Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
3
/
Iðandi mannlíf í blíðunni
* # p Morgunblaðið/Bjarni
Isinn goður
ÞÆR Jóhanna Gunnarsdóttir, Jósefína Pétursdóttir, Ósk Sigurrós Ásgeirsdóttir og Þóra Hreinsdóttir,
sem allar starfa í Landsbankanum, fengu sér ís og spókuðu sig í miðbænum í góðviðrinu í kaffitíman-
um. Þær segjast nota hvert tækifæri til þess að njóta sólarinnar þegar hún láti sjá sig.
IÐANDI mannlíf var í miðbæn-
um í veðurblíðunni í liðinni
viku. Á kaffihúsum höfðu borð
verið flutt út og þar sat fólk
og naut blíðunnar.
Von er á áframhaldandi blíð-
viðri yfir helgina. Á veðurstofunni
fengust þær upplýsingar að útlit
væri fyrir norðaustan átt með
bjartviðri á Suður-, Suð-Vestur-
og Vesturlandi og einnig á Vest-
fjörðum. Á Norður-og Austurlandi
á að vera að mestu skýjað en úr-
komulítið. Fyrir norðan og austan
er gert ráð fyrir 6-8 stiga hita,
en sunnan- og vestanlands getur
hitinn farið upp í 17 stig.
Sólarinnar notið
HJÓNIN Ólafur Þorvaldsson og Steinunn Guðleifsdóttir segjast
oft ganga niður í bæ þegar veðrið er gott og njóta sólarinnar og
fylgjast með mannlífinu.
Blómarósir í
bænum
BERGLJÓT Ragn-
arsdóttir, sem er
níu ára, lék sér á
Austurvelli með 10
mánaða gamalli
frænku sinni, Evu
Rut, og skemmtu
þær sér konung-
lega í sólskininu.
Lesið í sólinni
ÞAÐ getur verið gott að liggja í grasinu og lesa þegar sólin skín
hátt á lofti.
;, \ Q'.
m I.m i
j
Ætlar þú að sœkja um námslán
hjá LIN fyrir 1. ágúst?
Á Menntabraut, námsmannaþjónustu íslandsbanka, eiga námsmenn m.a. kost á lánum í
tengslum viö fyrirgreiöslu Lánasjóös íslenskra námsmanna. Lánafyrirgreiöslan er í formi stighœkkandi
mánaöarlegrar yfirdráttarheimildar. Fyrirkomulagiö tryggir lágmarkskostnaö námsmanna þar sem
þeir greiöa aöeins vexti af nýttri yfirdráttarheimild. í boöi á Menntabraut er meöal annars:
• Tékkareikningur meö 50.000 kr. yfirdráttarheimild
óháö fyrirgreiöslu vegna LÍN
• Vönduö Skipulagsbók
• Námsstyrkir
« Niöurfelling gjaldeyrisþóknunar fyrir námsmenn erlendis ’
viö millifcerslur eöa peningasendingar milli landa
Creiöslukort o.fl.
skipulagsbók
u r
‘ftJISYFInuj
ytXAN
MANABarat
s
' ™ '^’OÚ >1»
ea
^•.fíSBsa
.. |
ISLANDSBANKI
Námsmenn, kynniö ykkur fjölmarga kosti Menntabrautar. .
Komiö og rœöiö viö þjónustufulltrúa íslandsbanka um
fjármálin, þeir hafa sérhœft sig í málefnum námsfólks.
Menntabraut íslandsbanka
- frá menntun til framtíöar!
MENNTABRAUT
Námsmannaþ/ónusta íslandsbanka