skattamál-
um. Mikilvægur liður í þeim breyt-
ingum var veruleg fækkun undan-
þága frá virðisaukaskatti. Helstu
breytingar virðisaukaskatts sam-
kvæmt þeim lögum eru eftirfarandi:
— 14% VSK var lagður á húshitun-
arkostnað frá og með 1. janúar
1993 og er sú breyting þegar
komin til framkvæmda.
— 14% VSKverðurlagðuráíslensk-
ar bækur, blöð og tímarit frá 1.
júlí 1993.
— 14% VSK verður lagður á afnota-
gjöld sjónvarps og útvarps frá
1. júlí 1993.
— 14% VSK verður lagður á ferða-
þjónustu frá 1. janúar 1994.
Helstu rökin fyrir þessari breyt-
ingu voru að mikill fjöldi undanþága
og víðtækar endurgreiðslur torveldi
skatteftirlit og stuðli að undanskot-
um. Ennfremur hefur verið bent á
það að ísland er sér á báti hvað
varðar fjölda undanþága og ekki sjá-
anleg rök fyrir því að undanþágur
eigi að vera víðtækari hér en annars
staðar.
Með tilvísun í auglýsingu sem
birtist í Morgunblaðinu 17. júní síð-
astliðinn frá ýmsum hagsmunaaðil-
um í útgáfustarfsemi um hugsanleg
áhrif 14% VSK á bókaútgáfu og
fréttaflutning ríkisútvarpsins af
sama tilefni er rétt að eftirtalin at-
riði komi fram:
Sú umfjöllun sem fram kemur í
auglýsingunni er ekki ný af nálinni
heldur fór hún fram síðastliðið haust
á meðan fyrirhugaðar breytingar
voru til meðferðar á Alþingi. Þessum
lögum verður aðeins breytt með
nýjum lögum frá Alþingi en ekki
einu pennastriki fjármálaráðherra.
Bækur eru víðast hvar skattlagð-
ar í Evrópu, ef undan eru skilin
Bretland, Noregur, Portúgal og ír-
land. Þá eru þær oftast skattlagðar
í lægra þrepi en almennar vörur og
þjónusta. Álagning 14% VSK á ís-
lenskar bækur er því í fullu sam-
ræmi við ríkjandi stefnu Evrópuríkja
í skattamálum.
Til upprifjunar má benda á að
bækur voru skattskyldar samkvæmt
virðisaukaskattslögunum sem komu
til framkvæmda í ársbyijun 1990,
en virðisaukaskattur af íslenskum
bókum var síðan felldur niður haust-
ið 1990. Þá má einnig nefna að það
er ekkert nýtt að bækur séu skatt-
lagðar hér á landi því að fram til
ársins 1990 var lagður 25% sölu-
skattur á bækur.
Mikilvægt er að rugla ekki saman
stefnu stjórnvalda í skattamálum
annars vegar og menningarmálum
hins vegar. Víða erlendis eru þau
viðhorf ríkjandi að það eigi að forð-
ast að gera göt á skattkerfið til
þess að styrkja einhveija tiltekna
starfsemi. Þetta er ákveðin stefna í
skattamálum. Hún hefur hins vegar
ekki i för með sér breyttar áherslur
í menningarmálum. Telji stjórnvöld
ástæðu til þess að styrkja ákveðna
þætti, hvort sem það er í heimi
íþrótta eða menningar, með fjár-
framlögum úr opinberum sjóðum á
það að gerast með beinum hætti,
en ekki með undanþágum frá skatti.
Mat fjármálaráðuneytis á áætluð-
um tekjum ríkissjóðs af 14% VSK,
um 300 m.kr. á heilu ári, byggir á
bestu heimildum sem völ er á, þ.e.
gögnum ríkisskattstjóra sem aftur
koma frá fyrirtækjunum sjálfum.
Það er hins vegar ljóst að óvissu-
þættir .í slíku mati eru ótalmargir,
s.s. afkoma fyrirtækja og heimila á
hveijum tíma, samkeppnisstaða bók-
arinnar gagnvart öðrum miðlum o.fl.
Því ber að skoða alla slíka útreikn-
inga með fyrirvara. Talið er að tekj-
ur ríkissjóðs af 14% VSK á íslenskar
bækur, blöð og tímarit svo og af-
notagjöld útvarps og sjónvarps nemi
tæpum 1,200 m.kr. á heilu ári. Þar
af er gert ráð fyrir að 400 m.kr.
innheimtist á yfirstandandi ári.
