Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
+
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993
23
JÍttirgmMM<iií
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Breytt hlutverk
Sameinuðu þjóð-
anna
Heimurinn hefur tekið örum
breytingum að undanförnu.
Sá raunveruleiki sem við bjuggum
við um áratuga skeið á alþjóða-
vettvangi er endanlega horfinn.
Alls staðar í kringum okkur sjáum
við breytingarnar og þær eru
ekki allar til góðs.
Þó að ekki sé lengur nein hætta
á allsheijarkjarnorkustyijöld hafa
endalok kalda stríðsins ekki bund-
ið enda á vopnuð átök í heimin-
um. Þvert á móti. Það umróts-
ástand, sem myndaðist við hrun
gamla skipulagsins, hefur leitt til
margvíslegra átaka. Jafnvel í
Evrópu hafa blossað upp á ný
gamlar deilur, sem haldið hafði
verið niðri, og í fyrrverandi Júgó-
slavíu er nú háð blóðugasta styij-
öldin í álfunni frá því síðari heims-
styijöldinni lauk.
Sú skipting heimsins í áhrifa-
svæði risaveldanna tveggja, sem
var við lýði á kaldastríðstímanum,
tryggði ákveðinn stöðugleika.
Þetta ástand þýddi hins vegar oft
einnig að annað hvort stórveldið
kom í veg fyrir að Sameinuðu
þjóðirnar gætu skipt sér af stað-
bundnum átökum. Þessi staða er
nú gjörbreytt og hefur á undan-
fömum árum verið mikið rætt um
hvemig beri að stilla til friðar
þegar bardagar bijótast út.
Fyrsta þolraunin og það stríð
sem varð til að opna augu margra
fyrir mikilvægi eins konar „al-
heimslögreglu“ var innrás íraka
í Kúveit árið 1990. Niðurstaðan
þá var sú að fjölþjóðaher, að
mestu skipaður bandarískum,
breskum og frönskum hermönn-
um, rak innrásarliðið á brott í
umboði Sameinuðu þjóðanna.
Á þeim tíma sem síðan er liðinn
hafa önnur vandamál, ekki síður
aðkallandi, komið upp. Serbar,
Króatar og múslimar berast á
banaspjót í fyrrverandi Júgóslav-
íu. Hungursneyð ríkti í Sómalíu
í fyrra vegna borgarastyijaldar
sem leitt hafði af sér stjómleysi
og í Kambódíu hefur ekki enn
tekist að leysa áragamlar deilur
um valdaskiptinguna í landinu.
Bosnía er það dæmi um þennan
vanda sem okkur stendur næst.
Þrátt fyrir óteljandi fundi og ráð-
stefnur hefur ríkjum Evrópu ekki
tekist að koma sér saman um
hvemig binda megi enda á styij-
öldina í Bosníu. Þó að það sé yfir-
lýst markmið Evrópubandalags-
ins að vera með sameiginlega
utanríkisstefnu og jafnvel her í
framtíðinni hefur bandalagsríkj-
unum gjörsamlega mistekist að
koma sér saman um hvað eigi að
gera.
Ekki hefur heldur reynst
mögulegt að nýta Atlantshafs-
bandalagið til að stilla til friðar.
Bandalagið er fyrst og fremst
varnarbandalag og hefur þar að
auki mjög takmarkað umboð til
aðgerða utan bandalagssvæðis-
ins.
í þessum deilum sem öðrum
hafa menn því litið til Sameinuðu
þjóðanna varðandi úrlausn. Þær
hafa hins vegar verið illa undir
það búnar að takast á við þessi
risavöxnu verkefni. Rétt eins og
aðrar alþjóðastofnanir urðu SÞ
að lúta þeim lögmálum sem giltu
á kaldastríðstímanum. Verkefni
friðargæslusveita SÞ var árum
saman einungis að fylgjast með
að friðurinn væri virtur eftir að
bardögum lauk í stað þess að
koma honum á.
Nú berast okkur hins vegar
fréttir af því að sveitir Sameinuðu
þjóðanna standi fyrir sprengju-
árásum í Sómalíu og uppi hafa
verið kröfur um að þær grípi einn-
ig til beinna hernaðaraðgerða í
Bosníu. Tæplega 25 þúsund frið-
argæsluliðar eru nú staddir í fyrr-
verandi Júgóslavíu og um 17 þús-
und í Sómalíu.
