Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JUU 1993 + MORGUNBLAÖIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. • * Okukennsla og ábyrgð í umferðinni 1~lram kom í Morgunblaðinu á fímmtudag að um helmingur peirra, sem þreyttu skriflegt ökupróf fyrstu vikuna eftir að pró'fkröfur voru hertar, hefði fallið. Fallið á skriflega prófinu hefur nú minnkað og er að jafnaði um 20%, en var 10-12% áður. í samtali Morgunblaðsins við Ingólf Á. Jóhannesson, forstöðumann öku- námsdeildar hjá Umferðarráði, kom fram að kröfur á akstursprófum yrðu hertar á næstunni, en nú er nær undan- tekning að menn falli á akstursprófí. Þetta eru ánægjulegar fréttir. Þótt auðvitað sé ekkert ánægjuefni að menn falli á prófum, var kominn tími til að herða kröfur á ökuprófi. Unglingamir, sem leggja stund á ökunám, virðast stundum vera í keppni um það hver tekur fæsta ökutíma og sumir virðast sleppa ódýrt frá akstursprófmu. Tölur lögreglu og Umferðarráðs um slys af völdum ungra ökumanna benda til þess að reynslu- og þekkingarleysi hái þeim í umferðinni. Á síðasta ári skráði lögregla 103 umferðarslys af völdum sautján og átján ára öku- manna. Það eru miklu fleiri slys en aðrir aldurshópar valda. í 37% tilfella var orsök slyssins reynsluleysi öku- manns; fálmkennd viðbrögð eða við- vaningslegt aksturslag. Of hraður akstur var orsök 23% slysanna. Á síðasta ári ollu sautján ára öku- menn 74 slysum, þar sem fólk meidd- ist eða slasaðist. Alls slösuðust 123 í þessum slysum, þar af 12 alvarlega. Athyglisvert er að skoða aldurssam- setningu hinna slösuðu; 105 af 123 eru á aldrinum 15-20 ára, flestir far- þegar hjá ökumönnum, sem ollu slys- um. Þessi slys á ungu fólki eru of hátt verð fyrir „reynsluakstur" á göt- um og þjóðvegum. Reynslan sýnir því ljósiega fram á nauðsyn þess að bæta ökukennsluna. Hertar kröfur á prófum þjóna hins vegar aðeins þeim tilgangi að hleypa ekki út í umferðina fólki, sem ræður ekki við það vandasama verkefni að stjóma bifreið. Til þess að gera sem flesta að góðum ökumönnum verður að vanda undirbúning prófsins betur. Síðastliðið vor varð að lögum frumvarp Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- herra um breytingar á umferðarlögum, en samkvæmt því eiga unglingar í ökunámi þess kost að öðlast mun meiri reynslu en nú er, áður en þeir þreyta bílpróf. Ungmennum verður leyft að hefja ökunám fyrr en nú er, eða sex mánuðum fyrir sautján ára afmælið í stað þriggja. Eftir kennslu hjá öku- kennara, sem samsvarar þeirri, sem nú er látin í té, eiga ökunemar síðan rétt á að fá skipaðan sérstakan leið- beinanda, til dæmis foreldri eða eldra systkini, sem leiðbeinir þeim við reynsluakstur. Að þessu reynslutíma- bili loknu gefst þeim síðan kostur á að þreyta bílprófið. Þessi tilhögun mun, ef rétt er á haldið, verða til þess að mun færri koma út í umferðina hér um bil reynslulausir í akstri. Vonandi stuðlar það að fækkun slysa. Enn hefur hins vegar ekki verið bætt úr tilfinnanlegum skorti á æfinga- svæði fyrir ökunema. Gerð slíks svæð- is hefur verið ti! umræðu um árabil en ekkert orðið úr