Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
TENNIS / WIMBLEDON MOTIÐ
GOLF / ATVINNUMENNSKA
Bless félagi
Andre Agassi (á litlu myndinni) er
ekki líklegur til að veija Wimbledontit-
ilinn. Hann hefur átt við meiðsli að
stríða og er í lítilli leikæfmgu. Steffi
Graf (á stóru myndinni) ætti hins veg-
ar að vinna auðveldan sigur á Wimble-
don en meiðsli gætu þó sett strik í
reikninginn.
ÍÞtémR
FOLX
■ ÞAÐ eru fjórum sinnum meiri
líkur á því að Elvis Presley sé lif-
andi og helmingi meiri líkur á að
Loch Ness skrímslið sjáist en að
Breti sigri á Wimbledonmótinu
að mati breskra veðbanka.
Erfítt fyrir Agassi
en auðvelt hjá Graf
Wimbledonmeistararnirfrá því ffyrra hefja titilvörnina á morgun
Á MORGUN hefst í London hið þekkta Wimbledon-tennismót,
sem á sér meira en hundrað ára sögu, og er eitt vinsælasta
tennismót í heiminum í dag. Þar munu Bandaríkjamaðurinn Andre
Agassi og hin þýska Steffi Graf freista þess að verja titla sína
í einliðaleik í karla og kvennaflokki, sem þau unnu eftirminnilega
á síðasta ári. Steffi Graf er talin líkleg til að verja titilinn, hún
er efst á heimslistanum og helsti keppinautur hennar, hin júgó-
slavneska Monica Seles, er enn að jafna sig eftir hnífstungu sem
aðdáandi Steffi Graf veitti henni í apríl sl. Þó Graf sé líkleg til
að verja titilinn verður hið sama ekki sagt um Agassi, sem hefur
lítið getað æft ítvo mánuði vegna meiðsla. Hann er í nær engri
leikæfingu og tapaði ífyrstu umferðátennismóti i'þýskalandi í
vikunni.
Agassi gæti lent í erfiðleikum
strax í fyrstu umferð, því þar
mætir hann Þjóðveijanum Bernd
Karbacher. Þjóðveijinn Boris Bec-
ker, fyrrum Wimbledonmeistari,
þarf líka að gæta sín á andstæðingi
sínum í fyrstu umferð, landa sínum
Marc Goellner. Pete Sampras, sem
er efstur á heimslistanum, og Svíinn
Stefan Edberg virðast hins vegar
eiga greiða leið inn í 16 manna
úrslit.
Tvöfalt álag
Sinabólga sem hijáð hefur Ag-
assi í hægri úlnlið hefur gert það
að verkum að hann hefur ekkert
keppt sl. tvo mánuði. Auk þess á
hann við meiðsli í olnboga að stríða,
og meira að segja þjálfari hans á
ekki von á því að hann geri stóra
hluti í ár. „Meiðslin leggjast ofan á
það álag sem fylgir því að veija
titilinn. Hann er því undir tvöföldu
álagi,“ sagði Bollettieri þjálfari
hans.
Jim Courier, sem tapaði mjög
óvænt í úrslitum á Opna franska
fyrir Spánveijanum Sergi Brugu-
era, er ekki líklegur til að gera stóra
hluti á Wimbledon frekar en fyrri
daginn, en grasvellimir í London
henta honum mun verr en leirvöllur-
inn á Roland Garros. Til þess að
komast lengra en í fjórðungsúrslit
þarf hann að sigra Króatann Goran
Ivanisevic, og gæti það orðið erfiður
biti að kyngja.
Ivan Lendl, sem aldrei hefur sigr-
að á Wimbledonmótinu, ætlar að
reyna enn einu sinni. Hann þarf þá
að sigra Svíann Stefan Edberg vilji
hann komast í undanúrslit, og bú-'
ast fæstir við því. Edberg er í góðu
formi þessa dagana og er líklegur
til að leika til úrslita. Sigri hann
Lendl í átta manna úrslitum mætir
hann annaðhvort Courier eða Bec-
ker í undanúrslitum, að því gefnu
að úrslit í leikjum þeirra verði í
samræmi við styrkleikalista móts-
ins, og þeir möguleikar sem hér er
velt upp em allir byggðir á því að
úrslitin verði eftir bókinni.
Graf virðist örugg
Steffi Graf er líklegust til að
sigra í kvennaflokki að flestra mati.
Gabriela Sabatini frá Argentínu og
Martina Navratilova gætu veitt
henni harða keppni, og aðrar sterk-
ar tenniskonur eru einnig inn í
myndinni. En Graf hefur aðeins
tapað einu sinni á Wimbledonmót-
inu sl. fimm ár, fyrir Zinu Garrison
í undanúrslitum 1990, en þá var
hún enn að ná sér eftir að hafa fing-
urbrotnað á skíðum nokkrum mán-
uðum áður. Hún sigraði Monicu
Seles ömgglega í úrslitunum í fyrra,
og þar sem hún keppir ekki nú eru
það aðeins meiðsli sem gætu sett
strik í reikninginn hjá Graf. Hún
meiddist á fæti á Opna franska
fyrir skömmu og var á tímabili ótt-
ast að þau meiðsli kæmu í veg fyr-
ir að hún keppti á Wimbledon. Þau
vom hins vegar ekki eins alvarleg
og talið var í fyrstu.
