Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 Sagan um Bruce Lee Kvikmyndir Amaldur Indriðason Drekinn („Dragon: The Bruce Lee Story“). Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri: Rob Cohen. Framleið- andi: Raffaella De Laurentiis. Aðalhlutverk:-Jason Scott Lee, Lauren Holly, Robert Wagner, Michael Leamed. Það kemur fram í ævisögulegu myndinni Drekanum, sem fjallar um líf og feril kvikmyndastjörnunnar Bruce Lee er lést aðeins 32 ára gamall, að ill álög hafí fylgt honum alla tíð og fjölskyldu hans aftur í ættir. I myndinni birtast þau sem fom og ósigrandi stríðsmaður og þegar maður hugsar til örlaga sonar Bruce, leikarans Brandons Lee, sem lést af voðaskoti um það leyti sem þessi mynd var frumsýnd vestra, er erfitt að komast hjá því að reikna með illum öndum í sögu feðganna. Drekinn er ágæt mynd eins iangt og hún nær. Það er ákveðin ein- lægni og hæfíl^gur skammtur af einfeldni í frásö^ninni sem oft virkar eins og enn ein karatemyndin því slagsmálaatriðin, uppsett af leik- stjóranum Rob Cohen í stíl venju- legra karatemynda, bijóta hana upp með reglulegu millibili. Bruce flýr frá Hong Kong eftir slagsmál, kem- ur undir sig fótunum í San Frans- isco eftir að vera rekinn fyrir slags- mál, verður sjálfstæður kennari eft- ir slagsmál og kemst að sem Kato í þekktum sjónvarpsmyndaflokki eftir slagsmál. í millitíðinni kynnist hann banda- rískri stúlku og kvænist. En hann á ekki eftir að njóta frægðar í Holly- wood. Hugmynd hans um vestra- þætti er stolið því menn eru ekki tilbúnir til að láta Austurlandabúa fá aðalhlutverk í sjónvarpi (David Carradine er ráðinn) en þegar hann kemur til Hong Kong að vera við útför föður síns hefur hróður hans sem Kato borist þangað og kvik- myndaframieiðendur fá hann til að leika í ódýrum karatemyndum þar, sem við sáum svo seinna í Hafnar- bíói ef ég man rétt. Heimsfrægðin kom með „Enter the Dragon“ en Bruce Lee entist ekki aldur til að njóta hennar. Frásögnin er býsna hröð og þeir sem þekkja „Enter the Dragon" vel kannast við mörg atriðin úr slags- málunum. Jason Scott Lee (skyld- leikinn er enginn) fer ágætlega með hlutverk nafna síns Bruce og hefur allar hreyfíngar hans og takta á hreinu en um leið og myndin segir söguna um stjörnuna dáðu reynir hún að bregðast ekki aðdáendum hans, sem komnir eru til að sjá góð slagsmálaatriði. Drekinn er saga um mann sem vissi hvað hann viidi og náði að lokum markmiðum sínum. Hún er sveipuð þeim ljóma sem umlykur þá sem guðimir elska og dauði Brandons gefur hinni ógnar- legu lýsingu á ættarfylgjunni aukna vikt og alvarleika svo maður verður að spyija sig að lokinni sýningu hvort það geti verið að ill öfl hafi verið að verki. Stökkbreyttur Kurosawa Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Skjaldbökurnar („Teenage Mutant Ninja Turtles“). Sýnd í Bíóhöllinni og Bíóborginni. Leiksljóri: Stuart Gillard. Aðalhlutverk: Elias Koteas, Page Turco, Stuart Wilson, Sab Shimono. Þriðja barnamyndin um stökk- breyttu ninja skjaldbökurnar, sem byijað er að sýna í Sambíó- unum, segir af tímaferðalagi ninjavinanna fjögurra til Japans á lénstímanum. Þar geisar stríð eitt ferlegt og ósjálfrátt tekur maður að hugsa til Kurosawa- myndanna líkt og þær hafi stökk- beyst í þetta undarlega fram- haldsmyndagums. Hugmyndin um skjaldbökurn- ar var aldrei nema einnar mynd- ar virði en vinsældirnar urðu svo óskaplegar að þegar var ráðist í gerð númer tvo og svo þijú og sjálfsagt eiga fleiri eftir að koma í kjölfarið. Sú gamansemi sem fylgdi skjaldbökunum fjórum er orðin ansi útþynnt í þriðju mynd- inni. Sömu taktarnir eru látnir ganga sér til húðar án þess að gerð sé tilraun til að brydda uppá einhveiju nýju nema hvað reynt er að hafa umhverfið framandi. Og þó ekki því allir Japanir tala engilsaxneskuna reiprennandi. Það er ekki auðvelt að botna í söguþræðinum enda lögð minni áhersla á hann en einstaka slags- málaatriði. Lénsherra á í stríði sem sonur hans er mótfallinn en sá hverfur inn í! nútímann um leið og skjaldbökurnar halda til gamla Japans. Þar