Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 43 eftir Elínu Pálmadóttur ÖRÆFAFERÐ ÁLÁGLENDI Sumarið er komið! sagði hver um annan um miðja vikuna þegar tók að hlýna og sólin að senda geisla sína yfír yfírhafn- arlausan mannskapinn. Ekki hefði sumri verið fagnað svo ákaft í einhveiju síblíðulandi. Þá hefði líklega enginn tekið eftir góðviðrinu. Hvað þá glaðst yfír því. Svona eigum við gott á þessu rysjótta veðralandi. Sífellt að fá tilefni til að gleðj- _______________ Svo líklega er rétt að fyrsta opin- bera forfrömunin hafí verið í Húnaveri. Kvenfélagskonur í Bólstaðahlíðarhreppi hafa fengið sumarstelpuna til að fá sendan sjóliðabúnninginn og skóna til að steppa „Dóná svo blá“ á ár- legri skemmtun þeirra á 16. helgi sumars. Allt lét maður hafa sig út í. En á sum- arskemmtunum sungu kórar og ast. Við íslendingar lögum okkur líka að þessu loftslagi, eða ættum a.m.k. að hafa gert það. I rauninni er nútíma- fólk á þessari eyju mestu lukkunnar pamfílar hvað veður og kulda snertir. Litla hlýviðrisskeið- ið 1925-1967 vermdi í uppvextin- um stóran hluta þjóðarinnar. Og nú er komið fram i bor- kjömum úr Græn- landsjökli að við lifum á því eina tímaskeiði sem hægt hefði verið að byggja upp núverandi samfé- lög heimsins, hvað þá hér á nyrsta hjara. Sú stöðugatíð, sem nú hefur ríkt um aldir sé frekar undantekning en regla, er kom til á hlýskeiðinu eftir síðasta jökulskeið. Þangað til voru sí- felldar sveiflur á hitastigi frá tveimur gráðum ofar núverandi hitastigi og niður í ísaldarkulda, sem hefði gert ísland óbyggi- legt. Kannski verðum við ef þetta hefst aftur búin að ná þeirri tækni að geta haldið á okkur hitaveituhita, haft raf- orkubirtu og hýbýli til að er að kúra í jafnvel á ísöld með sam- skiptum milli íbúa heimsins um fjarskipti. Maðurinn hefur lagað sig að batnandi tíð, því ekki að versnandi tíð líka? En ósköp yrði það hráslagaleg tilvera. Risaeðl- umar höfðu líklega ekki sama tækifæri sem mannfólkið þegar þær liðu undir lok, eins og við höfum séð í frábærri þáttaröð í sjónvarpinu að undanförnu. Þeg- ar kólnaði og dimmdi fyrir sólu, líklega fyrir árekstur loftsteina, varð það þeim ofviða. Emm við íslendingar raunar ekki famir að laga okkar lífsstíl svolítið að köldum sumrum? Ein- hvern tíma endur fyrir löngu var í þessum pistlum vakin athygli á því hvernig íslendingar skipti alveg um lífsstíl þegar sumarið kemur eftir veturinn. Á vetrum færi fram öll menningarstarf- semi og afþreying, en að sumr- inu séu allir komnir upp í sveit og á fjöll svo ekkert þýði að bjóða upp á leikhús og tónleika. Þessu tóku erlendir gestir eftir. Nú eru listahátíðir, stundum tvær í einu, allt sumarið og hvers kyns tón- leikar. Að vísu var líka frambor- in afþreying og listflutningur um landið áður fyrr, þótt íburðar- lausari væri, þá oft undir heitinu héraðsmót eða samkoma í Fé- lagsheimilinu. Ekki kannski eins „fín“ skemmtiatriði sem nú. Þeg- ar Gáruhöfundur í fyrrasumar kom norður á bernskuslóðirnar í Blöndudal, fóru konur þar að rifja upp þegar hann hefði troðið upp og steppað í sjóliðabúningi fyrir samkomu sumarsins í Ból- staðahlíð, þar sem nú er Húna- ver. Að vísu er þessi forfrömun óljós í minningunni, þótt ég ætti 10-12 ára gömul steppskó með plötu og hefði steppað heima. einsöngvarar sveitarinnar og fengið var fólk að sunnan í hærra gæðaflokki en sumarstelpan á Bollastöðum. Með öllum fínu listahátíðunum, leiksýningunum um landið og tónleikunum nú er ánægjulegt að sjá að alls stað- ar er troðfullt og að fólk er ekki of blankt. Enda líka hægt að