framkvæmdum. Spyija má hvort ökuskólar, í samvinnu við Umferðarráð og dómsmálayfirvöid, ættu ekki að gera gangskör að því að hrinda þeim áformum í framkvæmd. Því fylgir mikil ábyrgð að aka bif- reið. Ökumaðurinn ber ábyrgð á eign- um, lífi og limum sjálfs sín, farþega sinna og annarra vegfarenda. Því mið- ur virðist stundum skorta á ábyrgðar- tilfínningu ungra ökumanna, sérstak- lega hvað varðar ökuhraða. Það er ekki nóg að verð^ndi ökumenn njóti betri kennslu en verið hefur, þeir verða einnig að temja sér ábyrgð og virðingu fyrir samferðamönnunum í umferðinni. 15 i.ÞAÐ ER I mikilvægri sköpun sem allir hlutir verða nýir. Við rekumst hvarvetna á þetta í hefðbundum íslenzk- um skáldskap og þurf- um ekki annað en svipast um í lítt kunnu kvæði eftir Jóhann Siguijóns- son, Tárinu. í niðurlagi þess bregður skáldið upp mynd sem gerir harla hefðbundið og raunar klassískt og lúið tungutak að nýjum marktækum skáldskap: Svara þú, fiðrildi, og til flugs þér lyftu: kem ég ei að utan úr köldu regni, en áðan hvíldist ég á ungu blómi í hönd þess, er þú heitast unnir. Slíkt nýmæli, svo flott sem það er, getur ekki verið á færi neins nema þess sem er í raun einn af hinum fáu. Það er ekki aðalatriðið hvaða tæki eru notuð við smíðina heldur, hvemig þau eru notuð. Og þá einnig hvort smiðurinn hefur fengið í vöggugjöf einhvem af þeim eiginleikum sem forfeður okkar kenndu við dverga og listrænt hand- bragð þeirra. Líkt og leiftrið bjarta loftið regnvott klýfur, ef að óspillt hjarta ástin fyrsta hrifur, þannig skáldin allt í einu vinna alla þá, sem lífsins hjartslátt finna, væri ég aðeins einn af þessum fáu. Þráttfyrir venjubundið tungutak og ófmmlega notkun hjartans í þessu ljóði er Jóhann Siguijónsson einn þessara fáu og veit það raunar sjálf- ur, hvað sem vangaveltum hans líð- ur; ekki vegna hefðbundinna aðferða einsog í þessu síðastnefnda erindi eða venjubundins forms, þótt vel sé ort í gömlum stíl, heldur vegna þeirrar nýju og óvæntu hugsunar sem ein- kennir sum beztu kvæði skáldsins. Hann sá með nýjum augum, svo vitn- að sé í Kristin E. Andrésson, og sem slíkur tók hann þátt í að sauma ís- lenzkri ijóðlist nýja, nothæfa flík úr gömlu fati. Við sjáum svona endursköpun í rímuðu stagli einsog Heimsósóma frá 15. öld þegar skáldið talar um ágjöm augu auðugs manns sem grimmt gin HELGI spjall helvítis og á víð og dreif í íslenzkum skáldskap og þá einnig oft í þýðingum einsog þegar Sigurður frá Arnarholti talar um áralausan huga í ljóði eftir Hamsún. 16 • SORG ER líklega fyrsta form- byltingarljóðið á íslenzka tungu ef und- an eru skildir ljóðsöngvar Davíðs kon- ungs og aðrir sálmar Gamla testament- isins sem hlíta ekki gömlum bragregl- um íslenzkrar ljóðlistar. Það gerir Sorg ekki heldur. Þar skilur m.a. á milli þess og Saknaðar Jóhanns Jónssonar, Unglingsins í skóginum eftir Halldór Laxness sem er einskonar hughrifs- skáldskapur og lausmálsljóðs Sigurðar Nordals í Lognöldum í Fomum ástum sem ég hef víst nefnt „fyrsta atómljóð- ið á íslenzku" í ritgerð um bókina og skáldskap hennar. Jóhann Hjálmarsson nefnir þessa fullyrðingu