Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 20

Morgunblaðið - 20.06.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNÍ 1993 KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN Sagabíó og Bíóborgin hafa tekið til sýninga kvikmynd ina Falling Down, Nóg Komið, með Michael Douglas í aðalhlutverki. Óvinir alls staðar Á HEITASTA degi sumarsins kemst umferðin um hrað- brautirnar í grennd við miðbæ Los Angeles hvorki lönd né strönd. Meðal þeirra sem sitja fastir í kösinni er D-fens, maður á miðjum aldri sem er í þann mund að missa vinnuna sem hann hefur haft árum saman við framleiðslu hergagna. (Michael Douglas leikur. Nafn persónunnar er dregið af áietrun á bílnúmeraplöt- ur mannsins). D-fens er klæddur í hvíta skyrtu og bindi, burstakiipptur og með hornspangargleraugu — holdi klædd ímynd millistéttar og stöðugleika. Jhin D-fens er greinilega maður yfirspenntur og kom- inn á ystu nöf. Þegar lítil fluga suðar hring eftir hring í kringum höfuð hans er honum nóg boðið; í skyndi- legri bræði gengur hann burt og skilur bílinn mann- Iausan eftir á hraðbraut- inni. Hann kemur við í ný- lenduvöruverslun og biður um að fá að hringja en kór- eski kaupmaðurinn neitar að lána símann nema D-fens kaupi eitthvað fyrst. D-fens heldur yfir manninum reiði- lestur um bandarískt sið- ferði, náungakærleika og okur meðan hann leggur búðina í rúst með baseball- kylfu að vopni. Síðan fær hann sér gosflösku og borg- ar 30 krónur fyrir en ekki 45. „Verðlagið frá 1965 er aftur í gildi,“ segir D-fens og gengur á dyr. Dæmigerður og utangátta Hann heldur leiðar sinnar gangandi i gegnum borgina og hvarvetna fínnst honum hnignunin blasa við augum. D-fens finnst eins og hinn dæmigerði Bandaríkjamað- ur sé utangátta í Ameríku nútímans. Hann gefur sig reiðinni á vald: nú skulu óvinirnir fá að finna til te- vatnsins. D-fens vill beijast fyrir því að allt verði aftur eins og fyrrum og til þess að svo megi verða þarf að uppræta veldi og uppi- vöðslusemi minnihlutahóp- anna, sem vinna gegn því sem var gott og göfugt í Ameríku gullaldarinnar þegar orð hvíta mannsins voru lög. Á nálægri lögreglustöð er rannsóknarlögreglumað- urinn Pendergast að hefja sinn síðasta vinnudag áður en hann sest í helgan stein eftir 20 ára starf. Þegar fréttir taka að berast úr öll- um borgarhlutum um handahófskennd reiði- og ofbeldisverk framin af burs- taklipptum manni í skyrtu og með bindi reynir Pend- ergast að komast á slóðina og lægja þær öldur haturs og ofbeldis sem rísa hvar- vetna sem D-fens ber niður. Leikstjóri Falling Down, Nóg Komið, er Joel Schum- acher, leikstjóri mynda eins og Flatliners, St. Elmo’s Fire, The Lost Boys, Cous- ins og Dying Young. Shum- acher á að baki fjölþættan feril; ávann sér orðspor sem hönnuður Ieikmynda og búninga á sjöunda áratugn- um eri missti tökin og var um árabil ósjálfbjarga dóp- isti. Hann náði fótfestu að nýju og tókst að koma á framfæri nokkrum handrit- um, þ.á.m. að myndunum Sparkle og Car Wash og eftir að hafa leikstýrt sjón- varpsmyndum fékk hann tækifæri á að leikstýra kvik- myndum. Falling Down er gerð eftir frumsömdu hand- riti Ebbe Roe Smith sem fékk hugmyndina að sögn eftir að hafa séð frétt um vöruflutningabílstjóra sem einn góðan veðurdag fékk nóg af því að sitja fastur í umferðarteppu og tók upp á-því að aka á allt og alla. Aðalframleiðandi mynd- arinnar er Arnold Kopelson, sem m.a. fékk Óskarsverð- launin fyrir Platoon, (og er um þessar mundir að fram- leiða myndina um Flótta- manninn, gamlan kunningja úr kanasjónvarpinu, með Harrison Ford og Tommy Lee Jones í aðalhlutverki). Samstarfsmenn hans eru Timothy Harris og Herschel Weingrod, sem m.a skrífuðu handriti að Kindergarten Cop, Trading Places og Twins. Aðalleikarar Falling Down eru sem fyrr segir Michael Douglas og hinn gamal- og góðkunni Robert Duvall, sem flestir þekkja úr Godfather, Apocalypse Now, MASH, Let’s Get Harry og Óskarsverðlauna- hlutverkinu í Tender Merci- es, svo örfá fjölmargra eftir- minnilegra hlutverka þess- ara stórleikara séu talin. Vinkona EIvis Kvenstjörnur myndarinn- ar eru heldur engir aukvis- ar; Barbara Hershey, leikur fyrrum eiginkonu og barns- móður D-fens, en hennar minnast menn m.a. úr Hannah and her Sisters, The Natural, The Right Stuff. Önnur ný mynd með Hershey er væntanleg í Sambíóin fljótlega. Það er The Public Eye með Joe Pesci. Eiginkonu lögreglu- mannsins Pendergasts leik- ur svo engin önnur en Tu- esday Weld, stjama sjötta og sjöunda áratugarins úr myndum eins og Cincinnatti Kid og I Walk the Line og óteljandi Presley-myndum. Á