Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
LÝÐRÆÐISÖFLIN í MALAVÍ VINNA ÁFANGASIGUR
Sigurhátíð
MÚGUR og margmenni fagnaði á götum úti þegar úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Meðan fagnaðarlætin ómuðu
mátti heyra saumnál detta í Sanjika-höll við Sjálfstæðisgötu, að sögn sjónarvotta.
Síðasti kosningaslagurinn?
HARÐSTJÓRINN kemur jafnan fram í flokki föngulegra dansandi
kvenna. Búningar þeirra eru litríkir og skreyttir myndum af lífstíðar-
forsetanum. Ekki skilur hann flugnakústinn við sig.
eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
HASTINGS Banda sá sigtilneydd-
an í október síðastliðnum að sam-
þykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um
fjölflokka lýðræði í heimalandi
sínu því þróunaraðstoð við landið
hafði verið hætt. Bandaríkjamenn,
Bretar, Þjóðveijar og Frakkar
ákváðu að slá frekari framlögum
til þróunarverkefna á frest þar til
stjómskipan landsins hefði verið
færð í lýðræðislegra horf. Banda
taldi víst að þjóðin sem hann leiddi
föðurlega við hönd sér í þijátíu
ár myndi kjósa flokksræði áfram
enda hefði hann fært þegnum sín-
um velsæld og komið í veg fyrir
allsheijar upplausn á meðan önn-
ur ríki Afríku leystust upp. Mala-
var urðu frelsinu hins vegar fegn-
ir og ákváðu að varpa oki ógnar-
stjómar Hastings Banda af sér.
Framtíð Malaví og þegna þess er
því óráðin sem og viðbrögð hins
aldna harðstjóra sem samkvæmt
stjórnarskrá hefur leyfi til þess
að sitja við völd til 1997, eða þar
til á hundraðasta aldursári.
Heimilislæknirinn
Banda er talinn fæddur í litlu þorpi
nálægt Kasungu í Malaví. Fæðingar-
ár hans er nokkuð á reiki en opinber-
ar heimildir segja hann 87 ára. Hins
vegar þykjast elstu menn þorpsins
þess fullvissir að hann hafi fæðst
árið 1898 og tengja fæðingu hans
minniháttar ættflokkaeijum á þess-
um slóðum sama ár. Samkvæmt því
er hann á 95. aldursári. Hann var
alinn upp í guðsótta og góðum siðum
hjá skosku biskupakirkjunni framan
af ævi, sótti skóla í Bandaríkjunum
og Skotlandi, lauk prófí í sögu,
stjórnmálafræði og síðar læknis-
fræði. Að námi loknu flutti hann til
Lundúna og starfaði við heimilis-
Iækningar í norðurhluta borgarinnar.
Á þessum árum fylgdist hann grannt
með þróun mála á heimaslóðum og
hélt rabbfundi hvem sunnudag á
heimili sínu um málefni Afríku-. Hafði
hann einkum gætur á starfi hreyfing-
ar í heimalandinu sem krafðist sjálf-
stæðis frá Bretum.
Sjálfstæðishetjan
Hastings Banda var kallaður heim
til samstarfs við róttæk sjálfstæði-
söfl eftir 40 ára fjarveru, alls óta-
landi á móðurmáli sínu. Honum var
tekið sem væri hann frelsarinn end-
urborinn. Skelegg barátta Banda og
annarra flokksmanna fyrir sjálfstæði
landsins leiddi til ólgu í landinu og
var honum varpað í fangelsi. Lýst
var yfir neyðarástandi og sjálfstæðis-
hreyfingin bönnuð. Núverandi stjóm-
arflokkur, Kongressflokkur Malaví,
var stofnaður og Malaví (þá Nyasa-
land) fékk sjálfstæði frá Bretum.
Hastings Banda var sleppt úr fang-
elsi og flokkurinn vann yfirburða
kosningasigur. Landið fékk sjálf-
stjóm árið 1964 og skömmu síðar
varð Banda forsætisráðherra. Hann
var síðan kjörinn forseti árið 1964
þegar landið fékk fullt sjálfstæði.