mína í ís- lenzkri nútímaljóðlist, þótt hún sé harla umdeilanleg þegar haft er í huga að Sorg var ort á öðrum áratug aldarinn- ar (en kvæðið þó ekki prentað fyrren í Vöku 1927). Jóhann tekur undir ábendingar Hannesar Péturssonar sem telur réttilega að Sorg sé upphaf nýs tíma í íslenzkri ljóðlist einsog hann greinir frá í formála sínum fyrir Fjórum Ijóðskáldum í íslenzkum úrvalsritum, Nýrómantíkin, en Hannes ferþó varleg- ar í sakimar í Skímis-grein (1973) um Jóhann Siguijónsson og Sorg og telur ekki sé unnt að segja um einstakt kvæði það marki „upphaf íslenzkrar nútíma- )jóðagerðar“ - og má vel taka undir það. Söknuður Jóhanns Jónssonar sem prentaður var ári síðar, einnig í Vöku (1928), er harla nýstárlegt kvæði á þeim tíma en engin sú nýjung að ytra formi og allri gerð sem Sorg var óneit- anlega, enda einkennist kvæðið af nokkuð ákveðinni Ijóðstafasetningu og fastri hrjmjandi í samræmi við alda- gamla íslenzka hefð. Það gerir fyrr- ne&it kvæði Sigurðar Nordals í Fomum ástum einnig. En Sorg er ort undir alfijálsri hrynjandi, myndir dramatískar og nútímalegar og líkingamál af allt öðrum toga og nýstárlegra en menn áttu að venjast í íslenzkri Ijóðlist einsog Hannes Pétursson bendir á, þótt það sé í fullu samræmi við margt af því sem ort var erlendis um þær mundir og áður. „Með þessu kvæði roðar í rauninni fyrir nýjum tíipa,“ segir Hann- es, en Jóhann Hjálmarsson sem telur orðalagið í kvæðinu „náskylt heimi ævintýra" (sylgja, gyltir knettir, rauður dreki) fullyrðir að íslenzk nútímaljóðlist hefjist með Sorg. Skáldið segir ekki hug sinn, heldur sýnir hann, segir Hannes Pétursson, birtir „hugarástand sitt með því að velja þær sýnir... sem bezt gefa það til kynna“. Þetta sé „eitt höfuðeinkennið á ljóðum mjög margra skálda á seinni tímum“. Allt er þetta rétt og þá verðum við einnig að hafa hugfast að nýnæmið í Fomum ástum (1919) sem skrifað er á öðrum áratug aldarinnar er fremur fólgið í „ljóðabrotum í sundurlausu máli“, þ.e. prósaljóðum, eða öllu heldur ljóðrænum prósa, en endursköpun ljóð- listar sem hélt einkennum sínum að mestu fram yfir heimsstyijöidina síð- ari. Unglingurinn í skóginum var ekki ortur fyrren 1924-25 og þar eru notað- ir ljóðstafir einsog í kvæði Nordals í Lognöldum. Flugur Jóns Thoroddssens (1922) eru einnig fremur í ætt við prósaljóð en kvæðagerð. Slík verk verða ekki talin til formbyltingar. Sorg er því einstætt á þessum árum og algjör nýj- ung í íslenzkri ljóðlist með sama hætti og sundurlaust mál Fomra ásta sem þá var einsdæmi í íslenzkum bókmennt- um einsog bent er á í fyrmefndri rit- gerð minni, og engin tilviljun að Hel kemur þar við sögu. * P.S. Eg hef fengið sterk viðbrögð og þónokkur bréf vegna pistilsins um Bæn sr. Matthíasar og þakka ég það, svoog grein Garra í Tímanum og ábendingu Helga Hálfdanarsonar hér í blaðinu sem var vináttusamleg og honum lík. Þessi viðbrögð sýna mér og sanna, hve ljóð- listin á enn marga vini óg aðdáendur hér á landi. Það er mér fagnaðarefni. Svo getur sitt sýnzt hveijum — og held ég engan veginn fram sérvizku minni. Hún hefur ekkisízt kallað