Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 27 SJONARHORN Skalli taknar hættu á hjartaáföllum Afmælin eru komin á banvæna listann MIÐALDRA menn sem harma þverrandi hárprýði hafa nú fengið aðra ástæðu til að hafa áhyggjur af. Nýlegar rannsóknir hafa sýna fram á að skalli eykur líkur þeirra á hjartaáfalli. Sérfræðingur í faraldsfræði við læknaskólann við Boston Univers- ity Samúel M. Lesko að nafni, hef- ur ásamt samstarfsmönnum sinum komist að þessari niðurstöðu. Þeir rannsökuðu 665 karla á aldrinum 21 til 54 ára sem höfðu verið tekn- ir inn á sjúkrahúsið eftir að hafa fengið hjartaáfall. Samhliða var kannaður til viðmiðunar samsvar- andi hópur 772 karla á sama aldri sem teknir höfðu verið inn á sjúkra- húsið án þess að hafa fengið hjarta- áfall. Rannsóknin fór að sjálfsögðu fram á vísindalegan hátt og var niðurstaða vísindahópsins sú að af þeim sem fengið höfðu hjartaáföll reyndust þau vera mun algengari hjá þeim sem höfðu misst hárið uppi á kollinum. Niðurstöður töl- fræðilegra útreikninga leiddi í ljós að þeir voru í 40 prósent meiri hættu á að fá hjartaáfall, en þeir sem voru með eðlilega hárfyllingu á höfði og reyndist áhættan vera meiri eftir því sem skallinn var stærri. Útlitið virðist vera mun hagstæð- ara hjá þeim sem voru með hæk- kalla möguleika andi háralínu frá enni. Karlar sem voru með hár- missi framan á höfði sýndi enga aukningu á hjartáföllum. Tengslin á milli hjartaáfalla og skalla reyndust vera, þegar frá voru teknir ákveðnir áhættuþættir; erfðir eða hjartaáföll í fjölskyld- unni, reykingar og hár blóðþrýst- ingur. Niðurstöður þessara rann- sókna voru birtar 24% febrúar í „Jo- urnal of the American Medical Association" segir í febrúarblaði tímaritsins Science News. Menn velta því nú fyrir sér, hvort skalli geti verið hjartanu skeinu- hættur. Talið er að of snemmt sé að segja ákveðið til um það, en full ástæða er sögð vera til að kanna málin betur. Sköllóttir karlar eru ekki þeir einu sem eiga á hættu að fá hjarta- áföll. Þau geta gripið hvern sem er og hvenær sem er eða því sem næst. Nefndir hafa mánudagar, piparsveinalíf, kalt veður og ekki síst „hið ljúfa líf“ sem áhættuþætt- ir hjartaáfalla og nú nýlega hafa afmælin verið sett á þennan ban- væna lista. Alan nokkur Wilson við Robert Wood Johnson læknaskól- ann í New Brunswick kannaði sjúkraskrár 100.000 einstaklinga sem fengið höfðu hjartaáföll. Hann komst að því, að hjartaáföllum fjölgaði áberandi mikið hjá bæði körlum og konum dagana sem voru næstir á undan og komu strax eft- ir afmælisdögum þeirra. Talið er að orsakir megi rekja ti! í mikilla veisluhalda og andlegrar streitu. Rannsóknin er sögð sýna vax- andi áhuga vísindamanna á örlaga- ríkum þáttum sem geta framkallað hjartaáföll. Á undaförum árum hef- ur áhersla verið lögð á rannsóknir á langvinnum áhættuþáttum, háum blóðþrýstingi og kolesterólneyslu og hafa þær rannsóknir dregið til sín mesta rannsóknafjármagið. Wilson segist ekki leggja til að fólk hegði sér á neinn hátt öðruvísi á afmælum sínum en það hefur gert til þessa. Rannsóknir hans og annarra, sem eru á svipuðum nót- um, segir hann beinast að því að reyna að skilgreina þætti sem mögulega geta hrint af stað hjartaáfalli og reyna síðan að rekja sig til baka að grunnorsökum. Visk- an er í aprílblaði Science News. M. Þorv Líkaminn kennir börnum að sækja í fituríka fæðu BÖRN eru sögð