Það er greinilegt að grundvall-
arbreyting er að verða á starfsemi
Sameinuðu þjóðanna. Aðildar-
þjóðir SÞ, þar með taldir íslend-
ingar, eru ekki lengur hlutlausir
áhorfendur að gangi mála heldur
beinirþátttakendur í átökunum.
Enn er ekki komin reynsla á
hvernig SÞ munu farast þetta
hlutverk úr hendi en svo virðist
sem enginn annar kostur sé til
staðar. Ef þær eiga ekki að daga
uppi sem nýtt þjóðabandalag
verður því að búa þannig um
hnútana að SÞ geti sinnt hlut-
verki sínu á sem skilvirkastan
hátt. Þó að það beri að harma
að sveitir SÞ hafi þurft að grípa
til aðgerða af því tagi, sem við
höfum orðið vitni að undanfarna
daga, var það líklega nauðsyn-
legt. Harðar aðgerðir geta stund-
um verið eina leiðin til að stilla
til friðar.
Ef friðargæslusveitirnar valda
ekki hlutverki sínu sökum van-
búnaðar eða ef friðargæsluliðar
eru stráfelldir vegna þess að þeir
mega ekki veija sig mun hinn
pólitíski vilji til aðgerða brátt
fiara út.
8FORMBYLTING
• Eliots snerti ekki
einungis ytra borðið,
hún var djúpristari en
svo. Þeir Esra Pound
tóku allt tungutak
ljóðsins til endurskoð-
unar en gættu þess þó vandlega
að skera ekki á ræturnar. Gunn-
laugur Scheving sagði hann ætti
von á dýrlegum krásum þegar sér
væri boðið í veizlu. Þegar afstrakt-
listin byði kæmi maður fullur eftir-
væntingar í boðið en þá væri einatt
ekkert annað að hafa en vatn og
brauð. Hann sagði listin ætti að
vera veizlufagnaður en ekki fanga-
viðurværi. Eliot bauð upp á mikla
veizlu, það sjáum við af þýðingu
Sverris Hólmarssonar á Eyðiland-
inu sem er bæði óþvinguð og að-
gengileg. Tungutak Eliots er í senn
með skírskotunum í klassískar bók-
menntir og einfalt talmál einsog
tíðkaðist. Pjölbreytnin mikil en
kröfurnar til lesandans ekki síðri.
Hann varð að hafa hnetubijót til
að geta notið allra ávaxtanna sem
á boðstólum voru. Skírskotanir í
gamalt efni urðu ný og óvænt
reynsla; ekki hefðbundin reynsla
heldur einsog glíma við nýtt og
framandi umhverfi sem þó er eldra
en erfðasyndin.
Formbylting Eliots var fremur
framhald en umbylting. Allt um-
hverfið fær nýtt líf; hver steinn;
hvert blóm; hvert tré og hvert hús.
Og lesandinn fær ný augu til að
horfa yfir gamalt svið sinnar eigin
HELGI
spjall
sögu. Gamalt um-
hverfi verður ný,
kröfuhörð reynsla.
Það þarf ekkisízt
mikla menntun og
þekkingu og þá einnig
óvenjulega yfirsýn til
að skapa svo nýjan veruleika úr
gömlu efni; gamalkunnu umhverfi.
Og blása í það samtímalífi.
9EF MÍN OG ÞÍN ERU NOT-
• uð sem rímorð í nýstárlegu
kvæði með óvæntri frumlegri hug-
mynd ganga þau, þótt gömul séu
og ofnotuð, í endumýjun lífdaganna
og verða mikilvægur og kannski
einnig harla skemmtilegur og per-
sónulegur þáttur í nýrri markverðri
sköpun; svoað ekki sé nú talað um
önnur orð margræðari og mikilvæg-
ari.
Hefðbundið ljóðform var dauðan-
um vígt, aðvísu, en þannig getur
af ösku þess risið nýr fönix og flýg-
ur þá endurnýjuðum vængjum inní
hugmyndir okkur um klisjulausa
tjáning og ný viðhorf sem þola illa
útjaskað orðalag og margþvælda
hugsun. En þau þola ekkert betur
vanhugsun eða andlegan slappleika
þótt hann sé kallaður módernismi
til hátíðarbrigða. Allskyns glundur
hefur verið saman sett undir vöru-
merki módernismans og engu betra
en það sjálfvirka klisjukerfi sem
hefðbundinn skáldskapur var orð-
inn. En nú er komið nýtt kerfí;
nýtt orðahröngl; ný markleysa.
Formbyltingin beindist gegn
holtaþokuvælinu í íslenzkri ljóðlist.