séra Matthías til vitnis um nýsköpun, djarf- lega orðnotkun og óvæntar skírskotan- ir í Ijóðlist. En kannski er ég á þunnum ís — og þó(!) Skáld eru til alls Iíkleg. Þeim leyfist jafnvel að lesa nýja hug- mynd úr gömlum texta! Góður skáldskapur hneppir ekki hugsun lesandans í fjötra, breytír ekki himni í asklok, heldur sýnir hann inní nýjar víðáttur og blæs okkur í bijóst nýjum óvæntum skáldskap: breytír okkur semsagt í skáld. Stundum er þessi nýi veruleiki einungis sjónhverfíng en hún getur einnig verið mikilvæg reynsla einsog önnur ævintýri. M (meira næsta sunnudag) Margir Vesturlandabú- ar hafa á undan- förnum árum haft vaxandi áhyggjur af þeim áhrifum sem Austurlandabúar, ekki síst Japanir, hafa öðlast á síðast- liðnum áratugum. Ástæðan er einföld. Japanir hafa náð undirtökum á fjölmörgum mörkuðum sem áður tilheyrðu algjörlega vestrænum fyrirtækjum. Gleggsta dæmið er líklega bílaiðnaðurinn. Vesturlöndum hefur hins vegar ekki að sama skapi geng- ið vel að hasla sér völl á Japansmarkaði með vörur sínar og hefur því vöruskipta- jöfnuður Japans gagnvart flestum ríkjum verið hagstæður um áraraðir. Þessi ótti hefur auðvitað einnig endur- speglast í vesturlenskri dægurmenningu þar sem Japanir hafa tekið við því hlut- skipti að vera ímynd hins illa í bókmennt- um og kvikmyndum af Sovétmönnum og áður Þjóðveijum. í Rising Sun, nýlegri metsölubók bandaríska höfundarins Mich- aels Chrichtons, er sögusviðið Bandaríki nútímans þar Japanir ráða því sem þeir vilja ráða. Með því að blanda saman skáld- skap og raunverulegum dæmum dregur Chrichton upp þá mynd, að Japanir séu smám saman að taka yfir bandarískt sam- félag. Fyrst hafí þeir fjárfest þar; nú vilji þeir tryggja að landinu sé stjómað á þann veg að tryggt sé að fjárfestingar þeirra séu öruggar. Þeir hafí líka eyðilagt banda- rískan iðnað, til dæmis sjónvarpsiðnaðinn, stolið tækninni og haldið eigin mörkuðum lokuðum. Með fjárstuðningi við háskóla í Bandaríkjunum sé tryggt að þeir hafí ávallt aðgang að nýjustu rannsóknum. Með því beinlínis að kaupa fjölmarga há- skóla sé tryggt að ekki verði hægt að hefta aðgang Japana að bandarísku menntakerfí þó svo að hin pólitísku sam- skipti ríkjanna kunni að kólna í framtíð- inni. í skáldsögu Crichtons er ástandið jafnvel svo slæmt, að í Bandaríkjunum virðist varla vera hægt að fá keyptan eitt helsta þjóðartáknið, Budweiserbjór, heldur er Asahibjórinn japanski orðinn sá vinsæl- asti. En hversu rík ástæða er til að óttast eins konar japanska yfirtöku á Vesturlönd- um? Kannski ekki svo mikil. Margir sér- fræðingar í málefnum Austurlanda fjær em þeirrar skoðunar, að Japanir muni á næstu árum og áratugum þurfa að hafa meiri áhyggjur af eigin þjóðfélagsupp- byggingu en efnahagslegum og menning- arlegum landvinningum í fjarlægum heimsálfum. Þannig er hið pólitíska kerfí Japans að hruni komið og það sama má segja um marga þætti efnahagslífsins. Sápukúlu- hagkerfið BRESKI BLAÐA- maðurinn Chri- stopher Wood lýsir í bók sinni „The Bubble Economy“ eða „Sápukúluhagkerfínu" hvernig stór- kostleg mistök voru gerð í japönsku