Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 44
N • A • M • A • N Landsbanki íslands Banki allra landsmanna FORDANGSPÚSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 73 00 MORGUNBLADID. KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1556 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 18. JULI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Lifnar yfir hlutabréfa- viðskiptum HLUTABRÉF fyrir nærri 11 milljónir voru seld síðastliðinn föstudag og er það umtalsverð upphæð miðað við viðskipti að undanförnu. Bjarni Ármannsson hjá Kaupþingi segir aukinn áhuga á hlutabréfaviðskiptum mega rekja til þess að verð hluta- bréfa sé nú hagstætt og mönnum finnist sú tilhneiging vera að verðið fari upp á við. Bjarni Ármannsson sagði að á síðastliðnu ári hefði þróunin verið sú að verð hlutabréfa hefði farið upp á við síðari hluta ársins og segir hann að sú þróun hvetji menn væntanlega til aukinna hlutabréfa- kaupa nú. Gönguleið- ir lagðar um Hengil (í SUMAR er unnið að því að gera Hengilssvæðið aðgengilegt til útivistar. Gönguleiðir eru stik- aðar, sett upp leiðbeiningakort á sjö stöðum kringum Hengilinn, svo og vegvísar, og aðgengi verð- ur auðveldað á nokkrum stöðum með malarstígum. Ætlunin er að ijúka þessum sumargönguleiðum í haust. í vikunni var verið að undirbúa nýja Nesjavallaveginn undir varan- legt slitlag og opna þarmeð greið- ari leið austur. Ætlunin er að setja niður tvö sæluhús miðsvæðis fyrir göngufólkið, annað væntanlega á þessu hausti. Stikuðu sumargönguleiðirnar eru ’ alls um 125 km að lengd. Það er Hitaveita Reykjavíkur sem að þessu stendur í samræmi við svæðaskipu- lag í Ölfushreppi og Grafningi og samvinnu við fjölda annarra aðila. Er ætlunin að í framhaldi verði skipulagðar skíðagönguleiðir og reiðleiðir og stuttar fræðsluleiðir á þessu svæði. Skipulag gönguleið- anna nær yfir allt Hengilssvæðið, vestan frá Mosfellsheiði austur að Ulfljótsvatni og sunnan frá Hellis- heiði að Þingvallavatni í norðri. Sjá bls. 14-15: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu. Sólsetur í Súgandisey Morgunblaðið/Einar Falur SÚGANDISEY við Stykkishólm er orðin vinsæll ferðamannastaður og jafnt að degi sem kvöldi má sjá ferðamenn k.lífa upp að vitanum efst á eynni. Vitanum var upphaflega komið fyrir i Gróttu rétt fyrir aldamót en árið 1948 var hann fluttur í Súgandisey. Samningar hafa tekíst milli Smjörlíkis hf. og helstu lánardrottna Rekstrarfélag stofnað og 80-100 milljónir í hlutafé STJÓRN Smjörlíkis hf. samþykkti á fundi sínum á föstudag samkomulag við lánastofnanir þess efnis að Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Snyörlíkis, stjórni fjár- hagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, samningum við lánardrottna og öflun hlutafjár upp á 80 til 100 milljónir króna á næstu mánuðum. í þessari viku verður stofnað nýtt félag um rekstur Smjöriíkis, sem á að starfa tímabundið, á meðan fjárhagsleg endurskipulagning stendur yfir. Davíð Scheving Thorsteinsson sagði í samtali við Morgunblaðið að rekstrarfélagið yrði í eigu Smjör- -4* • • Olvun og ólæti unglinga við tívolíið Tugum lítra af landa hellt niður LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á og hellti niður tugum lítra af landa aðfara- nótt laugardagsins. Landann tók lögreglan af ölvuðum unglingum sem efndu til óláta við tívolíið á Miðbakkanum. Að sögn lögreglunnar var áber- andi mikið um að unglingarnir væru að drekka landa samfara þessum ólátum en vegna þeirra voru átta unglingar teknir úr umferð og færðir á lögreglustöð- ina. Nóttin var óvenju annasöm hjá lögreglunni og á tímabilinu frá kl. 20 um kvöldið til klukkan 8 á laugardagsmorguninn urðu 99 útköll. Af þessum útköllum var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í miðbænum og náðist árásarmað- urinn í, einni þeirra og fékk að gista fangageymslur um nóttina. Ekki munu hafa orðið alvarlegir áverkar í þessum árásum. líkis, og ekki væri ólíklegt að það hlyti nafnið Sól. Árni Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ew- os hf., verður samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins ráðinn fram- kvæmdastjóri rekstrarfélagsins. „Þetta samkomulag Smjörlíkis við lánastofnanir um það hvernig staðið verði að fjárhagslegri endur- skipulagningu fyrirtækisins er mjög ásættanlegt fyrir okkur,“ sagði Davíð að afloknum stjórnarfundi Smjörlíkis á föstudag. Davíð kvaðst eiga von á því að hið nýja félag um rekstur Smjörlík- is yrði stofnað nú í vikunni. „Ætli við köllum nýja félagið ekki Sól. Mér finnst það ekkert fráleit hug- mynd,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson. Skuldir verði um 650 milljónir Helstu lánardrottnar Smjörlíkis eru íslandsbanki, Iðnlánasjóður og Iðnþróunarsjóður. Fyrirtækið skuldaði um síðustu áramót 1033 milljónir króna, eða um 400 milljón- ir króna umfram eignir, að undan- skildum vörumerkjum og viðskipta- vild. Samkomulag lánastofnana og Smjörlíkis hf. gerir ráð fyrir því að eftir að fjárhagslegri endurskipu- lagningu og öflun nýs hlutafjár er lokið standist skuldir og eignir á, þannig að skuldir fyrirtækisins verði um 650 milljónir króna. Sjá fréttaskýringu bls. 10-11: Skin og skúrir i sögu Sólar Allt hvítt af timbri Þórshöfn. YST ÚTI á Langanesi var eitt sinn blómleg byggð, en nú er þar paradís bjargfuglanna og öll mannabyggð löngu farin í eyði. Á vorin lifnar yfir útnesinu og eggjatökumenn brjótast yfír ófærð- ina og búa sig undir bjargsig en gífurleg eggjataka er jafnan í Langanesbjörgunum. Ekki gengur það andskotalaust að komast á leiðarenda, því vegur- inn er ekki annað en stórgrýtis- slóði, sem tekur drjúgan toll af ökutækjum þeim, sem um hann fara. Það er ekki eingöngu grjótið sem er farartálmi út á Nes, heldur einn- ig rekaviðurinn. Frá eyðibýlinu Skoruvík og út á Font liggur vegurinn á fjörukamb- inum og þar er gífurlegt magn af timbri, sem skolaðist upp í stórbrimi í vetur. Bjargmenn, sem eru í Skála- björgum, eyddu löngum tíma í að draga timbrið af veginum til þess að komast leiðar sinnar. Ströndin Rekaviður GÍFURLEGU magni af timbri skolar á land við Langanes á ári hverju. er hvít af timbri, og langt upp á land nær timburbreiðan og liggur þar engum til gagns. - L.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.