Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 19.06.1993, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1993 30 Minning Magdalena Schram blaðakona Fædd 11. ágúst 1948 Dáin 9. júní 1993 Ætli hún hafi ekki verið tíu ára telpuhnokki, jörp á hár með lipran fót, þegar ég man hana fyrst. Hún var sú fímmta í röðinni í systkina- hópi Bryndísar. Og strax einhvem veginn öðra vísi. Þau eldri voru áberandi frek til Ijörsins, fyrirferð- armikil og gott ef ekki rúmfrek. Malla var öðravísi. Hún sýndist vera meira út af fyrir sig; stundum eins og í eigin heimi þangað sem lætin í kringum hana náðu ekki. Hún var bókaormurinn í fjölskyld- unni. Malla átti góða daga og góða félaga í EMMERR á sjöunda ára- tugnum. Hún varð stúdent 1968. Það hefur auðvitað alveg sérstaka merkingu. Það þýddi að vera ein- hvem veginn öðra vísi — með áherslu á einhvem veginn. Það var alltaf mátulega óljóst. En við hin létum hana auðvitað ekki komast upp með annað en að svara til saka fyrir þessa „glötuðu kynslóð" blómabama og bítlavina. Að loknu stúdentsprófí las Malla sögu í enskum stíl í úreltum text- ílbæ á Norður-Englandi. Lancaster heitir þar. Hún lærði meðal annars það að sú saga er ekki frásagnar- innar virði, sem ekki er vel sögð — færð í stílinn. Og Malla féll vel inn í lífsmynstur enska háskólabæjarins á bítlaskeiðinu: morgunsvæf, skraf- hreifín og félagslynd. Bréfín til stóru systur vora mörg og löng og lipurlega skrifuð. Að loknu prófí dvaldist henni enn um nokkur ár á Englandi þar sem hún drakk í sig andrúmsloftið. Eftir að hún sneri heim byijaði hún að vinna fyrir sér sem sögu- kennari við Menntaskólann á ísafírði. Hún lagði út af samtíma- sögu Barracloughs um hlekki hug- arfarsins forðum daga og endalok hugmyndafræðinnar. Henni lá tals- vert á hjarta, enda búin að upp- götva ný sannindi að hún hélt. Og vottaði þá þegar fyrir svolitlum femínisma. Þegar ég spurði hana nánar út úr um þessar kellingar sagði hún gjaman: Lestu þær bara sjálfur — og lánaði mér „Kvengeld- inginn“ eða „Kvennaklósettið" með vorkunnlátu brosi í kaupbæti. Ég held ég hafí skilað þessum kelling- um aftur. Gömlum marxista þótti þetta þunnur þrettándi. En við lét- um kyrrt liggja. Eftir að þau Malla ög Hörður stofnuðu með sér samvist esseff hófst þýska tímabilið í lífi hennar. í framhaldi af Virginiu Woolf komu endurminningar allra þessara þýsku stríðsekkna — miklar tragedíur úr veröld sem var. Mér koni að vissu leyti á óvart hversu auðveldlega norður-enski öreigakúltúrinn vék fyrir borgaralegum dyggðum þýsk- ættuðum, góðu skipulagi og um- hirðu á Múnchenaráranum og æ síðan. Kannski bættu þau hvort annað upp, enska efasemdin og bæverska búsældin? Rétt eins og Malla og Hörður bættu hvort annað upp. Með þessa heimanfylgju í far- angrinum stofnuðu þau ferðaskrif- stofu sem var svo vel rekin að manni fannst einhvern veginn eins og hún gengi af sjálfu sér. Svona var hún vel skipulögð. Ferðalangar Möllu og Harðar vora ekki að leita að gleym-mér-ei diskóteksins held- ur friðnum í sjálfum sér. Þetta voru fjallagarpar, jöklafarar og fuglavin- ir — fólk með augu fyrir því smáa sem gerir undur lífsins svo stórt. Einkum þýskir prófessor-doktorar, sem fundu hugsjón í Norðrinu og ítalskir lífskúnstnerar á flótta und- an Suðrinu. Og oft glatt á hjalla. En alltaf vel skipulagt. Smám saman var þetta orðið forstandsheimili — fyrst