Milljónalisti þeirra bestu
Þeir bestu í tennisheiminum hala inn slatta af verðlaunafé yfir árið og hér á eftir
fylgir listi yfir hvað átta bestu spilaramir á Wimbledonmótinu fengu í verðlaunafé á
mótum sem þeir kepptu á, á síðasta ári. Tekið skal fram að þetta er aðeins það fé
sem þeir fá fyrir frammistöðu á mótum, ekki tekjur af auglýsingasamningum eða
bónusgreiðslur tengdar þeim.
Karlar: krónur
Boris Becker.............149.854.250
■Fæddur í Þýskalandi 22. nóv. 1967.
Stefan Edberg............149.854.250
■Fæddur í Svíþjóð 19. janúar 1966.
Jim Courier..............147.221.190
■Fæddur í Bandaríkj. 17. ágúst 1970.
Pete Sampras.............130.345.680
■Fæddur í Bandaríkj. 12. ágúst 1971.
Goran Ivanisevic.........121.405.050
■Fæddur í Króatíu 13. sept 1971.
PetrKorda.................88.223.030
■Fæddur í Tékkósl. 23. janúar 1968.
Andre Agassi..............73.685.122
■Fæddur í Bandaríkj. 29. apríl 1970.
IvanLendl.................62.822.312
■Fæddur í Tékkóslóvakíu 7. mars 1960.
Konur:
Steffi Graf..............110.487.750
■Fædd í Þýskalandi 14. júní 1969.
Arantxa Sanchez...........89.921.860
■Fædd á Spáni 18. desember 1971.
Gabriela Sabatini.........78.894.214
■Fædd í Argentínu 16. maí 1970.
Martina Navratilova.......47.819.590
■Fædd í Tékkósl. 18. október 1956.
Mary Joe Femandez........39.586.022.
■Fædd í Dóminík. lýðv. 19. ág. 1971.
Jana Novotna..............33.397.332
■Fædd í Tékkóslóvakíu 2. október 1968.
Conchita Martinez.........29.123.542
■Fædd á Spáni 16. apríl 1972.
Jennifer Capriati.........20.612.732
■Fædd í Bandaríkjunum 29. mars 1976.
Úlfar skilar áhugamannaskírteini sínu í haust og reynir við atvinnumennskuna
Bemskudraumur
ÉG er búinn að æfa golf öll þessi ár og hef átt mér þann draum
frá þvf að ég byrjaði að leika með stóru nöfnunum sem ég fylgd-
ist með í sjónvarpinu. Ég er enn ungur og ætla að láta reyna á
það hvort draumurinn rætist. Markmiðið er að gefa sértvö ár.
Að þeim tíma liðnum kemur það í Ijós hvort mér líkar sá lífsstíll
að vera atvinnumaður og hvort getan sé næg,“ segir Hafnfirðing-
urinn Úlfar Jónsson, sem í haust skilar inn áhugamannaskírteini
sínu til að reyna fyrir sér sem atvinnukylfingur.
■ LÍKURNAR eru 1/1000 og að
sögn veðbaríka hefur enginn veðjað
á það ennþá. Jafn miklar líkur eru
á því að kona verði páfi.
■ TVEIR breskir feður verða
milljónamæringar verði synir þeirra
Wimbledonmeistarar. Þeir hafa
lagt tæpar tíu þúsund krónur und-'
ir, annar segir að fjögurra ára son-
ur sinn James Davison-Lungley
verði meistari en hinn að fímm
mánaða sonur sinn, Alexander
Balogac hirði titilinn einhvem dag-
inn. Líkurnar eru einn á móti tíu-
þúsund að mati veðbankanna.
■ / venjulegum leik á Wimble-
donmótinu fer boltinn rúma tíu
kílómetra. Rúmlega 32 þúsund
tennisboltar em notaðir á mótinu,
og eru þeir allir seldir á eftir. Gulir
boltar vora fyrst notaðir árið 1986.
■ UM sjöhundruð leikir verða
leiknir á Wimbledon og búist er
við að 400.000 áhorfendur komi til
að fylgjast með.
■ TUTTUGU og fjögur tonn af
jarðabeijum og ijóma munu renna
ofan í áhorfendur og 12 þúsund
flöskur af kampavíni verða opnað-
ar. Hver þeirra kostar um 35 pund,
og fara því rúmlega 40 milljónir
króna bara í kampavínið.
■ STJÖRNUR eins og Ivan
Lendl, Boris Becker og Martina
Navratilova gefa mikið fyrir að fá
húsnæði sem næst keppnisstaðnum.
Það þykir góð búbót að búa nálægt
Wimbledon því allt uppundir 980
þúsund krónur eru í boði fyrir ein-
býlishús í nágrenninu.