er líka vopna- sölumaður (þeir eru ansi grimm kvikindi orðin í bíómyndum) og fátækir bændur sem virðast í uppreisn gegn lénsherranum. Skjaldbökurnar taka brátt völdin og færa hlutina til betri vegar. Helsti gallinn er sá að þótt allir tali ensku fengust engar pítsur í Japan til forna. Sá eini sem sýnir einhver leik- ræn tilþrif (reyndar mjög yfir- drifin) er breski leikarinn Stuart Wilson sem leikur vopnasölu- manninn en var áður illmennið í „Lethal Weapon 3“ og þar áður illmennið í Nonna_ og Manna, sjónvarpsþáttum Ágústs Guð- mundssonar. En það er sama hversu illileg illmennin eru í skjaldbökumyndunum (og hasar- myndum yfirleitt). Þau verða allt- af að lúta í gras á endanum. Það gera skjaldbökumyndirnar einnig um síðir. 2027 í c-dúr Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: I hefndarhug - Nemesis Leikstjóri Albert Pyun. Aðal- leikendur Olivier Gruner, Tim Thomerson, Brion James. Bandarísk. 1993. Efnisþráður í hefndarhug er svo rýr í roðinu og ámáttlegur að það stendur ekki steinn yfir steini í huga manns annað en andlegur sljóleiki og hlustaverk- ur eftir að hafa setið undir þriðja flokks brellum, leik og mynd með linnulausu vélbyssugelti og sprengingum í hálfan annan tíma. En handritshöfundur vill meina að myndin gerist árið 2027, reyndar bendir fátt til þess frá hendi hönnunardeildarinnar því myndin gerist að mestu leyti á lítt framtíðarlegum ruslahaug- um og hálfhrundum húskum- böldum, sem hæfá svosem anda- gift kvikmyndasmiðanna. Þó rámar mig í að söguhetjan (Gruner), sem er mennskur lög- reglumaður að upplagi, en orðið hálfgert vélmenni eftir tugi við- gerða, hafi verið í hálfgerðu einkastríði við róbota sem taka vildu yfir Móður Jörð. En allt púðrið fer í einlitar brellurnar, sem vissulega hefðu vakið athygli fyrir aldarfjórð- ungi. En eftir myndir á borð við Tortímandann, Robocop (I), er hún ekkert annað og meira en þriðja flokks eftiröpun. Og ekki nóg með það heldur er Gruner, „stjarna11 þessa framtíðarvestra, auglýstur sem hinn nýi Van Damme, semsagt stæling á stæl- • ingu af Schwartzenegger. Og ekki annað að sjá en leikhópurinn hafi verið valinn á næsta dans- stúdíói. Útkoman eftir því. Þarna eru tveir B-myndaleikarar, þeir Thomerson og James (sem reyndar gerði það gott í Leik- manninum, sinni nánast einu, umtalsverðu kvikmyndarullu). Jafnvel þeim er vorkunn að þurfa að taka slíkum hlutverkum. Pyun leikstjóri á að baki fjölda afleitra hasarmynda og bætir hér einni við í sarpinn. Það eru miklar breytingar í aðsigi í Laugarásbíói, verið að setja upp THX-hljóðkerfi, eins verður hresst uppá útlitið og myndavalið. Það er nánast sama hvað verður gert, allt hlýtur að verða til bóta. Og A-salurinn er alltaf jafn notalegur, eins hafa þeir minni lukkast nokkuð vel. auglýsingar FERÐAFÉLAC # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Fjölbreyttar sumarleyf- isferðir Ferðafélagsins Næstu ferðir: 1. 30/7-4/8: Flateyjardalur- Fjörður-Látraströnd. Bakpoka- ferð að hluta. Tjaldgisting. 2. Flateyjardalur-f Fjörðum. Tjaldgisting. 3. 31/7-6/8: Þjórsárver-Kerl- ingarfjöll. Bakpokaferð. 4. 4-11/8: Lónsöræfi (Dvöl í Múlaskála). Gönguferðir. 5. 5-11/8: Snæfell-Lónsöræfi. Bakpokaferð. 6. 8-17/8: Hornstrandir: Hlöðuvfk-Hesteyri. Ferðina má stytta. 7. 8-17/8: Bakpokaferð. Horn- vík-Fljótavík-Hesteyri. 8. 12-15/8: Núpsstaðar- skógar-Lómagnúpar. Tjaldferð. 9. 18-22/8: Litla hálendisferð- in. Leppistungur-Hveravellir- Ingólfsskáli-Vonarskarð-Nýi- dalur. 10. Grænlandsferð 16.-23/8 Spennandi ferð eingöngu fyrir félaga í Ferðafélaginu. Ferð um Suður-Grænland sem margir hafa beðið eftir. Pantið strax því piáass er takmarkað. Einnig er í boði 10 daga fjallaferð um Jötunheima í Noregi 21.-30. ágúst. 5 og 6 gönguferðir mllli Land- mannalauga og Þórsmerkur í júli og ágúst. Uppselt er i marg- ar ferðanna. Minnum einnig á ferðir i ágúst um gönguleiðina milli Hvítárness og Hveravalla. Ódýra sumardvölin í Þórsmörk er alltaf vinsæl. Ferðir á föstu- dagskvöldum, sunnudags- og miðvikudagsmorgnum. Kynnið ykkur ferðirnar um verslunarmannahelgina: Land- mannalaugar-Eldgjá; Þórs- mörk; Yfir Fimmvörðuháls; Lakagígar-Siðumannaafréttur (á slóðum Þorvaldar Thorodd- sen); Núpsstaðarskógar. Leitiö upplýsinga á skrifstofunni, Mörkinni 6, s. 682533. Ferðafélag íslands. UTIVIST Hallveigarstíg 1 • sími 614330 Dagsferðir sunnud. 