Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 18

Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 Tveir vinir slasast til sjós og eruúr leik... eða hvað? # # 0 Morgunblaðið/Bjami „Skipstjorar“ SKIPSTJÓRARNIR á Gullborg, Ágúst t.v. og Tryggvi t.h. Að leggja ekki upplaupana Hvað gera tveir gamlir vinir sem hafa aldrei gert annað en verið til sjós, en slasast báðir svo illa að það er ekki nóg með að þeir geti aldrei farið framar á sjó, heldur vill þá enginn í vinnu? Leggjast menn í volæði? Það er sjálf- sagt til í dæminu, en ekki dettur þeim Agústi J. Magn- ússyni og Tryggva Leóssyni slíkt til hugar. Nei, þeir félag- ar tóku sig þess í stað til og létu drauminn rætast, keyptu húsnæði í miðborginni og inn- réttuðu það sem ölkrá. Gull- borg heitir brynningarstöðin og er í húsnæði hinnar gamal- kunnu Kjötbúðar Borg sem eðli málsins samkvæmt er þá þarna ekki lengur. Saga þeirra félaga er litrík og gæti orðið öðrum sem lenda I óhöppum til eftirbreytni. Þeir Agúst og Tryggvi voru í byrjun saman á Jóni Dan. Síðan á Arinbirni. Þeir segj- ast alltaf hafa ætlað að vera saman á skipi og stefnan var tekin á Hólmadranginn sem þótti mikil peningahít. „Rækj- an gaf svo svakalega...“, segja þeir. Þessar þreifingar fóru þannig, að Tryggvi nældi sér í pláss á Hólmadranginum, en ekki Ágúst. Eitt var það sem báðir nældu sér þó í og það voru alvarleg meiðsli. Agúst lenti fyrr í því og hann segir söguna af því: „Við vorum úti á miðum í haugasjó, 8 til 9 vindstigum. Þetta var fyrir tsepum fjór- um árum, 20. septem- ber. Svo tók skipið þunga veltu, ljósavélin sló út og dallurinn lagðist á hliðina. Ég þeyttist yfír endilangt eldhúsið, skall með bakið á húninn á frystiskápnum. Hausinn skall á einhveiju líka, því ég var rænulaus fyrstu augnablikin og lengi vel mundi ég ekki nákvæmlega hvað gerst hafði. Svo lá ég þarna emj- andi af kvölum þegar félagarnir komu að mér. Mér var dröslað upp í koju og við tók átta tíma stím inn á Patreksfjörð. Þar var mér sagt að ég væri með þursabit. Þursabitið -Þetta var þó annað og meira, nokkrum dögum seinna, hér fyrir sunnan, sagði mér bæklunarlæknir, eftir skoðun, að ég væri með sam- fallsbrot á hryggjarliðum. Það þýð- ir að einn slfkur liður brotnaði ofan í þann næsta fyrir neðan. Ef högg- ið hefði komið ofar hefði ég hugsan- lega lamast, þannig að hér var lán í óláni. Við þessu er ekkert að gera annað en að fá sjúkraþjálfun. Ég var kominn góða leið í keng þar sem hryggurinn skekktist við þetta, og verð að ganga með stuðningsbelti." Fylgja þessu miklar þrautir? „Oft kvalir. Alltaf seiðingur. Svo leiðir það út í hægri handlegg og fót.“ Hvemig er að lifa með slíku? „Það var og er erfitt. En þar kom að ég varð að gera upp við mig með hvaða hugarfari ég ætlaði að lifa lífinu. Ég hugsaði með mér, hingað og ekki lengra, karl minn. Svona er þetta. Þú tekur þessu og lætur það ekki fara framar í taug- arnar á þér. Það er hægt að venj- ast þessu. Það er hægt að verijast öllu.