Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 136. tbl. 81. árg. SUNNUDAGVR 20. JÚNÍ 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Valtað yfir Vesturstræti FRÆGASTA strætið eða gatan í sögu vestramyndanna heyrir nú sögunni til. Vesturstræti, sem var til dæmis vett- vangur sígildra mynda á borð við „High Noon“ og „Cat Ballou“, er orðið að bílastæði. Sviðsmyndin, strætið og byggingar með því, var gerð fyrir 60 árum og þar hafa margir kunnir leikar- ar látið til sín taka, til dæmis Glenn Ford, Gene Autry, Buck Jones, Tex Ritter og fleiri, en Warner Bros.-kvik- myndafyrirtækinu vantaði bílastæða- pláss og lét þvi valta yfir allt saman. Það þykir dálítið kaldhæðnislegt, að Vesturstræti skuli eyðilagt á sama tíma og vestramyndir eru að öðlast vinsæld- ir á ný, ekki síst eftir glæstan Óskars- verðlaunasigur Clints Eastwoods og myndarinnar hans. Með nikótínið „á útopnuðu“ ÞAÐ er blessunarlega mikið til siðs nú um stundir að hætta að reykja og not- ast reykingamenn við ýmis meðul í því sambandi, til dæmis nikótíntyggjó og nikótínplástra. I nýlegri, bandarískri skýrslu er því spáð, að þessi hjálpar- tæki muni brátt skyggja á allt annað í framleiðslu lyfjafyrirtækjanna en það getur verið hættulegt að blóta á laun og reylqa ofan í plásturinn. Vitað er um fimm menn, sem þannig hafa verið með nikótínið „á útopnuðu", fengið hjartaslag og dáið. Voru þeir raunar veilir fyrir en framleiðendur hafa brugðist við þessu með aukinni fræðslu og þjálfun þeirra, sem selja plásturinn. Nýr skóli fyr- ir nemandann MARY MacEwan er farin að hlakka til næsta skólaárs, hún getur nefnilega verið viss um að verða efst í öllum greinum. Ástæðan er sú, að hún verður eini nemandinn í nýjum og afar vel búnum barnaskóla á eyjunni Muck und- an Skotlandsströnd. Á Muck búa nú 27 manns en þar sem það er stefna stjóm- valda í Skotlandi og í Evrópubandalag- inu að styðja við hinar dreifðu byggðir var ákveðið að byggja nýjan skóla með öllum búnaði, koma upp vindmyllu til raforkuframleiðslu og bæta höfnina. Er kostnaðurinn um 60 millj. kr. ám . Furðuverk í ísauðninni Ljósm. Ólafur Öm Haraldsson MITT í óravídd Grænlandsjökuls gengu íslensku Grænlandsfaramir fram á furðuverkið DYE-2, 1000 fermetra, 6 hæða yfirgefna radarstöð; skringilegar leifar kalda stríðsins. Radarstöðin var einn af útvörðum Bandaríkjanna til þess að fylgjast með ferðum flugvéla á norðurhveli jarðar. í blaðinu í dag segja þremenningarnir frá ferð sinni yfir jökulinn. Sjá „Brattur er Grænlands ...“ bls. 1B. Stj 6r narflokkur inn í Japan varð fjármálaspillingn að bráð Oróatímar framundan í stjórnmálum landsins Tókýó. Reuter. LEIÐTOGAR Fijálslynda lýðræðisflokksins, stjómarflokksins í Japan, boðuðu í gær til almennra þingkosninga í landinu 18. júlí næstkomandi. I fyrradag var vantrausts- tillaga stjóraarandstöðunnar á Kiichi Miyazawa forsætisráðherra samþykkt með stuðn- ingi margra stjórnarþingmanna og flestir spá því, að nærri fjögurra áratuga valdatíma stjórnarflokksins, sem hin síðari ár hefur einkennst af mikilli spillingu, sé að ljúka. Búist er við mjög órólegum tímum í japönskum stjórnmálum á næstunni. Ástandið innan stjórnarflokksins er sagt einkennast af upplausn enda telja allir víst, að japanskir kjósendur muni refsa honum harðlega í kosningunum eftir mánuð. Margir framámanna hans hafa orðið uppvísir að gíf- urlegri spillingu, mútuþægni og skattsvikum, og eftir nokkrar vikur hefjast réttarhöld í máli eins þeirra, Shin Kanemaru. Japanska stjórnin verður gestgjafi annarra leiðtoga í Sjö-ríkjahópnum svokallaða 7.-9. júlí en ljóst er, að einskis er að vænta af þeim fundi þar sem Miyazawa kemur í raun til hans umboðs- laus. Hefur þetta ástand valdið ókyrrð á gjald- eyrismörkuðum og japanska jenið féll gagn- vart dollaranum. Stjórnarflokkurinn klofnar Nærri fjórðungur þingmanna stjórnar- flokksins greiddi ýmist atkvæði með van- trauststillögunni í atkvæðagreiðslunni á föstudag eða sat hjá og hefur Tsutomu Hata, fyrrverandi fjármálaráðherra og foringi upp- reisnarmannanna, ákveðið að segja sig úr Fijálslynda lýðræðisflokknum og stofna nýjan flokk í þessari viku. Er búist við, að flokkur- inn stilli upp 100 frambjóðendum í kosningum til neðri deildarinnar 18. júlí. Allt útlit er fyrir verulega óvissu og óróa í japönskum stjórnmálum á næstunni en þótt Sósíalistaflokkurinn hafi haft forystu um að fella stjórn Miyazawa, virðast fáir treysta honum til að halda um stjómvölinn. Heldur hann enn í gamlar kreddur frá því á dögum kalda stríðsins en sagt er, að það standi tii bóta með nýrri stefnuskrá. ítölsk örlög Michio Watanbe, fyrrverandi forsætisráð- herra, sagði í gær, að Miyazawa forsætisráð- herra hefði gert allt, sem hann átti ekki að gera, og hann kvaðst óttast, að Japans biðu sömu örlög og Italíu, aragrúi flokka og ringul- reið. Yasuhiro Nakasone, einn af ráðamönn- um í Frjálslynda lýðræðisflokknum og fyrr- verandi forsætisráðherra, vísaði því hins veg- ar á bug hæðnislega, að Japanir vildu breyt- ingu. „Það, sem fólk hefur mestan áhuga á, er ekki stjórnmálalegar umbætur, heldur stöð- ugt gengi jensins gagnvart dollara og öflugt efnahagslíf," sagði hann. ORKUSTOD 16 María Gudmundsdóttir í vidtali Lý&rœóisöflin i Malaví vinna áfangasigur 14 Lífstíðarforseti lætur X' l pokann AKUREYRI Í DJÚPUM DAL 10 B BUTTIIR ER GRENLRRDS BRYGGJUSPORflUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.