Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 ERLEINIT INNLENT Símabílun TRUFLANIR og sambandsleysi voru í rúmlega 20 þúsund síma- númerum sl. mánudag og þriðju- dag í Reykjavík. Bilun varð þegar nýju stýrkerfi var komið upp og fannst orsök hennar ekki fyrr en á þriðja degi truflana. Mikil vand- ræði urðu vegna bilunarinnar, sérstaklega í viðskiptalífínu. Ekki er vitað um nein slys sem rekja má til bilunarinnar. Rekstur íslensks skinnaiðnaðar REKSTRARFÉLAG ÍSI tók _ á mánudag við rekstri þrotabús ís- lensks skinnaiðnaðar. Um 115 stöðugildi verða hjá hinu nýja fé- lagi og er það fækkun um 50 stöðugildi. Mikligarður gjaldþrota MIKLIGARÐUR hf. var lýstur gjaldþrota sl. þriðjudag og var þá öllum verslunum hans lokað. Þær verða þó opnaðar aftur í þessari viku til að selja lager. Skuldir félagsins umfram eignir nema um 600 milljónum króna og er Lands- bankinn stærsti kröfuhafínn. Um 190 af um 480 starfsmönnum Miklagarðs eru í óvissu um störf sín. Atvinnuleysi minnkar í MAÍ sl. voru nálægt 4% vinnu- færra manna á íslandi atvinnu- laus að meðaltali. Það samsvarar til þess að_5.200 manns hafi verið án vinnu. í apríl var atvinnuleysið að meðaltali 4,6% og minnkaði því milli mánaða. í maí í fyrra voru 2,5% vinnufærra íslendinga atvinnulaus. ísland sigrar Ungveijaland ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spymu sigraði það ungverska 2:0 sl. miðvikudag. Með sigrinum eiga íslendingar möguleika á að færast ERLENT Sveitir SÞ leita Aideeds í Mogadishu SVEITIR friðargæsluliða Samein- uðu þjóðanna (SÞ) í Sómalíu hafa haldið uppi árásum á vopnabúr Mohammeds Farah Aideeds, helsta stríðsherrans í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, nær alla vik- una. Tilgangurinn hefur m.a. ann- ars verið að refsa sveitum Aideeds fyrir að fella 23 pakistanska frið- argæsluliða 5. júní sl. og uppræta vopnabúr hans sem eru mun stærri en leyfílegt er samkvæmt ákvæðum samkomulags sem stríðsherrarnir í Sómalíu gerðu með sér í vor. Á fímmtudag náðu sveitirnar höfuðstöðvum Aideeds og hafa síðustu daga freistað þess að hafa upp á stríðsherranum sjálfum. Bill Clinton Bandaríkja- forseti sagði á föstudag að að- gerðirnar í Mogadishu hefðu dreg- ið allan mátt úr sveitum Aideeds en þær hafa jafnframt kostað tugi manns lífíð. Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa fordæmt árásimar og sagt að með þeim væri verið að gera alit hjálpar- starf í landinu ómögulegt og snúa fólkinu til liðs við stríðsherrana. Deilu Dana og Norðmanna um Jan Mayen lokið EFTIR 13 ára deilur Norðmanna og Dana um hvar draga skuli mörkin milli Grænlands og norsku eyjunnar Jan Mayen kvað alþjóða- dómstóllinn í Haag upp dóm sl. mánudag sem felur í sér mála- miðlun milli danskra og norskra sjónarmiða. Efnahagslegum rök- um Dana var hafnað en heldur ekki tekið að fullt tillit til körfu Norðmanna um Jan Mayen. Nið- upp um einn styrkleikaflokk. Eyj- ólfur Sverrisson og Amór Guðjo- hnsen skoruðu fyrir ísland. Hætt að sigla til Bandaríkjanna SAMSKIP hættu í vikunni flutn- ingum á eigin skipum til Banda- ríkjanna og gerðu samning við Eimskip um beina flutninga milli íslands og Bandaríkjanna. í kjöl- far þessa eru Eimskip líklega með 75% almennra flutninga á Amer- íkuleiðinni. Tap Samskipa á þess- ari siglingaleið var vemlegt en heildartap fyrirtækisins var 489 milljónir króna á síðasta ári. Lítill áhugi á norrænu samstarfi í KÖNNUN, sem gerð hefur ver- ið, kemur í ljós að íslendingar sýna norrænu samstarfí minni áhuga en hinar Norðurlandaþjóð- imar. íslendingar leggja samt mesta áherslu af Norðurlöndunum á fijálsan búsetu- og atvinnurétt og fijálsan aðgang að skólum. Aðeins 66% Islendinga höfðu heyrt minnst á Norðurlandaráð. íslenska úrtakið í könnuninni var 900 manns. 