íslenskur prentiðnaður telur sig
standa höllum fæti gagnvart erlend-
um prentsmiðjum sem geti boðið
ódýrari þjónustu. Þetta kann að vera
rétt svo langt sem það nær. Hins
vegar hefur álagning VSK sem slík
hér engin áhrif. Ennfremur er mis-
skilningur að samkeppnisstaða inn-
lendrar prentunar gagnvart erlendri
raskist við skattlagningu bóka á
þeirri forsendu að menn sleppi við
að greiða virðisaukaskatt af prentun
o.fl. með því að færa þessa starfsemi
inn í bókaútgáfurnar eða úr landi.
{ báðum þessum tilvikum yrði um
virðisaukaskattsskylda starfsemi að
ræða samkvæmt lögum.
Morgunblaðið/Vilborg Einarsdóttir
Áð á jökli
ÞEIR voru skýjum ofar, í tvöfaldri merkingu þess orðs, ferðalangarn-
ir sem fóru á Snæfellsjökul með sleðji skíðadeildar Grundarfjarðar
um liðna helgi, enda veðurblíðan einstök þegar komið var upp úr
skýjunum og á toppinn.
Liflegt a Skaganum
MARGT er að gerast í Akranesskaupstað. Nýlokið er Akraneshlaup-
inu með um 500 þáttakendum. Þá stendur yfir frá því í gær og lýkur
á mánudag Landsbankamóti í knattspyrnu fyrir drengi í 5. flokki
og eru þátttakendur hátt á þriðja
Samkvæmt upplýsingum Björns
Finsen varð mikil þátttaka í 17.
júní-hátíðahöldunum á Akranesi og
voru þau til fyrirmyndar í alla staði
að sögn lögreglunnar. Á föstudög-
um verður útimarkaður á Akratorgi
og var hinn fyrsti í gær, en síðar.
verður slíkur markaður 2., 9., 16.
og_23. júlí, ef veður leyfir.
í dag, laugardag, fer síðan fram
kvennahlaupið á Skaganum og
verður þátttaka góð. Síðast þegar
vitað var höfðu á annað hundrað
konur skráð sig í hlaupið, hlaupar:
ar, göngumenn og skokkarar. í
kvöld klukkan 21 mun svo Valdi-
hundað.
mar Indriðason, fyrrverandi alþing-
ismaður, verða með gönguleiðsögn
um hluta bæjarins og m.a. fræða
þátttakendur um sögu gamalla
húsa á Akranesi. Hann mun fara
aðra slíka ferð laugardaginn 17.
júlí og þá á sama tíma dags.
Á morgun verður opið golfmót
fyrir öldunga hjá Golfklúbbnum
Leyni á Akranesi. Laugardaginn
26. júní verður risamarkaður hald-
inn í tjaldi og utan í Miðbæ (á
Skagaverstúninu). Á hafnarbakk-
anum er nú tilbúin tjöm og fiski-
ker, smávísir að sjávardýrasafni,
þótt frumstæður sé.
M Verðdæmi I:
W 4RA MANNA FJÖLSKYLDA
-gisting í góðu svefnpokaplássi.
Eldunaraðstaða og góð setustofa til boða á
flestum stöðunum. Verð kr. 3.450.*
Pr. mann á nótt 862. /'C
BÆKLJNGURINN
OKKAR
ER ÓMISSANDI
FÖRUNAUTUR
Á FERÐALAGINU
Verðdæmi lll:
4RA MANNA FJÖLSKYLDA
- sumarhús í viku (fl. B)
Verð kr. 24.500.*
Pr. mann á nótt 875.
Verðdæmi II
4RA MANNA FJOLSKYLDA
- gisting í uppábúnum rúmum.
Frábær morgunverður að sveitasið og Ijúffengur
.. kvöldverður. Verð kr. 11.100.*
Pr. mann á nótt 2.
Tilboð miðast við
2 fullorðna og 2 börn, 6-11 ára.
Ferðaþjónusta
bænda
Á0
Ferðaþjónusta bænda, Hótel Sögu v/Hagatorg, símar 623640/43, símbréf 623644.
Frábær uppskrift
að frimu i ar