Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 10
10 MOKGUNBLADID SlJNNUDAGLÍl 18.' JÚLÍ 1993 Sérstakt félag stofnaé tímabund- ið um rekstur Smjörlíkis hf.r með nýjum framkvæmdastjóra G SKIntlR í SttGO SÓLAR eftli Agnesi Bragadóttur FLEST virðist hafa gengið Smjörlíki hf. í haginn, að minnsta kosti fyrstu tvo áratugina eftir að Davíð Scheving Thorsteinsson tók við sljórnartaumnum fyrir 29 árum. Hann hafði þá starfað hjá fyrirtækinu frá því 1951, og hefur því samtals starfað þar í 42 ár. Davíð, sem varð framkvæmdastjóri Smjörlíkis hf. 1964 var fullur starfsorku, nýrra hugmynda og sannfæringar um að fyrirtækið ætti og gæti fært út kvíarnar. Hann hafði rétt fyrir sér, því næstu 20 árin eða svo gekk bókstaflega allt upp í rekstrinum. Fullyrt er að allt hafi leikið í hönd- um Davíðs og að hann hafi vart getað klikkað í mikilvægum málefnum framan af. Framleiðsluákvarðanir á borð við jurtasmjörlíki, sólblóma, trópikana, sóda-stream og Svala reyndust mikil lyftistöng og voru grundvöllurinn að því að fyrirtækinu óx ört fiskur um hrygg. Davíð er auðvitað þekktur fyrir hæfileika sína á sviði framleiðslu og kynning- ar. Fáir ef nokkrir standa honum á sporði hér á landi, þegar um kynn- ingar er að ræða, til dæmis í fjölmiðlum, enda hefur Smjörlíki hf. notið ómældra vinsælda og meðal annars í tvígang verið vinsælasta fyrirtæki landsins, jafnvel þótt það hafi þurft að halda auglýsinga- og kynningarkostnaði sínum í algjöru lágmarki, vegna erfiðrar afkomu undanfarin ár. En þótt aðallega hafi verið um skin að ræða á göngu Smjörlíkis á sjöunda og áttunda áratugnum og framan af þeim níunda, þá hafa skúrirnar reynst ærið dýrar dembur, nú síðustu árin - Sólkóla- dembur og vatnsdembur, sem kostað hafa hundruð milljóna króna. Smjörlíki var og er í meginatrið- um, í eigu fjögurra fjöl- skyldna: Fjölskyldu Ragnars í Smára, fjölskyldu Davíðs Scheving Thorsteinssonar, fjölskyldu Gunnars J. Friðrikssonar og fjölskyldu Þorvaldar Thoroddsen. Auk þess eiga nokkrir smærri hlut- hafar hlut. Að sögn Davíðs var fyrirtækið í miklum fjárhagskröggum þegar hann tók við stjórn þess fyrir tæpum 30 árum síðan. Skýringuna á því segir Davíð vera þá, að smjörlíki hafði í áratugi verið vísitöluframleitt undir verðlagseftirliti. Fyrirtækið var þá rekið í 320 fermetra leiguhús- næði, en er nú í 10 þúsund fermetra eigin húsnæði. Mikil velgengni í 20 ár Fljótlega eftir að Davíð tók við stjórninni var hafín framleiðsla á jurtasmjörlíki, sem reyndist vera mjög vel heppnuð framleiðsla. 1974 hófst svo framleiðsla á trópikana, sem gekk einnig mjög vel. Síðar komu aðrar velheppnaðar vöruteg- undir til sögunnar, eins og sólblómi og Svali. Loks má geta soda-stream, sem beinlínis sló í gegn hér á innlend- um markaði, og var til nánast á hveiju heimili í landinu, ekkert síður en Morgunblaðið! Skuldastaða fyrirtækisins í dag er geysilega erfið. Bókfærðar skuldir þess voru um síðustu áramót 1.033 milljónir króna, samkvæmt því sem Davíð hefur upplýst hér í blaðinu. Erfítt er að segja til um hversu mik- iis virði eignir Smjörlíkis eru, en sam- kvæmt skilyrtu samkomulagi lána- stofnana og Smjörlíkis, eru eignir metnar á um 650 milljónir króna, að frátöldum vörumerkjum og við- skiptavild, en það er sú upphæð sem aðilar eru sammála um að reksturinn geti staðið undir í skuldum. Gengið er út frá því að sérstakt rekstrarfélag verður stofnað tíma- bundið, einhvern næstu daga, um rekstur Smjörlíkis hf. A því tímabili hefur verið ákveðið af Smjörlíki hf. og helstu lánardrottnunum, íslands- banka, Iðnlánasjóði og Iðnþróunar- sjóði, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér, að Arni Gunn- arsson, sem áður var framkvæmda- stjóri Ewos hf. stjórni rekstri félags- ins. Samkvæmt sömu upplýsingum er Ámi maður sem lánastofnanir treysta til þess að annast reksturinn á meðan á þetta