17. júní SKÁTARNIR fagna á þjóðhá- tíðardaginn. Þj óðhátí ðar dagur GOTT veður gladdi um allt land 17. júní. Lögreglan áætlar að um 40 þúsund manns hafí verið niðri í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var. Hátíðarhöldin fóru vel fram um allt land. ♦ urstaðan var sú að markalínan var dregin milli miðlínu og 200 sjómflna frá Grænlandsströndum. Af því 65 þúsund ferkílómetra svæði sem þar er að fínna hlutu Danir 30 þúsund ferkílómetra en Norðmenn 35 þúsund. Norðmenn veiða fyrstu hvalina NORSKU hvalbátamir, 28 að tölu, veiddu fyrstu hvalina í vik- unni og höfðu náð sex dýrum í fyrradag. Nokkur evrópsk fyrir- tæki hafa látið undan þrýstingi grænfriðunga og hætt kaupum á norskum vömm. Norsk yfírvöld hafa gert lítið úr því og bentu á í vikunni að sala á norskum laxi hefði verið aukast að undanförnu. Jan Henry Olsen sjávarútvegsráð- herra sagði á þriðjudag að Norð- menn myndu aldrei beygja sig fyrir hótunum eða þrýstingi og hætta hvalveiðum af þeim sökum. Aliyev forseti í Azerbajdzhan? í framhaldi af hörðum bardögum í Azerbajdzhan undanfarna daga milli stjórnarhersins og uppreisn- armanna flýði Abulfaz Elchibey forseti höfuðborgina Bakú aðfara- nótt föstudags. Uppreisnarmenn hafa sótt mjög að Bakú og sagði fréttastofan Interfax frá því í fyrradag að Geidar Aliyev nýkjör- inn þingforseti væri tekinn við af Elchibey. Einræði Banda á enda í Malaví ÞRJÁTÍU ára einræði Hastings Banda, mannsins sem sagður er hafa stjórnað Malaví líkt og hann ætti það sjálfur, er á enda. Lýð- ræðissinnar báru sigurorð af flokki „svarta hanans“, flokki stjórnarinnar í þjóðaratkvæða- greiðslu sl. mánudag, hlutu um 2/3 atkvæða. Reuter Nú er hún Snorrabúð stekkur ALLT er í heiminum hverfult og það sannast best á þessari mynd. Hér bíður hópur manna eftir að komast á almenningssalerni í Sofia, höfuðborg Búlgaríu, en byggingin er grafhýsi, sem áður geymdi smurt lík Georgis Dímítrovs, eins af dýrlingum búlgarsks kommúnisma. Mennimir á myndinni höfðu verið að mótmæla stefnu núverandi valdahafa en að því loknu notfærðu þeir sér þetta nýja hlutverk hússins. Læknar í Danmörku kanna sölu á líffærum Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgiinblaðsins. ÞRÁLÁTUR orðrómur um morð og limlestingar á bömum í þriðja heiminum til að fjarlægja úr þeim líffæri og selja í þró- uðu löndunum hefur fengið danska lækna og læknanema til að hefjast handa við að rannsaka málið. Læknarnir hafa stofnað miðstöð við endurhæfingarstöð fyrir fórnarlömb ofbeldis á Ríkis- spítalanum tU að safna upplýsingum um ólöglega sölu á barna- líffærum. Danskur þingmaður og fulltrúi á mannréttindaráð- stefnunni, sem haldin er í Vín um þessar mundir, hefur hvatt dönsku sljórnina til að taka málið upp á þeim vettvangi. Ole Vedel Rasmussen læknir og meðlimur í læknahópi Amnesty International sagði í viðtali við danska blaðið Politiken að óstað- festar fréttir víða að úr Suður- Ameríku og Asíu væru kveikjan að átakinu. Læknirinn er nýkominn frá Hondúras, en orðrómurinn beinist einkum að því landi, Guatamala, Bangladesh og Indlandi. Líffærasala býður upp á glæpastarfsemi Glæpastarfsemi í kringum líf- færasölu er freistandi, því í Vestur- Evrópu, Bandaríkjunum og Japan er stöðugur skortur á líffærum og oft óljóst hvaðan þau koma. A Norðurlöndunum tíðkast að hópar á þeim spítölum, sem fást við líf- færaflutninga