Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/ININILENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JUNI 1993 Þjóðhátíð á Austurvelli 17. júní Breyting á út- gönguröð gesta ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND Reykjavíkurborgar gerði breytingu á venju- bundinni útgönguröð gesta úr Alþingishúsinu inn á á Austurvöll á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Borgarstjóri og forseti borgarsljórnar gengu nú næstir á eftir formanni þjóðhátíðarnefndar og forsætisráð- herrafrú, sem gengu fremst eins og venja hefur verið á undanförn- um árum. Til þessa hafa hins vegar borgarstjóri og forseti borgar- stjórnar gengið inn á Austurvöll á eftir ráðherrum ríkissljórrarinnar. Einnig var gerð sú breyting á röðinni að forseti Alþingis gekk nú á undan ríkisstjórninni úr Alþingis- húsinu en ekki næst á eftir ráðherr- um eins og verið hefur á undanförn- um árum. Forseti íslands og forsæt- isráðherra gengu að venju ekki inn á Austurvöll fyrr en að loknum söng Karlakórs Reykjavíkur. Utgönguröð gesta úr Alþingis- húsinu var því að þessu sinni sú, að á eftir formanni þjóðhátíðar- nefndar og forsætisráðherrafrú gengu borgarstjóri og forseti borg- arstjómar. Því næst komu biskup íslands og frú, þá forseti Alþingis og svo í þessari röð; ráðherrar, borgarfulltrúar, lögreglustjóri og frú, forsetaritari og frú, fulltrúar erlendra ríkja og á eftir þeim gengu embættismenn Reykjavíkurborgar, prestur og loks fulltrúar íþrótta- og tómstundaráðs. Undanfari frekari breytinga 1994 Júlíus Hafstein, formaður þjóð- hátíðarnefndar, segir að þjóðhátíð- arnefnd hafi ákveðið að gera þessa breytingu og talið hana eðlilega þar sem Reykjavíkurborg stæði fyrir athöfninni á Austurvelli á 17. júní og líta megi á hana sem undanfara frekari breytinga sem rætt hafí verið um að gera á hátíðahöldum við Austurvöll á næsta ári á 50 ára afmæli Jýðveldisins. Þá sé meðal annars rætt um að tengja Ráðhúsið þeirri hátíðarathöfn sem fram fari. Morgunblaðið/Ágúst Framleiða salt ÁBÚENDURNIR á bænum Seldal finna nýjar leiðir þegar samdrátt- ur er í hefðbundnum búgreinum. Þau Stefanía Gísladóttir og Gavin Dear hafa nú hafið framleiðslu á birkisalti unnið úr ómenguðum íslenskum náttúruefnum. Framlag íslenskra aðalverktaka til atvinnuuppbyggingar C-línan frumsýnd NÝ gerð af Mercedes-Benz var frumsýnd hjá Ræsi hf. í gær, en bíllinn var þá frumsýndur um alla Evrópu. Um er að ræða svonefnda C-línu sem leysir af hólmi Mercedes 190-lín- una sem framleidd hefur verið frá 1982 í nálægt 1,9 milljónum eintaka. Verðið á þess- um bílum verður svipað og á Benz 190, eða rúmlega þijár milljónir ódýrasta gerðin. Akvörðun um tugi millj. úthlutun í lok vikunnar ÍSLENSKIR aðalverktakar munu í lok næstu viku taka ákvarðan- ir um fjárframlög til fyrirtækja á Suðurnesjum til atvinnuupp- byggingar á svæðinu. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum hafa lýst óánægju sinni með hversu seint framlög Islenskra aðalverk- taka hafa borist. Af um 300 milljón króna framlagi sem vilyrði hafði verið gefið fyrir, hefur félagið lagt til 6 milljónir í Heilsufé- lagið við Bláa lónið og 3 milljónir til Fiskmarkaðar Suðurnesja. stjórnarformann íslenskra aðal- verktaka sagði hann það regin misskiling að Islenskir aðalverk- takar ætluðu ekki að styrkja fyrir- tæki í sjávarútvegi og engin at- vinnugrein væri útilokuð. Málin skýrast Bændur framleiða alíslenskt birkisalt Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík, segir sveitarstjórnar- menn á Suðurnesjum óánægða með hversu lítið framlag íslenskra aðalverktaka hafi verið fram að þessu. „Félagið hefur nánast úti- lokað öll þau erindi sem til þeirra hafa borist og jaframt lýst því yfir að ákveðnar atvinnugreinar muni það ekki styrkja, þ.