Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 14
Hengilssvæðið séð frá Þingvallavatni. Jörðin Nesjar til hægri, Nesjavellir með virkjuninni á miðri mynd. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson eftir Elínu Pálmadóttur Á Hengilssvæðinu hafa gönguleiðir ver- ið stikaðar, sett upp leiðbeiningakort og vegvísar, aðgengi auðveldað að nokkr- um stöðum með göngustígum, og sett verða niður tvö sælu- hús í öryggisskyni. Er verið að gera allt Hengilssvæðið að- gengilegt til útivistar. Kristinn Jóhannsson vinnur í sumar við að setja niður stikur á gönguleiðum. Hér er hann staddur við vegvís- inn á Kattartjarnarhrygg á leið í Úlfljótsvatn. En veg- vísar eru þar sem leiðir skerast og gefín upp vega- lengd milli þeirra. UM ÞESSAR mundir er að opnast gríðarstórt og fagurt útivistarsvæði á Hengilssvæðinu í nánd við mesta þéttbýli landsins eða öllu heldur verið að búa svo í haginn að það nýtist öllu áhugafólki um útivist. Það er Hitaveita Reykjavíkur sem að þessu stendur í góðri samvinnu við ráðgjafa um svæðis- skipulag í Grafningshreppi og Olfushreppi. Skipulag gönguleiða nær yfir allt Hengilssvæðið vestan frá Mosfellsheiði austur að Ulfljótsvatni og að sunn- an frá Hellisheiði að Þingvallavatni í norðri. Verið er að skipuleggja göngu- leiðir, stika þær eða leggja malborna göngustíga á nokkrum stöðum. Við ^ upphafsstaði er komið upp ýtarlegum kortum um Ieiðirnar, auk vegvísa þar sem leiðir skerast og stigar settir yfir girðingar. í landi Ölfusvatns er kom- ið tjaldsvæði og fyrir þá sem þeim megin leggja upp er aðgengi að batna, því f nú er verið að setja bundið slitlag á nýja Nesjavallaveginn. Við hann er kom- inn útsýnispallur með góðum stígum. En allt eins má leggja upp Hveragerðis- megin, Kolviðarhólsmegin eða frá öðrum stöðum og þar eru líka upphafskort. I Gísli Gíslason jarðfræðingur og lands- lagsarkitekt hefur unnið leiðavalið og útfærslu á skipulaginu, en Egg- ert Lárusson, sem hefur verkstjórn með vinnuflokkum unglinga, er keppast við að græða upp svæðin á jörðum Hitaveitu Reykavíkur, stjórnar þessu gönguleiðaverkefni. En upphafsmaðurinn að öllum þess- umuppgræðslu- og gönguleiðaverk- efnum var Þórður heitinn Þorbjarn- arson, borgarverkfræðingur. í sam- tali við fréttamann Morgunblaðsins sagði Eggert að þetta væri aðeins angi af miklu stærra máli. Það væri nú eins og hálfbyggt hús og margra ára vinna fyrir höndum. Nú væri verið að vinna að sumar- gönguleiðum, alls um 125 km að lengd. í kjölfarið mundu væntan- lega koma skíðagönguleiðir og reið- leiðir, sem ekki fara alltaf vel sam- an við aðrar gönguleiðir, en mikill áhugi er í Grafningi og Olfushreppi á að skipuleggja reiðleiðirnar. Einn- ig að þarna sé á ferð víðtækt sam- starf við Skógræktarfélag Reykja- víkur, Landgræðsluna og ekki síst Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði, sem býr yfir mikilli gagnlegri sérþekkingu, og raunar fjölmarga aðra aðila, landeigendur og skipu- lagsaðila í Reykjavík. Er ætlunin að ljúka að mestu merkingum sum- argönguleiða um Hengilinn sumarið 1994. Hengilssvæðið er alveg einstakt, þar er flest að finna sem prýðir ís- lenska náttúru. Þar er kjörið útivist- arsvæði allan ársins hring, er býður upp á flest það sem sóst er eftir. Aðkomuleiðir eru góðar og svæðið vel í sveit sett, steinsnar frá þéttbýl- asta svæði landsins. Ýmiskonar | starfsemi tengd útivist og ferðamál- um hefur verið að byggjast upp þarna umhverfis á undanförnum árum. Ferðatengd starfsemi er í Hveragerði og bærinn hefur fullan hug á að gera út á útivist á Hengils- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.