Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 19 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Hátimbruð verkalýðshreyfing VERKALÝÐSHREYFINGIN danska er marg-arma skepna og teygir arma sína víða um þjóðlífið. Á milli hennar og Jafnaðarflokksins arma sína víða um þjóðlífið. Á milli hennar og Jafnaðarflokksins eru tengslin svo náin að óhætt er að tala um nokkurs konar samlífi þessara tveggja aðila. Hluti af félagsgjöldum í verkalýðsfélögunum rennur í flokkinn og flokksmenn silja í Iykilstöðum í verkalýðshreyf- ingunni. Og verkalýðshreyfingin er stór atvinnurekandi, rekur sjón- varps- og útvarpsstöðvar og dagblöð, ráðstefnumiðstöðvar, leigir út sumarhús, selur meðlimum dúkkur af leiðtogunum, töskur og fleira gagnlegt, svo fátt eitt sé talið... en það eru ekki allir jafnhrifn- ir af slíku. Margir kysu frekar að borga minna og fá minna af slíku. Peningastraumurinn um hreyfinguna er gífurlegur, er reksturinn ekki alltaf jafn traustur og skynsamlegur. í dagblaðinu „Politiken" hafa undanfarið birst greinar um verkalýðshreyfinguna dönsku og ýmsa þætti hennar. Fyrir óinnvígða hefur það á stundum verið kostu- leg lesning. I Danmörku eru rúmlega þijátlu staðbundnar útvarps- og sjónvarps- stöðvar, sem fjölmiðlafjárfestingar- félag verkalýðshreyfingarinnar á í. Tæplega helming þeirra hefur verið lokað vegna gjaidþrots. Vandamálið hefur iðulega verið að í hvert sinn sem gjaldþrot blasti við, var hringt í höfuðstöðvamar I Kaupmannahöfn og beðið um aukafjárframlag, sem kom um hæl. Og af því peningamir komu svo greiðlega, var engin þörf á að endurskoða reksturinn. Þannig lok- aði ein stöðin þrisvar sinnum vegna gjaldþrots, en reis alltaf upp aftur vegna hjálpar frá Kaupmannahöfn. Verkalýðsfjölmiðlamir eru einnig háðir auglýsendum og þeir koma ekki, ef efnið laðar ekki að sér áheyrendur. Því ganga sjónvarps- stöðvarnar fyrir ómerkilegum am- erískum þáttum, en uppbyggilegt verkalýðsefni er oft í lágmarki. Annar stór tapþáttur í rekstri hreyfmgarinnar eru nám- skeiðamiðstöðvar. Um tíma var það metnaðarmál hvers félags að eiga glæsilega námskeiða- og ráð- stefnumiðstöð. Hugmyndin var að reka þarna nokkurs konar lýðskóla til að útbreiða hugsjónir og fyrirheit hreyfingarinnar. Ef ein- hver sér fyrir sér byggingar með einhveijum leiðinda héraðsskóla- brag, þá er slíkt mikill misskilning- ur. Þær líkjast bestu sumarhótel- um, standa oft á fallegum stöðum og eru vel búnar á smekklega og danska vísu. Þessi „hóteikeðja" ræður nú yfir um fimm þúsund rúmum, sem er talið að sé fjórð- ungi meira en þörf er á, jafnvel þó hreyfingin ieigi út til annarra en félaganna. Til að hala fé inn fyrir allt þetta gistirými er þeim breytt í sumarbúðir handa félags- mönnum. Verðið með mat er um tíu þúsund íslenskar krónur á viku, sem er helmingurinn af þvi sem lýðháskólarnir bjóða fyrir sambæri- lega þjónustu. HK er samtök verslunar- og skrifstofufólks og er stærsta félag- ið með 360 þúsund meðlimi. Stúlka, sem er félagi í verslunarmannafé- laginu og vinnur við peningakass- ann í stórmarkaði, fær um 120 þúsund íslenskar krónur á mánuði, en um helmingurinn fer í skatt. Félagsgjaldið er um sex þúsund krónur á mánuði og samsvarar ein- um daglaunum. Rúmlega helming- ur gjaldsins fer í atvinnuleysissjóð, bæði sem framlag hennar og eins til að borga fyrir stjórnun sjóðsins. Afgangurinn deilist á átta hluta samtaka verslunarfólks og verka- lýðshreyfingarinnar. Starfsfólki verkalýðsfélaga hef- ur hraðfjölgað undanfarinn áratug, ekki vegna aukinna umsvifa í kjarabaráttunni, heldur vegna um- svifa við ýmislegt, sem