fjár- málalífi á síðari hluta níunda áratugarins sem gætu leitt til alvarlegrar efnahags- kreppu í Japan. Wood, sem er yfirmaður íjármálafrétta frá Austurlöndum fjær hjá tímaritinu The Economist, segir í upphafí bókar sinnar að það sé oftast lítill akkur í því að vita það sem allir vita. Þannig sé það mikið í tísku að fjalla um vandamál bandarísks fjármálamarkaðar einfaldlega vegna þess hversu augljós þau vandamál séu. Það sé hins vegar ekki síður ástæða til að hafa áhyggjur af Japan. Þótt landið sé með fyrsta flokks efnahagskerfi sé það með annars flokks fjármálakerfi. Þrátt fyrir að stöðugleiki virðist hafa einkennt Japan lengi vel áttu sér stað rót- tækar breytingar á síðasta áratug. Vegna utanaðkomandi þrýstings voru mörg lítil skref tekin í fijálsræðisátt í efnahagslíf- inu. Vextir voru gefnir fijálsir, tollar lækk- aðir af ýmsum innfluttum varningi og hömlum aflétt af verslunarrekstri. Þó að þessar breytingar kunni að virðast smá- vægilegar segir Wood að hafa beri hug- fast að þær hafí stórbætt kjör hins al- menna neytanda. Það verði hins vegar meira að koma til þar sem ungir og jafn- vel miðaldra Japanir séu mjög frábrugðnir þeirri kynslóð sem varð að byggja landið upp að nýju að lokinni síðari heimsstyijöld- inni. Wood bendir á að yngri Japanir hafi mun nánari þekkingu á umheiminum en forfeður þeirra. Þeir hafa einnig mun meiri áhuga á neyslu og vilja njóta lífsins. Þeir eru jafnvel reiðubúnir að fjármagna neyslu sína með lántökum, nokkuð sem til skamms tíma var óhugsandi í augum flestra Japana. Öll viðskipti fóru fram með reiðufé og einungis fyrirtæki tóku lán. Það er enn lögfest að ef einstaklingur gefur tvívegis út innistæðulausa ávísun er bank- inn_ skyldugur til að loka reikningnum. Á þessu varð hins vegar mikil breyting á níunda áratugnum. Á tólf ára tímabili, á árunum 1979-1991, sjöfölduðust skuld- ir einstaklinga. Árið 1990 voru skuldir einstaklinga í Japan orðnar sambærilegar við skuldir einstaklinga í Bandaríkjunum. Það sama átti sér stað hjá fyrirtækjum og var ástæðan gífurleg lækkun vaxta. Fjármagn varð nánast ókeypis. Þetta varð til að breyta hegðun einstaklinganna. „Það eru miklu róttækari breytingar að eiga sér stað í Japan en margir japönsku- mælandi sérfræðingar, sem hafa mikinn hag af því að gera landið torskildara-en það er í raun, vilja oftast vera láta. Japan- ir eru ekki jafn furðulega frábrugðnir og margir gaijin [útlendir] sérfræðingar halda stundum fram þó að vissulega hafí þeir sem eyþjóð tilhrieigingu til að líta á sjálfa sig sem einstaka þjóð í einstöku landi. Á hinn bóginn má auðvitað segja það sama um Breta,“ segir Woods. Wood segir að allt fram til ársloka 1989 hafi flestir Japanir og erlendir sérfræðing- ar verið þeirrar skoðunar að hin stöðuga útþensla í Japan myndi halda endalaust áfram. Goðsagnirnar hafa nú flestar fallið um sjálfar sig. í fyrsta lagi goðsögnin um að verð á japönskum hlutabréfamarkaði myndi ávallt halda áfram að hækka. í öðru lagi að lóðaverð gæti ekki lækkað. Og í þriðja lagi að hagvöxtur myndi ávallt halda áfram. Hinn 1. október 