Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 37
37 Silungsveiði er víða með ágætu móti, en hún er þó dyntótt eins og laxveiðin. I óbyggðum eru mörg fengsæl vötn sem harðjaxl- ar margir sækja til og þar hefur veiðst talsvert í sumar. Þórisvatnið gjöfult... Ingólfur Kolbeinsson verslunar- stjóri í Vesturröst sagði í vikulokin að mikil og góð veiði hefði verið í Þórisvatni í sumar, menn væru að fá 10 til 50 fiska á dag og flestir fengju meiri eða minna afla. „Menn ____________________\___________ eru ýmist með spún, síld eða makr- íl, allt virðist ganga. Þetta er 1,5 til 3 punda fiskur að langmestu leyti, algengastir eru feitir 2 punda urriðar," sagði Ingólfur. Veðurfar og færð hafa ekki ver- ið veiðimönnum innanhandar í Kvíslaveitum, en þar er önnur urr- iðaveiðiparadísin. „Þetta hefur þó verið að lagast og horfur því góð- ar, en þarna er einnig mikill og góður fiskur,“ sagði Ingólfur. Hann sagði ennfremur, að veiði hefði verið fremur dauf í Veiðivötnum Júlíus Jónsson og Gunnar Þorláksson með fallega morgunveiði úr Leirvogsá fyrir skömmu, 7 laxa, 5 og 6 punda. að undanförnu. Þó hafa komið skot og þá veiðst vel á köflum. Veiðst hafa allt að 9 punda urriðar, eink- um í Hraunsvötnum, en heita má árvisst að svo stórir silungar veið- ist þar. Ekki er búið að opna Arnar- vatnsheiði alla, þ.e.a.s. inn að Arn- arvatni stóra frá Kalmannstungu, en Ingólfur sagðist hafa haft af því spurnir að opið væri í þekkt vötn neðar á heiðinni, s.s. Úlfsvatn og Arnarvatn litla. „Menn hafa verið að fá hörkuveiði þar að und- anfórnu og fiskur mjög vænn í bland,“ sagði Ingólfur. Hér og þar... Ef við höldum aftur á laxveiðimið- in, þá hafa veiðst um 80 laxar á Brennunni í Borgarfirði, þar sem Þverá sameinast Hvítá. Er það mjög góð útkoma á því svæði og herma fregnir að veiðin hafi verið jöfn síðustu vikur, en það er ekki vaninn í Brennunni. Þar skiptast oftar á dauðir tímar og svo skot. Veiði í Leirvogsá hefur verið þokkaleg, á áttunda tug laxa eru komnir á land, allt að 13 punda, en flestir laxanna eru þó 3 til 5 pund eins og venja er til. Stöðugt kemur nýr fiskur í ána, en til þessa hafa ekki verið stórgöngur. Visa ísland Erlendar út- tektir reiknað- ar á sérstöku miiligengi STJÓRN Visa íslands samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að nota sérstakt milligengi á allar eldri erlendar færslur við næstu útskriftir reikninga 20-21. júlí nk. Þetta gengi verður reiknað út með hliðsjón af fjölda færslna sem komu fram fyrir gengisfell- ingu og að hve miklu leyti við- skiptin erlendis höfðu verið gerð upp. Frá upphafi viðskipta hjá Visa íslandi hefur sú regla gilt að fjár- hæð erlendra viðskipta er breytt í íslenskar krónur á gengi út- skriftardags þ.e. þegar reiknings- yfirlit eru skrifuð út sem oftast er kringum 20. hvers mánaðar. Visa Island fjármagnar þessi viðskipti með eigin fé og/eða með innlend- um eða erlendum lántökum. Kort- hafar leggja því ekki út fjármuni fyrir viðskiptum sínum fyrr en eft- ir á þ.e. þegar þeir greiða reikn- inga sína um hver máhaðamót. Við síðustu útskriftir reikninga hjá Visa íslandi þann 21. júní var mið- að gengið 65,73 krónur gagnvart dollar enda þótt reikningarnir væru ekki á gjalddaga fyrr en eftir geng- isfellinguna, þann 28. júní. Þá hækkaði gengi dollars í 71,45 krónur. Nú hefur komið í ljós að fjár- hæðir óframkominna færslna frá því fyrir gengisfellingu eru marg- falt hærri en áætlað hafði verið, að því er segir í frétt frá Visa. Fjöldi korthafa sem eiga hlut að máli eru 7.234 og hafa þeir greitt með kortum sínum í 71 landi. Þessi viðskipti hafa að % hlutum verið fjármögnuð/greidd af Visa íslandi eftir gengisfelling- una og miðast útreikningar á milli- gengi við þetta hlutfall. FJAÐRAGORMAR í ÝMSA BÍLA STREETBALL T HLJOMSVEITAKEPPNt Frábærir vinningar Jk. -sktining i st'ma 97-11353 FALLHLIFARSTOKK VALASKJÁUF leikur laugardags- og sunnudagskvöld Athugid! Aðgangur að Eiðum gildir líka að Valaskjálf. kr. 6000. SÆTAFERÐIR FRA Akureyri • Húsavík • Hornafirði • Reykjavík STÖÐUGAR FERÐIR mtlli Etða og Egilsstaða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.