fædd með smekk fyrir sætindum en þau eru einnig sögð vera n\jög fljót að læra að meta orkuríkar fæðutegundir, sér- staklega þær sem hafa hátt fituinnihald. En börn geta einnig lært að meta fæðu sem hefur lágt fituinnihald. Science News (10. apríl 1993) 66 kaloríum einn dag í viku, en hefur þetta eftir Leann L. Birch sálfræðingi við Pennsylvania State University í Bandaríkjunum. Birch hefur í samvinnu við sérfræðinga við University of Illinois kannað bragðsmekk og fæðuval 27 bama á aldrinum 3-4 ára. Hópnum var skipt í tvennt, annar hópurinn fékk jógúrtdrykki með mismunandi bragði og fituinnihaldi tvisvar viku, fengu fitusnauða jógúrt með aðeins aðra daga fengu jógúrt með 18 grömmum af fitu og 225 kaloríum. Hinn hópurinn smakkaði jógúrtteg- undir með mismunandi bragði án þess að borða þær. Niðurstaðan var sú að böm virð- ast læra að meta bragð sem teng- ist fituauðugri fæðu. Sérfræðingar segja að það geti skýrt hversvegna svo erfiðlega hafi reynst að draga úr neyslu á fituríkri fæðu. Þeir segja einnig, að þau böm sem að- eins smökkuðu á jógúrtinni án þess að borða hana, fóm að meta jógúrt með bragði sem þau könnuðust við hvað sem kaloríuinnihaldi leið. Þetta segja sérfræðingar að sé ábending um að hægt sé að kenna einstaklingum að meta ákveðnar fæðutegundir með því að bjóða upp á þær nógu oft. Foreldrar geta haft áhrif á neysluvenjur, þeim er því bent að reyna að halda sem oftast að börnum sínum fæðu og nasli sem hefur lágt fituinnihald. M.Þorv. Levinson í leikfangalandi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Saga bíó: Leikföng — Toys Leikstjóri og handritshöfundur Barry Levinson. Aðalleikendur Robin Williams, Michael Gambon, Joan Cusack. Bandarísk. 20th Century Fox 1992. Maður er svo sannarlega furðu lostinn eftir að hafa séð Leikföng. Hún er gerð af einum langfærasta handritshöfundi/leikstjóra kvik- myndanna í dag, með myndir á borð við Good Morning, Vietnam og Rain Man að baki og margar litlu síðri. Til að gera útkomuna enn óskiljan- legri þá var Leikföng búið að vera draumaverkefnið hans i heilan ára- tug, sem hefur m.a. farið i að betrum- bæta og snurfusa handritið og þefa uppi færustu menn á öllum sviðum kvikmyndagerðar og þá er að fínna í massavis í Hollywood. En skemmst frá að segja að mynd- in er hreint ótrúleg mistök. Geggjuð og góð hugmynd verður að seigdrep- andi langhundi. Prýdd framúrskar- andi hlutum, svona til að minna á þær vonir sem við hana voru bundn- ar. Er faðir hans fellur frá, missir Williams leikfangaverksmiðju ætt- arinnar í hendur Gambon, föðurbróð- ir sínum. Sá er ekki á því að halda áfram framleiðslu á umhverfísvæn- um og vinalegum barnagullum því karl er fyrrum hershöfðingi og stríðs- æsingamaður. Sér nú kjörið tækifæri til að hefjst á ný til vegs og virðing- BíóhöUin: Náin kynni — Untamed Heart Leikstjóri Tony Bill. Handrit Tom Sierchio. Tónlist Cliff Eidelman. Aðalleikendur Christian Slater, Marisa Tomei, Rosie Perez, Kyle Secor, Willie Garson. Bandarísk. MGM/UA 1993. Þessari látlausu en ljúfu mynd er greinilega ætlað að bæta hjartalag unglinganna og tekst það örugglega í flestum tilfellum og þá einkum fyr- ir snjallt og gott leikaraval. Það dylst þó engum að hinn fjallmyndarlegi Slater er ekki manna líklegastur til að dedúa bakatil á matstofu við jarð- eplaskrælingu og uppvask, en fram- leiðendum fyrirgefst, þeir eru að reyna að