Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 11 Bjami vera þeirrar skoðunar að iðn- greinin sem siík geti átt framtíð fyrir sér hér á landi. „íslenskur skinnaiðnaður átti ekki framtíð fyr- ir sér, með allar sínar skuldir, það lá alveg ljóst fyrir þegar síðastliðið haust, að þetta félag myndi lenda í veralegum rekstrarörðugleikum. í upphafi þessa árs mögnuðust svo vandræðin í rekstri hjá okkur, vegna þess sem gerðist í Ítalíu, og því varð ástandið miklu verra, fyrr en menn áttu von á. Framan af árinu vorum við að vona að Ítalíumarkað- urinn myndi glæðast á nýjan leik og að magnpantanir þaðan bærust í apríl, maí, en því miður varð raun- in önnur. Frekar en taka á okkur enn frekari skuldbindingar, án þess að sjá hvernig staðið yrði við þær, þá ákvað stjórnin að fara þessa gjaldþrotaleið,“ segir Bjarni. Framtíð skinnaiðnaðar „Atvinnugreinin sem slík, hún á að mínu mati möguleika á því að lifa. Á þeim þremur mánuðum sem framundan eru vil ég sjá að það svigrúm sem nú myndast, verði notað til ákvarðanatöku um framtíð þessarar starfsemi, enda hafa Höml- ur hf. eignarhaldsfélag Landsbank- ans gefið út yfirlýsingu um að félag- ið vilji með því að annast rekstur fyrirtækisins næstu þrjá mánuðina skapa slíkt svigrúm. Ég lít á þá yfirlýsingu sem ákveðin skilaboð til þeirra aðila sem telja rétt að það sé skinnaðiðnaður hér á landi, að þeir reyni að fínna fyrirtækinu rekstrarlegar forsendur og snúi bök- um saman til að svo megi verða. Verði það niðurstaðan, geri ég mér vonir um að stofnað verði félag um slíkan rekstur, sem taki þá við að þremur mánuðum liðnum. En þá þarf einnig að liggja fyrir ákvörðun um að leggja greininni til aukið fjár- magn, því hér er um fjárfrekan iðn- að að ræða,“ segir Bjarai. Skuldastaða íslensks skinnaðiðn- aðar var skelfíleg, þegar stjórn fyr- irtækisins tók þá ákvörðun að óska eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta, eða liðlega 900 milljónir króna. Landsbankinn er langstærsti lánadrottinn ÍSI, með 504 milljónir króna í lánum. Þar af á bankinn veð í tækjum, vélum og húsnæði upp á 136 milljónir króna, en 368 milljónir króna eru að megn- inu til í afurðalánum. Það var því fyrst og fremst til þess að tryggja eigin hagsmuni, sem bankinn tók þá ákvörðun að reka fyrirtækið um þriggja mánaða skeið, jafnframt því sem bankinn mun hafa viljað gefa mönnum kost á því að reyna að finna flöt á framhaldi á rekstri fyrirtækis- ins. Naeststærsti kröfuhafinn í þrotabú ÍSI er Framkvæmdasjóður og auk þess eru ýmsir smærri kröfu- hafar. Skammur tími til stefnu Bjarni leggur áherslu á að skammur tími sé til stefnu, til þess að taka ákvörðun um framhaldið. Sláturleyfishafar þurfi að gera sínar ráðstafanir og ákvörðun um hvað tekur við að loknu þriggja mánaða rekstrartímabili hins nýja félags, þyrfti að liggja fyrir helst í lok þessa mánaðar og eigi síðar en í lok júlí- mánaðar. „Ef menn bíða, þá missa þeir einfaldlega af lestinni. Þetta er það fjárfrekur rekstur og áhættu- mikill að það hlýtur að koma í hlut opinberra og hálfopinberra aðila að taka ákvörðun um það hvort iðn- greinin skinnaðiðnaður lifir áfram hér á landi, því