Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1993 Framtiðin er óskrifaó blaó Eftjr Agnesi Brogadóttur LÍKAST til getur enginn sett sig í spor þeirra sem upplifa það að standa fyrirvaralaust uppi atvinnulausir einn góðan veðurdag, jafnvel eftir áratuga starf í þágu sama fyrirtæk- is, nema þeir sem staðið hafa í svipuðum sporum. Þótt von- leysi hafi verið áberandi meðal viðmælenda minna kom einn- ig á daginn, að hið séríslenska eðliseinkenni, ásetningurinn um að skrimta einhvernveginn, þótt harðni á dalnum, er síður en svo útdautt. Ljóst er að óvissan og iðjuleysið eru þeir þættir sem hvað verst fara með þá sem skyndilega missa atvinnu sína, og þá er ráðist í tiltekt og hreingerning- ar heima fyrir, kaplar lagðir, eða bara sofið fram á há- degi, því svefninn er jú ekki bara meðal og hvíld við slíkar aðstæður, heldur getur hann hjálpað manni að flýja gráan raunveruleikann, að minnsta kosti um stundarsakir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tímabundið atvinnuöryggi ÞEIR sem fengu ráðningu hjá Rekstrarfélagi Islensks skinnaiðn- aðar sl. mánudag búa nú við tímabundið atvinnuöryggi um þriggja mánaða skeið, en hvað tekur við að þeim tíma liðnum, er ekki vitað nú. Sjötíu manns misstu hins vegar vinnu sína hjá fyrirtækinu og enginn veit hversu langvarandi atvinnuleysi bíð- ur þeirra. Sigrún Gústavsdóttir, sextug ekkja, stóð uppi atvinnulaus á mánudag eftir 25 ára starf við skinnaiðnaðinn. Þegar ég kom heim til hennar á miðvikudaginn var hún í óða- önn að þrífa íbúðina, sem hvergi sá á áður en þrifnaðurinn hófst. „Hvað á maður svo sem annað að gera?“ spyr Sigrún. Iðjuleysið fer verst með mig „Það er iðjuleysið sem fer verst með mig. Auðvitað er ég ekki alveg búin að átta mig á því að ég er atvinnulaus, þetta er svo nýtt fyrir mér. En ein- hvern veginn hlýtur þetta að reddast. Eg á góð börn, sem munu ekki láta mig svelta. Ég geri mér grein fyrir því að ég geng ekki inn í hvaða vinnu sem er á mínum aldri og svo þoli ég sjálfsagt ekki alla vinnu. Ég er vonlítil, en vil þó taka það fram að ég óska fyrirtækinu alls hins besta og vona að áframhaldandi starfsemi verði í verksmiðjunni,“ segir Sigrún. Doðinn að koma núna Ég sæki heim konu sem missti vinnu sína hjá íslenskum skinna- iðnaði á mánudaginn. Hún er miður sín. Situr og leggur kapal í eldhúsinu og biður mig að láta nafns síns ekki getið. „Þetta kom mér á óvart. Sér- staklega að þetta skyldi gerast svona skyndilega. Doðinn er að koma yfir mig núna. Ég er ekki reið, en þetta var auðvitað mikið áfall. Ég hef verið að hugsa það á hvaða hátt ég geti bjargað mér og reyni að horfa á björtu hliðarnar, eins og þær að ég er við hestaheilsu og á yndisleg börn. Það þýðir ekkert að vera að væla. Fjandakornið, ég hlýt einhvern veginn að bjarga mér.“ Birgir Steinar Birgisson, 24 ára, hefur unnið í verksmiðju skinnaiðnaðarins í fímm ár, en missti vinnu sína sl. mánudag. Hann býr enn í foreldrahúsum, en segist vera að flytja til Lund- úna með haustinu. Hér sé ekki eftir neinu að slægjast lengur. „Ég var búinn að gera mér grein fyrir að hveiju stefndi, en samt sem áður er þetta auðvitað áfall. Maður fer ekki á fætur fyrr en langt er komið fram á daginn. Það er bara svona slen yfir manni. Annars finnst mér ömur- legt hvernig ríkið stendur sig þegar svona