Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 EFIMI Mb. Heiðrún heldur í sína fyrstu veiðiferð undir merkjum Ósvarar hf. A veiðar eftír fjóra mánuði Bolungarvík. ÞAÐ var létt yfir áhöfn mb. Heiðrúnar er hún lét úr höfn í sína fyrstu veiðiferð eftir að al- menningshlutafélagið Ósvör hf. í Bolungarvík keypti skipið í kjölfar gjaldþrots Einars Guð- finnssonar hf. en skipið hefur verið bundið við bryggju frá 18. febrúar síðastliðnum. Skipstjóri í þessari fyrstu veiði- ferð undir nýjum merkjum er Jón E. Sigurgeirsson, en hann ásamt Einari Hálfdánarsyni, eru og hafa verið skipstjórar á skipinu um ára- bil. 13 manna áhöfn skipsins verður hin sama og var á Heiðrúnu er hún stöðvaðist við gjaldþrotið. Jón E. Sigurgeirsson sagði að þessi veiðiferð legðist vel í sig. Hann væri bjartsýnn á framtíðina þó aflabrögð væru. erfið. Hann kvað litlar fréttir vera af miðunum og óljóst hvert hann stefndi. Hitt skip Ósvarar hf. Dagrún þarf að fara í flokkunarviðgerð og er áætlað að hún geti farið til veiða eftir um 3 vikur. - Gunnar Haldið á miðin Morgunblaoið/uunnar SKIPVERJAR á Heiðrúnu gera klárt fyrir fyrstu veiðiferð skipsins í eigu almenningshlutafélagsins Ósvarar hf. í Bolungarvík á föstudag. Heiðrún hefur legið við landfestar í fjóra mánuði vegna gjaldþrots Einars Guðfinnssonar hf. Staðan á útflutningsmörkuðum sjávarafurða A ► 1-48 Akureyri í djúpum dal ►Iðnaðurinn á Akureyri er kom- inn í þrot. Landsbankinn er orðin einn stærsti vinnuveitandinn í bænum. Atvinnuhorfur iðnverka- fólks í bænum eru slæmar./lO Lífstíðarforseti lætur í minni pokann ►Þjóðaratkvæðagreiðslan, sem fram fór í Malaví í liðinni viku, virðist hafa bundið enda á valda- feril Hastings Banda forseta./14 ísland er mín orkustöð ►María Guðmundsdóttir, ljós- myndari og fyrrum fyrirsæta, er að hefjast handa við tvö stórverk- efni hér á landi. Annars vegar hyggur hún á töku ljósmynda, með fjölbreytta útgáfu í huga, og hins vegar gerð kvikmyndar um Djúpu- vík á Ströndum./16 Að leggja ekki upp laupana ►Tveir vinir, sem báðir slösuðust til sjós, neituðu að leggja upp laup- ana og hafa nú opnað veitingahús- ið Gullborg í Reykjavík./ 18 B Meðalverð afurða er nánast óbreytt MEÐALVERÐ sjávarafurða um miðjan júní lækkaði lítillega frá maí mælt í SDR eða um 0,8%, skv. upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Staf- ar lækkunin að mestu af innbyrðis breytingum á gengi gjaldmiðla, einkum vegna hækkunar Bandaríkjadals. I krónum talið hefur af- urðaverð lítið breyst og er raunar um að ræða 0,1% hækkun meðal- verðs í krónum talið. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur lyá Þjóðhags- stofnun, segir að um litlar breytingar sé að ræða á verðum í júní en segir að verð á hörpudiski hafi hækkað örlítið eftir verulegar verðlækkanir í vetur. Aukablað frá Kringlunni í AUKABLAÐI sem fylgir Morgunblaðinu í dag eru kynnt- ar nýjar vörur sem boðnar verða með afsiætti á Kringlu- kasti í Kringlunni 22.-24. júní. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að litlar breytingar hafi átt sér stað á mörk- uðum fyrir útfluttar sjávarafurðir á síðustu vikum. „Það gefur í sjálfu sér ákveðnar vonir um að botninum hafí verið náð en það kann líka ein- ungis að tákna að lítið sé að gerast á mörkuðum um þessar mundir. En það hefur greinilega dregið úr hraða verðlækkana að undan- fömu,“ segir Þórður. Meðalverð á sjávarafurðum lækkaði mjög á síðustu tveimur til þremur misserum. Verðlækkunin í maí stafaði fyrst og fremst af lækk- un á verði saltfísks, humars og loðnumjöls en meðalverð sjávaraf- urða er nú 13-14% lægra en að meðaltali á sfðasta ári. Áætlað verðlag sjávar- afurða 1992-93 125------ Vísitala á SDR-gengi, 1987ersettá100 95-i -t i i t i i i i i > ii . i ii J A J 0 J A Rækjuveiðar við Nýfundnaland ganga vel Aflaverðmætið er þrjár millj. á dag RÆKJUVEIÐAR íslensku skipanna fimm á miðunum við Nýfundnaland sem kallast Flæmski hatturinn hafa hingað til gengið vel. Að sögn Róberts Guðfinnssonar framkvæmdastjóra Þormóðs ramma hf. hefur aflaverðmæti skips Þormóðs ramma, Sunnu, verið um 3 milljónir króna á dag að meðaltali síðan það kom á miðin á sunnudaginn var. Róbert kvaðst í samtali við Morg- unblaðið