miður. En það næg- ir ekki að tryggja aukið fjármagn í þennan rekstur. Hráefnið, íslensk- ar gærur eru jú undirstaða þess að þessi iðnaður geti gengið, og tryggt framboð hráefnis verður því að vera fyrir hendi, enda er það grundvöllur starfseminnar. Ef slíkt liggur ekki fyrir, þá er tómnt mál að tala um að leggja aukna fjármuni í þennan rekstur," segir Bjarni. Þegar jafnilla árar í atvinnulífi og nú gerir á Akureyri, er kannski ekki að undra að menn horfi með eftirvæntjngu í huga til starfsemi félags eins og Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, sem er hlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Eyjafjarðar- svæðinu. Við stjómvölinn þar er Ásgeir Magnússon. Ég sótti hann heim á skrifstofu félagsins og spurði hann hvað þeir hjá Iðnþróunarfélag- inu sæju fyrir sér að hægt væri að gera varðandi uppbyggingu at- vinnulífsins og þróun nýrra atvinnu- tækifæra: „Það verður að segjast eins' og er, þegar svona erfiðleikar skella á, að það er mjög eðlilegt að horft sé til þeirrar starfsemi sem sett hefur verið á fót til þess að taka á svona vanda. Iðnþróunarfé- lagi Eyjafjarðar er ætlað að stuðla að‘ eflingu atvinnulífsins og reyna að leysa þann vanda sem upp kann að koma. Auðvitað er það svo, að atvinnu- iíf okkar er allt svo samtengt, að þegar erfiðlega gengur í okkar und- irstöðuatvinnuvegum, þá er miklu erfíðara að koma hreyfingu á aðra þætti. Við finnum afskaplega vel fyrir þeim þrýstingi sem er á okkur nú og væntingum sem bundnar eru við starfsemi okkar, en því miður finnum við á sama tíma fyrir van- mætti til þess að leysa þennan vanda. Ef lausnin væri einföld og i sjónmáli, þá væri vandinn ekki þessi sem við erum að glíma við,“ segir Ásgeir. „Ég er sannfærður um að íslensk- ur skinnaiðnaður er gott fyrirtæki, þar sem tekið hefur verið mjög myndarlega á flest öllum málum í rekstri og stjórnun. Framleiðsla fyr- irtækisins er hágæðavara, þar sem vöruvöndun og gæðastýring er til Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar segir að það sé löngu liðin tíð að sveit- arstjórnir eigi að vera þátttak- endur í atvinnulifi, heldur eigi þær að búa í haginn fyrir at- vinnulífið og umhverfi þess, þannig að það geti haft eðlileg vaxtarskilyrði. fyrirmyndar. Ég er því sannfærður um að það eru ekki þessir þættir sem hafa orðið þess valdandi að fyrirtækið er komið í gjaldþrot, held- ur erfið skuldastaða og geysilega óhagstæð þróun á erlendum mörk- uðum og samdráttur, einkum ítal- íu,“ segir Ásgeir. Engar töfralausnir fyrir hendi Aðspurður hvað hann sjái fram- undan í skinnaiðnaði Akureyringa, segir Ásgeir: „Við teljum að lang- nærtækast sé að reyna að skoða hvort ekki sé með einhveijum hætti möguleiki á að halda í, þó ekki væri nema hluta af þeirri starfsemi sem nú er í gangi í fyrirtækinu. Þetta gerðum við í hitteðfyrra, þeg- ar Álafoss varð gjaldþrota. Þá unn- um við að því að endurreisa ullariðn- aðinn að hluta í Foldu, til þess að taka við þeim þætti starfseminnar sem við töldum eiga framtíð fyrir sér. Ég reikna fastlega með því að við munum með sama hætti koma að málum skinnaiðnaðarins, þannig að við munum í samvinnu við þá sem best þekkja til, reyna að skoða livort ekki verður hægt að halda áfram rekstrinum, þótt í eitthvað minna mæli verði.