En nýtt myndlíkingamál með hlið-
rænum hugmyndum og óvæntum
geta veitt gæzkunni og æskunni,
faxinu og bagsinu fullgildan þegn-
rétt í nýjum skáldskap, nýju tungu-
taki, ef-vel tekst til. Það er þetta
sem Steinn átti við þegar hann tal-
aði um að hið hefðbundna ljóðform
væri dautt. Það var ef ég man rétt
á einstæðum fundi í Sjálfstæðishús-
inu uppúr 1950. Hann átti að sjálf-
sögðu við annað og meira en ytra
borð ljóðsins eingöngu og formbylt-
ingu þess enda orti hann sjálfur
með endurskapandi krafti og áræði
í gömlu formi ekkisízt, krafti sem
venjuskáldin skortir þótt þau búi
oft og tíðum yfír ágætlega virkri,
faglegri kunnáttu sem hveijum
gervismið væri sæmandi.
En skáldskapur er ekki faglegur
iðnaður, nema öðrum þræði. Hann
er ferðalag úr einum eldi í annan.
Tíminn og vatnið er hamrað við
eld. Það var eldur Steins og einskis
annars. Þessi eldur nærist á ein-
stæðri reynslu sem öðrum er ekki
kunn, ekki endilega. Þennan eld
sækja menn ekki annað en í eigin
ástríðu. Hann er innra æði. Það
smíðar enginn neitt úr annars æði.
Tíminn og vatnið er nýr gripur úr
gömlu brotasilfri. Smiðjan er göm-
ul. Og hugmyndirnar einsog neista-
flug af alþjóðlegum steðja.
M
(meira næsta sunnudag)
GERT ER RÁÐ FYRIR
því í reglum Alþýðu-
bandalagsins að for-
maður þess gegni emb-
ætti þijú tveggja ára
kjörtímabil og í haust
eru sex ár liðin frá því
Ólafur Ragnar Gríms-
son var kjörinn formaður þess á storma-
sömum landsfundi. Hann á samt sem áður
möguleika á því að sitja tvö ár til viðbótar
og hefur lýst því yfír að hann muni sækj-
ast eftir endurkjöri.
Svo hefur virzt sem Alþýðubandalagið
hafí siglt lygnan þjóðmálasjó síðustu miss-
erin, eftir hrun heimskommúnismans og
hörkuátök um forystu í flokknum á lands-
fundum. Undir niðri kraumar þó enn í
kolum innanflokksátaka milli gamalsósíal-
ista, undir forystu Svavars Gestssonar, og
einhvers konar poppsósíalista, sem standa
að baki flokksformanninum, Ólafí Ragnari
Grímssyni. Steingrímur J. Sigfússon, vara-
formaður Alþýðubandalagsins, útilokar
ekki mótframboð gegn sitjandi formanni
þegar haustskuggar færast yfir. Og heift-
arlegar deilur á miðstjórnarfundi Alþýðu-
bandalagsins fyrir nokkrum dögum um
stefnuna í sjávarútvegsmálum vitna um
djúpstæðan ágreining í þeim efnum.
Hörkudeilur
innan Al-
þýðubanda-
lagsins um
sjávarút-
vegsmálin
SKIPTAR SKOÐ-
anir um sjávarút-
vegsmál, veiðistýr-
ingu og meðferð
aflaheimilda eru
ekki séreinkenni
Alþýðubandalags-
ins. Síður en svo.
Þær setja svip sinn
á þjóðfélagið í heild,
þvert á flokkslínur.
Það andlit samstöðu um sjávarútvegs-
mál, sem Alþýðubandalagið hefur á stund-
um reynt að stilla út í áróðursglugga sinn,
skaddaðist á hinn bóginn alvarlega á mið-
stjómarfundi flokksin.s á Sauðárkróki fyrr
í þessum mánuði. Kristinn H. Gunnarsson
alþingismaður var meir en lítið óánægður
með þá tillögu, sem fyrir fundinum lá, og
bar upp aðra, sem að hans sögn átti að
tryggja betur réttarstöðu byggðarlaganna
í landinu og fól í sér stuðning við afnám
á framsali aflaheimilda. Snarpar deilur
urðu um tillöguna, sem ekki fékkst borin
undir atkvæði en var vísað til frekari
umfjöllunar í þingflokki og framkvæmda-
stjóm, eins og það var látið heita. Þann
veg var því forðað að fram kæmi hver
meirihlutavilji miðstjórnarmanna var, að
því er tillöguna varðaði.