1990 hafði Nikkei-vísi- talan fallið um 48% frá því hún 'náði há- marki sínu hinn 31. desember 1989. Þegar þar var komið sögu var 42% af fjármagni hlutabréfamarkaða heimsins að finna í Japan miðað við einungis 15% árið 1989. Verðmæti hlutabréfamarkaðarins var 151% af vergri þjóðarframleiðslu Japana miðað við einungis 29% árið 1980. Hrunið þýddi því, að verðmæti að and- virði 2,25 billjóna Bandaríkjadala voru horfín.. Þetta samsvarar þreföldum erlend- um skuldum þriðja heimsins. Hrunið var líka mun hrikalegra en það sem átti sér stað í New York haustið 1987 er Dow Jones vísitalan lækkaði um 36%. Banda- ríski verðbréfamarkaðurinn var líka tiltölu- lega fljótur að ná sér á strik, en ekki sá japanski. Árið 1990 var áætlað verðmæti land- eigna í Japan um 2.000 billjónir jena eða fimmföld landsframleiðslan og fjórfalt áætlað verðmæti allra eigna í Bandaríkjun- um. Woods segir að ef verðhrun verði á lóðum muni það hafa mun alvarlegri afleið- ingar en hrunið á hlutabréfamarkaðinum. Bankar muni lenda í miklum erfiðleikum og ríkið verði að hlaupa undir bagga. Ef verðgildi bankanna lækki muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér á hluta- bréfamarkaði, sem enn er í sárum, þar sem hlutabréf bankanna eru um fjórðungur bréfa á markaðinum. Það gætu fleiri „sápukúlur" átt eftir að springa. Þessir erfíðleikar hafa að mati Woods gert það að verkum að augu æ fleiri Jap- ana séu að opnast fyrir því að þeir geti ekki haldið áfram líkt og áður. Japönsk fyrirtæki séu að átta sig á að endalok útþenslustefnunnar sem hefur ráðið ríkjum frá því á sjötta áratugnum séu að nálg- ast. Áherslur þeirra séu því að færast frá því að vera með sem mesta alþjóðlega markaðshlutdeild yfír í að leggja áherslu á hagnað og heilbrigða eiginfjárstöðu. REYKJAVIKURBREF Harakiri- hagkerfið málaritstjóri þess á Laugardagur 17. júlí Það er niðurstaða Woods að mikil um- skipti muni eiga sér stað í Japan á næstu árum. Efnahagslífið sé komið að enda- mörkum sínum í núverandi mynd. Til að rétta úr kútnum verði að gjörbreyta áhersl- um í efnahagslífinu og færa það í vest- rænni átt. Margt bendi líka til að pólitískt séð séu Japanir nú að nálgast Vesturlönd í ríkari mæli en þeir hafí gert síðan á þriðja tug aldarinnar. Það skipti hins veg- ar miklu að sú nálgun leiði ekki af sér svipað bakslag og varð á fjórða og fimmta áratugnum. ANNAR BRETI, Brian Reading, sem einnig hefur tengst tímaritinu Econom- ist sem efnahags- árunum 1972-1977 en hann starfar nú sem sjálfstæður ráð- gjafí, er með svipaðar kenningar í nýlegri bók sinni „Japan - The Coming Collapse" þó að hann nálgist málið frá öðru sjónar- horni. Reading dregur upp mjög dökka mynd af japönsku þjóðfélagi. Skattkerfið sé frá- leitt og stjómkerfíð spillt. Meðalmaður í meðalvinnu getur ekki keypt meðalheimili þó að hann striti fyrir því í hundrað ár. Þijár milljónir bænda fá niðurgreiðslur sem samvara þreföldu verðmæti þeirra mat- væla sem þeir framleiða fyrir að „misnota" flórum sinnum stærra landsvæði en hinn hluti þjóðarinnar, 121 milljón manna, hef- ur til að búa á. Úrslit kosninga