Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 25
Og því varð allt svo hljótt við helfrep þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alia daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá biómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor i hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu aupabliki. (Tómas Guðmundsson) Fyrir réttum 25 árum útskrifað- ist stór hópur stúdenta frá Mennta- skólanum í Reykjavík og þar á meðal allmargar stúlkur úr bekk sem kallaður var 6. A. Á þessum björtu sumardögum undanfarið höf- um við haldið upp á þennan áfanga, en þó ekki með þá gleði í hjarta sem slík afmæli bjóða upp á. Fyrsta skarðið hefur verið rofíð í bekkinn okkar við fráfall Magdalenu Schram sem við kveðjum í dag. Við höfum í vetur fylgst með ótrúlegu andlegu þreki hennar í baráttunni við sjúkdóminn sem að lokum hafði vinninginn er hún lést 9. júní sl. Magdalena, sem ávallt var kölluð Malla, fæddist 11. ágúst 1948, dótt- ir hjónanna Björgvins Schram og Aldísar Brynjólfsdóttur Schram. Hún ólst upp í vesturbænum, gekk í Melaskóla og Hagaskóla og hóf nám við MR haustið 1964 og lauk þaðan stúdentsprófí vorið 1968. Hún varð fljótt sjálfsagður leiðtogi hópsins og kom þar margt til. Fas hennar einkenndist ávallt af hug- rekki, heilbrigðri skynsemi og léttri lund. Hún var flugmælsk, skýr og bjó yfír miklu sjálfsöryggi. Hluta þessa öryggis má rekja til uppeldis hennar og aðstæðna. Hún var alin upp á stóru heimili, sú fímmta í röð sjö systkina, við góð efni og skiln- ingsríka en þó stranga leiðsögn for- eldra sinna. Þau höfðu ávallt hús sitt opið fyrir vini barna sinna og var því oft fjölmennt í Sörlaskjól- inu, enda kölluðum við heimilið stundum Sirkus Schram. Á menntaskólaárunum var Malla mjög áberandi í nemendahópnum, hélt ræður á málfundum, skrifaði í skólablaðið, var kosin Scriba schol- aris, ritari skólafélagsins, og var á alla lund virkur þátttakandi í skóla- lífínu. Örlæti og óeigingimi voru áberandi þættir í fari hennar, enda kaus hún jafnan að deila veraldlegu og andlegu ríkidæmi sínu með öðr- um og nutum við skólasystur henn- ar oft góðs af. Ósjaldan stormaði hópurinn niður á veitingastaðinn Tröð í kakó og vöfflur er Möllu höfðu áskotnast íjármunir. Hún talaði, skrifaði og las mikið, ók um á gömlum Willys-jeppa, alltaf á sokkleistunum. Jeppa þessum lagði hún gjaman öfugt í stæði, bæði við MR o g aðalskemmtistað þessa tíma, Hótel Borg, og notaði síðan sekt- armiðana til að veggfóðra herbergið sitt. Hún spilaði og oft brids heilu nætumar og fátt átti betur við hana á þessum áram en að sitja í reykjar- kófí í risinu í Sörlaskjólinu í góðum vinahópi og ræða málin og gamlar plötur með Marlene Dietrich gjarn- an á fóninum. Menntaskólaárin einkenndust þannig af lífi, fjöri og áhyggju- leysi, en þó varð snemma ljóst að stúlkan átti líka til alvörugefnari hlið, sem kom skýrt fram seinna meir í störfum hennar í kvenrétt- indabaráttunni og skrifum. Henni dugði ekki að skrifa í skólablaðið heldur steig hún sín fýrstu spor í blaðamennsku er hún gaf út blaðið Delluria, sem hún ritstýrði, safnaði efni í, teiknaði myndir og handskrif- aði. Einnig stundaði hún aðrar skriftir í kennslustundum en ætlast var til, því um bekkinn fóru Iitlar svartar minnisbækur, hennar og annarra, þar sem íjallað var um helstu vandamál líðandi stundar. Stundum var eingöngu skrifað á latínu í þessar bækur. Á þessum árum vora konur í miklum minnihluta í skólanum og flestar okkar hógværar og höfðum skoðanir okkar lítt í frammi, hugs- uðum mest um að vera fínar og sætar. Það var Malla líka, en það var henni ekki nóg. Hún hafði brennandi áhuga á þjóðfélagsmál- um og mannréttindum og kjark til MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 25 unni