“ Hefur þú fengið mikinn stuðning? „Mínir nánustu hafa hjálpað mér, en hins vegar hef ég átt í streði við útgerðina. Það tók þijú ár að fá sjópróf tekin af óhappinu og það gekk ekki fyrr en ég lauk langri píslargöngu hjá ríkissaksóknara. Það er nefnilega svo skrítið, að verði eitthvert óhapp úti á sjó, þá geta einungis þrír aðilar óskað eftir sjóprófum, útgerðin, skipstjórinn og sjóslysanefndin. Sjómennirnir sjálf- ir geta sem sagt ekki gert það. Nýlega voru niðurstöður sjópróf- anna birtar og ég bíð spenntur eft- ir að sjá hvaða þýðingu það hefur fyrir mig varðandi bætur og rétt- indi.“ Tryggvi getur ekki á sér set- ið er hér er komið sögu og skýtur inn í, að „allt er þetta á sömu bók- ina lært, þegar sjómenn eru annars vegar kæra menn sig kollótta. Besta dæmið er af kollega okkar sem veiktist hastarlega úti á rúmsjó á dögunum. Það mátti ekki senda eftir honum þyrlu fyrr en hann var nærri allur. Hann mátti þakka fyrir að lifa það af.“ Úr því að Tryggvi hefur hrifsað orðið er best að hann haldi því. Hann segir frá því hvernig slys hans bar að í febrúar 1990: „Það var vitlaust veður og við vorum að koma inn til hafnar í Hafnarfirði. Ætluðum að nota tækifærið og skipta um toghlera. Það var varla stætt og enginn til að taka á móti á bryggjunni. Mér var því skipað að fara í land og sjá um landfestarn- ar. Ég slakaði mér varlega niður spotta framan á stefninu og sleppti svo. Þótt fallið væri nánast ekkert, lenti ég illa á hælunum á klakaruð- ingi með þeim afleiðingum að annar hællinn brotnaði illa og hinn skadd- aðist mjög . Mér var strax sagt að hælbrot væru mjög erfíð og í fyrstu væri ekkert annað að gera en að gifsa þetta og bíða. í júní og júlí reyndi ég að fara aftur á sjóinn, var heppinn með veður í túrnum, en fann mikið til í fótunum. Ég reyndi aftur um haustið, hélt að þetta hefði bara verið aumingja- skapur í mér í fyrra sinnið. í seinni túrnum var leiðindaveður og ég komst varla fram úr koju. Þá var ljóst að við svo búið færi ég ekki á sjó í bráð. Síðan hef ég farið í þijá uppskurði og er á leið í þann fjórða. Læknar hafa tekið bein úr mjöðm- inni til að stífa hælana. Leifur Jóns- son sagði mér að annað hvort lagað- ist þetta eða ekki við stífingu. Það hefur ekki lagast hjá mér. Ekki einu sinni skánað. -Aftur á móti get ég ekki sagt sömu sögu og Gústi af mínu útgerð- arfélagi. Það hefur reynst mér alveg frábærlega. Hins vegar hef ég leit- að réttar míns, þar eð tryggingafé- lagið vildi ekki greiða eins og út- gerðin vildi. Þykir mér óeðlilegt að skella allri sök á þann sem fyrir skaðanum verður. Niðurstaðan var skipt sök og við það verð ég að una.“ Framtíðin hefur sum sé ekki ver- ið ýkja björt á dögunum? „Nei, það er óhætt að taka undir það. Hvorug- ur erum við til neinna stórræða. Þó vil ég meina að það sé ýmislegt sem við getum gert annað en að leggjast í dróma," segir Tryggvi. Og Ágúst tekur heils hugar undir þessi orð og segir frá því er hann freistaði þess að fá vinnu. „Það er skemmst frá að segja að það gekk ekkert. Ég svaraði mörgum vinnu- tilboðum, en var ekki einu sinni virtur svars. Jú, fyrirgefðu, ég fékk eitt svar. En það kom út á eitt, því svarið var nei. Það var meira að segja næstum fýndið að sjá