við fjörana í Sörlaskjólinu, seinna í stríðsgróða- hverfi á Melunum. Og ævinlega jafn gaman að líta inn: Heilsa heimasætunum Höllu, Kötu og Guð- rúnu með kossi á kinn; stelast í eina pípuna hans Harðar með Löv- enbránum; fá stuttan útdrátt úr Spígel um tilvistarvanda Vestur- landa og hina þýsku sektarkennd; fínna fyrir sitt leyti kurteislega að veraleikafírringu ’68-kynslóðarinn- ar (og jafnvel Kvennalistans, ef maður dirfðist) gagnvart vandanum og valdinu — einkum á sunnudags- morgnum eftir sund. En undir værðarlegu yfírborðinu vakti alvara lífsins, eins og í leik- riti eftir Ibsen. Möllu var dauðans alvara í pólitík. Hún var ekkert upp á punt. Hún var femínisti til orðs og æðis, þótt hún léti mig í friði sem vonlaust tilfelli. En hún var komin iangleiðina að snúa dætram mínum til femínisma sumum hveij- um, og þótti mér þá fokið í Sörla- skjólið. Malla var vakin og sofín í sinni pólitík: Að sjá um Veru, að undirbúa borgarstjómarfundi, að flytja pistla í útvarpið, að ráðgast við stöllur sínar um stefnumál og kosningar. Aldrei í fremstu röð — en alltaf af fullri einurð. Ég gat þess í upphafí að mér hefði þótt hún vera öðra vísi frá fyrstu tíð og hún hélt því áfram til hinstu stundar. Fyrir fáum áram fékk hún viðvöran um að lífíð lifír á veiku skari eins og blaktandi kertaljós sem getur slokknað fyrir- varalaust. Það er á slíkum stundum sem fyrst reynir í alvöru á mann- eskjuna — hvort hún er bara veil og hálf eða úr ósviknum málmi, heil og ekta. Hetjan er sú sem tek- ur því sem að höndum ber án þess að kveinka sér; sú sem ber harm sinn í hljóði. Þannig var Magdalena til hinstu stundar. Að vísu reiðubúin að opna hug sinn um okkar stopulu stund og afmarkaða tíma. I lífínu var hún okkur. sem hana þekktum ljúfur ferðafélagi. I dauðanum varð hún okkur sú fyrirmynd sem fæst okkar munum fá undir risið þegar þar að kemur. Æðrist eigi „því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt,“ sagði sá sem vildi bera byrðar annarra. Orðlaust fór hún að hans dæmi. Slíkur efniviður glæðir söguna lífí, eins og hún vissi kvenna best. Minn- ing hennar lifir — þótt hún deyi, í þakklátum huga okkar allra, sem hana þekktum. Jón Baldvin. Það er erfitt að setjá orð niður á blað til að heiðra minningu Möllu. Til þess þurfa orðin að mynda meistaraverk til að vera samboðin henni, því að hún Malla var meist- araverk. Ég vildi óska að kökkurinn í hálsinum og tárin í augunum gætu hjálpað eitthvað tjl. Malla var klárasta manneskja sem ég hef nokkurn tíma þekkt. En hún var ekki bara klár eða hug- myndarík, skörp, hreinskilin, góð, áhugasöm, heldur var hún líka svo klár á lífíð. Ég man fyrst eftir Möllu þegar ég átti 5 ára afmæli. Þá gaf hún mér í afmælisgjöf myndasögu sem hún hafði sjálf út- búið. Sagan var um lítinn strák sem fékk óskina sína uppfyllta og heilan vörabíl fuilan af nammi. Hún Malla var stóra systir hans pabba og besta vinkonan hans. Margar sögur hef ég heyrt í gegn- um tíðina, þegar þau voru saman í sveit á Litla-Hofí og þegar þau stóðu saman gegn Bjögga stóra bróður í Skjólunum í gamla daga. Eitt sinn fór afí með Möllu og pabba (eða Óia Madda eins og Malla kall- aði hann alltaf) á bensínstöð að setja bensín á Dodge sem afí var nýbúinn að kaupa sér, en þetta var árið 1955. Þegar afi var búinn að setja bensín á bílinn kallar hann aftur í til krakkanna: ;,Krakkar! Munið þessa tölu, 278.