sem stundum hefur verið þeim óvægin, ekki síst undanfarið eitt og hálft ár. Þau Hörður eignuðust þrjár dætur, Höllu, fædda 1977, Katrínu, fædda 1979, og Guðrúnu, fædda 1984. Allir sem fylgst hafa með fjölskyldunni geta ekki annað en dáðst að hugrekki hennar og andlegum styrk, sérstaklega síðast- liðið hálft ár, er Malla lá rúmföst á Landakoti. Þennan tíma komu allir bestu kostir Möllu mjög greini- lega í ljós, hún bugaðist aldrei og hélt sínu striki og sinni andlegu reisn alveg fram í andlátið. Sem betur fer gat hún unnið við ritstörf alveg fram undir það síðasta og var ólöt að skrifa vinum erlendis löng sendibréf. Til að mæta örlögum sín- um á þann hátt sem hún gerði þarf ótrúlegan styrk. Þann styrk hafði hún og gat þar að auki miðlað öðr- um. Því fóru gestir ætíð hressari af hennar fundi. Hörður, Halla, Katrín, Guðrún og aðrir aðstandendur. Við skóla- systumar vottum ykkur innilegustu hluttekningu og vonum að bjartar minningar um Möllu eigi eftir að lýsa veginn. 6. A, MR, 1968. Fleiri greinar um Magdalenu Schram bíða birtingar og munu birtast næstu daga. ___________e_______________ Haraldur Trausta- son — Minning Fæddur 22. nóvember 1939 Dáinn 13. júní 1993 Ökkar elskulegi bróðir Halli er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudagskvöldið 13. júní sl. Okkur langar í fáeinum orð- um að minnast hans. Orð era lítils megnug þegar stórir atburðir ger- ast í lífi okkar og finnum við þá fyrir hve smá við erum í tilverunni. Halli var elstur átta barna hjónanna Trausta Jónssonar frá Mörk og Ágústu Haraldsdóttur frá Garðs- horni en hún er látin. Halli fór ung- ur til sjós og var sjómaður af lífi og sál. Fyrst sem háseti hjá öðram, en seinna meir sem skipstjóri og útgerðarmaður á eigin bátum. Halli giftist Eddu Tegeder, dóttur Heinrich Tegeder og Ástrósar Guð- mundsdóttur, en þau era bæði lát- in. Halla og Eddu varð fjögurra bama auðið, en þau era: Þóranna, fædd 1958 og á hún tvo böm;. Hermann, fæddur 1959 og á hann tvö böm; Jón Trausti, fæddur 1961, sambýliskona hans er Valborg og eiga þau tvö böm, og yngstur er Haraldur, fæddur 1962, sambýlis- kona hans er Helena og éiga þau einn son. Halla verður sárt saknað af öllum sem þekktu hann, ekki síst af barnabömunum sínum, en þau vora hans líf og yndi. Halli og Edda tóku að sér dóttur- ■ son sinn, Harald Inga og hafa alið hann upp sem sinn eigin son. Halli var bömum sínum góður faðir sem þau gátu alltaf treyst á. Til hans var gott að leita og var hann kjöl- festa fjölskyldu sinnar. Missir þeirra er mikill og biðjum við góðan Guð að styrkja þau í sinni miklu sorg. Við systkinin eigum eftir að sakna Halla. Hann var og mun alltaf vera stóri bróðir okkar. Við munum sakna hláturs hans og góðlátlegs gríns sem-hann var svo ríkur af. Halli var ekki bara líkamlega sterk- ur heldur líka andlega og hafði stórt hjarta. Föður okkar var hann ein- staklega góður og eftir lát móður okkar var hann honum mikill styrk- ur, ekki bara góður sonur heldur einstakur félagi og er sorg hans mikil. Minningamar streyma fram, fátt eitt er upptalið. Við söknum þín öll, hvert á sinn hátt, elsku Halli, þú varst einstakur maður, Guð geymi þig. Systkinin. að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og miðla öðram. Hún hellti sér út í lestur skáldverka, ljóða og heimspekirita. Þar má m.a. telja verk Simone de Beauvoir og Jean- Paul Sartre um kvenréttindi og existensialisma, en hugmyndir þeirra rejmdi hún að útskýra fyrir okkur stöllum sínum með misjöfn- um árangri. Allar þessar annir í félagslífinu og sjálfsnám urðu til þess að skóla- lærdómurinn sat stundum á hakan- um og kom að því að stúlkan fékk skell og náði ekki tilskildum árangri. Gerði hún sér þá lítið fyrir og las tvö ár saman og kom aftur í hópinn haustið 1967 