í ályktun miðstjórnar Alþýðubandalags-
ins er ítrekuð fyrri samþykkt landsfundar
flokksins, þess efnis, að núverandi stjóm-
kerfí fiskveiða hafi brugðizt í veigamiklum
atriðum og brýnt sé að ná samstöðu með
þjóðinni um heildstæða stefnu í sjávarút-
vegsmálum. Sú heildstæða stefna og sam-
staða er bersýnilega ekki fyrir hendi í
Alþýðubandalaginu.
Það má hins vegar til sanns vegar færa
að veiðistjóm landsmanna, eftir útfærslu
fískveiðilögsögunnar í 12, 50 og 200 míl-
ur, hafí ekki skilað tilætluðum árangri.
Árið 1954, fjórum árum áður en við færð-
um landhelgma út í 12 mílur, var heildar-
þorskafli á íslandsmiðum 547.500 tonn,
þar af okkar eigin afli 306 þúsund tonn.
Fjörutíu áram og þremur útfærslum síðar
er talað um 150-175.000 tonna hámarks-
afla næsta fiskveiðiárið - og hrunhættu
þorskstofnsins.
MIÐSTJÓRNAR-
fundur Alþýðu-
bandalagsins á
Sauðárkróki á dög-
unum breytti regl-
um um kosningu
formanns og varaformanns og verða þeir
hér eftir valdir í almennri atkvæðagreiðslu
flokksmanna. Þessi breyting hefur vakið
nokkra athygli, en henni mun meðal ann-
„Fútt í for-
maimskosn-
ingar“
ars ætlað að hressa dulítið upp á meðlima-
skrár Alþýðubandalagsfélaga.
Yfírlýsing Steingríms J. Sigfússonar,
varaformanns Alþýðubandalagsins, hefur
og vakið verðskuldaða athygli, en hann
útilokar ekki mótframboð sitt gegn sitj-
andi formanni, Ólafí Ragnari Grímssyni.
„Mér fínnst nauðsynlegt að láta kosningar
fara fram til þess að fá fútt í þetta,“ seg-
ir Steingrímur í viðtali við Alþýðublaðið
15. júní sl.
Líklegt framboð varaformanns gegn
sitjandi formanni verður að skoða í ljósi
eldri átaka í flokknum, sem rekja rætur
til forvera Alþýðubandalagsins, Samein-
ingarflokks alþýðu - Sósíalistaflokksins
og Kommúnistaflokks íslands. Steingrím-
ur J. Sigfússon var í forystusveit hörðustu
andstæðinga Ólafs Ragnars Grímssonar í
Alþýðubandalaginu þá hann var fyrst kjör-
inn formaður, ásamt Hjörleifi Guttorms-
syni og Svavari Gestssyni, samanber bók
Óskars Guðmundssonar, „Alþýðubanda-
lagið - Átakasaga", sem út kom árið 1987.
Sem kunnugt er stóð formannsslagurinn
í Alþýðubandalaginu á milli Ólafs Ragnars
Grímssonar og Sigríðar Stefánsdóttur,
frambjóðanda gamalsósíalista, sem fór
fyrir Alþýðubandalagsfólki á Akureyri.
Óskar Guðmundsson kemst svo að orði í
Átakasögu:
„Þannig lýsti Steingrímur Sigfússon sig
fylgjandi Sigríði, Hjörleifur Guttormsson
fór mikinn í kjördæmi sínu henni til stuðn-
ings og Ríkisútvarpið skýrði frá því að
Svavar Gestsson hefði lýst formlegum
stuðningi við hana hjá JC Brosi. Guðrún
Helgadóttir og Krístín Ólafsdóttir lýstu
yfír stuðningi við Ólaf Ragnar Grímsson,
þannig að þegar kom að þessum kjörfundi
í Alþýðubandalaginu í Reykjavík var ljóst
orðið áð þær meginfylkingar sem tekist
höfðu á í öllum helstum málaflokkum ís-
lenskra stjómmála innan Alþýðubanda-
lagsins væra nú komnar að lokauppgjöri.“
Það er komið að lokauppgjöri meginfylk-
inga í Alþýðubandalaginu, sagði Óskar
Guðmundsson 1987 í Átakasögu. En
átakasagan var síður en svo á enda. Það
sér ekki enn fyrir endann á sápuópera ís-
lenzks sósíalisma á sviði Alþýðubandalags-
ins. Varaformaður Alþýðubandalagsins
útilokar ekki mótframboð gegn sitjandi
formanni, sem enn leitar eftir endurkjöri.