ráðast að miklu leyti af mútum eða hótunum og fjárglæframenn á sviði stjórnmála, iðnaðar, fjármála eða skipulagðrar glæpastarfsemi eru hafnir yfír lög og rétt. „Þetta er ekki efnahags- legt risaveldi sem mun drottna yfir heimin- um. Þetta er harakiri-hagkerfí, sem mun tortíma sjálfu sé!r,“ segir Reading. Hann segir að tvisvar í nútímasögunni hafi Japanir orðið að velja á milli styijald- ar við önnur ríki eða borgarastyijaldar. Leiðtogar Fijálslynda demókrataflokksins, sem farið hefur með völd í landinu frá árinu 1955, standa nú frammi fyrir svip- uðu vali að mati Readings. Þeir verða að kjósa annað hvort viðskiptastríð við um- heiminn eða pólitíska borgarastyijöld á heimavelli. Það sé komin upp djúp gjá á milli iðnaðar og fjármálaheims, sem lúta alþjóðlegum markaðslögmálum, annars vegar og hins frumstæða þjónustugeira og landbúnaðar hins vegar. Verkamenn í borgum þurfí að halda landbúnaðarkerfínu og litlum verslunareigendum á floti. Því fari hagsmunir iðnaðar, verkamanna og útlendinga saman. Ef engin umskipti eigi sér stað muni iðnaðurinn líða fyrir efna- hagslegar refsiaðgerðir að utan. „Þar sem hið pólitíska vald er að færast frá lands- byggðinni í borgirnar mun Fijálslyndi demókrataflokkurinn neyðast til að sinna kröfum iðnaðarins eða verða hrakinn frá völdum ella,“ segir í bókinni. Reading telur raunar að efnahagslegar refsiaðgerðir gætu endanlega gert út um japanska hagkerfíð. Eftir að sápukúlan sprakk sé fjármálakerfið í rúst og nánast allir bankar og lánastofnanir eigi í miklum erfiðleikum vegna tapaðra útlána, gjald- þrota og spákaupmennsku fyrri ára. Á meðan verð á hlutabréfum fór hækk- andi stækkuðu sjóðir bankanna og þeir gátu lánað meira út. Fjármagnið sem var lánað út var hins vegar að miklu leyti notað til að kaupa hlutabréf, sem hækkaði verð á þeim enn frekar. Því meira sem bankarnir lánuðu, því meira gátu þeir lán- að! Þetta snerist við er hlutabréfamarkaður- inn hrundi árið 1990 og andvirði þriggja ára þjóðarframleiðslu fór í súginn. Því meira sem verðið féll, því minna gátu bank- arnir lánað. Þegar skrúfað var fyrir útlán- in hófst samdráttarskeið í efnahagslífinu. Reading segir, að þrátt fyrir tilraunir jap- anska seðlabankans til að hleypa nýju lífi í hagkerfið með lægri vöxtum muni fjár- málakerfið ekki taka við sér nema hluta- bréfaverð hækki að nýju. Eina leiðin til að bjarga peningakerfínu sé að blása upp Morgunblaðið/Kristinn sápukúluna á ný með því að láta verð á hlutabréfum og landi hækka. Eina leiðin til að leysa kerfísvanda Japans sé aftur á móti að lækka verð á hlutabréfum og landi. Það myndi hins vegar einungis fresta vandanum. Hann segir að næsta sápukúla muni líka springa og því sé algjört hrun japánsks fjármálakerfis óhjákvæmilegt. Hætta sé á svipuðum samdrætti og varð í Bandaríkjunum á árunum 1929-1931. Það sé spurning um hvenær það muni gerast. „Efnahagslíf Japans er dæmt til glötunar," segir Reading. Hann telur að eina lausnin á efnahags- vanda Japans sé að gefa venjulegum Jap- önum tækifæri til að lifa þokkalegu lífi. Japanir hætti ekki að spara of mikið