“ Ég veit að aila sína tíð mundu þau töluna og gerðu grín að þessu, hún og pabbi. Nú verður pabbi einn að sjá um að muna. Annarri sögu man ég líka vel eftir. Þegar pabbi átti 6 ára af- mæli bað hann Möllu stóra systur að bjóða fyrir sig í veisluna. Malla hélt það nú. Svo þegar pabbi kom niður stigann í Skjólunum í fínu fötunum og leit á afmælisgestina var þar aðeins einn strákur, Addi, besti vinur pabba, hitt vora allt vin- konur Möllu. Ég man að amma hafði mikið gaman af þessari sögu. Núna þegar Malla er farin verða stundimar sem maður átti með henni svo dýrmætar. Þær era eins og demantar sem maður heldur fast um og vill ekki fyrir nokkum mun missa eða gleyma. Ég man þegar hún eyddi heilum degi í að sýna 12 ára frænda sínum hvernig lífíð gengi fyrir sig á Helgarpóstin- um. Sunnudagamir þegar Malla, Hörður og stelpumar komu í heim- sókn út á Marbakka og mamma bakaði pönsur. Þegar ég sat með henni á Grenimelnum og hún gaf mér hint fyrir fyrsta viðtalið sem ég tók og sagði mér sögur af stelp- unum, í nýja sloppnum sínum. Og líka þegar ég kvaddi hana fyrir utanferðina og hún sagði mér, í guðanna bænum að vera ekki að eyða farareyrinum í póstkort handa „gömlum töntum". í gegnum allar sínar sjúkdóms- þrautir kveinkaði Malla sér aldrei. Aldrei vorkenndi hún sér og alltaf var hún harkan sex og ég er viss um að Malla hefði orðið góð í fót- bolta hefði hún viljað það. Þvílíkan styrk og vilja hafði hún til að bera. Það eina sem Malla gaf út á veik- indi sín var að: „Ég er bara svekkt yfír því að þurfa að lenda í þessu, það er svo margt sem ég á eftir að gera.“ Við sem sjáum á eftir henni Möllu verðum að hugga okkur við að þrátt fyrir öll sín veikindi var hún Malla hamingjusöm í lífí sínu. Hún hafði fengist við hluti sem voru henni hjartfólgnir og hafði leyst þá vel af hendi. Hún átti yndis- lega fjölskyldu, var í hjónabandi þar sem jafnræði ríkti og kannski það sem mest er um vert, hún átti stelp- umar sínar að vinum. Kæri afí, Hörður, Halla, Katrín og Guðrún, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðaróskir og þykir það leitt að geta ekki komið og vottað Möllu virðingu mína. En ég hugga mig við þá tilhugsun að hún hefði án efa viljað að ég væri úti og héldi áfram að skoða heiminn. Elsku frænkur, megi guð gefa ykkur allan heimsins styrk til að yfírvinna þessa miklu sorg. Hins vegar getið þið borið höfuðið hátt og verið stoltar af mömmu ykkar, því að hún var frábær. Magnús Orri Schram, Miinchen. Hún var stóra frænka þegar ég var barn og mér fannst hún æðis- leg, en ég átti engin orð. Það var í loftinu á milli London og Keflavík- ur sem hljóðmúrinn rofnaði, aldurs- bilið fjaraði út og við kynntumst hvor annarri. Ættartengslin og samskiptin inn- an stórfjölskyldunnar voru skoðuð sem himintungl væra og við fundum út að við frænkurnar tilheyrðum sömu plánetunni. Báðar voram við að Ijúka dvöl erlendis, koma heim að fínna fram- tíð, allt svo spennandi og óráðið, trylltar af tilfínningum sem fínna þurfti farveg. Malla var orðin meira en stóra frænka sem ég gekk í kjólunum af þegar þeir vora orðnir.of litlir, hún var ný vídd í tilveru minni, fyrir- mynd að vilja og þori. Leiðir okkar lágu áfram saman og kynni efldust þegar Kvenna- framboðið var stofnað í Reykjavík og Hótcl Vík hýsti hugsjónir kvennabaráttunnar þar sem Malla var ávallt fremst meðal jafningja. Það voru hrein