Heimskommúnisminn er fallinn, Berlín-
armúrinn sömuleiðis, en ágreinings- og
átakamúrinn sem skilur að „meginfylking-
ar sem tekist hafa á í öllum málaflokkum
íslenskra stjómmála innan Alþýðubanda-
lagsins" stendur samur sem fyrr.
Rangar fjár-
festingar,
versnandi
efnahagur,
glötuð
bankaútlán
HÉR AÐ FRAMAN
var lítillega vikið að
því að gjöfulasta
sjávarauðlind þjóð-
arinnar, þorsk-
stofninn, hafí geng-
ið hættulega saman
í höndum hennar,
þrátt fyrir útfærsl-
ur fiskveiðilögsög-
unnar og brott-
rekstur erlendra fískveiðiflota af íslands-
miðum. Ekki hefur okkur tekizt betur til
um ýmiss konar fjárfestingar síðustu tíu
árin eða svo, sem lotið hafa kappi fremur
en forsjá. Raunar hefur milljörðum króna
verið sóað í óarðbærar fjárfestingar, oftar
en ekki á ábyrgð opinberra aðila. Dæmi
um þetta eru fjárfestingar í fískeldi og
loðdýrarækt. Afleiðingin var uppsafnaður
fortíðarvandi upp á marga milljarða króna
sem lendir á skattborgurum, fjöldagjald-
þrot og útlánaafskriftir banka og annarra
lánastofnana. Þannig segir í Vísbendingu
11. júní sl.:
„Bankar og sparisjóðir töpuðu 2,8 millj-
örðum króna á liðnu ári eða um 14% eig-
infjár. Tapið eykst um 370 milljónir króna
ef bætt er við afskriftarframlagi sem eign-
arhaldsfélög íslandsbanka tóku á sig og
um tæpar 200 milljónir króna til viðbótar
ef hækkun eftirlaunaskuldbindingar Bún-
aðarbanka er öll gjaldfærð. Þá eykst tapið
enn um rúmlega 200 milljónir ef lækkun
REYKJAVIKURBRÉF
Laugardagur 19. júní
Morgunblaðið/Sverrir
tekjuskattsskuldbindingar er ekki færð
Landsbankanum til tekna...
Tapið árið 1992 er mest hjá Landsbank-
anum, 2,7 milljarðar eða 43% eiginfjár,
en halli var einnig á rekstri hinna bank-
anna. Landsbanki tók 1.250 milljónir króna
í víkjandi láni hjá Seðlabanka í árslok en
það dugði ekki til að hann stæðist nýjar
eiginfjárreglur. Sparisjóður Kópavogs var
rekinn með 64 milljóna króna halla, sem
er um 40% eiginfjár, og þurfti á víkjandi
láni að halda í árslok til þess að standast
kröfur um eiginfé. Hagnaður annarra
stórra sparisjóða er mun minni en árið á
undan.
Þessa miklu breytingu á afkomu banka-
stofnana má rekja til stóraukins framlags
í afskriftasjóð útlána. Framlagið jókst um
fjóra milljarða frá fyrra ári í þeim bönkum
og sparisjóðum sem hér eru skoðaðir, úr
2,4 milljörðum króna árið 1991 í 6,4 millj-
arða árið 1992 ...
Óvenjumikið útlánatap núna má einkum
rekja til slæms efnahagsástands og hárra
raunvaxta. Sífellt verri fréttir af ástandi
þorskstofnsins verða til þess að bankar
leggja meira til hliðar, einkum Landsbank-
inn sem lánar mest til sjávarútvegsfyrir-
tækja. Breyttar aðstæður í efnahag lands-
ins og hag einstakra atvinnugreina eru
þó ekki einú ástæðumar fyrir því að nú
er meira lagt í afskriftasjóð en áður. Hluti
skýringarinnar er að menn eru að gera
sér grein fyrir tapi frá fyrri árum og viður-
kenna það.
Skýrt hefur verið frá því að Landsbank-
inn tapi fast að tveimur milljörðum króna
á fiskeldislánum. Vera má að þrýstingur
frá stjórnmálamönnum hafi valdið ein-
hveiju um hvað bankinn var viljugur að
lána til greinarinnar...“
Verður
þjóðarskút-
unni forðað
frá efna-
hagslegu
strandi?