“ Ásgeir segir engar töfralausnir vera fyrir hendi, eins og staðan er nú á Akureyri. Hann tekur undir það sjónarmið að mikið vonleysi og doði setji svip sinn á bæjarlíf Akur- eyringa um þessar mundir. Segir raunar að miðað við aðstæður í dag, væri annað óeðlilegt. „Þú ferð inn á vinnustað eins og íslenskan skinnaiðnað, þar sem um 250 manns unnu fyrir um ári síðan, og er nú kominn niður í 115 starfsmenn, þá hlýtur maður að verða þess áskynja að vonleysi og öryggisleysi hefur gripið um sig meðal starfsmann- anna sem enn halda vinnu sinni. Annað væri ekki eðlilegt," segir Ásgeir. Ásgeir segir að Iðnþróunarfélagið hafi í samvinnu við atvinnumála- nefnd Akureyrar, félagsmálastofn- un og verkalýðsfélögin verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að taka á því erfiða atvinnuástandi, sem virðist nú vera orðið viðvarandi á Akureyri. „Það verður að segjast eins og er að við kunnum ekki að lifa með svona atvinnuleysi. Þetta er algjörlega nýtt fyrir okkur og við þekkjum það ekki. Hingað til höfum við verið að tala um atvinnuleysi, sem í raun og veru hefur ekki verið neitt atvinnuleysi. En nú er öldin önnur, því allir þeir sem bætast á atvinnuleysisskrá, eru fullfrískir, vinnufærir einstaklingar, sem vilja og geta unnið, en fá ekkert að gera,“ segir Ásgeir. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hef- ur ekki fjárhagslega burði til þess Ásgeir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar segir að það séu eng- ar töfralausnir til. Félagið hafi ekki fjárhagslega burði til þess að koma inn í stórt rekstrardæmi eins og skinnaiðnaðinn. Ásgeir segir að þeirra hlutverk sé frem- ur það að veita ráðgjöf. að koma inn í stórt rekstrardæmi eins og skinnaiðnaðinn. Ásgeir segir að þeirra hlutverk sé fremur það að veita ráðgjöf. „Eins og þegar við stóðum fyrir því að endurreisa ullar- dæmið hér í hitteðfyrra, þá kom það í okkar hlut að safna saman upplýs- ingum, stilla upp dæmum, reikna út hvað svona rekstur gæti borið og leggja síðan tillögur okkar fyrir sveitarstjómarmenn, lífeyrissjóði, verkalýðsfélög, stærri fyrirtæki og aðra. Þannig var reynt að safna saman þeim aðilum sem hugsanlega voru tilbúnir til þess að taka í sam- einingu á þessum vanda. Ég geri ráð fyrir að við munum sinna þessu máli rneð nákvæmlega sama hætti,“ segir Ásgeir. Erfitt atvinnuástand Forseti bæjarstjómar Akureyrar er Sigurður J. Sigurðsson. Hann segir að vissulega sé atvinnuástand á Akureyri erfítt og atvinnuleysis- tölur orðnar mjög háar. Ljóst sé að iðnaður um allt land hafi um nokk- urt skeið átt í vök að veijast, en vegna þess hversu fjölmennar at- vinnugreinar ullar- og skinnaiðn- aðurinn hafi verið á Akureyri, þá verði áfallið fyrir Akureyringa hlut- fallslega miklu meira en annars staðar, þegar greinarnar komist í þrot. „Sumarið er venjulega sá árs- tími, þegar atvinnuleysisskráning er hvað minnst, stundum er hún nánast engin. Það er því spurning hvemig ástandið verður hér á Akur- eyri þegar líða tekur á haustið," segir Sigurður. Sigurður