Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 Minning Magdalena Schram blaðakona Nú þegar við kveðjum Möllu er gott að riQa upp örfá af þeim minn- ingarbrotum sem koma í hugann. Ótal dýrmætar stundir áttum við saman og oft var mikið brallað. Við þjuggum hlið við hlið og með böm á sama aldri. Það kom af sjálfu sér að við útivinnandi mæðurnar reynd- um að samræma okkur þannig að við gætum litið eftir börnunum hvor fyrir aðra. Við ólumst báðar upp í Sörlaskjólinu og þar bjuggum við ' svo mörgum árum seinna með mönnum okkar og bömum. Snemma kenndi Malla stelpunum sínum að þekkja sjóinn og náttúr- una og var fjaran fljótt vinsælasti leikvöllurinn. Við skildum aldrei það fólk sem spurði okkur hvort við værum ekki hræddar um börnin niðri í fjöru. Eitt sinn þegar stelp- umar voru litlar og þóttust ekki hafa neitt fyrir stafni, stakk Malla upp á því að þær byggju til hús niðri í fjöru úr steinum. Þetta varð kveikja að ævintýraheimi - leik sem stóð yfir í mörg ár. Þar léku sér þær Halla, Katrín, Hrönn og seinna Guðrún og Bjarni. Enn fleiri börn úr götunni bættust svo í hópinn og úr þessum húsum varð til heilt bæjarfélag, „Grjótaþorpið“, og stendur það enn. Á veturna vildi Malla skipuleggja leikhúsferðir fyrir krakkana, bæði leikrit, ballet og óperur. Einu sinni fóm Bjarni og Guðrún-þó fram á það sjálf að fá að fara í Ópemna og sjá Töfraflautuna. Malla vildi að þau fæm fyrst yfir ópemna heima á myndbandi til þess að átta sig á söguþræðinum, enda krakk- , akrílin varla meira en sjö ára þá, þau horfðu aftur og aftur á spóluna en slepptu því að fara í Óperuna. Við hlógum mikið að þessu. Aldrei kvartaði hún eða vor- kenndi sér í veikindunum. Hún sló frekar á létta strengi og sagði skemmtisögur. Hún var alltaf fljót að segja: „Gaman að sjá þig. Hvað er að frétta?“ „Það er nú eiginlega ekkert að frétta," sagði ég núna um daginn. „Jæja, ég skal þá segja þér smá ævintýri," sagði hún, alltaf jafn hress og ekki í fyrsta sinn, og svo kom sagan um huglækningarn- ar. Hún sagði svo skemmtilega frá og var alltaf orðheppin. Um daginn sat ung stúlka hjá henni og tár- . felldi, þegar mig bar að garði gall við í Möllu: „Gústa, það er sko ekki ég sem er að gráta hérna.“ Minning Fædd 29. nóvember 1919 Dáin 13. júní 1993 Fregnin um að Bjagga hefði kvatt þennan heim kom mér ekki á óvart þar sem hún hafði átt í -mjög erfiðum veikindum síðustu mánuðina. Bjöggu þekkti ég í um 30 ár, allt frá því að vinskapur hófst með mér og Hjölla syni hennar. Undirrit- aður á Bjöggu .mjög margt að þakka því að í bernsku minni var ég alltaf með annan fótinn á hennar stóra heimili. Bjagga og eiginmaður hennar, Guðfinnur Friðriksson, sem lést fyrir nokkrum árum, áttu 12 böm og fannst mér þau alltaf h'ta á mig sem eitt af bömum sínum. Eftir að ég eignaðist börnin mín var þeim sýnd sama umhyggjan og barnabörnunum 38 og langömmu- börnunum 13. Minningar mínar um Bjöggu eru margar og góðar. Bjagga var sí- vinnandi, sá um heimiii sitt af myndarskap, saumaði og pijónaði og oftast fylgdi ljúfur og fallegur söngur með. Ofarlega er mér í minni -þegar hún saumaði hippabuxur á mig og Hjölla, víðar að neðan með Minningarnar lifa og megi góður Guð styrkja Hörð og stelpurnar í þeirra sáru sorg. Nú er gott að geta hugsað eins og Guðrún litla og sagt: „Mömmu líður ábyggilega vel núna, því nú geta hún og amma spilað brids saman hjá Guði.