TVÆR ERU
meginorsakir ís-
lenzkrar efnahags-
lægðar. Sú fyrri er
langvinnur efna-
hagsvandi í iðnríkj-
um, svokölluðum,
sem mynda efna-
hagsumhverfi okk-
ar. Sú síðari er
minnkandi sjávar-
afli, einkum þorsks, og lækkandi sjávar-
vöruverð. Þetta tvennt hefur lagzt á eitt
um að draga úr útflutningstekjum okkar
og rýra skilyrði til hagvaxtar. Frá árinu
1987 talið hefur hagvöxtur I helztu við-
skiptalöndum okkar aukizt um 15%. Á
sama tíma hefur landsframleiðsla hér
minnkað um 5%. Á sl. sex áram hefur
ársverkum hér á landi fækkað um 7.000.
Og á aðalfundi Vinnuveitendasambands
íslands snemma í maímánuði síðastliðnum
vora leiddar líkur að því að störfum muni
enn fækka hér á landi, eða um 2.000 á
árabilinu 1993-2000.
Þjóðareyðsla, lagt umfram þjóðartekjur,
og eyðsla í ríkisbúskapnum, langt umfram
tekjur, hafa síðan aukið á vandann, með
tilheyrandi skuldsetningu erlendis og há-
vöxtum hérlendis. í heimildariti fjármála-
ráðherra í febrúarmánuði sl. segir: „Ríkis-
sjóður hefur verið rekinn með halla frá
árinu 1984 sem nemur samanlagt 61 millj-
arði króna, eða 7,6 milljörðum að meðal-
tali ár hvert. Þetta jafngildir því að greidd-
ar hafí verið 20 milljónir króna úr ríkis-
sjóði umfram það sem hefur aflast dag
hvern síðustu tíu árin!“ í nýju fréttabréfi
Þjóðhagsstofnunar segir að nettóskuldir
hins opinbera hafi aukizt úr 7% af lands-
framleiðslu 1980 í ríflega 32% árið 1992.
Enginn íslenzkur stjórnmálaflokkur get-
ur skorazt undan ábyrgð af fortíðarvand-
anum. Þeir bera allir stjórnsýslulega
ábyrgð á framvindu þjóðmála á þessu ára-
bili, að Kvennalistanum einum undanskild-
um. Alþýðubandalagið sat í ríkisstjórnum
1971-1974, 1978-1979, 1980-1983 og
1988-1991. Framsóknarflokkurinn sat
nær óslitið í ríkisstjórnum í 20 ár, 1971-
1991. Alþýðubandalag og Framsóknar-
flokkur settu því sitt mark á framvindu
þjóðmála, fjárfestingar í þjóðarbúskapnum
og þensluna í ríkisbúskapnum á þeim árum
þegar vandinn var að hlaðast upp. Nýjar
fiskifræðilegar spár um stöðu þorskstofns-
ins bæta síðan gráu ofan á svart. Það
þarf samstöðu og markviss viðbrögð til
þess að forða efnahagslegu strandi þjóðar-
skútunnar.
Alþýðubandálag og Framsóknarflokkur
sækja það fast að komast aftur í brú þjóð-
arskútunnar. Kvennalistinn, sem verið hef-
ur Stjórnarráðsfælinn, ýjar einnig að
beinni þátttöku í ríkisstjórn að loknum
næstu þingkosningum. Máski myndar
þessi þrenning hinn kostinn í íslenzkum
stjórnmálum, það er fyrrum stjórnarflokk-
ar á árum þenslu í ríkisbúskapnum, rangra
fjárfestinga og óðaverðbólgu, með og
ásamt Kvennalistanum?
Ekki er hægt að segja að verkin lofi
meistarann, þegar vinstristjórnir síðustu
áratuga eiga í hlut. Lykillir.n að farsælli
framtíð þjóðarinnar verður ekki smíðaður
af pólitískum bókstafstrúarmönnum,
hvorki til vinstri né hægri. í þeim efnum
duga ekki slagorð né þröngar kennisetn-
ingar; heldur yfirveguð ráð, tekin að vel
athuguðu máli, sem þorri þjóðarinnar get-
ur sameinazt um.
„Heimskommún-
isminn er fallinn,
Berlínarmúrinn
sömuleiðis, en
ágreinings- og
átakamúrinn, er
skilur að megin-
fylkingar sem
tekizt hafa á í öll-
um málaflokkum
íslenzkra stjórn-
mála innan Al-
þýðubandalags-
ins, stendur sam-
ur sem fyrr.“