á.m. eru fyrirtæki í sjávarútvegi," sagði Kristján. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Ragnar Halldórsson Neskaupstaður. ÁBÚENDUR á bænum Seldal í Norðfirði, þau Stefanía Gísla- dóttir og Gavin Dear hafa verið útsjónarsöm við að skapa sér aukin atvinnutækifæri nú á tím- um samdráttar í hefðbundnum búgreinum, t.d. með bleikjueldi og fleiru. Það má segja að þau fari ekki troðnar slóðir að þessu sinni því þau eru nú að hefja framleiðslu á alíslensku nátt- úrukryddi, sem þau nefna Birkisalt. Saltið saman- stendur af birki- laufí, sem safnað er í landi Seldals og steinefnasalti, sem unnið er úr tærum sjó og jarðhitasvæðinu á Reykjanesi. Að sögn Stefaníu hafa þau verið að þróa þetta verk- efni í heilt ár, en í fyrrasumar kynntu þau saltið lítillega hér austanlands og fékk það mjög góðar viðtökur. Nú eru þau að heíja framleiðslu af fullum krafti og hyggjast framleiða um eitt tonn í sumar. Þá er að fara af stað kynningarátak á höfuð- borgarsvæðinu og verður saltið t.d. kynnt almenningi í Kolaport- inu 26. júní. Ágúst Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Laxar heimtir úr hafbeit, STARFSMENN Vogavíkur taka hafbeitarlax úr sjó en helnmtur eru svipaðar nú og í fyrra. 800 laxar á land í Vogavík Vogar. UM ÁTTA hundruð Iaxar hafa verið heimtir úr hafbeit hjá hafbeitarstöðinni Vogavík I Vogum. Að sögn Viktors Guðmundssonar hjá Vogavík eru heimturnar svipaðar og á sama tíma á síðasta ári. Mestar heimtur voru þriðjudaginn 15. júní þegar á þriðja hundrað laxar komu á land. Næstum allir laxarn- ir hafa verið tvö ár í sjó og hefur meðalþyngd þeirra verið 5,9 kíló. Það er í samræmi við reynslu fyrri ára að tveggja ára laxinn gengur fyrstu vikurnar en árs- gamli laxinn kemur síðar. - E.G. „Það er verið að vinna í nokkr- um málum og ég á von á að ein- hverjar fréttir verði af fjárfram- lögum í lok næstu viku,“ sagði Ragnar jafnframt. Hann sagðist ekki geta greint frá hvaða fyrir- tæki kæmu til greina en þau væru fjölmörg. „Ég á jafnvel von á því að þar á meðal verði fyrirtæki í sjávarútvegi." Aðspurður um hversu stórt framlag íslenskra aðalverktaka gæti orðið í næstu viku sagði Ragnar að það gæti orðið allveru- legt, tugir eða jafnvel hundruð milljóna króna. ------» ♦ ♦---- Skólakór frá Skanderborg í heimsókn HÉR Á landi er nú staddur Still- ing skólakórinn frá Skander- borg á Jótlandi. í kórnum eru 34 söngvarar á aldrinum 12-17 ára og er stjórnandi þeirra Kenny Jensen. Kórinn hefur getið sér gott orð fyrir góðan og vandaðan söng og hefur margsinnis hlotið viðurkenn- ingu og verðlaun fyrir söng sinn. Kórinn syngur við messu í Skál- holti á sunnudaginn 20. júní kl. 14 og kl. 16 sama dag heldur hann tónleika í kirkjunni. Mánu- dagskvöldið 21. júní kl. 20.30 syngur kórinn í Kópavogskirkju, en kórfélagar gista á heimilum barna úr Skólakór Kársness í Kópavogi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.