“ Ágústa U. Gunnarsdóttir og fjölskylda. „Sjá, tíminn, það er fugl sem flýgur hratt, hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld." (Rubalyat, þýð. M.Á.) Stundaglasið hennar Magdalenu tæmdist allt of hratt. Það er þyngra en tárum taki að sjá á bak svo ein- stakri konu í blóma lífsins. Minningarnar streyma fram. Malla, rauðhærði hrokkinkollurinn, hrókur alls fagnaðar í MR, svo klár, fyndin og skemmtileg. Malla, scriba scolaris, að halda ræðu á jólagleði í Háskólabíói, glæsileg í síðum kjól. Löngu síðar á fundum að leggja á ráðin um sérstakt kvennaframboð í Reykjavík. Á ritstjórnarfundum fyrir „19. júní“. Óteljandi útvarps- ráðsfundir sem við sátum saman í hverri viku, fundir í „litlu ljótu klík- unni“ í gamla útvarpsráðinu, ferðir í bæinn að kíkja í búðir og svo ógleymanleg hátíðarræða á ára- mótaballi ’68-kynslóðarinnar um 20 árum eftir Háskólabíósræðuna, þar sem líf og hugsjónir ’68-kynslóðar- konunnar Magdalenu voru settar fram á óborganlegan hátt. Og síð- ast en ekki síst við Malla á íslensk- um búningi ásamt fjölda kvenna á Austurvelli 19. júní, nákvæmlega fyrir þremur árum, eftir að hún skoraði á mig í beinni útsendingu á Rás 2 fyrr um daginn að mæta þangað í upphlutnum hennar ömmu minnar sálugu. Það hefði ekki verið Möllu að skapi að vera mærð í minningar- grein, en þegar félagi og vinur eins og hún hverfur af sjónarsviðinu og skilur það eftir mun fátæklegra en áður þá er ekki hægt annað en að þakka fyrir að hafa fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferðamaður hennar. Malla var barn sinnar kynslóðar. Hún barðist fölskvalaust fyrir hug- sjónum sínum án þess að ætlast til frama eða umbunar fyrir sjálfa sig. Allt hennar mikla ólaunaða starf fyrir kvennabráttuna og fyrir vel- ferð Ríkisútvarpsins, sem átti stór- an sess í huga hennar, verður seint þakkað. Hún barðist fyrir réttlæti keðjum, og spásseruðum við vinirn- ir montnir um götur þorpsins. Eftir að Bjagga og Finni tóku að sér rekstur Shellskálans, vann Bjagga þar mjög mikið jafnframt því að sinna sínu stóra heimili. Ég dáist að því hversu miklu Bjagga og Finni afrekuðu í sínu lífi, því að það er ekkert lítið mál að koma upp 12 börnum, og mér oft að auki, en nú á dögum finnst fólki nógu erfitt að koma upp tveimur til þremur börn- um þrátt fyrir miklu meiri þægindi en áður tíðkuðust. Á heimili þeirra var alltaf mikið fjör og gaman og gott að vera. Bjagga var mjög ósérhlífin, hugs- aði alltaf fyrst um aðra. Sem dæmi um það, þegar eldri sonur minn veiktist alvarléga í vetur hringdi hún daglega áhyggjufull í foreldra mína til að fá fréttir, þrátt fyrir að vera sjálf sárþjáð, en hún gerði aldr- ei mikið úr veikindum sínum. Með þessum orðum skáldsins kveð ég Bjöggu mína: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) og hugsjónum sínum til dauðadags. Minnisstæðir eru pistlar hennar á Rás 1, en þá síðustu flutti hún hel- sjúk. Malla setti mjög svip á störfín í útvarpsráði. Hún var orðhög og glögg, og oftar en ekki var hún fengin til að orða samþykktir, bréf og annað sem ráðið sendi frá sér. Hún fylgdist samviskusamlega með dagskránni og var óþreytandi að koma með ábendingar og hrós eftir efnum og ástæðum. Það er erfitt