Hann tók að fjarlægjast raunveru-
leikann all verulega árið 1968 og
þremur árum síðar tók hann sér
sæmdarheitið lífstíðarforseti.
Einræðisherrann
Opinber ímynd smávaxna sérvitr-
ingsins með sólgleraugun og flóka-
hattinn hefur þótt einkennast af trú-
rækni og fastheldni á gildi gamla
skólans, hann er sérkenniieg blanda
af vúdúgaldri og viktoríutímanum.
Bak við tjöldin er hann talinn hafa
magnað upp drauga til höfuðs óvin-
um sínum, sent þeim bréfasprengjur,
skipulagt morð og pyntingar, varpað
andstæðingum fyrirvaralaust í fang-
elsi eða sent í útlegð. Hann hefur
heldur ekki skilið við sig flugnakúst-
inn sem hann hefur meðal annars
nýtt sér til að beija á blaðamönnum.
Banda er hvort tveggja í senn þjóð-
arleiðtogi og æðsti stjórnandi. Hann
hefur lýst því yfir að ekkert mala-
vískt sé honum óviðkomandi og að
orð hans séu lög. Hann tekur þátt í
þingumræðum og getur stöðvað af-
greiðslu frumvarpa. Framkvæmda-
valdið er alfarið í hans höndum og
ráðherrar skulu standa skil á gerðum
sínum fyrir honum. Banda hefur
stokkað upp stjóm og ráðherralið
árlega til þess að koma í veg fyrir
að hugsanlegur eftirmaður næði að
festa sig í sessi. Hingað til hefur
engum liðist að gera sig líklegan til
að taka við völdum án þess að Ienda
í bílslysi.
Þjóðarherinn ekki höfuðlaus
Banda taldi að þjóðin myndi alfar-
ið hafna fjölflokka kerfi og sýna það
sem hann kallar þroska og stillingu
með vali sínu og koma í veg fyrir
upplausn í kjölfar lýðræðis. Harð-
stjórinn og skelfirinn John Tambo,
einn ráðherra hans, töldu að með
aðstoð flokksmaskínunnar og hinnar
harðskeyttu ungliðahreyfíngar
flokksins mætti festa í sessi sannfær-
ingu landsmanna um ágæti núver-
andi stjómskipulags. Úrslitin í
heimahéraði Banda og Tambos voru
á þá leið að 70% íbúa töldu núver-
andi stjómskipan æskilega og var
stjórnarflokkurinn sakaður um að
hafa hrellt kjósendur til fylgis við
sig. John Tambo er meðal annars
þekktur fyrir að þeysa um héruð í
Mercedes Benz bílalest og „inn-
heimta" af íbúum fjármuni eða bú-
fénað þegar síst skyldi. Stuðningur-
inn við flokksræðið í þessum héruð-
um saxaði nokkuð á forskot lýðræð-
isaflanna en það dugði ekki til.
Dansað á götum úti
Fótalaus betlari knýr hjólastól með
annarri hendi. Með hinni veifar hann
ákaft og gefur sigurmerki í gleði
sinni. Byggingaverkamenn dansa á
vinnupöllum. Okumaður snarhemlar,
stekkur út úr bíl sínum og dansar
niður götuna. Tveggja hæða strætis-
vagn þeysir hjá, veifandi fólk í glugg-
um. I miðri Blantyre heyrist vart
mannsins mál fyrir flauti vöru- og
einkabíla, einskonar óhljómstónverki
fyrir hundruð bílflautna. Þannig
hljóðuðu lýsingar sjónarvotta í Blan-
tyre í Malaví þegar úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar voru gerð heyrin-
kunn á miðvikudag. Staðreyndin var
sú að í stað þess að sýna þroska og
stillingu af skóla Hastings Banda
flykktust íbúar landsins út á götur
til að láta álit sitt í ljós. Þeir höfðu
lengi setið óttaslegnir á strák sínum.