millibilsástand var- ir, enda verður fyrirtækið rekið fyrir fé lánastofnananna. Hið nýja rekstr- arfélag verður í eigu Smjörlíkis hf. og tilgangurinn með stofnun þess, er að tryggja að verðmæti viðskipta- vildar fyrirtækisins varðveitist, en talið er að einungis með fullum rekstri verði slíkt mögulegt, þar sem verðmæti myndu þegar glatast að miklu leyti, kæmi til stöðvunar rekstrar. Stjóm Smjörlíkis samþykkti sam- komulag framkvæmdastjórans og lánastofnana á fundi sínum sl. föstu- dag, þar sem niðurstaðan mun hafa verið sú að stjómin teldi að hún ætti ekki annarra kosta völ. Sam- kvæmt samkomulaginu þá verður það höfuðverkefni framkvæmda- stjórans, Davíðs Scheving Thor- steinssonar næstu mánuðina að stjóma þeirri fjárhagslegu end- urskipulagningu sem ákveðin hefur verið, samningum við lánardrottna og erlenda samstarfsaðila og að afla nýs hlutaijár til rekstrarins að upp- hæð 80 til 100 milljónir króna. Nú þegar fregnir berast af því að fyrirtækið Smjörlíki hf. sem gjarnan gengur bara undir nafninu Sól, sé í slíkum þrenginum, að fjárhagsleg endurskipulagning, með hlutafjár- aukningu, samningum við lánar- drottna, sem feli í sér niðurfellingu skulda og/eða skuldbreytingu í víkj- andi lán, standi fyrir dyrum, velta menn vöngum yfír því hvað gerði það að verkum að svo er komið fyr- ir Smjörlíki hf. Hvaða ákvarðanir voru teknar, sem hefðu betur aldrei verið teknar? Hvaða breytingar áttu sér stað í rekstrarumhverfí fyrirtæk- isins sem gerðu það að verkum að reksturinn gekk ekki sem skyldi? Var einhver einn megin orsakavaldur þess að svo fór sem fór og hver þá? Fjárfesting upp 6-700 milljónir á núvirði Það var á árunum 1984-1985 sem ákvörðun var tekin um það af Smjör- líki hf. að hefja gosdrykkjafram- leiðslu, en á þessum tíma var fyrir- tækið rekið með geysilegum hagn- aði. Við það að hefja framleiðslu gosdrykkja þurfti að sjálfsögðu að ráðast í miklar fjárfestingar á vélum og tækjum, auk húsnæðis. Umbúða- verksmiðja, átöppunarverksmiðja goss/vatns og geysistórt lagerhús- næði voru byggð á sama tíma, og kostuðu á núvirði 6-700 miiljónir króna, eftir því sem næst verður komist. Þótt fyrirtækið hafi verið rekið með miklum hagnaði þegar ákvörðun um gosdrykkjaframleiðslu var tekin, er það engu að síður mat flestra í dag, að við þessar ijárfreku fjárfest- ingar, hefði verið skynsamlegt að bjóða út nýtt hlutafé, og afla þar með „þolinmóðs ijár“ til þess að standa undir fjárfestingunum, þar til þær væru farnar að borga sig og skila apknum arði. Þetta var aldrei gert, og hugsan- lega liggur upphaf ógæfunnar ein- mitt í þeirri afstöðu eigendanna, fárra fjölskyldna, að vilja ekki bjóða út hlutafé, þar sem þær munu hafa litið svo á að með hlutaijárútboði væri verið að rýra þeirra eignarhlut í fyrirtækinu. Á sama tíma og fyrir- tækið margfaldaðist að stærð og umsvifum, mátti aldrei bjóða út nýtt hlutafé, heldur voru fjárfestingar íjármagnaðar með hagnaði fyrirtæk- isins og lánsfé, sem hefur á undan- förnum árum orðið æ dýrara. Sólkóla vondur drykkur Markmiðið með gosdrykkjafram- leiðslunni var engu minna en það að fara út í samkeppni við risana sjálfa, Kóka kóla og Pepsí kóla. Sólkóla skyldi barnið heita, og ætlunin var sú, af háifu stjórnenda fyrirtækisins, að ná hér verulegri markaðshlutdeild með framleiðslunni, eða að minnsta kosti 10%. Skemmst er frá því að segja að Sólkóla reyndist vera algjört „fíaskó“ því drykkurinn var gjörsamlega mis- heppnaður; dósirnar láku, gosið hvarf úr drykknum, vökvinn fúlnaði og bragðið af framleiðslunni þótti hreinlega vont. Það má því segja að vopnið í höndum Smjörlíkis, til þess að stefna inn á markað erlendu gos- risanna, Kók og Pepsí, hafí reynst bitlaust með öllu, og átti eftir að kosta Smjörlíki gífurlegar fjárhæðir og vandræði. Geysilegur kostnaður við uppbyggingu Sólkólaframleiðsl- unnar gekk mjög nærri