sjái sjálfír um að útvega og sækja líffærin undir ströngu eftirliti, svo nánast er úti- lokað að það gangi fyrir sig á glæp- samlegan hátt. A Norðurlöndunum tíðkast ekki að greiða fyrir líffær- in, svo ekki er um kaup og sölu og ræða og þar með minnka líkur á glæpastarfsemi í kringum líf- færaflutninga. Mest er eftirspumin eftir nýrum, hjörtum og homhimn- um. í Pakistan er vitað með vissu að föngum er heitin sakaruppgjöf, ef þeir fallasU á að gefa annað nýrað úr sér. I öðrum löndum er vitað til að læknar fjarlægja líffæri úr föngum, sem teknir em af lífí. Gmnur leikur á að glæpasamtök taki líffæri úr bömum, ýmist með skurðaðgerðum eða með því að taka þau af lífi. Börnin eru ýmis vegalaus götuböm eða börn, sem foreldrarnir selja í þeirri trú áð þau verði ættleidd. í Bretlandi er einnig starfandi hópur, sem vinnur að því að safna sönnunum um glæpi af þessu tagi. Vilja málið tekið upp í Vín Viggo Fischer þingmaður íhalds- flokksins og fulltrúi í dönsku sendi- Fiskur, sem dreginn er úr sjó, hefur raunar minnkað meira en þessar tölur gefa til kynna. Á síð- asta ári var sjávaraflinn um 80 millj. tonna en var 86 millj. tonna 1989. Veiði í vötnum hefur hins vegar aukist úr 14 millj. tonna 1989 í 17 millj. á síðasta ári. „Það er kreppa í fiskveiðum í heiminum,“ segir Robert Welcomme, sérfræðingur hjá FAO. „Allir helstu fískstofnar eru full- nýttir og margir ofnýttir." Takmörkuð auðlind FAO segir, að fiskstofnar hafí verið nýttir í þeirri trú, að þeir væru óþijótandi og ofveiðin stafí af allt of mikilli sókn. „Þegar menn sjá aðra hagnast á fiskveiðum er rokið til og fjárfest í bátum og búnaði,“ segir John Caddy, yfír- maður hjá FAO. „Framan leiðir aukin fjárfesting til aukins afla en síðan hrapar allt niður.“ nefndinni á alþjóðaráðstefnunni í Vín um mannréttindi hefur hvatt dönsku stjórnina til að fá líffæra- sölu og misþyrmingar á börnum vegna hennar tekna upp á ráðstefn- unni. Málið hefur vakið athygli danskra fjölmiðla undanfarið, með- al annars vegna þess að nýlega hafa verið sýndir í danska sjónvarp- inu ítalskir spennuþættir.sem fjalla um sölu bama í ættleiðingarskyni, meðal annars með líffærasölu í huga. Margar þróunarþjóðir hafa fjár- fest mikið í fiskveiðum á síðustu árum og hleypt stórum verksmiðju- skipum og svokölluðum „ryksug- um“ inn á grunnið. Árangurinn er sá, að búið er að eyðileggja físk- stofnana og afkomu mikils fjölda manna, sem stundað hefur veiðar á litlum bátum. í Suður-Asíu hefur ásóknin í rækjuna verið svo mikil, að menn hafa eyðilagt fenjaskóg- ana með ströndum fram en þar sem þeir eru mikilvæg uppeldisstöð fyr- ir rækjuna, líða ekki nema tvö ár þar til stofninn hrynur. Rányrkja er nú talin mest í norð- anverðu Miðjarðarhafi, í Tælands- flóa, suðurhluta Norðursjávar og við Suðaustur-Asíu. „Vandamálið er, að í þeim ríkjum þar sem menn búa yfír mestri þekkingu, i Evrópu- bandalagsríkjunum, er ekkert gert til að stöðva rányrkjuna," segir einn sérfræðinga FAO. Heimsaflinn að dragast saman Astæðan er allt of mikil sókn FISKAFLI í heiminum minnkaði í fyrra, þriðja árið í röð, og er það samdóma álit sérfræðinga, að ofveiði og rányrkja séu að eyðileggja möguleika á auknum afla. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Matvæla- og Iandbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, var heildaraflinn á síðasta ári rétt undir 97 miiyónum tonna en var 100 millj. tonna 1989. Til þess tíma hafði aflinn aukist stöðugt úr rúmlega 20 milljónum tonna snemma á sjötta áratugnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.