forréttindi að fá að fylgjast með baráttulist hennar, þar sem atorka, kímni og hugvit fléttuð- ustsaman og gerðu hana engri líka. Ég verð að viðurkenna að mér var ekki alltaf rótt þegar ég lenti í rökræðum við hana, svo næm var hún að skynja hin minnstu hliðar- spor rökfestunnar og réttsýninnar og þá var nú oftast betra að hugsa áður en að tala og hvorki dugði vol né væl. Lífstakturinn og baráttulistin breyttust ekki þrátt fyrir erfíð veik- indi. Einhvern veginn fínnst manni að það sé þeirra sem vitja sjúkra að hvetja og hughreysta. Malla sneri dæminu við. Maður var ekki fyrr kominn inn á sjúkrastofuna en áhugi hennar á mönnum og málefn- um tók yfírhöndina og frásagnar- gáfa hennar leiddi mann á óvæntar slóðir víðsfjarri sjúkdómsraunum hennar. Hún var fundvís á bæði það skemmtilega og það sem skipti máli, hafði hæfileikann til að nálg- ast málefnin úr óvæntri átt. Hún lét engan sem hana þekkti ósnort- inn. Elsku Hörður, Halla, Katrín og Guðrún. Við systkinin, mamma og allt okkar fólk sendum ykkur og Björgvini frænda og frændsystkin- unum úr Sörlaskjóli okkar innileg- ustu samúðarkveðjur um leið og við varðveitum minninguna um frænku okkar, baráttukonuna, sem var gert að kveðja svona snemma. Asta Kr. Ragnarsdóttir. Síðastliðinn laugardag hélt gam- all nemendahópur úr Menntaskól- anum í Reykjavík hátíðlegt 25 ára stúdentsafmæli á Þingvöllum. Það var áhrifaríkt augnablik þegar Sig- urður Guðmundsson, skólabróðir okkar, minntist Magdalenu Schram á þeim sögufræga stað þetta fagra kvöld. Fimm árum áður hafði hún verið með okkur á þessum sama stað, þá nýbúin að ganga í gegnum fyrstu krabbameinsmeðferðina, unnið fyrsta sigurinn í baráttu við skæðan sjúkdóm. Ég var stoltur af að þekkja Möllu Schram þegar við hófum nám í Menntaskólanum haustið 1964. Um sumarið hafði ég kynnst henni þar sem hún vann í Reynihlíð í Mývatns- sveit við ferðamannaþjónustu, en við Eiríkur Briem, jafnaldrar henn- ar, vorum þar nýliðar í mælinga- mannaflokki. Mælingamenn heill- uðust af Möllu allir sem einn og kepptust um að yrkja til hennar fallegar vísur og kvæði. Við, þessir feimnu, vorum hrifnir af fijálslegri og hispurslausri framkomu hennar. Og það gat enginn orðið reiður við Möllu Schram, jafnvel ekki maður- inn sem ætlaði að fá bensín á bílinn sinn en fékk gusu í andlitið úr dælunni sem bensínstúlkan stjórn- aði; það lá við að manninum þættu þetta eðlileg og sjálfsögð mistök. Oft hef ég síðan dáðst að Möllu. Áhuginn á- íslensku þjóðlífí og menningu var brennandi, og gagn- rýnin næm og uppbyggjandi: hún vildi bæta mannlífið. Rödd hennar í þjóðlífínu lýsti reynslu þess sem lengi hefur dvalist með eriendum þjóðum en einnig lagt sig fram um að kynnast eigin landi, sögu og þjóð. Fáa veit ég sem komist hafa yfir að lesa meira en hún. Ég minnist þess að hún las eitt sinn alla Sturl- ungu á örfáum dögum. Hún var þá með Herði í vetrarheimsókn á Sauðárkróki í boði fjölbrautaskól- ans og dvaldi í mínum húsum. En það var fleira en Sturlunga sem átti hug hennar þessa daga. Hún þurfti að kynnast málefnum skólans og bæjarfélagsins og vildi auk þess sjá hina glöðu sveit í vetrarbún- ingi. Annað dæmi lýsir sívakandi áhuga hennar og þreki. í miðjum jólaönnum fyrir fáeinum áram sendi hún mér og fjölskyldu minni tíu síðna bréf til Þýskalands sem svar við litlu jólakorti. Þar gerði hún úttekt á helstu jólabókum það