segist telja að umhverfi það sem nú blasi við í atvinnumálum á Akureyri og víðar sé með þeim hætti, að sveitarsjóðir hrökkvi mjög skammt til þess að bæta slíkt ástand. Jafnframt sé enginn liður í tekjustofnum sveitarfélaga, sem hugsaður sé á þann veg að þar sé um fjármuni að ræða sem ráðstafað verði út í atvinnulífið á nýjan leik. „Það er löngu liðin tíð að sveitar- stjómir eigi að vera þátttakendur í atvinnulífi, heldur eiga þær að búa í haginn fyrir atvinnulífíð og um- hverfi þess, þannig að það geti haft eðlileg vaxtarskilyrði," segir Sigurð- ur. Sigurður segir bæjarstjórnar- menn á Akureyri hafa gagnrýnt það þegar sveitarstjómir hafi verið að ganga í ábyrgðir fyrir fyrirtæki, þótt Akureyrarbær hafi sannarlega gert það, þegar slíkt hefur verið talið óumflýjanlegt. „Við teljum að það hafi lítið hjálpað atvinnulífí, en veikt stöðu sveitarsjóða. Það er okk- ar mat að það sé löngu tímabært að afnema heimild til ábyrgða sveit- arfélaga úr sveitarstjórnarlögum," segir Sigurður. Bjarni Jónasson, framkvæmda- sljóri Rekstrarfélags íslensks skinnaiðnaðar segir að tíminn til þess að taka ákvörðun um fram- tið skinnaiðnaðar á Islandi sé naumur og ákvörðun verði að liggja fyrir, eigi síðar en í júlilok. Bankar vísa vandanum á ' sveitarfélögin Sigurður kveðst hafa haft það á tilfinningunni í seinni tíð, að bankar og lánastofnanir hafi vísað vanda- málum af sjálfum sér yfír á sveitar- félögin, með þeim hætti að skilyrði fyrir áframhaldandi lánafyrirgre- iðslu væru þau að viðkomandi sveit- arfélag gengist í ábyrgðir fyrir lán- unum. „Þegar það gerist, þá leggja menn mat á starfsemina, ekki út frá arðse- missjónarmiðunum, heldur hrein- lega út frá því hvort hún skapi at- vinnu eða ekki. Þá horfa þeir oft til tryggingá sem eiga að vera skil- yrði fyrir slíkri ábyrgð, á allt öðrum nótum, heldur en gert væri ef um kalda fjármálastarfsemi væri að ræða,“ segir Sigurður. Sigurður segir að spumingin sem blasi við nú, eftir þessa kollsteypu iðnaðarins á Akureyri, sé sú hvort hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir starfsemina, áður en ákvörðun verður tekin um að setja í hana fjár- muni. - En hvar er hægt að leita eftir nýju fjármagni? „Ég vildi að ég kynni svar við því. Þessi úttekt sem nú fer fram á vegum forsætisráðuneytisins, á skinnaiðnaðinum í landinu og mögu- leikum hans, sem unnin er af Jóni Steingrímssyni, mun væntanlega leiða í ljós hvort raunhæft er að ætla að skinnaiðnaðurinn eigi fram- tíð fyrir sér og þar hljóta að verða dregnar fram einhveijar meginlínur. Það er augljóst að verksmiðjan á Akureyri getur auðveldlega unnið úr öllu því hráefni sem fellur til á landinu, en hún vinnur samt sem áður einungis úr 75% gæranna, þar sem 25% þeirra em unnar á Sauðár- króki. En íbúar á Sauðárkróki hafa náttúrlega einnig sína atvinnu af æssum iðnaði, þannig að það er lík- ast til engin lausn í því fólgin að segja að verksmiðjunni á Sauðár- króki eigi að loka, þar sem ég hygg að atvinnuástand þar sé á engan hátt betra en hér. Ég heid í sjálfu sér að það séu til fjármunir í landinu, til þess að fara af stað með skinnastarfsemina á nýjan leik