fyrr en lóða- og fasteignaverð lækki. Það verði því að taka frá þeim þriðjungi Japana sem á allt og gefa hinum tveimur þriðju hlutum sem eiga ekkert. Þetta geti ekki gerst átakalaust heldur verði að breyta hinu pólitíska kerfi. Þar með væri líka búið að gera út af við Fijálslynda demókrataflokk- inn. Reading telur að Japanir standi nú á tímamótum. Þau átök og það umrót sem nú á sér stað, séu merki þess að nýtt tíma- skeið sé að hefjast. Því tímabili sem gerði Japani að efnahagslegu veldi sé lokið. Nú sé að hefjast það tímaskeið er félagslegu réttlæti verði komið á. ÞAÐ Á ENN EFT- Tálsýn eða tímamót? ir að koma í ljós hvort þessir spá- dómar ganga eftir. í bók Karels van Wolferens, „The Enigma of Japanese Pow- er“, sem talin er vera ein besta úttekt sem gerð hefur verið á japanska kerfínu á undanförnum árum, er raunar varað við öllum „tímamótakenningum“ er kemur að Japan. Fjöldi slíkra kenninga hafí verið settur fram á síðustu árum, oftast vegna þess að Japanir „yrðu“ að breyta kerfi sínu. Á sjötta áratugnum voru uppi kenn- ingar um að sú kynslóð sem þá var ung myndi breyta kerfinu er hún yrði eldri. Á áttunda áratugnum var talið að þeir starfs- menn japanskra fyrirtækja sem störfuðu á Vesturlöndum myndu „alþjóðavæða" Japan er þeir sneru heim á ný. Á síðari tímum segir van Wolferen að aðallega hafí borið á ýmsum kenningum varðandi efnahagslega alþjóðavæðingu. Allar þessar kenningar einkennist af hugmyndum Vest- urlandabúa um það í hvaða átt stofnanir í ríkjum sem ekki eru vestræn muni þró- ast. Þær beri því að varast. Þróunin sé oftast í aðra átt. Það er hins vegar ljóst að mikil um- skipti eiga sér nú stað í Japan. Veldi Fijáls- Iyndra demókrata er að hruni komið og að mati margra endanlega liðið undir lok. Flokkurinn mun að mati margra stjórn- málaskýrenda bíða ósigur í þeim kosning- um sem fram fara um þessa helgi þó svo að hann muni sitja áfram í stjórn með því að taka upp samstarf við aðra flokka. Þá er ljóst að róttækar breytingar eru að verða á hinu pólitíska og þjóðfélagslega kerfí. Það verður að hafa hugfast, að ríkis- stjórn Kiichi Miyazawa féll í atkvæða- greiðslu í japanska þinginu í síðasta mán- uði vegna þess að hún féll frá því að breyta kosningakerfinu. Því verður líklega breytt af næstu ríkisstjórn sem þýðir þó ekki að þjóðfélagið breytist á einni nóttu. Þróunin mun taka þó nokkum tíma en flest bendir til að næsta kynslóð japanskra stjórnmálamanna muni leggja meiri áherslu á samstarf við önnur ríki, til dæm- is á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og GATT, og einbeita sér að aðkallandi verk- efnum heima fyrir s.s. að stytta vinnutíma og auka einkaneyslu. Það skyldi þó aldrei að vera að Japan standi loks á tímamótum þrátt fyrir allt? „Reading telur að Japanir standi nú á tímamótum. Þau átök og það umrót sem nú á sér stað, séu merki þess að nýtt tímaskeið sé að hefjast. Því tíma- bili sem gerði Jap- ani að efnahags- legu veldi sé lok- ið. Nú sé að hefja það tímaskeið er félagslegu rétt- læti verði komið á.“ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.