áfaíl dynur yfir. Ég á inni skyldusparnað, sem ég fæ ekki að leysa út. Við höfum ekki Rætt við nokkra starfsmenn sem misstu vinnuna og nokkra sem fengu endurráðningu fengið greidd laun síðan 1. júní og það mun taka 3-6 mánuði að fá launakröfurnar greiddar úr þrotabúinu. Á meðan hrannast upp reikningar og maður á pen- inga inni, sem ekki nást út,“ segir Birgir Steinar. í opna skjöldu Hrafnhildur Eiríksdóttir hefur unnið í 24 ár fyrst hjá Sambands- verksmiðjunum á Akureyri og nú síðast hjá íslenskum skinna- iðnaði. Hún fékk ráðningu hjá Rekstrarfélagi íslensks skinna- iðnaðar sl. mánudag: „Það átti enginn von á gjaldþroti með þessum hætti. Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu. Auðvit- að vissum við öll að það voru erfiðleikar hjá fyrirtækinu, en samt sem áður kom þessi ákvörð- un okkur mjög á óvart,“ segir hún. Hrafnhildur segir að auðvitað sé hún fegin því að hafa at- vinnu, a.m.k. næstu þijá mánuð- ina, en hvað svo taki við, sé al- gjörri óvissu háð. „Þessar upp- sagnir eru auðvitað erfiðastar fyrir fullorðna fólkið, sem er um og yfir sextugt og hefur unnið hér alla sína tíð. Það hefur ekk- ert annað að hverfa til, sem er mjög sorglegt. En þótt maður sé svartsýnn lifir maður alltaf í voninni. Von okkar nú er bundin því að fjársterkir aðilar komi með fjármagn inn í reksturinn og að við höldum vinnunni. Mér líkar vel hérna, enda hefði ég ekki starfað hér í 24 ár, ef mér líkaði illa,“ segir Hrafnhildur. Með öndina í hálsinum Birna Björnsdóttir hefur starf- að við skinnaiðnaðinn með hléum frá 1971. Hún hafði fengið upp- sagnarbréf 1. mars sl. frá ISI, en fékk svo ráðningu sl. mánu- dag. „Maður áttar sig ekki alveg á þeim tilfinningum sem bærast í bijósti manns, þegar ástandið verður eins og það er hér nú. Síðastliðinn sunnudag, á starfs- mannafundinum, beið maður með öndina í hálsinum eftir að fá að vita hvort maður fengi vinnu eða ekki. Það sem er sorg- legast við þessar uppsagnir, er að þeir sem eldri eru, um og yfir sextugt, fá örugglega ekki aðra vinnu og því getur þetta reynst þeim mjög erfitt. En ég hef nú þá trú að ég geti alltaf reddað mér, þótt vissulega sé útlitið ekki gott núna. Við erum örugg um vinnu í nokkra mán- uði enn, en síðan gæti öllu verið skellt í lás hérna. Ég er mjög hrædd um það,“ segir Birna. Kristín Sigurðardóttir hefur unnið við skinnaiðnaðinn á Akur- eyri í 19 ár: „Ég var búin að fá uppsögn þegar þetta dundi yfir. Ég fékk svo ráðningu hjá nýja félaginu í gær, en auðvitað er þetta mikið áfall. Það veit enginn hvað tekur við þegar líða tekur á haustið og því er maður afar óviss um framtíðina og atvinnu- öryggið," segir Kristín. tækisins, eða 368 milljónum króna. Hlutafjáraukning hjá Foldu Akureyrarbær á 46% í Foldu. Foldu tókst ekki á liðnu ári að ná settum rekstrarmarkmiðum og var þar einkum tvennt sem brást, að sögn Baldvins Valdemarssonar, framkvæmdastjóra Foldu: Rússa- samningar brugðust og Þýska- landsmarkaður hrundi. Folda tap- aði nálægt 50 milljónum króna á liðnu ári. Starfsmenn Foldu í dag eru um 100 talsins. Síðastliðið haust var 41 starfsmanni fyrir- tækisins sagt upp og áætlað er að sparnaður vegna þeirra upp- sagna verði á þessu ári um 40 milljónir króna. En fleira þarf til að koma og því hefur nú verið tekin ákvörðun um að ráðast í endurfjármögnun