hér í haust, ef hægt verður að setja upp þannig grunn, að menn hafi trú á framhaldinu,“ segir Sigurður. Tryggingar miðaðar við uppboðsverð Ég spurði Sigurð hvort það væri bæjarstjórninni áhyggjuefni, hversu umfangsmikill atvinnurek- andi Landsbankinn er orðinn á Ak- ureyri. Hann kvað svo ekki vera. Það væru fremur samkeppnisaðilar fyrirtækjanna, sem Landsbankinn ætti eða væri meðeigandi í, sem óttuðust um sinn hag. Sigurður seg- ir að ljóst sé að bankar og Iánastofn- anir séu mun varkárari í útlána- starfsemi sinni og fyrirgreiðslu, eft- ir það hversu illa hefur farið hjá mörgum fyrirtækjum. „Bankar em famir að meta allar tryggingar með allt öðmm hætti en áður var gert. Nú meta bankar þær eignir sem fyrirtækin geta veðsett miklu frem- ur á uppboðsverðum, en raunvem- legu söluverði eða fasteignamati. Þetta hefur orðið til þess að veð- hæfni fyrirtækja hefur lækkað gríð- arlega mikið. Það færir okkur aftur að því vandamáli, að trú manna á framtíðarmöguleika og viðgang þessara fyrirtækja er mjög tak- mörkuð,“ segir Sigurður. Þeir sem ekki vilja einvörðungu leita til opinberra aðila í von um nýtt fjármagn í atvinnurekstur á Akureyri velta því jafnvel fyrir sér hvort öflugir aðilar eins og Sam- heiji vilji leggja meiri fjármuni í aðrar atvinnugreinar en sjávarút- veg. Auk þess að reka frystitogara sína sex á Samheiji eins og áður getur stóran hlut í Strýtu, Oddeyri hf. á fyrirtækið alfarið og 67% í Söltunarfélagi Dalvíkur. Kristján Vilhelmsson segir að hugur Sam- heijamanna standi ekki til þess að færa út kvíamar í öðmm atvinnu- rekstri. „Við þekkjum þennan bransa, sjávarútveginn og viljum halda okkur þar. Það hefur vissu- lega verið leitað til okkar að undan- förnu af ýmsum aðilum, en eins og ég segi, við eigum nóg með okkar," segir Kristján. Lifum á fiski Þótt ástandið á Akureyri sé um þessar mundir jafndökkt og raun ber vitni, er ekki þar með sagt að allir trúi því að Akureyri verði í við- varandi efnahagslegum öldudal. Raunar er fólksfjölgun á Akureyri talsvert fyrir ofan landsmeðaltal og liggja skýringar þess líklega í því að Háskólinn á Akureyri hefur laðað til sín fólk, Verkmenntaskólinn á Akureyri sömuleiðis, en hann er nú með um 1000 nemendur. En þótt velmenntað fólk hafi kosið sér bú- setu á Akureyri að undanfömu, og fengið störf í opinberri þjónustu, í mennta- og heilbrigðisgeiranum, þá hefur verðmætasköpun í bæjar- félaginu dregist saman, með því að ullar- og skinnaiðnaðurinn hafa svo gott sem hmnið, og fljótt á litið verður ekki séð á hvaða hátt Akur- eyringar ætla að laða fram vaxtar- brodd í framleiðslugreinunum á ný. Verði aflaverðmæti úr sjó meiri á næstunni, en þau hafa verið undan- farið, getur hagur Akureyringa, sem annarra landsmanna fyi-st farið að vænkast á nýjan leik. Því eins og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samhetja sagði, þegar ég heimsótti hann í Samheija: „Hér á landi höf- um við lifað á fiski og engu öðru.“ Iðnaður á Akureyri kominn í þrot. Landsbanki Islands orðinn einn helsti atvinnurekandinn á Akureyri. Atvinnuhorfur iðnverkafólks hverfandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.