félags- mönnum er boðið upp á, svo sem tölvunámskeið, sumarleyfisferðir, sumarhúsaleiga og tryggingar, að ógleymdum tilboðsvörunum, sem auglýstar eru í blöðum hreyfingar- innar. Verslunarmannafélagið bauð upp á dúkkur, gerðar eftir rússnesku dúkkunum, sem eru hver inni í annarri. Dúkkur verkalýðs- hreyfíngarinnar eru ekki rússnesk- ar ömmur, heldur er gamli leiðtog- inn Thorvald Stauning innstur, síð- an Jens Otto Krag, þá Anker Jörg- ensen, Svend Auken og loksins Nyrup, núverandi leiðtogi, utan um alla hina. Töskur og skartgripir, gjarnan frá fyrirtækjum í eigu hreyfingarinnar, eru einnig seldar á vegum félagsins og það starfræk- ir tónlistarkiúbb, sem selur ódýra geisladiska. Félagarnir geta lifað lífinu með merki hreyfingarinnar við höndina, hvort sem þeir opna bjórflösku eða leika sér. En hvað vilja félagar í verkalýðs- hreyfingunni fá fyrir félagsgjöldin? í nýlegri könnun sem gerð var á stórum vinnustað kom í ljós að þrír fjórðu félagsmanna voru á móti alls kyns menningartilboðum og 85 prósent vildu ekki að hreyf- ingin notaði kraftana — og pening- ana — í sumarleyfisferðir og trygg- ingar. Á móti segja forkólfarnir að einmitt þessi tilboð séu dúndur vin- sæl, en viðurkenna um leið að í raun noti lítiil hluti félagsmanna sér tilboðin, sem að vissu leyti séu greidd niður af öllum hinum, sem ekki noti sér þau. Vegna þessara tilboða er verka- lýðshreyfingin að mörgu leyti að breytast í þjónustusamtök fremur en kjarabaráttusamtök. Það koma fleiri á fyrirlestur um stjömuspeki og heilsufæði en á aðalfundinn í verkalýðsfélaginu, svo félagið býð- ur upp á skemmtun fremur en fag- mál. Samlífi flokksins og hreyfingarinnar Tengslin við Jafnaðarflokkinn eru ekkert leyndarmál. Forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar eru allir í þeim flokki og sá sem ætlar sér fram þar veit að best er að byija á að verða sér úti um flokksskírteini fyrst. Rétt eins og prestar spyija sig á stundum hvort ekki væri betra að skera á tengsl ríkis og kirkju, þá vakna öðru hveiju upp spumingar innan hreyf- ingarinnar og flokksins hvort þetta sé nú öllum fyrir bestu. Nokkrir svara nei, en meirihlutinn efast ekki um réttmæti fyrirkomulags- ins. Meðlimir verkalýðsfélaganna geta reyndar í mörgum tilfellum beðið um að framlag þeirra fari ekki í flokkinn, en hver og einn getur ekki nákvæmlega fylgst með hvert einmitt hans peningar fara. Það er erfitt að meta hvort og hvemig forystan er í takt við óbreytta félagsmenn, en nýlega gafst þó sjaldgæft tækifæri til þess. Verkalýðsforystan gekk nánast einhuga fram í að fá Dani til að samþykkja Maastricht-samkomu- lagið síðastliðið ár, en allt kom fyrir ekki. Og stuðningur Jafnaðar- manna dugði heldur ekki til. í ár hnikaðist þetta til, þegar Danir samþykktu sérákvæðin, en þó var fjarri því að það væm félagar í verkalýðsfélögunum, sem stæðu einhuga að baki forystunni. Um leið og verkalýðshreyfingin hefur eytt æ meiri peningum og kröftum í allt mögulegt annað en kjarabaráttu, hafa ýmsar breyting- ar verið gerðar á skipun hreyfing- arinnar. Þær breytingar hafa verið gerðar af litlum hópi, því óbreyttir félagsmenn hafa sáralítil afskipti af henni. í sumum félögum er það um eitt prósent félaganna, sem stundar sjálf félagsstörfin. Breytingarnar hafa því að mestu farið fyrir ofan garð og neðan hjá félagsmönnum, sem oft á tíðum hafa ekki hugmynd um hvaða deild þeir tilheyra nákvæmlega, eða hvemig félag þeirra.tengist stærri, einingum innan hreyfíngarinnar. Grundvöllur hreyfingarinnar er að bæta kjör félaga sinna á vinnu- markaðnum. Ýmsum þykir að hreyfíngin