árið, og mér fannst á eftir eins og ég hefði lesið þær allar. Eldmóðurinn hélst fram á síðustu stund eins og þeir ijölmörgu út- varpshlustendur vita sem fylgdust með laugardagspistlum hennar. Það var eins og ekkert væri hinu vöku- spaka auga óviðkomandi. Eftir ára- mótin síðustu, þegar líkamlegt þrek var á þrotum, rétti Malla mér tvö tölublöð af ensku tímariti um kvennabókmenntir þar sem hug- myndir vora settar fram um túlkun og kennslu. Á spássíum hafði hún gert ýmsar viðbótarathugasemdir. Hún var ekki í vafa um að hressa mætti upp á bókmenntakennslu í landinu; og auðvitað hlyti ég að geta bætt mig í mínu starfí við Kennaraháskólann. Stöðug viðleitni hennar til að lífga upp á veruleik- ann og ýta við stöðnuðu hugarfari birtist einnig vel í þýðingu hennar í vetur á ævintýrinu um prinsessuna sem ekki vildi giftast. Þetta fallega ævintýri var nýlega flutt í útvarpi og þyrfti nú að koma út í lítilli bók. Heilbrigt og fordómalaust lífsvið- horf Möllu og Harðar mótaði heim- ili þeirra. Það andrúmsloft sem þar ríkti hefur verið dætrunum þremur hjálp í erfiðum veikindum móður- innar. Þær og Hörður eiga alla sam- úð okkar, einnig Björgvin, faðir Möllu, og aðrir ástvinir þessarar ógleymanlegu konu. Baldur Hafstað. Hún kom þeysandi á viljugum hestinum, grannvaxin telpa, varla táningur. Koparrauður hrokkinkoll- urinn þyrlaðist og hún var svo létt í hnakknum að ég hélt hún myndi fljúga af baki þegar hún snarstöðv- aði gæðinginn með sveiflu sem helst líktist óskadraumi kúrekans. Dálít- ill rykmökkur snerist upp og umlukti hana og hestinn og sveif svo yfír á ráðsetta hæglætishesta- menn sem stóðu þama í almennum áningarstað nálægt Geithálsi og skeggræddu. Hestarnir ókyrrðust, frísuðu og titraðu af fíðringi sem aðkomuhesturinn vakti. Karlarnir ýfðust, umluðu og rykféllu og höfðu greinilega skoðanir á því hvernig átti að ríða í hlað. Telpan á hestin- um var einbeitt, óháð og virtist ekki taka eftir þeirri athygli sem hún vakti. Mér varð svolítið um fífl- dirfsku hennar en ég dáðist að ótta- leysi hennar og lífsorku og þeirri ögrun sem var bundin henni og sá þegar rykið féll að þetta var yngri systir hennar Bryndísar Schram. Ég man ekki núna hvort ég vissi hvað hún hét. Það er sjaldan að lýsandi glögg mynd varðveitist í huganum um fyrstu kynni af þeim manneskjum sem síðar verða mikilvægur hluti af lífi manns en þetta er lifandi mynd í huga mér af Magdalenu Schram eins og ég sá hana fyrst. Löngu síðar kynntumst við og störf- uðum saman í Kvennalistanum. Magdalena eða Malla eins og hún var kölluð af vinum sínum, var ein af frumkvöðlum Kvennaframboðs- ins og gegndi ýmsum trúnaðarstörf- um á vegum þess og kom síðar til liðs við Kvennaiistann þó að hún væri ekki meðal stofnenda hans. Þar gegndi hún einnig trúnaðar- störfum, var meðal annars fulltrúi Kvennalistans í útvarpsráði. Hún hóf útgáfu Kvennablaðsins Vera ásamt öðrum konum og starfaði lengi að ritstjórn þess. Hún starfaði auk þess sem blaðakona og rak ferðaskrifstofu ásamt maka sínum, Herði Erlingssyni. Þau eignuðust þijár dætur. Sú mynd sem mér birtist við okkar fyrsta fund finnst mér að mörgu leyti dæmigerð fyrir Möllu. Hún var djörf, óttalaus og óháð í hugmyndum sínum og skoðana- myndun. Hún hafði skapandi og fijóa hugsun og tókst oft að koma að málum frá nýju og óvæntu sjón-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.