18/7 Kl. 8.00 Básar við Þórsmörk. Kl. 10.30 Síldarmannagötur. Kvöldferð fimmtud. 22/7 Kl. 20.00 Mosfell. Dagsferðir sunnud. 25/7 Kl. 8.00. Básar við Þórsmörk. Kl. 8.00Ok. 7. áfangifjallasyrpu. Brottför í ferðirnar frá BSÍ, bens- ínsölu. Miðar við rútu. Frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd m. fullorðnum. Helgarferðir um næstu helgi 23. -25. júlí Básar við Þórsmörk. Gist í skála eða tjaldi. Skipulagð- ar gönguferðir. Fararstjóri Björn Finnsson. 24. -25. júlí Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum á laugardag upp í Fimmvörðuskála og gist þar. Næsta dag gengið niður í Bása. Fararstjóri Hörður Har- aldsson. Nánari uppl. og miða- sala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn Samkoma í kvöld kl. 20.00. tt4 l JTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Sumarleyfisferðir 22.-25. júlj Snæfellsnes - fjall- garður. Óvenjuleg gönguferð eftir endilöngum Snæfellsnes- fjallgarði. Gengið með allan við- legubúnað. Fararstjóri: Óli Þór Hilmarsson. Undirbúningsfund- ur mánud. 19. júlí kl. 20.00 26. - 30. júlf Landmannalaugar - Básar. Fullbókað og er í ferð- ina biðlisti. Undirbúningsfundur mánud. 19. júlí kl. 18.00. Farar- stjóri: Hörður Haraldsson. 29. júli - 5. ágúst Hornvík. Bækistöð í tjöldum í Hornvik og farið þaðan í dagsferðir m.a. út á Hornbjarg, í Látravik og Reka- vík. Fararstjóri: Helga Jörgensen. 29. júlí - 5. ágúst. Hornvík - Jökulfirðir - Snæfellsströnd. Bakpokaferð þar sem gengið er frá Hornvík um Rangalaskarð og yfir í Lónafjörð, síðan um Hrafns- fjörð og Leirufjörð til Grunnavík- ur og að Bæjum á Snæfells- strönd, Gist í tjöldum. Farar- stjóri: Gísli Hjartarson. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Majórarnir Anne Gurine og Daníel Óskarsson stjórna og tala. Verið velkomin! Ungt fólik Iföyj meðíiutverk tfM YWAM - ísland Biblíulestur i Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Þorsteinn Kristiansen fjallar um efnið „Að viðhaldast og vaxa í trúnni". Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Dagsferðir sunnudag 18 júlí Kl. 10.30 Vatnshlíðarhoui - Kistufell - Grindarskörð. Ekin Krýsuvíkurleið. Gengið frá Vatnshlíðarhorni og komiö niður Grindarskörð. Verð kr. 1.100. Kl. 13.00 Heiðmörk - Rjúpna- dyngjur. Gengið um Rjúpna- dyngjur, forvitnilegt svæði. Verð kr. 1.000. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Brottför frá Umferðarmiðstöö- inni, austanmegin, (komið við i Mörkinni 6). Dagsferðir miðvikudaginn 21. júlí: 1) Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð. Verð kr. 2.500. 2) Kl. 20.00 Seljadalur-Nessel. Ferðafélag Islands. Hvítasunnukirkjan - Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavfk. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður: Einar J. Gíslason. Síðasta raðsamkoman í vakning- arherferðinni verður í kvöld kl. 20.00. Við höldum áfram að lyfta upp nafni Jesú Krists með lifandi tónlist og vitnisburðum. Ræðu- maður: Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Árbæjarsafn og Borgar- skipulag Reykjavíkur Ganga um Öskjuhlíð í kvöld kl. 20. Lagt verður af stað frá Perl- unni. Kynntar verða náttúru- og söguminjar. Ojrð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í dag kl. 11. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. fnmhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barna- gæsla. Ræðumaður Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp. VEGURINN Kristið samfétag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Lofgjörð, predikun orðs- ins og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. Fimmtudaginn 22. júlí nk. verður lækningasamkoma kl. 20.00. Kennt verður um bænir og guðlega lækningu. „Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.