fyrirtækinu, því þrátt fyrir framleiðslu í tvö ár, seldist svo til ekkert af drykknum. Smjörlíkismenn voru sannfærðir um að fyrirtækið myndi ná miklum árangri á markaði þegar þéssi mis- heppnaða gosdrykkjaframleiðsla var hafín, því með sóda-stream fram- leiðslu sinni, taldist forráðamönnum fyrirtækisins til að þeir hefðu náð um 26% hlutdeild af drykkjarvöru- markaðnum. Eftir að ljóst’ varð að Sólkóla væri það fíaskó sem það reyndist vera, varð til ný framleiðslu- tegund, ískóia, sem hefur nú um 10% markaðshlutdeild, að sögn Davíðs. Davíð lýsir yfir mikilli ánægju með fskóla og segir að ef bragðefni þess drykkjar hefðu verið í upphaflegu framleiðslunni, og þeir tæknilegu örðugleikar sem á upphafsárum framleiðslunnar hrjáðu fyrirtækið ekki verið fyrir hendi, hefði aldrei farið sem fór. En þótt hlutdeildin sé þessi, þá er ekki endilega þar með sagt að um slíkt gróðafyrirtæki sé að ræða í ískólaframleiðslunni, þar sem fyr- irtækið hefur boðið drykkinn á lægra verði en Kók _og Pepsí selja sína drykki og þar af leiðandi líklega ekki hagnast svo mikið á framleiðslunni. Davíð er þó sannfærður um ágæti drykkjarins og að sala hans eigi bjarta framtíð fyrir sér. Nú hafi fyrir- tækið náð tökum á þeirri tækni, sem það átti í vandræðum með, fyrst eft- ir að verksmiðjan fór í gang. Heilt ár hafi tekið að uppræta Ieka í dósun- um óg ýmsir aðrir tæknilegir örðug- leikar hafí reynst fyrirtækinu fjötur um fót um langt skeið. Hroðaleg mistök „Vissulega voru það hroðaleg mi- stök, hvernig tókst til með Sólkóla, bæði hvað varðaði bragðið á drykkn- um og hönnunina á miðanum. Þá voru það tímamótamistök hjá mér að gera mér ekki grein fyrir því hversu langan tíma tæki að þjálfa starfsfólkið í framleiðslu á dósinni," segir Davíð „Sömuleiðis voru það skelfileg mistök að fá ekki inn í rekst- urinn nýtt hlutafé, sem hefði á þess- um tímapunkti verið leikur einn. Þá hefðum við ekki þurft að skuldsetja fyrirtækið með þeim hætti sem við gerðum, því á þessum tíma erum við að byggja umbúðaverksmiðjuna, gosdrykkjaverksmiðjuna og byggja upp lagerinn, þannig að fjárfestingin var gríðarleg, þar sem aílt þurfti að gerast á sama tíma.“ Sá fyrir þróun gosdrykkjaumbúða Þótt svo illa hafi tekist til um upphaf gosdrykkjaframleiðslu Smjörlíkis hf. hefur verið bent á að Davíð hafí verið mjög framsýnn að því er varðaði þróun gosdrykkja- umbúða. Hann hafi séð það fyrir að dósir myndu leysa glerflöskurnar af hólmi hér á landi sem annars staðar og því ákveðið að ráðast í byggingu dósaverksmiðju og framleiðslu plast- dósarinnar með álloki, sem þá var algjör nýjung á markaðinum. Jap- anska fyrirtækið Nissei kynnti þessa nýjung sem tæknilega byltingu á Interpack í Dússeldorf árið 1984, og er talið að við japanska fyrirtækið hafí verið að sakast, hversu illa tókst að hafa lokunina þétta á milli plast- dósar og álloks. Raunar er því einnig haldið fram, að þessi ákvörðun Davíðs hefði ugg- laust reynst fyrirtækinu farsæl, ef keppinautarnir hjá Pepsí hefðu ekki haft hugboð um áform hans. Þeir hafí því getað brugðist mun skjótar við þessari nýjung frá Smjörlíki hf. en ráð hafí verið fyrir gert. Ragnar Birgisson hjá Pepsi fór þegar þetta var til Kaupmannahafnar og keypti notaða dósaáfyllingarvél. Pepsí tókst því að ná frumkvæðinu frá Smjörlíki og koma Pepsí í dósum á markað, nokkrum vikum áður en dreifing hófst á hinu misheppnaða Sólkóla. Þegar Sólkóla hafði verið á mark- aði, án nokkurs söluárangurs í tvö ár, var farið að þrengja all verulega að fjárhag Smjörlíkis. Því var tekin ákvörðun um það árið 1987 að fara út í ákveðna fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækisins og afla nýs hlutafjár. Samið var við lánar- drottna um skuldbreytingu og safnað nýju hlutafé, að upphæð um 70 millj- ónir króna, á verðlagi ársins 1987.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.