gieymi hins vegar að vaxandi hluti félagsmanna hefur enga vinnu. Þeir atvinnulausu eru ekki allir jafn ánægðir með fram- göngu hreyfingarinnar á því sviði og hafa því tekið málin í eigin hend- ur. Ýmis verkalýðsfélög halda nám- skeið fyrir atvinnulausa félags- menn, kenna þeim leiklist, blóma- skreytingar og jóga, bjóða upp á dagsferðir og félagsheimili. En þeir atvinnulausu vilja ekki allir bara láta hafa ofan fyrir sér. Á nokkrum stöðum hafa atvinnulausir félags- menn ólíkra verkalýðsfélaga tekið saman höndum til að stjómmála- menn taki betur eftir þeim og að rödd þeirra heyrist. Sjómennimir sturtuðu ís í innkeyrsluna hjá stjómmálamönnum og bændur keyrðu hálm til þeirra, þegar þeir ‘voru óánægðir. Þeir atvinnulausu hafa ekki enn dottið niður á heppi- legar aðgerðir, en þeir hugsa stíft upp á eigin spýtur og reikna ekki með stuðningi hreyfingarinnar. Eins og hreyfingin lítur út utan frá virðist hún fjarska niðurnjörvuð og ólíklegt að þar verði nokkur umskipti. Ef fer sem horfir og efna- hagsástandið í Evrópu verður eins þungt og nýjustu spár herma, gæti svo farið að það yrði meiri þrýsting- ur á hreyfinguna að sinna sjálfum verkalýðsmálum og láta af óarð- bærum og óskyldum rekstri. En óbreyttir félagsmenn eiga ekki auð- velt með að fylgja gagnrýni sinni eftir, þvi flókin uppbygging gerir þeim erfitt fyrir að fínna út úr hvernig hlutirnir hanga saman. Líklega á betur við að líkja skipu- laginu við rússnesku dúkkumar en margarma skepnu. Sigrún Davíðsdóttir. OECD spáir vaxandi atvinnuleysi í Vestur-Evrópu þrátt fyrir efnahagsbata Efnahagslægðin tímabundin en atvinnuleysið viðvarandi ATVINNULEYSIÐ í Evrópu hefur aldrei verið meira frá heimskrepp- unni á fjórða áratugnum og menn hafa af því vaxandi áhyggjur að það megi rekja til grundvallarbreytinga á vinnumarkaðinum og slæmrar samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja en efnahagslægðin í álfunni skipti þar minna máli. Talið er að atvinnuleysið eigi eftir að aukast frekar þótt efnahagurinn rétti úr kútnum. Reuter Enn ein uppsögnin KONA gengur framhjá mótmælaspjöldum við úraverksmiðju Timex í Dundee í Skotlandi. Konan hafði starfað þarna í 16 ár en missti vinnuna á þriðjudag þegar verksmiðjunni var lokað vegna vinnudeilu sem ekki tókst að leysa. Þegar atvinnuíeysið jókst í Evr- ópu í fyrra var háum vöxtum í Þýskalandi aðallega kennt um. Sagt var að með því að draga úr fjárfest- ingum og einkaneyslunni yrði fjár- magnskostnaðurinn til þess að fresta efnahags- bata og hindra nýsköpun í at- vinnuvegunum. Þar sem vextirnir í Þýskalandi hafa lækkað í ár án þess að atvinnuleys- ið hafi minnkað eru æ fleiri þeirrar skoðunar að vandinn sé djúpstæð- ari. Langvinnt atvinnuleysi algengara Óttinn við atvinnuleysisvofuna magnast: 17,4 milljónir manna eru nú án atvinnu í Evrópubandalags- ríkjunum tólf, eða 10,3% vinnuafls- ins, en í byijun ársins var þessi tala mun lægri, eða 14,6 milljónir. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að atvinnuleysið í 19 evrópskum aðildarríkjum henn- ar aukist um 20% á næstu 18 mán- uðum; 23 milljónir manna verði án atvinnu, eða 11,9% vinnuaflsins. í þessari spá er jafnvel gert ráð fyrir efnahagsbata í Evrópu í byijun næsta árs. Það sem veldur þó mönnum enn meiri áhyggjum er að könnun OECD sýnir að hartnær helmingur - eða 45,8% - atvinnlausra í Evr- ópu hefur verið án atvinnu í meira en ár; í Bandaríkjunum er þetta hlutfall aðeins 6,3%. Þetta er talið mikið áhyggjuefni vegna þess að tækniþróunin er orðin svo ör að þeir sem eru án atvinnu í langan tíma verða fljótt ógjaldgengir