fyrirtækisins og auka hlutafé um 30 milljónir króna, þar af 16 milljónir króna þegar í stað. Baldvin segir að heimild sé fyrir hendi að auka hlutaféð samtals um 30 milljónir króna, þannig að hlutafé Foldu verði 100 milljónir króna. Mark- aðshorfur hvað varðar fatalínu Foldu séu góðar og fataverksmiðj- an sé fullbókuð út árið í pöntun- um, en meiri óvissu gæti að því er varðar framleiðslu vefdeildar- innar, þar sem kaupákvörðunum viðskiptavinanna virðist hafa seinkað verulega. „Vísbendingar þær sem við höfum, gefa til kynna að áætlanir okkar fyrir þetta ár muni standast og raunar stöndum við heldur betur, það sem af er þessu ári, en gert var ráð fyrir. En fyrrihluti árs er alltaf lélegast- ur hjá okkur og þvi eru bestu sölu- mánuðirnir framundan," segir Baldvin. Adeins þrir buróarásar RAUNAR má taka svo djúpt í árínni að segja ad aðeins séu þrír burðarásar eftir í at- vinnulífi Akureyringa, KEA og útgerðarfyrirtækin Sam- herji og Útgerðarfélag Akur- eyringa. En framundan er mikið óvissuástand í sjávarút- vegi á íslandi og það er engum vafa undirorpið að þessi fyrir- tæki sem önnur í sjávarútvegi horfa fram á miklar þrenging- ar, þegar ákvörðun um stór- skertar veiðiheimildir verður kynnt nú á næstunni. aunar segir Kristján Vil- helmsson, útgerðar- stjóri Samheija að menn séu ekki svo mik- ið að velta því fyrir sér hveijar veiðiheimildirn- ar verða á næsta fiskveiðiári, þar sem ekkert veiðist nú og þegar svo ári, þurfi menn ekki að velta vöngum yfir því hvort leyfður verði 300 þúsund tonna þorskveiðikvóti á næsta ári eða einungis 165 þús- und tonna kvóti, sem er talin lík- leg niðurstaða sjávarútvegsráð- herra. Það takist hvort eð er ekki að veiða upp í úthlutaðan kvóta, og það sem veiðist, náist einungis með geysmikilli sókn og úthaldi. Til marks um aflabrögðin, má geta þess að Hrímbakur, einn tog- ari ÚA kom inn með afla sinn til Akureyrar, rétt eftir sjómanna- daginn og fengurinn eftir vikutúr var einungis 35 tonn, en hefði í eðlilegu árferði verið einhvers staðar yfir 100 tonnum. Landsbankinn á kafi í atvinnurekstri Landsbanki íslands er um þess- ar mundir einn helsti atvinnurek- andinn á Akureyri, beint og óbeint. Bankinn hefur verið aðalviðskipta- banki þeirra fyrirtækja sem lent hafa í hremmingum undanfarin ár, og eftir gjaldþrot fyrirtækj- anna hefur bankinn átt hluta í fyrirtækjunum, eða átt þau að öllu leyti. Þannig var með Álafoss sem bankinn rak um sex mánaða skeið, þar til tókst að selja Akureyrarbæ, Byggðasjóði, bændasamtökunum, Iðnþróunarfélagi Eyjajarðar og fleirum fyrirtækið og Folda var stofnuð. K. Jónsson heyrði bankanum til eftir gjaldþrot og þegar Strýta var stofnuð upp úr K. Jónssyni, þá var það með samstarfi Landsbankans sem á 42,5%, Samheija sem einn- ig á 42,5% og KEA sem á 15%. Prentverk Odds Björnssonar lenti einnig við gjaldþrot í eigu Lands- bankans, en hann hefur nú selt POB til AKO (AKOplast og POP hf.) og gengur fyrirtækið nú að sögn vel. Við gjaldþrot Lindu hf. eignaðist Landsbankinn 67% í fyr- irtækinu og á enn. Og nú síðast stofnaði Landsbankinn Rekstrar- félag íslensks skinnaiðnaðar, sem er alfarið í eigu Hamla hf., og hyggst reka þar til bankinn hefur náð til sín þeim fjármunum sem bundnir eru í afurðalánum til fyrir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.