að sætta sig við að Malla sé ekki lengur með okkur — að maður eigi ekki eftir að svara símhringingu og heyra „hæ, þetta er Malla“ á hinum enda línunnar og leggja svo á ráðin um næstu verkefni. Erfiðast er fyrir Hörð og dæturn- ar þijár, sem hún þráði að fylgjast með vaxa úr grasi, að fá ekki að njóta hennar lengur. Ég bið guð að styrkja þau á þessum erfiðu tím- um. Hin bjarta minning Magdalenu Schram lifir í hugum okkar sem þekktum hana. Ásta R. Jóhannesdóttir. Það voru að koma jól og nokkur eftirvænting ríkti meðal íslending- anna í Munchen. Hörður átti von á kærustunni sinni sem ætlaði að dvelja hjá honum um jólin. Malla kom og með ákveðinni en glaðlegri framkomu liðu ekki margir dagar áður en hún var orðin virkur þátt- takandi í öllu því sem bryddað var upp á í hinum litla hópi Islendinga og vina þeirra sem héldu saman veturinn 1975-1976 í Munchen. Malla tók að sér að sjá um jóla- matinn og miðlaði okkur kunnáttu sinni og ódrepandi áhuga á að prófa eitthvað nýtt. Var stormað upp á Kurfurstenplatz og keypt einhver lifandis ókjör af kræklingi og hvít- víni í lítratali til að sjóða hann í. Stærstu pottarnir í „Hóhen" dregn- ir fram, kræklingurinn soðinn og jólamáltíðin ógleymanleg. Þegar Möllu þótti loksins tíma- bært að fara heim úr þessari „stuttu“ jólaheimsókn, vár'komið nær páskum en jólum og þess skammt að bíða að Hörður færi einnig heim um sumarið að sinna erlendu ferðamönnunum og Möllu. Lítilfjörleg atriði voru ekki að vefj- ast fyrir Möllu og bar hún gæfu til þess, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi, að láta ekki fánýti og minniháttar vandamál tefja fram- gang stærri mála, þeirra mála sem að leikslokum er spurt að hveijar lyktir voru. Hversdagsleg atvik komu upp í hugann, atvik sem eru eftirminnileg af óútskýrðum ástæðum nema ef vera skyldi að tilvera þeirra helgist Ég og fyölskylda mín sendum börnum Bjöggu og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Einarsson. Hún elsku Björg er látin. Mér er þungt um hjarta þegar ég hugsa til þess að ég eigi ekki eftir að hitta hana aftur. Eftir að ég fluttist til Bolungar- víkur, hef ég fylgst með henni gegn- um árin, kom við á Shellskálanum meðan hún vann þar og rabbaði við hana. Talaði hún mikið um bróður sinn, Hannes, sem var tengdafaðir minn, og skynjaði ég þá hvað var kært á milli þeirra og hinna systkin- anna. Og að hlusta á systkinin syngja hástöfum sönginn sinn, eins og þau kölluðu það: Ég fæddist upp til fjalla í fomfálegum bæ, á vetrum sást hann varla þá var hann hulinn snæ, þá gróf hann pabbi göng í skaflinn þegar þrumdi á þaki hríðin ströng. Þetta var yndislegt að hlusta á, sú minning gleymist aldrei. Heimilið var henni afar mikils virði. Þau naut hún sín sem húsmóð- ir og gestgjafi. Börnin urðu tólf og fjölskyldan stór og því mikið ann- ríki heima við. Þrátt fyrir það tókst einvörðungu af upprifjun þeirra á skilnaðarstúndu. Hörður á heimleið, náð.er í leigubíl til að fara út á flug- völl. Þrátt fyrir að vera við að missa af flugvélinni þá má Hörður ekki til annars hugsa en koma við á fomsölu í Isabellastrasse, fá Evu til að líta á eina forláta bijóstnælu til að fullvissa sig um að þetta væri verðug gjöf til að færa Möllu við heimkomuna. Nælan keypt og haldið út á Riem í einu hendings- kasti. Á hinum