Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 31 ATVINNUA UGL YSINGAR Hagfræðingur Heilsugæslustöðin Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarforstjóri óskast! Staða hjúkrunarforstjóra heilsugæslustöðvar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 31. júlí nk. Um er að ræða 80% stöðu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. september nk. Upplýsingar veita Kristín Árnadóttir, hjúkrun- arforstjóri, og Róbert Jörgensen, fram- kvæmdastjóri, í síma 93-81128. Heilsugæslustöð Eskifjarðar Læknar -lausar stöður Lausar eru tvær stöður heilsugæslulækna við Heilsugæslustöð Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar. Stöðurnar eru lausar frá 1. ágúst nk. í störfunum felst umsjón með hjúkrunarheim- ilinu Hulduhlíð á Eskifirði. Æskileg sérgrein heimilislækningar. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um læknismenntun og læknisstörf, sendist for- manni stjórnar, Jóni Guðmundssyni, Hafnar- götu 2, 730 Reyðarfirði, fyrir 1. ágúst nk. Sérstök eyðublöð varðandi umsóknir fást hjá landlækni. Nánari upplýsingar gefur rekstrarstjóri í síma 97-61252, eða formaður stjórnar, Jón, í síma 97-41300. Framkvæmdastjóri markaðssviðs Óskum að ráða framkvæmdastjóra mark- aðssviðs hjá einu af stærstu fyrirtækjum landsins. Starfssvið: ★ Stefnumótun, skipulagning og stjórnun markaðs og sölumála fyrirtækisins. ★ Gerð áætlana um markaðssetningu, sölu og auglýsingar. ★ Erlend innkaup, samningagerð við er- lenda birgja og mótun innkaupastefnu. ★ Kynningarstarfsemi innanlands og sam- skipti við auglýsingastofur. ★ Öflun nýrra viðskiptavina, efla tengsl við núverandi viðskiptavini með markvissri og virkri sölumennsku. ★ Þátttaka í stjórnun fyrirtækisins og mótun stefnu fyrirtækisins ásamt forstjóra og öðrum stjórnendum. Kröfur til umsækjenda: ★ Hafa mikla starfsreynslu og þekkingu á markaðs- og sölumálum. ★ Viðskiptafræðimenntun eða önnur sam- bærileg menntun. ★ Vera sjálfstæður í starfi, en eiga jafnframt gott með að vinna með öðrum. ★ Hafa forystuhæfileika og haldgóða reynslu af stjórnunarstörfum. ★ Hafa frumkvæði, framtakssemi og góða skipulagshæfileika. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningaþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Framkvæmdastjóri 168“ fyrir 1. ágúst nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir IÐSTOÐ FÓLKS í ATVINNULEIT Opib mánudaga til föstudaga frá kl. 12.00 til 15.00 ADAGSKRA vikuna 12. til 16. júlí: „ATVINNULAUS - EKKI GAGNSLAUS" Miðvikudaginn 21. júlí nk. kl. 13.00: Ragnheiður Sverrisdóttir djákni fjallar um gildi sérhvers manns út frá kristnu sjónarhorni og hlutverki kirkjunnar gagnvart atvinnulausum. Umræður og fyrirspurnir verða að fram- sög lokinni. MIÐSTÖÐ FÓLKS í ATVINNULEIT,LÆKJARGÖTU 14A SÍMI 628180/FAX 628299 Sjónvarp Hefur þú áhuga á sjónvarpi og sjónvarps- efni, bæði í íslensku sjónvarpi og frá erlend- um gervihnattastöðvum? Ertu vanur blaðamaður og góður stílisti, með gott myndauga? Við leitum að hæfileikaríkum manni eða konu til að ritstýra blaði á þessu sviði. Umsóknarfrestur er til og með 23. júlí nk. Ráðning verður eftir nánara samkomulagi. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar í fyllsta trúnaði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni, sem er opin alla virka daga frá kl. 9-15. