Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 15 17. júní hátíðarhöld á Húsavík Hefðbundin dag- skrá í köldu veðri Húsavík. 17. JÚNÍ-hátíðarhöldin á Húsavík fóru fram að nokkuð hefðbundnum hætti í frek^r köldu en að mestu þurru veðri, svo meginhluti dagskrárinnar fór fram í íþróttahöllinni. Um morguninn fór fram mikil hjólreiðareið um bæinn, hvar æskan lét á sér bera og hlaupi. Kl. 13.30 söfnuðust bæjarbúar saman við sundlaugina og gengu til íþróttahallarinnar undir lúðra- blæstri Lúðrasveitar tónlistarskól- ans undir stjórn Normans Denis. Hátíðarhöldin í íþróttahöllinni hófust með ávarpi Vilhjálms Páls- sonar, formanns Völsunga, sem sáu um hátíðarhöldin. Síðan flutti sr. Björn H. Jónsson ávarp og bæn. Hátíðarræðuna flutti Halldór Kristinsson sýslumaður og ávarp fjallkonunnar flutti Jónasína Jóns- dóttir framhaldsskólanemi og lúð- rasveitin lék. Verðlaun fyrir unnin afrek um morguninn voru afhent og börnin einnig var keppt í víðavangs- fóru í margskonar leiki og skemmtu sér hið besta. Hið árlega 17. júní-sundmót fór fram í sund- lauginni kl. 16.30. Ljósmyndaklúbbur Húsavíkur, sem er nýstofnaður oghefur starf- að vel í vetur, hafði sína fyrstu ljósmyndasýningu í sal barnaskól- ans og var þar margar eftirtektar- verðar myndir að sjá. Um kvöldið var svo farið í leiki og menn stigu dans sér til hita á planinu við Borgarhólsskóla, en heldur var kalt, þó hlýnað hafi frekar með kvöldinu. - Fréttaritari. Morgunblaðið/Silli Fjallkonan FJALLKONAN á Húsavík var Jónsína Jónsdóttir. Fagnaðarlátum ætlaði seint að linna. Ghena Dimitrova ásamt stjórnandanum Christo Stanischeff. Ghena Dimitrova Tónlist Ragnar Björnsson Röddin er stór, nær yfir mikið svið, er hádramatísk og strax í fyrstu aríunni úr Manon Lescaut, eftir Puccini, fannst strax að á bak við röddina var listamaður. En það tók hann tíma að sanna sig. Hún hefur slavneskan skóla sem þýðir að stórum dramatískum röddum hættir til að vibrera um of og svo var um hana í byijun og ekki gat maður varist þeirri hugsun að stórstirnið Dimitrova væri að byija að missa glitið úr röddinni. Ef hægt væri að tala um fallega söngrödd ætti rödd Dimitrovu ekki endilega heima undir því merki, en slík skilgrein- ing er vitanlega út í hött, spili eigandinn vel á hljóðfærið sitt spyr enginn um fallega eða ekki fallega rödd, flytjandinn hrífur mann, - eða að hann hrífur mann ekki og þá er fegurðin lítils virði. Alfredo Catalany var uppi á síðari hluta 19. aldar, skrifaði nokkrar óperur, m.a. óperuna „La Wally“, sem Dimitrova söng úr eina aríu og sýndi sterka túlkun. Síðast fyrir hlé söng hún aríu Santuzzu úr Cavalleria Rusticana, Voi lo sapete, og hér var stórglæsi- lega sungið. Dimitrova hefur mjög góða dýpt, en samt leyfði hún sér að nota bijósttóna, á efra sviði, óvenju hljómmikla, en verður samt að teljast spuming um stíl og smekk. Fram að hléi sat undirrit- aður til hliðar í salnum, niður við gólf. Þar hljómuðu strokhljóðfæri hljómsveitarmanna nokkuð vel, en blásturhljóðfærin miklu miður. Int- ermessoin sem hljómsveitin lek, úr samnefndum óperum fyrri híut- ans, hægferðug og byggðu mikið strokhljóðfærunum, hljómuðu því ekki illa út í sal. Eftir hlé færði undirritaður sig upp á efsta bekk hliðarvængsins og þar bitnaði svömn salarins illa á strokhljóð- færunum og kom það niður á for- leiknum úr Valdi örlaganna eftir Verdi, reyndar nutu blásararnir sín ekki heldur - þótt vel heyrðust - þarna upp í hæðirnar til mín. Venjulega er Leonora í Valdi ör- laganna skilgreind sem „ungleg dramatísk“, en tæplega er hægt að staðsetja rödd Dimitrovu undir þá mælistiku, enda mætti nokkuð að þeim flutningi finna, einnig hjá hljómsveitarstjóranum, samlanda söngkonunnar, Christo Stanisc- heff. Nokkuð sama var um atriðin úr La Gioconda, þar sem á stund- um nokkuð vantaði á fullkomna samvinnu allra aðila. En nú var röddin orðin heit og mjög áhrifar- íkur var flutningur hennar á Vieni t’affretta úr Macbeth, en kannske reis hún allra hæst í öðru aukalag- inu, aríunni úr Turandot, þar sýndi hún allar hliðar stórbrotinnar list- ar. Þrátt fyrir mikil fagnaðarlæti áheyranda í lokin held ég að Kapla- krikinn verði áfram fyrst og fremst handboltahöll, og að Hafnfirðingar eigi eftir að fagna þar mörgum handboltasigrum, - en er nú ekki komið að tónlistarhöllunum? BMW 3 LINAN Sportlegur fjölskyldubíll TEKUR ÖÐRUM FRAM Á ÖLLUM SVIÐUM ' , . é // Áií i Áte ÍMIXV 86891 Verö á BMW-3 línunni er frá kr. 1.969.000,- (Bíll á mynd er búinn ýmsum aukabúnaöi sem fáanlegur er í 3-línunni). BMW ráöleggur: AkiÖ varlega. Miklar vinsældir BMW bíla má meðal annars rekja til þess að þeir hafa skapað ímynd fyrir lífsstíl sem gefur sérstöðu og margir sækjast eftir. Fólk skapar sér ímynd með vali á því sem er í þess nánasta umhverfi, svo sem húsgögnum, fötum eða bílum. Bílar í BMW 3-línunni höfða til nútímafólks sem gerir miklar kröfur til gæða, fullkominnar tækni og fallegrar hönnunar. í BMW-3 línunni er að finna sportlega, stílhreina og glæsilega fjölskyldubíla sem bjóða upp mikið rými, þægileg sæti, góða hljóðeinangrun og frábæra aksturseiginleika við allar aðstæður. Bílar í BMW-3 línunni eru meðal annarsbúnirglæsilegri innréttingu, kraftmiklum vélum, samlæsingu með þjófavörn, lituðu gleri, rafdrifnum útispeglum, þjónustutölvu, hraðatengdu aflstýri, hæðarstillanlegum framljósum, 6 hátalara BMW hljómkerfi og Blaupunkt útvarpstæki með þjófavörn. Hægt er að velja um mikið úrval af öðrum búnaði. Söludeildin er opin alla virka daga BíldUmbOÖÍð hf Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633 kl. 8-18 og á laugardögum kl. 13-17. Engum líkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.