við- brögð manna í atvinnuviðtölum þegar þeir fréttu að maður hafði lent í slysi og gengi ekki heill til skógar. Ég var að tala við einn og honum leist ágætlega á mig, það var ekki spurning. Ég þekkti þessar vörur sem hann var með, starfið var létt sölumennska. Svo bað hann mig að fylla út umsókn, það væri bara formsatriði sem hann yrði að virða, en skipti ekki máli að öðru leyti í þessu tilviki. Þegar kom að því að greina frá heilsufari kom svipur á manninn. Hann spurði mig út í þau mál og fékk greinargóð svör. Það jaðraði við að hann mok- aði mér út af kontórnum sínum með orðunum,„við höfum samband ef til þess kemur.“ En það var aldr- ei hringt, ekki einu sinni til að segja nei!“ „í stuttu máli þá erum við samkvæmt öllum sólarmerkjum óa- landi og ófeijandi á vinnustað," gripur Tryggvi inn í. Hækkaði um 5 milljónir Og þess vegna opnið þið bara krá? „Já,“ segir Tryggvi. „Það er búið að standa lengi til að gera eitt- hvað. Við Soffía konan mín höfum setið oft og lengi og velt vöngum yfir því. Lengi, eftir að við höfðum ákveðið að fara út í veitingarekst- ur, tafðist málið vegna þess að við ætluðum fyrst að kaupa krá í fullum rekstri. Það reyndist vera út í hött. Verðin sem upp voru sett voru út úr kortinu. Ein kráin hækkaði meira að segja um 5 milljónir króna á þeim tíma sem það tók okkur að aka frá fyrirtækjasala og á stað- inn!“ Ágúst bætir við að þeir hafí alltaf ætlað sér í gamla miðbæinn og enn tafðist það er þeir eyddu löngum og dýrmætum tíma i að eltast við húsnæði sem í ljós kom svo að eigendurnir höfðu engan hug á að selja þrátt fyrir yfirlýsingar þar um. Kvöld eitt voru svo Tryggvi og Soffía að aka niður Laugaveginn. í þungum þönkum. Þá sáu þau að húsið sem um árabil hafði hýst Kjötbúðina Borg stóð autt. Tryggvi beið ekki boðanna og fór þegar á stjá daginn eftir að kanna hvort eigi væri hægt að fá húsið keypt. Það reyndist vera flókin púsla sem félagamir leystu þó. Það var um mánaðamót ágúst og september í fyrra sem Tryggvi og Soffía komu að Borg lokaðri og 15. janúar hafði loksins verið gengið frá kaupunum. Þremur mánuðum síðar, eða 16. apríl, opnuðu Tryggvi og Ágúst ásamt fjölskyldum sínum Gullborg. Draumurinn Það er saga að segja frá nafninu: Soffíu dreymdi eina nóttina, að hún væri stödd hjá ömmu sinni. Sá hún þá á borði þijá pakka, haglega inn- pakkaða í brúnan umbúðapappír. Gekk hún síðan lengra og sá þá forláta gullbryddaða skrautönd sem henni leist afar vel á. Ekki var draumurinn lengri, en að honum loknum var Soffía sannfærð um að það yrði til heilla ef orðið „gull“ væri að finna í nafni hins nýja stað- ar. Þegar fjölskyldurnar settust nið- ur til að ræða hugmyndir að nafni, hélt Soffía gullinu sínu til streitu. Aðrir töldu að fráleitt væri að orðið- „borg“ hyrfi af húsinu. „Gullborg" skyldi það því heita. Er nafnið hafði verið ákveðið sá Soffía húsið allt í einu í nýju ljósi. Það er þriggja hæða. Pakkarnir í draumnum voru þrír. Þótti henni draumurinn vera orðinn að veruleika. Þótti það fleir- um, þó kannski ekki í sama skiln- ingi...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.