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA LÖGÞl^Cr'j Guðný Harðardóttir Skipholti 50c, 2. hæð, 105 Reykjavík Sími 91-628488 Akureyrarbær Þroskaþjálfar - fóstrur Skóladagheimilin Hamarkot og Brekkukot á Akureyri óska eftir að ráða þroskaþjálfa og/eða fóstrur til starfa frá og með 15. ágúst nk. Um er að ræða fjölbreytt og áhugaverð störf fyrir hugmyndaríkt fólk. Hamarkot: Starfið felst í því að hafa yfirumsjón með 6-8 fötluðum skólabörnum utan skólatíma. Þarfir þessara barna eru mjög ólíkar en aðstoð við heimanám og félagsleg þjálfun er sameigin- legt verkefni fyrir þau öll. Brekkukot: Um er að ræða 50-100% starf, sem meðal annars felst í því að annast líkamlega fatlað barn. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja starfsreynslu og treysti sér í gott samstarf við foreldra og annað starfsfólk. Laun samkvæmt kjarasamningum STAK og Akureyrarbæjar eða Fóstrufélags íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið eru veittar á Dag- vistadeild Akureyrar í síma 96-24600 og hjá starfsmannastjóra í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 6. ágúst. Starfsmannastjóri. Fyrir hönd nýrra heildarsamtaka í iðnaði, sem ákveðið er að stofna í september nk. en taka formlega til starfa um nk. áramót, er hér með auglýst starf hagfræðings. Við leitum að manni sem gegna mun lykilhlut- verki í nýjum heildarsamtökum atvinnurek- enda í iðnaði og mun bera ábyrgð á upplýs- ingaöflun, úrvinnslu og tillögugerð við stefnu- mótun samtakanna. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa þekkingu á íslensku atvinnulífi. Umsóknir skal senda framkvæmdastjórum samtakanna, fyrir lok júlímánðaar, en reiknað er með að viðkomandi komi til starfa eigi síðar en 1. október nk. FÉLAG ÍSLENSKRA LANDSSAMBAND IÐNREKENDA IÐNAÐARMANNA Hallveigarstíg 1, Hallveigarstíg 1, Reykjavík, Reykjavík, sími 91-27577. sími 91-621590. Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði Hjúkrunarfræðingar Lausar eru tvær stöður hjúkrunarfræðinga frá 1. september nk. Á Heilsustofnuninni fer nú fram uppbygging á faglegri starfsemi. Áhersla er lögð á heil- brigði, sjálfsumsjá einstaklingsins og fræðslu er stuðlar að heilbrigðum lífsstíl. Rými er fyrir 160 dvalargesti í senn og eru þeir á aldrinum frá sextán ára til níutíu ára. Möguleiki er á íbúðarhúsnæði á staðnum í hlýlegu umhverfi. Upplýsingar um stöðurnar gefur Gunnhildur Valdimarsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í símum 98-30322 og 98-30300. BORGARSPÍTALINN Deildarstjórar í hjúkrun Vegna skipulagsbreytinga eru tvær stöður deildarstjóra á skurðlækningadeildum Borg- arspítalans lausar til umsóknar. Um er að ræða stöðu deildarstjóra a almennri skurð- lækningadeild og stöðu deildarstjóra á bækl- unarlækningadeild. Deildarstjóri skal hafa víðtæka starfsreynslu og þekkingu í hjúkrun og reynslu í stjórnun. Starfssvið deildarstjóra: ★ Almenn stjórnun; starfsmannahald og áætlanagerð. ★ Hjúkrunarstjórnun; verkefnastjórnun, eft- irlit með skipulagningu, framkvæmd og skráningu hjúkrunar, gæðaeftirlit og um- sjón með þróunarvinnu. Stöðurnar veitast frá 1. október 1993. Frekari upplýsingar veitir Margrét Tómas- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, (sími 696364). Umsóknir berist til hjúkrunarforstjóra Borg- arspítalans, Sigríðar Snæbjörnsdóttur fyrir 18. ágúst 1993. Uppeldisfulltrúi óskast á meðferðarheimili fyrir börn, Kleifar- vegi 15 í 100% starf frá og með 1. septem- ber nk. Uppeldismenntun og reynsla æskileg. Spennandi og krefjandi starf. Upplýsíngar veitir deildarstjóri í síma 812615.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.