seinni áram hefur hún leikið m.a. í Author Author Landar og óvinir D-fens sklptist á hvössum orðum við tvo úr stórum hópi óvina sinna. til vopna til að beijast fyrir. í bandaríska tímaritinu Newsweek hefur kvikmynd- in t.d orðið tilefni umfjöllun- ar um það að hvítum körlum þyki að sér þrengt í Amer- íku nútímans. Skoðana- kannanir sýna að meðal þeirra er að finna almenna rótgróna sannfæringu fyrir því að reglur sem víða eru í gildi vestra og veita fólki úr minnihlutahópum for- gang að atvinnnu- og náms- tækifæram, stuðli ekki að jafnrétti heldur séu tæki til að beita misrétti þar sem hæfír hvítir karlar gjaldi fyrir þau tækifæri sem öðr- um séu veitt. Ótti um að myndin yrði til þess að bældir millistéttarmenn los- uðu um bindishnútinn, tækju fram rifflana og héldu á óvinaveiðar, reyndist hins vegar ástæðulaus — enn sem komið er, að minnsta kosti. Robert Duvall og Michael Douglas leika aðalhlutverkin í Falling Down. og Once Upon a Time in America. Myndin Falling Down hefur vakið talsverða at- hygli og umtal í Bandaríkj- unum. Ekki vegna þess að henni sé skipað í hóp meist- araverka hvíta tjaldsins heldur vegna þess að marg- ir telja að í raun og vera eigi D-fens sér fjölmarga skoðanabræður. Hatur og fordómar hetju myndarinn- ar séu klætt í Hollywood- búning, sem dylji hinn raun- verulega hatursboðskap sem ljöldi manna eins D- fens er reiðubúninn að grípa Þjóðfélagsrýnir í anda Hollywood „ÉG HEF verið svo heppinn að hafa tengst fjölmörg- um kvikmyndum sem hreyft hafa við tilfinningum fólks, vakið það til umhugsunar og umræðu,“ segir Michael Douglas. „One Flew over the Cuckoo’s Nest, Fatal Attraction, China Syndrome, Wall Street, Basic Instinct og núna síðast Falling Down; aHt eru þetta kvikmyndir sem fá fólk til að hugleiða spurningar sem það hefur ekki áður leitt hugann að og sjá því fyrir umræðuefni eftir að út úr kvikmyndahúsunum kem- ur,“ segir hann. * Eg lít svo á að Falling Down fjalli um hran banda- rísku millistéttarinnar og greip því tækifærið til að leika þessa persónu sem hélt að með því að leggja hart að sér og skila árangri í vinnu myndi hann upp- skera ríkulega. Hins vegar breytist veröldin og fótun- um var kippt undan honum. Þegar ég lít yfír það sem er að gerast í landinu núna þá sýnist mér að fjölmargir séu sífellt að takast á við vandamál af þessu tagi, reyna að fínna nýja leið, sem kallar ekki á öfga en gefur von um velferð og farsæld. Ég held að Falling Down geti veitt þeim Bandaríkja- mönnum sem þannig era þenkjandi eitthvað til að hugleiða." Þetta er það sem Michael Douglas vill segja um Falling Down. Hann er einn vinsælasti leikari Hollywood í dag. Frægur pabbi Michael Douglas er fædd- ur í Hollywood, sonur Kirk Douglas, leikarans með hökuskarðið. Sjálfsagt hef- ur ætternið ekki spillt fyrir Michael þegar hannfór sem liðlega tvítugur nýútskrif- aður leikari að reyna fyrir sér á sviði í New York því tækifærin létu ekki á sér standa og fljótlega buðust honum einnig hlutverk í sjónvarpsmyndum og auka- hlutverk í kvikmyndum. Michael Douglas varð fræg- ur í Ameríku þegar hann fékk annað aðalhlutverkið í lögregluþáttunum The Stre- ets of San Francisco, þar sem hann lék aðstoðarmann Karl Maldens. Þessir þættir urðu einhveijir hinir vinsæl- ustu í sjónvarpi vestra á fyrrihluta áttunda áratug- Snýst til varnar Michael Douglas heitir D-fens í myndinni Falling Down. D-fens hefur lengi unnið í hergagnaiðnaði en er nýbúinn að missa vinn- una. Hann kennir minnihlutahópum um það eins og annað sem miður fer í lífinu. Eins góðan veðurdag snýst hann til vamar. arins og Douglas sópaði að sér Emmy-verðlaunum. Óskarsverðlaun sem framleiðandi Jafnhliða þessu starfi fór Michael Douglas að reyna fyrir sér við kvikmynda- framleiðslu með þeim árangri að ein fyrsta mynd hans, One Flew Over the Cuckoo’s Nest, hlaut 5 Ósk- arsverðlaun og milljarða gróða. Næsta verkefni Dou- glas var China Syndrome, mynd um kjamorkuslys með Jane Fonda, Jack Lemmon og Douglas sjálfan í aðalhlutverkum. Fonda og Dou- glas lögðu til fé og stjómuðu verkinu. Á síðari hluta áttunda áratug- arins einbeitti Douglas sér að leiklistinni og lék m.a. f myndum eins og Coma, It’s My Turn, Star Chamber og Running. 1984 og 1985 fram- leiddi Douglas og lék í myndunum Romancing the Stone og Jewel oftheNile, ásamt Kathleen Tumer og Danny De- Vito. Meðal annarra mynda sem fyrirtæki Douglas hafa framleitt eru Starman, Flatliners, (þar sem Joel Schumacher leikstjóri Fall- ing Down leikstýrði), Radio Flyer og Made in America.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.