finna margt sem lítið kostar eða ekkert. Ber þar hæst hina frá- bæru, árlegu tónleika í Skál- holtskirkju sem nú eru að byija um helgar. Líka margt konar útiskemmtanir, samskokk og leiki. Eitt höfum við upp tekið sem hátíðaraðgerð að sumri - að grilla. Hefðin að grilla úti hefur orðið til í sumarheitu löndunum, þar sem ólíft er að elda mat inni og þá farið út á pall eða svalir þegar hitinn er orðinn óþolandi. Hér hefur þetta orðið að athöfn, fólki boðið í grill hvernig sem viðrar. Jafnvel á svona köldu, vindasömu sumri. Gestimir fara bara inn með diskinn sinn og skjótast í „peysufötunum" út til að fá á_ diskinn. Við íslendingar erum ekkert í vandræðum með kalt sumar. En hvað um erlendu ferðamenn- ina, sem við ætlum að lifa á í þrengingum? Hálendisleiðirnar sem þeir keyptu reynast ekki opnar. Snjór enn á hálendinu! Sumir segja undantekning í ár sem við megi búast. Hreint ekki, að meðaltali hafa fjallvegirnir þvert yfír hálendið ekki opnast sl. 10 ár fyrr en komið er vel fram í júlí. En við rekum áróður- inn við ferðamenn nær eingöngu á aðdráttarafli þessara fjalla- ferða, með þeim afleiðingum að ferðaskrifstofur hafa af þessu reynslu og ferðamannatíminn okkar er heldur að styttast og bindast við júlí og ágúst. Landið er þó alsett „öræfastöðum“ fyrir ferðafólk á láglendi. Ég nefni Látrabjarg, Borgarfjörð eystri og Mjóafjörð, jöklana á suðaust- urhorninu og í nánd við þéttbýl- ið Reykjanesfólkvang og Heng- ilssvæðið, þar sem aðgengilegur er nú Dyradalurinn (sjá mynd) með stíg upp í Dymar, þar sem ekkert truflar. Ef við ætlum að lengja ferðamannatímann til að nýta öll hótelin, sem byggð voru fyrir þetta fólk, verður þá ekki að breyta áherslum í sölu á ís- landsferðum? Skjaldbökumar frumsýndar í dag BÍÓHÖLLIN og Bíóborgin frumsýna í dag myndina Slqaldbökumar 3 eða „Tee- nage Mutant Ninja Turtles 3“. Myndin er framleidd af Raymond Chow og leik- sljóri er Stuart Gillard. I aðalhlutverkum eru Elias Koetes og Paige Turco. Enn á ný fáum við að njóta ævintýra skjaldbakanna fjögurra. Nú eru þær komnar aftur, já aftur í tímann... Skjaldbökurnar þurfa nú að ferðast aftur í tímann til Japan á 17. öld, og lenda þar heldur betur í stór- kostlegum ævintýrum og kröppum leik þar sem þær reyna að koma vini sínum April O’Neal til hjálpar. Skjaldbökurnar fjórar fara aftur í timann. Floridfi! sólarmegin Fyrsta flokks gisting í banda- rískum klassa, m.a. 2 sundlaugar (bamalaug) og veitingastaöur. Örstuttfrá Walt Disney World. 6 nætur. 37.800 kr. 13 nætur 42.450 kr. 20 nætur: 47.150 kr. á mann með öllum gjöldum m.v. 4 í herbergi (2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára). 2 fullorönir í herbergi: 6 nætur: 51.07 5 kr., 13 nætur: 60.420 kr., 20 nætur: 69.765 kr. Kynniö ykkur verö á öðrum gististööum s.s. Ramada Inn og Sheraton hótel- unum og íbúöa- hótelunum Tango Bay Suites og Enclave Suites. (Mandosólin að verða imnseld Brottför: 6 nætur 13 nætur 20 nætur 27. júlf Laus sæti Laus sæti Fá sæti laus 3. ágúst Laus sæti Fá sæti laus Fá sæti laus • 10. ágúst Fá sæti laus Fá sæti laus Uppselt .* | 17. ágúst Fá sæti laus Uppselt Örfá sæti laus. 24. ágúst Uppselt Orfá sæti laus Fá sæti laus 31. ágúst Laus sæti Fá sæti laus Fá sæti laus Enginn bókunarfyrirvari - en þaö borgar sig aö ganga strax frá pöntun Haíðu samband við söluskrifstoíur okkar, umboðsmenn um allt land, férðaskrif- stofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8-18). FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi (Dg£S«£

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.