Morgunblaðið kom að máli við
Ulfar i vinnunni hjá Golf-
klúbbi Keilis þegar hann var að
^■■1 mála nýbyggingu
Fr0sti klúbbsins, glæsileg-
Eiðsson an golfskála sem
skrifar tekin var í notkun
sl. haust. „Ég starfa
meðal annars við að klára þennan
skála. Svo tekur maður það sem til
fellur hveiju sinni. Ég er í öllu
mögulegu og kannski fæ ég að
spreyta mig í markaðsfræðinni líka
því það þarf að kynna klúbbinn út
á við og þá aðstöðu sem við höf-
um,“ segir Úlfar sem útskrifaðist í
vor sem markaðsfræðingur frá há-
skólanum í Louisiana.
Nú eða aldrei
Ákvörðun Úlfars um að fara í
atvinnumennsku var tekin á síðasta
hausti eftir gott gengi á íslands-
og Norðurlandamótinu. _ „Mér
fannst ég spila það vel á íslands-
mótinu að mér fannst ég ætti það
inni að láta reyna á atvinnumennsk-
una. Ekki bara sjálfs míns vegna,
heldur einnig fyrir golf almennt á
íslandi. Ég er búinn að æfa mig í
Bandaríkjunum síðustu árin en er
nú búinn með skólann og því annað
hvort að hrökkva eða stökkva."
Eftir keppni _á EM áhugamanna
í haust heldur Úlfar til Lafayette í
Louisiana þar sem hann mun halda
til á meðan hann er - í atvinnu-
mennskunri. „Kærastan mín er í
námi þar í innanhússarkitektúr og
það liggur beinast við að fara þang-
að og keyra þaðan á mót. Ég fæ
að nota æfingasvæði golfklúbbs
sem háskólaliðið æfir á en þeir hafa
verið mér mjög hjálplegir. Þá er
hægt að keyra þaðan til Texas og
Florida þar sem flest mótin eru.
Bilið á milli áhuga- og atvinnu-
mennsku er mikið og það þarf að
standa straum af tíðum ferðalögum,
inntökugjöldum á mót svo ekki sé
minnst á uppihald. Úlfar telur að
það muni kosta um fjórar milljónir
að stunda atvinnumennsku í tvö ár
og hefur leitað til fyrirtækja hér á
landi um stuðning.
„Það er einfaldlega ekki hægt
nema með stuðningi bakhjarla sem
gera manni kleift að einbeita sér
að því að stunda íþróttina. Ég veit
að þetta er ekki besti tíminn eins
og efnahagsástandið er. Ég er held-
ur ekki fyrsti íslendingurinn sem
reyni fyrir mér, Sigurður Pétursson
og Ragnar Ólafsson reyndu það
sama fyrir átta áram en ég er sá
fyrsti sem ætla að gefa mér tíma
í þetta."
Dýrt þátttökugjald
Það er hægt að verða atvinnu-
kylfingur með ýmsum hætti. Augu
flestra beinast að PGA - mótaröð-
inni en á þeim mótum era skærustu
stjömurnar og mesta greitt í verð-
launaíé. Til þess að keppa á þeim
mótum þurfa kylfingar að komast
í gegn um inntökumót sem haldið
er á hveiju hausti. Um þúsund
manns manns keppa þar um 40 -
50 sæti í PGA - mótunum en þátt-
tökugjaldið á mótinu er rúmlega
þijú hundrað þúsund ÍSK, fyrir utan
ferðakostnað og uppihald. Mótun-
um er skipt í þijú stig. Um það bil
þijú hundruð komast áfram á annað
stig og þeir 150 sem komast á loka-
stigið keppa um PGA - sætin auk
um fimmtíu sæta á Nike mótunum
sem hafa getið sér gott orð fyrir
styrkleika.
Inntökumót eru einnig haldin
fýrir stórmótin og ef vel gengur
getur kylfíngur unnið sér inn þátt-
tökurétt. Standi hann sig vel á stór-
móti er líklegt að styrktaraðilar
annarra móta taki tillit til þess.
Þriðja leiðin er að leika á minni
mótum sem styrkt era af ýmsum
aðilum.
Úlfar er nú á bilinu með + 2-3
í forgjöf og því kannski viðeigandi
að spyija hvar hann standi miðað
við aðra kylfinga sem farið hafa í
atvinnumennskuna.
Forgjöfin skiptir ekki öllu máii
Sú forgjöf sem ég er á núna
skiptir ekki öllu máli. Bernhard
Langer og Ian Woosnan gerðust
atvinnumenn ungir en voru þá ekki
með sérstaka forgjöf. Þeir eru hins
vegar vinnuhestar og fáir hafa lagt
eins mikið á sig við æfíngar og
þeir. Atvinnumennskan átti við þá
og þeir hafa þénað vel en þegar
þeir voru að byija áttu þeir hins
vegar ekki fyrir salti í grautinn.
Paul Azinger reyndi sex eða sjö
sinnum við PGÁ - inntökumótið
áður en hann komst í gegn en þarf
ekki að hafa áhyggjur af því lengur.
Golf er draumastarf
Mér finnst ég eiga það mikið
inni að ég geti bætt mig töluvert