ekki óttast fréttir um að mikill afli muni valda verðhruni á rækjumarkaði. „Rækja er og hefur Vopnað rán í Kópavogi Mennirnir í gæsluvarðhald MENNIRNIR þrír sem réðust inn í byssuverslun í Kópavogi síðdegis á föstudag vopnaðir haglabyssu og kylfu voru. úrskurðaðir I 16 daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu Rann- sóknarlögreglu rikisins. Mennimir þrír, sem etu ailir undir tvítugu, voru yfirheyrðir hjá Rann- sóknarlögreglunni í gærmorgun. Fram kom við rannsókn málsins að haglabyssan sem mennimir beindu að eiganda verslunarinnar var óhlað- in samkvæmt upplýsingum Gísla Pálssonar, lögreglufulltrúa hjá RLR. verið sveiflukennd afurð," sagði hann. „Ekki má gleyma því að ef þessi skip væru ekki þama að veiðum þá væru þau bara á öðrum miðum. Ég sé ekki ástæðu til að ætla að nokkuð verðhrun eigi sér stað.“ Róbert bendir á að allar veiðar á þessu svæði þýði umframtekjur fyrir útgerðarfélögin enda séu þessar veið- ar utan kvóta. Hann telur það koma til greina að afla verði lagt upp á Nýfundnalandi en líklegt sé að það ráðist um mánaðamótin júní-júlí. Jón Finnsson RE fer heim með aflann Gísli Jóhannesson skipstjóri og útgerðarmaður upplýsti Morgunblað- ið að skipi hans Jóni Finnssyni gengi þokkalega á miðunum og að það fengi um 7-10 tonn í kasti. „Þetta er týran í myrkrinu," sagði Gísli, „en hún er jafnframt veik.“ Hann sagði- næsta öruggt að skipin legðu upp afla sinn á Islandi. Litlar breytingar til hausts? „í krónum reiknað virðist ekki vera um framhald á þeim verðlækk- unum sem verið hafa að ræða og nú erum við að fara inn í mjög rólegt tímabil í sölumálum. Það er hugsanlega skýringin á þessum litlu breytingum og er ef til vill vísbend- ing um að engar frekari breytingar verði fyrr en þá undir haustið," segir Ásgeir Daníelsson. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli 15 eftirlitsmynda- vélar eru á svæðinu EFTIRLITSMYNDAVÉLIN í ijáfrí nýs flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, sem olli truflunum í búnaði Ratsjárstofnunar á föstudaginn, er hluti af eftirlitsbúnaði tollgæslunnar á Keflavík- urflugvelli. Að sögn Gottskálks Ólafssonar yfirtollvarðar er toll- gæslan með um 15 slíkar eftirlitsvélar víðsvegar á tollfijálsa svæðinu, bæði ínni „Við höfum verið að prófa okk- ur áfram með þetta. Þetta er það stórt svæði að við höfum ekki tök á að vera með menn á öllum þeim stöðum sem við teljum þörf á og notum því þessar eftirlitsvélar til að fylgjast meðal annars með því hvort nokkrir séu þama á ferð í heimildarleysi og eins vegna þess að þetta er tollfijálst svæði," sagði Gottskálk. í og fynr utan hana. Hafa skilað árangri Hann sagði líkiegast að orðið hefði bilun í myndavélarbúnaðin- um sem olli umræddum truflun- um á búnaði Ratsjárstofnunar. Aðspurður sagði Gottskálk að myndavélamar hefðu orðið að gagni við eftirlitið á Keflavíkur- flugvelli og meðal annars upplýst um ferðir manna í heimildarleysi inn á svæðinu. ► 1-28 g - J>lirriw»ln»Ú ,, fí Brattur er Grænlands bryggjusporður ►Þrír íslendingar gengu í vor á skíðum þvert yfir Grænlandsjökul, alls 600 kílómetra leið. Þeir lentu í Piteraq, heimskautastorminum ógurlega, gengu fram á yfirgefna radarstöð á miðjum jökli og náðu til byggða í þann mund sem færi var að spillast vegna leysinga./l Elexír sköpunarinnar ►Rætt við Rebekku Rán Samper myndlistarmann, en hún er ný- komin heim eftir langa námsdvöl á Spáni og í Suður-Kóreu, þar sem hún fékkst einnig við kennslu./2 Sverðin þrjú ►Hópur íslendinga naut nýlega leiðsagnar Jóns Böðvarssonar um slóðir Egilssögu í Noregi. Heim- sóttu þau meðal annars Herðlu, Sognsæ og Gulaþing./4 Þú getur skipt um hljóðfæri - ekki rödd ►Stórsöngkonan Victoria Zeani segir frá ákvörðun sinni um að yfirgefa óperusviðið og snúa sér að kennslu./6 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 14b Kvikmyndahúsin 22 Kvikmyndir 16b Leiðari 24 Fólk I fréttum 22b Helgispjall 24 Myndasögur 24b Reykjavlkurbréf 24 Brids 24b Minningar 26 Stjömuspá 24b Iþróttir 42 Skák 24b Otvarp/sjónvarp 44 Bíó/dans 25b Gárur 47 Bróf til blaðsins 28b fdag 6b Velvakandi 28b Mannlifsstr. 8b Samsafnið 30b INNLENDAR FRÉTTIR; 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.