Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
33
ATVINNU
Bifvélavirki
Óskum eftir að ráða bifvélavirkja, vanan vöru-
bílaviðgerðum. Nýtt, fullkomið verkstæði, vel
búið tækjum og mjög góð vinnuaðstaða.
Allar upplýsingar á staðnum, ekki í síma.
Krafturhf.,
Vagnhöfða 1-3,
112 Reykjavík.
Rafeindavirki/
tæknifræðingur
Óskum að ráða tæknimann til að sjá um
viðgerðir og þjónustu vegna tölvustýrðra
framköllunarvéla. Framtíðarstarf.
Þekking á Ijósmyndun æskileg.
Góð enskukunnátta nauðsynleg.
Upplýsingar um menntun, fyrri störf og
kaupkröfur, sendist skrifstofu okkar
í Skipholti 31, Reykjavík.
QDiemiíE@iEEhf
Kennarar - kennarar
Sandvíkurskóla á Selfossi vantar þrjá
kennara til almennrar kennslu í 7 ára,
8 ára og 10 ára bekk.
Daglegur vinnutími er frá kl. 8.10-12.00.
Einnig vantar íþróttakennara a.m.k.
í 2h starf.
Upplýsingar veitir skólastjórinn, Óskar Þór
Sigurðsson, í síma skólans 98-21500 og
heima 98-2.1320.
Skólastjóri.
Hárgreiðsla
Óskum eftir hárgreiðslunema, sem lokið
hefur 1. og 2. önn.
Hárhönnun,
Skólavörðustíg 6b,
sími 13130.
Staða fræðslu-
fulltrúa kirkjunnar
áAusturlandi
Laus er til umsóknar staða fræðslufulitrúa
kirkjunnar á Austurlandi.
Staðan verður veitt frá 1. ágúst nk.
Háskólamenntun í guðfræði, uppeldis- og
kennslufræðum eða skyldum greinum áskil-
in. Launakjör eru samkvæmt samningum
opinberra starfsmanna.
Umsóknarfrestur er til 4. júlí 1993.
Reykjavík, 14.júní 1993.
Biskup Islands
Ólafur Skúlason.
Sjúkraþjálfarar
athugið!
Sjúkraþjálfarar óskast til starfa á Endur-
hæfingarstöð Kolbrúnar frá og með 1. sept-
ember eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefur Kolbrún í síma
611785 eftir kl. 20.00 á kvöldin.
ENDURHÆFINGARSTÖD
KOLBRÚNAR
Engjateigi 5, sími 34386.
Dönskukennari
Reykholtsskóli í Biskupstungum auglýsir eft-
ir dönskukennara fyrir næsta vetur.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Unnar Þór,
í síma 98-68831.
Frá Fræðsluskrifstofu
Austurlandsumdæmis
Sálfræðingur
Laus er staða forstöðumanns sálfræðideild-
ar fræðsluskrifstofunnar.
Byrjunartími eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur til 3. júlí 1993.
Upplýsingar veitir undirritaður
í síma 97-41211.
Fræðslustjóri.
ísafjarðarkaupstaður
Leikskólastjóri
- S.O.S.
Leikskólastjóra vantar strax á leikskólann
Eyrarskjól, ísafirði. 100% starf.
Um er að ræða spennandi starf í góðu um-
hverfi með hressu fólki.
í boði er að flutningskostnaður verði greidd-
ur, útvegað húsnæði, leikskólapláss,
góð laun.
Fóstrur! - Landsbyggðin þarfnast starfs-
krafta ykkar.
Allar nánari upplýsingar gefur undirrituð
í síma 94-3722.
Fulltrúi félagsmálastjóra.
RADAUGÍ YSINGAR
Bæjar-ættarmót
verður haldið á Drangsnesi helgina 2.-4. júlí.
Tilkynnið þátttöku strax til:
Valdísar, sími 95-13128, Sigríðar, sími
91-689785, Guðbjargar, sími 91-683197
eða Björns, sími 91-671201.
Ættarmót
afkomenda Sæmundar og Guðrúnar frá
Hringverskoti, Ólafsfirði, verður haldið á
Laugarbakka dagana 2., 3. og 4. júlí.
Nefndin.
+
Kvennadeild Reykjavíkur-
deildar Rauða kross íslands
Sumarferðin
Farið verður í hina árlegu sumarferð okkar
þriðjudaginn 22. júní.
Ekið verður að Skarði í Landsveit - kirkjan
þar og ýmsir markverðir staðir í sveitinni
skoðaðir undir leiðsögn húsfreyjunnar á
Skarði.
Kvöldverður snæddur á Hótel Örk.
Verð kr. 2.800.
Mæting í Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30.
Lagt af stað kl. 11.00.
Sjúkravinir! Tilkynnið þátttöku tímanlega
í síma 688188.
Félagsmálanefnd.
Siglingar
Siglingaklúbburinn Þytur' Hafnarfirði, mun
halda námskeið í meðferð seglbáta dagana
7. til 13. júlí næstkomandi. Þátttaka tilkynn-
ist til Þórðar Helgasonar dagana 21. til 22.
júní milli kl. 19.00 og 21.00 í síma 650794.
Strandavíðir
Brúnn alaskavíðir (Gústi), sitgavíðir (Óli),
kálfamóavíðir (skriðull) og margt fleira.
Upplýsingar í símum 668121 og 667490.
Mosskógar
v/Dalsgarð, Mosfellsdal.
Lagnaleitartæki
Til sölu tæki sem finnur allar lagnir í jörðu
(einnig plast og stein).
Verð aðeins kr. 7.900 m/vsk.
Pöntunarsímar 91-651048, 985-40087 og
91-652448, fax 91-651048.
Jóhann Helgi & Co. hf.
Fjölskylda fyrir
15ára dreng
Okkur vantar framtíðarheimili fyrir 15 ára
dreng á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Frekari upplýsingar veita Hildur Sveinsdóttir,
félagsráðgjafi, í síma 678500 og Kjell
Hymer, uppeldisfulltrúi, í síma 74544.
ATVINNUHUSNÆÐ!
Atvinnuhúsnæði óskast
Heildsölufyrirtæki vantar nú þegar eða fljót-
lega húsnæði til leigu á Reykjavíkursvæðinu.
Um er að ræða 200-250 m2 aðstöðu undir
lager fyrirtækisins. Um lengri tíma samning
yrði að ræða. Traustir leigjendur og öruggar
greiðslur.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt:
„M - 1993“, fyrirfimmtudaginn 24. júní nk.
Höfðabakki 9
Á næstu mánuðum verður laust til leigu
húsnæði í sambyggingunum á Höfðabakka.
Hér er um að ræða húsnæði af ýmsum
stærðum, bæði í hábyggingu og lágbygging-
um, sem hentar ýmiss konar atvinnurekstri
og skrifstofum.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar.
Islenskir aðalverktakar sf.,
Höfðabakka 9,
sími 676166.
HUSNÆÐIOSKAST
2ja-3ja herb. íbúð óskast
Systkini utan af landi óska eftir 2ja-3ja her-
bergja íbúð til leigu frá 1. september nk.
Einnig koma til greina tvö rúmgóð herbergi
með aðgangi að eldhúsi og baði, helst í vest-
urbænum. Reyklaus, reglusöm, öruggar
greiðslur.
Upplýsingar í síma 93-71126.