Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 María Guðmundsdóttir er aö byrja tvii ný verketni, að tanga ísland á myndir til margskenar útgáfu ug gera keim- ildakvikmynd. Hún ætlar að ná íslandi eins ng hún finnur fyrir kví ug reyna að skila kví á mynd ng filmu. eftir Elínu Pólmadóttur Morgunblaðið/Kristinn María Guðmunds- dúttir að leggja upp í Ijósmyndatökuferð um laudið. útgáfustjóra. Vildi helst hafa út- gáfuna hér heima. En ef mér býðst það ekki, kem ég til með að gefa þetta út erlendis, í Frakklandi eða Bandaríkjunum. En ég vil hafa þetta allt á sömu hendi. Sumir vilja bókina, aðrir póstkort. En í ljósi þess að ég er hér ekki öllum stundum, vil ég eiga samskipti við einn aðila.“ Aðspurð segir hún þetta hugsað fyrir bæði íslenskan og erlendan markað. Kvikmynd um Djúpuvík Þótt löngunin til þess að gera kvikmyndina um Djúpuvík sé af sömu rótum, segir María að þessi tvö verkefni tengist ekki nema upp að vissu marki. Hún er alin upp á Djúpuvík til ellefu ára aldurs, þar sem faðir hennar var verksmiðju- stjóri síldarverksmiðjunnar. „Við hittumst í fyrra fyrir tilviljun, þrír gamlir Djúpvíkingar, sem stöku sinnum höfðum hist á ferðum okk- ar á Strandir. Auk mín voru það Skúli Alexandersson alþingismað- ur og Ágúst Guðmundsson fyrrum útgerðarmaður í Vestmannaeyj- um, fyrsta ástin mín. Hann var jafnaldri minn og ég ætlaði að giftast honum,“ segir María og hlær. „Við fórum að tala um þær taugar er við hefðum til staðarins, sem við hefðum í hjarta okkar aldrei yfirgefið. Eftir að staðurinn dó hrörnaði þar allt. Og þó hann hafi tekið stakkaskiptum eftir að hótelið kom má ýmislegt gera til þess að hann sómi sér betur. Þess vegna höfum við gamlir Djúpvík- ingar og velunnarar staðarins myndað hóp og ætlum að fara norður dagana 24.-27. júní og snyrta þar til. Við fengum 200 » þúsund króna styrk úr pokasjóði Landverndar. Hugmyndin er að mála að utan hluta af verksmiðj- unni og gamalt verðmætt hús, þar sem var verslun, bakarí, rann- sóknastofur o.fl. Ef veður leyfir ekki málningu utanhúss gerum við annað, tyrfum og hreinsum." Ákveðið var að taka af þessu á hefur komið í lífi mínu. Það hefur gert mér fært að standa mig.“ Hvað ætlar hún þá að mynda? „Ég ætla að taka bæði fólk og landslag. Ég á myndir af fólki allt frá 1985. Þetta fólk, sem ég finn að er mér svo kært, hitti ég mest úti á landi. En núna er ég fyrst að byija þetta verk skipulega. Strax morguninn eftir að dómur- inn var kveðinn upp í málaferlun- um gegn mér og kröfur niður falln- ar, þar með heimilið mitt laust úr lögbannsböndum, hélt ég upp á Snæfellsnes með myndavélina. Veðrið var hrikalegt, en einmitt eins og ég vil hafa það. Því ætla ég að vera kyrr og ferðast um landið. Mig langar svo til að ná á ljósmyndir íslandi eins og ég upp- lifi það. Það er svo mikill hluti af mér. Ég hefi alltaf komið hér 3-4 sinnum á ári til að sækja mér orku. En það verður ekki hlaupið að því. Ég er ekki að taka myndir af íslandi eins og póstkorti og tek mikið í svarthvítu, þótt ég hafi lofað umboðskonu minni að taka líka svo- lítið í lit. Ég hefi þá trú að listrænt fólk skilji að svarthvítar myndir eru allt ann- ars eðlis. Það er miklu meiri sköpun í svarthvítu. Eins og í kvikmyndum er hægt að eyðileggja imynd í klipp- ingu, getur maður skapað ljós- mynd í myrkraherberginu." María kveðst vera svo lánsöm að tveir aðilar ætla að styrkja hana og gera henni þetta kleift. Hans Petersen/Kodak leggur henni til efni og Toyota leggur til góðan bíl, svo hún komist hvert sem er um landið. Þannig getur hún einbeitt sér að ljósmynduninni í sumar og fram á vetur. „Síðan hefi ég áhuga á að vinna myndirn- ar á myndspjöld og svokallaða postera, sem er óskaplega stór markaður fyrir, seríur í gjafakassa o.fl. Ég er ekki búin að festa mér Ör haitaseríumyndum, sem María vann á almanak o.ll. María Guðmundsdóttir ljósmyndari og fyrir- sæta er nú, eins og oft áður í lífi sínu, að snarbeygja eða réttara sagt að leggja lykkju á leið sína. Hún hafði haslað sér völl sem tískuljósmyndari í París, en vinnsla og deil- ur um ævisögu hennar með fylgjandi mála- rekstri hefur tekið tvö ár úr þeim starfs- ferli. Áður en hún snýr sér aftur af fullum krafti að tískuljósmynduninni í París, hefur hún nú ákveðið að hella sér út í tvö verk- efni á Islandi. Annars vegar að mynda land- ið og fólkið í landinu, sem hún var raunar byrjuð á, til útgáfu í bók, á myndspjöldum, í seríum í öskjum o.fl. Hins vegar heldur María nú eftir helgina á æskuslóðirnar norð- ur á Djúpuvík, þar sem gamlir Djúpvíkingar ætla að koma saman og dytta að staðnum. Og þar hefst kvikmyndataka að nýrri heim- ildakvikmynd um staðinn. „Eg ætla að reyna að fanga og skila af mér íslandi eins og ég sé það og eins og það hefur alltaf fylgt mér“, segir hún. María er ekki að hætta ljós- myndaferlinum i París, enda eru 8 glæsileg- ar heilsíðu- myndir í nýju hefti tískublaðs- ins Madame merktar henni. En af hveiju venti hún skyndilega sínu kvæði í kross á þessum tímamót- um og ákvað að vera nú kyrr á íslandi? “í rauninni er ég að sækja mér orku með þessu verk- efni. Fyrir mér hefur landið ætíð verið svo stór- kostlegt. Það hefur alltaf verið minn sty- rkur. Mér finnst ég vera lán- söm að hafa fæðst hér. Og mér er næst að halda að ef ég hefði ekki átt í huganum þetta land, landið sjálft, auk fjöl- skyldu minnar, hefði mér ekki lán- ast að takast á við ýmislegt sem upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.