pólitíska vettvangi má vera ljóst hvar hjarta Möllu sló og hvar hún taldi sig helst geta lagt eittvað af mörkum i baráttunni fyr- ir betra samfélagi. Allt fram undir það síðasta í erfíðri sjúkdómslegu sinni lagði hún af mörkum það sem í hennar valdi stóð. Þannig skrifaði hún fársjúk í dagblöðin fyrir fáein- um vikum um þau mál sem hún bar fyrir bijósti. Aðeins tíu dögum fyrir andlát Möllu var útvarpað pistli eftir hana sem hún flutti sjálf og tekinn hafði verið upp á segul- band á sjúkrabeði hennar. Þannig var Malla enn að, löngu eftir að allir aðrir hefðu verið búnir að missa móðinn, að vinna að framgangi þeirra mála sem hún taldi miklu skipta og að miðla öðrum af reynslu sinni. Með Möllu er gengin heilsteypt baráttukona sem með starfi sínu og framkomu allri var reiðubúin að fórna miklu og vinna af heilum hug að framgangi þeirra mála sem hún trúði á, á meðan heilsa og kraftar entust. Blessuð veri minning henn- ar. Bolli Héðinsson. Þegar allt er að vakna til lífsins, liturinn íðilgræni færist yfir landið og laufið titrar glitrandi og nýútspr- ungið á tijánum sofnaði rósin okkar fagra. Hún var íðilfögur bæði til orðs og æðis, stóð til hinstu stundar stolt á sínum granna stilk og breiddi út blöðin sín fegurri en flestar aðr- ar íslenskar rósir. Á stundum sem þessari væri gott að vera skáld, skáld sem gæti samið sonnettu að syngja Möllu látinni. Hún hefði sannarlega átt það skilið. Af öllum mætum Kvennalista- konum, sem margar hveijar eru engir aukvisar til orðsins, var hún fremst. Engin okkar komst eins vel að orði, alltaf, margar stundum, en engin alltaf eins og Malla. Orðsins list er mikil guðsgjöf sem krefst stöðugrar slípunar eins og annað náttúrunnar skart sem glitr- ar og skín svo fremi að því sé hlúð. Malla hlúði að sinni stóru gáfu til hinstu stundar. Alltaf þegar mik- ið lá við var leitað til Möllu að semja texta eða halda ræðu og hún brást henni að sýna ættingjum og vinum einstaka umhyggju. Eftir að tengdafaðir minn dó, tók hún okkur opnum örmum og fylgd- ist vel með okkur. Ég kom stundum til hennar þegar ég fór í göngutúr og var hún alltaf svo ánægð og þakklát. Við sátum oft í eldhúsinu og ræddum málin vítt og breitt. Það var svo gaman að hlusta á hana segja frá því þegar þau systkinin bjuggu inni á Folafæti, og það geisl- aði af henni við minningarnar. Hún sagði við mig í janúar sl.: „Nú verð- ið þið Siggi að koma með inn að Fæti í sumar.“ Því miður verður ekki af þeirri ferð. Það sem Björg gat komist yfir að gera var aðdáunarlegt. Að koma til hennar í desember og fara með henni í saumaherbergið og horfa á hana taka fram öll fötin sem hún var búin að sauma á barnabörnin og barnabarnabörnin til að gefa þeim í jólagjöf, það var fallegt. Þegar við kveðjum elsku Björgu og lítum til baka, þá verður okkur efst í huga hve mikið er að þakka og hve margs að sakna. Við Siggi vottum börnum hennar og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðrún Sigurjónsdóttir. aldrei. Um þetta vitna ótal pistlar í útvarpi, greinar í blöðum og ræð- ur sem hún færði okkur á tyllidög- um, nú síðast á afmælishátíð Kvennalistans í mars. Þær eru margar minningamar á sameiginlegri vegferð, gaman og alvara, snermr og skellihlátrar. Svo mikið er víst að mikið eigum við Kvennalistakonur henni að þakka á