á vinnumarkaðinum. „Menn eru talsvert uggandi vegna þess að við getum ekki svar- að því til hlítar hvers vegna atvinnu- leysið eykst," sagði háttsettur emb- ættismaður hjá OECD. „Ef við viss- um það gætum við að minnsta kosti gefið ráð um leiðir til úrbóta." Suðaustur-Asía í sókn Menn spyija ekki lengur hvenær atvinnuleysið minnki heldur hvort það sé orðið viðvarandi vegna nýrr- ar tækni, ákvarðana fyrirtækja um að flytja verksmiðjur til annarra landa, þeirrar stefnu margra stór- fyrirtækja að draga saman seglin og vegna tiltölulega hás launa- kostnaðar í Vestur-Evrópu. „Nú þegar fjármagns- og gjald- eyrishömlum hefur verið aflétt að mestu og fjarskiptin milli ríkja hafa stórbatnað fara nú fjárfestingamar í auknum mæli til landa sem bjóða hagstæðustu samsetningu launa- kostnaðar, framleiðni og markaðs- vaxtar,“ sagði J. Paul Home, aðal- hagfræðingur Smith Barney, Harr- is Upham & Co í París. „Á öllum þessum sviðum stendur Evrópa verr að vígi en Suðaustur-Asía og þetta á eftir að hafa áhrif á vinnumarkað- inn.“ Ótti við innflytjendur í hveijum mánuði er tilkynnt um nýjar fjöldauppsagnir í hinum ýmsu framleiðslugreinum, svo sem verk- smiðjum sem framleiða bíla, hjól- barða, rafeindatæki, tölvur, gler og munaðarvarning ýmiskonar. I stærstu fyrirtækjunum, svo sem Philips og Olivetti, missa tugþús- undir manna vinnuna vegna viða- mikillar endurskipulagningar. Áhrifin á stjórnmálin og þjóðfé- lögin eru augljós. Tyrkneskir inn- flytjendur eru drepnir í íkveikju- árásum í Þýskalandi. Innanríkisráð- herra Frakklands, Charles Pasqua, segir í viðtali við franska dagblaðið Le Monde að markmið stjómarinn- ar sé, „vegna hins alvariega efna- hagsástands, að fjölgun innflytj- enda sé sem næst núllinu". Forsæt- isráðherra hans, Edouard Balladur, tilkynnir að verndun evrópskra starfa verði að hafa forgang í við- ræðunum um frjálsari heimsvið- skipti. Á bak við napuryrði um innflutt- ar vömr og útlendinga liggja gmndvallarspumingar um sam- keppnishæfni Evrópu og velferð- arríkið. Höfuðatriði í þjóðfélögum Vestur-Evrópu eftir stríð - at- vinnuöryggi, atvinnuleysistrygg- ingar og almannatryggingar - em nú til endurskoðunar. Flýja háan launakostnað Ástæðumar liggja í augum uppi. Launakostnaðurinn í Þýskalandi, sá hæsti í Evrópu, er nú um 35% hærri en í Japan og 50% hærri en í Bandaríkjunum. Þetta veldur því að BMW reisir bflaverksmiðju í Bandaríkjunum, Merzedes-Benz íhugar að gera það sama og Audi AG, systurfyrirtæki Volkswagen, reisir vélaverksmiðju í Ungverja- landi. Allar slíkar ákvarðanir fækka störfunum í Vestur-Evrópu. OECD hefur nýlega lagt fram frekari upplýsingar sem benda til þess að atvinnuleysi sé orðið land- lægt í Evrópu og að hár launakostn- aður hindri nýsköpun í atvinnuveg- unum. Nýju störfin em aðallega í opin- bera geiranum og þar fjölgaði þeim um rúmlega 5 milljónir á síðustu tveimur áratugum. „Ef Evrópuríkin eiga að ná því atvinnuleysisstigi sem nú er í Bandaríkjunum, 6,9%, verðum við að vera sveigjanlegri," sagði John Philpott, framkvæmdastjóri breskrar stofnunar sem fer með mótun efnahagsstefnunnar. „Staðreyndin er sú að lágt launuð framleiðslustörf eiga eftir að fara í auknum mæli til þróunarland- anna, þar sem launakostnaðurinn er lágur,“ sagði hann. „Við erum hins vegar samkeppnishæf í störf- um sem krefjast fagkunnáttu og skapa mikinn virðisauka. Þetta þýð- ir aftur á móti að afnema þarf at- vinnuleysisstyrkina og taka upp kerfi sem byggist á starfsþjálfun og vinnuframlagi." Heimild: The New York Times. BAIISVID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.