og útskrifað- ist með okkur vorið á eftir. Eftir á að hyggja var hún mörgum áram á undan okkur skólasystram sínum í félagslegum þroska og er hún héit til náms í Bretlandi í sögu og heimspeki var hún vel undirbúin. Á menntaskólaárunum kynntist hún manni sínum, Herði Erlings- syni, en samband þeirra hófst þó ekki fyrir alvöra fyrr en nokkram árum seinna. Malla flutti aftur heim til íslands seint á árinu 1974 og okkur era mjög minnisstæðir endur- fundir þeirra Harðar í anddyrinu í Klúbbnum sáluga rétt fyrir jólin 1974. Síðan hafa þau staðið saman og stutt hvort annað í lífsbarátt- Minning Kjartan Þórólfsson Fæddur 18. maí 1924 Dáinn 10. júní 1993 Kveðja frá Starfsmannafé- lagi Reykjavíkurborgar. Fyrir hönd félagsins vil ég með örfáum orðum minnast félaga okk- ar, Kjartans Þórólfssonar, sem svo skyndilega var brottkallaður hinn 10. júní sl. Kjartan átti sæti í stjóm félags- ins og fulltrúaráði um langt árabil sem fulltrúi starfsmanna SVR og á engan er hallað þó fullyrt sé að fallinn sé frá einn ötulasti talsmað- ur starfmanna fyrr og síðar. Kjart- an var einarður og heiðarlegur til orðs og æðis og einn þeirra félags- manna sem aldrei brást ef til hans var leitað. Ófá vora símtölin við Kjartan ef rifja þurfí upp eitthvað úr sögunni, síðasta símtalið átti ég við hann hinn 12. maí. Undirrituð átti þess kost að kynnast Kjartani utan vettvangs félagsins og það vora ljúf kynni. Þar fór hinn glaði samferðamaður sem hvers manns bón vildi leysa. Kjartani era hér þökkuð óeigin- gjöm störf í þágu Starfsmannafé- lags Reykjavíkurborgar. Blessuð sé minning um góðan dreng. Eigin- konu hans, Stellu Guðnadóttur, og aðstandendum ölluih sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Sjöfn Ingólfsdóttir. Móðir mín. + VIKTORÍA ÞORLEIFSDÓTTIR, Ljósvallagötu 16, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavfk mánudaginn 21. júní kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Hanna S. Georgsdóttir. t KRISTINN J. EINARSSON, áður til heimilis á Hraunteigi 28, Reykjavík, lést hinn 14. þ.m. að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju (litlu kapellunni) þriðjudag- inn 22. júní kl. 10.30. Brynhildur og Geir R. Andersen, Kristinn, ívar og Sigríður Ásthildur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRIS ÞORSTEINSSONAR. Hulda Þórisdóttir, Magnús Mariasson, og fjölskylda. t Kærar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við and- lát eiginmanns og föður, MICHAELT. WHALEN, 5766 Windsong S.E., Stuart FL. 34997. Guðbjörg Friðriksdóttir Whalen, 4 Friðrik Tómas Whalen. Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Hólmgarði 64, Reykjavik. Sigurður Valdemarsson, Áslaug Valdemarsdóttir, Árni Valdemarsson, Svala Valdemarsdóttir, Gísli Valdemarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Theodóra Steinþórsdóttir, William S. Tracey, Anna Hjartardóttir, Gunnar Rafn Jóhannesson, Lilja Bragadóttir, Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför HEIÐAR BALDURSDÓTTUR sérkennara og rithöfundar, f. 31.5.1958, d. 28.5.1993. Ómar Sævar Harðarson, Brynhildur Ómarsdóttir, Þórey Mjallhvrt Ómarsdóttir, Þórey H. Kolbeins, Baldur Ragnarsson, Ragnar Þorsteinsson, Ragnar Baldursson, Lára Baldursdóttir, Halldór Baldursson, Dagný Jónsdóttir, Hörður S. Óskarsson og fjölskyldur. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug viö andlát og útför eigin- manns míns, sonar, föður, bróður og tengdasonar, GUÐMUNDARHERMANNS SALBERGSSONAR flugvirkja. Karólína Árnadóttir, Ingiríður Vilhjálmsdóttir, Hrund Guðmundsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ásthildur Salbergsdóttir, Vilhelmfna Þ. Salbergsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Árni Sigfússon og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.