ná til unglinganna með því að velja þennan vinsæla leikara í aðalhlutverkið. ar og breytir dótafabrikkunni í ný- tísku hergagnaverksmiðju. Það stendur varla steinn yfír steini, allt frá óvenju leiðinlegu upp- hafsatriði til lítt skárri endaloka. Það sem gleður þó augað, mitt í gleði- snauðri atburðarásinni, eru þessi líka Sem fyrr segir leikur Slater utan- garðspilt, Adam, alinn upp á mun- aðarleysingjahæli og með slæman hjartagalla sem hann hræðist að fá bót á. Asamt honum vinna á veitinga- staðnum hin ístöðulitla en góðviljaða Caroline (Tomei) og vinkona hennar Cindy (Perez). Þær, sem aðrir, líta á hinn þögula Adam einsog hálfgerðan vanvita uns hann kemur Caroline til hjálpar á örlagastundu. Þá fer hún að kynnast pilti og kemur í ljós að hann er eftir allt saman hið eftirtekt- arverðasta ungmenni. Elskur að bók- menntum og öðrum fögrum listum í kjallaraholunni sinni og hefur auk þess frá mörgu að segja er hann loks fer að opna munninn. Og þarf engum að dyljast hvert framhaldið verður. Lítil mynd og sæt og góð tilbreyt- ing frá fábreyttri síbylju unglinga- ævintýralegu leiksvið og leikmunir, unnir af snilld sem verður mun eftir- minnilegri í allri grámóskunni. Leik- ararnir fá hvorki að segja orð af viti né að gera að gamni sínu, meira að segja Williams er fúll, í fyrsta sinn í sögunni. Hinsvegar gerir Gambon furðu gott úr sínu. Að hugsa sér hvað hefði getað gerst ef Levinson hefði borið gæfu til að virkja þessa stórleikara og verið í sínu gamla og góða formi! myndanna. En meiri metnað vantar í handritið. N&in kynni rennur tíð- indalítið áfram, söguþráðurinn er athyglisverður en skortir alla þunga- vigft. Leikararnir komast þó vel frá sínu. Slater er viðfelldinn í hlutverki einfarans sem verður ástfanginn, þó ólíklegur sé og Tomei enn betri sem gengilbeinan. Öllum á óvart vann hún Óskarsverðlaunin í ár fyrir góð- an leik í annars heldur litlausri mynd en hún sannar það hér að hún kann ýmislegt fyrir sér í faginu. Hin ósköp venjulega Caroline verður minnis- stæð í meðförum hennar, hún gefur hlutverkinu allt sem hún á þó það sé síður en svo framúrskarandi vel skrifað og stendur uppi með túlkun sem heldur manni hugföngnum í annars lítt áberandi smámynd. Og Perez (Hvítir geta ekki troðið er trú- verðug í litlu hlutverki. Með hjartað á réttum stað - hótelið þitt Bílamarkaðurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraun Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18 Corolla XL '90, 5 dyra, rauður, 5 g., ek. 45 þ. V. 750 þús., sk. á ód. MMC Pajero turbo diesel '85, silfurgrár, vél og kassi nýyfirfarið, 5 g. V. 890 þ. Toyota Corolla Liftback ’88, sjálfsk., ek. 980 þ. Góður bíll. V. 630 þ. stgr. 5 dyra, 5 g., ek. 10 þ.km. V. 1080 þús. Toyota Corolla GTi '88, svartur, ek. 76 þ., sóllúga, rafm. i öllu o.fl. V. 750 þ. Willys CJ 7 '84, blár, 4 g., ek. 76 þ. „258“). Talsvert breyttur, 36“ dekk o.fl V. 820 þ. Dk. ód. Daihatsu Charade CS 5 dyra ’88, steingr- ár, ek. 87 þ. Nýl. conphing og tímareim. Ford Bronco XL '87, blár og hvítur, 5 g., ek. 117 þ., krómfelgur o.fl. Gott eintak. V. 960 þ. stgr. Vantar nýlega bíla á skrá og á staðinn, ekkert innigjald GBRÐU ÞER MAT UR ÞESSARI GRÍSAKÓTILETTUR Ostakryddaöar Marineraðar Léttreyktar.kryddaöar GRILLPYLSUR Sœlkerapylsa með osti Smellpylsa , Knackwurst. AUGLYSINGU, HÖFN SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.