Biðraðir mynduðust við kjörstaði
strax í dögun og sumir gistu utan-
dyra næturlangt til að tryggja sér
aðgang að kjörklefunum. Þegar úr-
slit fengust ríkti einlæg gleði meðal
fólks á götum úti.
Flokkar lýðræðissinna hafa krafist
þess að þjóðfundur verði haldinn, ný
stjórnarskrá samin og fijálsar kosn-
ingar verði haldnar í landinu fyrir
árslok. Lífstíðarforsetinn hefur um-
boð samkvæmt stjórnarskrá til þess
að sitja til 1997. Á því ári verður
hann hundrað ára.
Harðstjóri í „heiðurshjólastól"
Sem stendur er Malaví í lagalegu
svartholi og ekki hægt að koma
Banda frá völdum með „löglegum"
hætti. Honum stendur til boða að
draga sig í hlé með reisn. Leiðtogar
stjórnarandstöðunnar hafa boðið
honum að sitja sem þjóðhöfðingi til
málamynda til næstu áramóta. Þeir
kalla þetta tímabundna hásæti „heið-
urshjólastólinn" sem er þeim kostum
gæddur að honum má auðveldiega
ýta burtu þegar stundin rennur upp.
Einnig er búið að heita forsetanum
því að hann verði ekki sóttur til saka
fyrir morð og mannréttindabrot, að
því tilskildu að hann víki. En Banda
er ekki líklegur til þess að hverfa
þegjandi og hljóðalaust. Samstéypu-
fyrirtæki hans, Public Holdings Lim-
ited, ræður yfir þriðjungi hagkerfís-
ins og hann veitir um einni milljón
íbúa atvinnu. Sagt hefur verið að
hann hafi stjórnað landinu líkt og
hann ætti það sjálfur. Forsetinn hef-
ur líka haldið því fram að flokksræð-
ið hafi forðað Malaví frá upplausn.
Sem stendur eru flokkar lýðræðisaf-
lanna sameinaðir, en þegar saga
grannríkjanna er höfð að leiðarljósi
er allt eins líklegt að forsetanum
takist að sundra þeim. Stjórnarand-
staðan gæti skipst í tvö horn. Lýð-
ræðisbandalagið á meiri ítök í norð-
urhluta landsins og félagsmenn þess
hafa lengi verið stjórninni andstæðir.
Samband lýðræðissinna á hins vegar
meira undir sér í suðurhluta landsins
og hluti liðsmanna samanstendur af
stjórnarliðum sem fallið hafa í ónáð.
Þótt hagsmunir fari saman í bili er
allt eins líklegt að forsetanum takist
að etja fylkingunum saman og
drottna í skjóli sundrungar enn um
sinn.
Banda hefur ekki sungið
sitt síðasta
Áhrif úrslitanna á andlega líðan
Hastings Banda eru engan veginn
ljós. Leiðin liggur niður á við og
spumingin er sú hvort harðstjórinn
endar undir grænni torfu, nú þegar
búið er að binda enda á pólitískt lang-
lífi hans. Einn helsti leiðtogi stjómar-
andstæðinga, hinn margfangelsaði
Chakufwa Chihana, hefur sagt að
býsna erfítt verði fyrir Banda að
kyngja því að z/s hlutar kjósenda séu
honum andsnúnir. Hann hafí löngum
talið að eftirlifandi andófsmenn væru
teljandi á fíngmm annarrar handar.
„Þegar hann kemst að hinu sanna
fær hann slag.“
Hastings Banda lýsti því síðan
yfir í útvarpsávarpi á föstudag að
kosningar yrðu haldnar innan árs,
en ekki kæmi til greina að skipa
bráðabirgðastjóm. Túlkar hann úrslit
kosninganna á þá lund að íbúar
landsins vilji að stjómarflokkurinn
etji kappi við lýðræðisöflin í fijálsum
kosningum.
Banda hefur ekki lagt árar í bát.
>
Í
i
>
i
i
>
i
i
>
i
>
.
i
>