sameiginlegri vegferð frá upphafi Kvennaframboðs í Reykjavík. Við þökkum samverustundirnar með söknuði en horfum fram á veginn minnugar þeirrar reisnar sem hún sýndi til hinstu stundar. Andi sem hennar mun ekki hverfa. Hún hverfur okkur sjónum nú sem rósin fagra en styrkleiki andans og snilldin mun lifa áfram með okkur sem hana elskuðum og dáðum. Megi allar góðar vættir sefa sorg hennar nánustu og blessa minningu hennar Möllu. Elín G. Ólafsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi Kvennalistans. I dag, laugardaginn 19. júní, á kvennadaginn, er Magdalena Schram blaðamaður borin til hinstu hvíldar. Kynni okkar Magdalenu, eða Möllu, eru ekki löng í árum talið. Leiðir okkar höfðu oft legið saman og oft spjölluðum við á mannamót- um, en bein kynni urðu fyrst fyrir nokkrum árum er ég tók við rit- stjóm tímaritsins 19. júní sem Kvennréttindafélag íslands gefur út. Malla hafði áður ritstýrt þessu gamla og virðulega jafnréttisriti og þegar ég fór þess á leit við hana að taka aftur sæti í ristjórn tók hún því ljúflega. Hún var full- trúi Kvennalistans, en í ritstjórn 19. júní sitja fulltrúar allra stjórn- málaflokka á Alþingi. Mér þótti mikill fengur að því að fá Möllu til starfa með okkur vegna dugnað- ar hennar og ritfærni, en ekki síst vegna þess hve skemmtileg og úrræðagóð hún var. Þar sem ég þekkti Möllu ekki mjög vel ávarp- aði ég hana með fullu nafni. „Æ, blessuð, kallaðu mig Möllu,“ sagði hún þá. „Mér finnst eins og ég hafi gert eitthvað af mér þegar ég er kölluð fullu nafni. Mamma kall- aði mig alltaf Magdalenu þegar ég átti að fá til tevatnsins." Ég man alltaf eftir þessum orðaskipt- um sem áttu sér stað á fyrsta rit- stjómarfundinum undir minni stjórn. Malla sat við endann á löngu borði, beint á móti mér, með þykkt og mikið hárið út í allar áttir og horfði á mig með glettnis- legum augum á bak við stór gler- augu sem hvíldu fremst á nefi hennar. Samstarf okkar í ritnefnd- inni var skemmtilegt og það var ekki síst fróðlegt fyrir nýjan rit- stjóra að fylgjast með vinnubrögð- um Möllu sem var þeim kostum gædd að geta skilið hismið frá kjarnanum á svipstundu. Samstarf okkar Möllu hélt áfram en á öðrum vettvangi. Okk- ur var falið að vera pistlahöfundar í Ríkisútvarpinu og töluðum við oft saman um efni næsta pistils hveiju sinni. Jafnréttismálin voru hennar ær og kýr og í þau skipti, sem ég ræddi þau í pistlum, fannst mér tryggara að heyra álit Möllu á málflutningnum áður en honum var útvarpað. Eins og fyrri daginn kom ég ekki að tómum kofunum hjá þessari stórkostlegu konu sem ætíð virtist vera skrefinu á undan flestum í jafnréttismálunum. Fleyg eru orð heilags Kypr- íanusar: „Þeir dánu eru ekki horfn- ir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan.“ í þessum fátæklegu kveðjuorðum um mikilfenglegan samferðamann, sem nú er horfinn á vit annarra vídda, leyfi ég mér að vísa í fyrrgreinda tilvitnun. Malla var hrifin á braut á besta aldri frá eiginmanni, dætrum, föð- ur og systkinum. Stórt skarð hefur einnig verið rofið í hóp vina henn- ar - skarð sem aldrei verður fyllt. Ég flyt Herði og dætrum, föður og systkinum samúðarkveðjur og bið að minningin um Magdalenu Schram verði þeim hjálp á erfiðum tímum. Ellen Ingvadóttir. Björg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.