Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 Stefanía Sigurðar- dóttír - Minning Fædd 5. janúar 1918 Dáin 12. júlí 1993 Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta langa sumardaga. (Halldór Laxness) Þessar ljóðlínur eru mér ofarlega í huga þegar ég kveð vinkonu mína Stefaníu Sigurðardóttur (Tonu). Hún hafði þetta ljóð oft yfír eftir að hún varð veik. Kynni okkar hóf- ust á sumardaginn fyrsta 1963. Þá hringdi Ásta Gunnarsdóttir vinkona okkar og spurði mig að því hvort ekki væri pláss fyrir Tonu í bílnum, því við ætluðum upp í Jósepsdal. Það var snjór yfír öllu. Eg vann þá hjá Reykjavíkurborg en Tona hjá Vegagerð ríkisins. Meðal umræðu- efna okkar voru launin en þau voru þá hærri hjá Reykjavíkurborg en hjá Vegagerðinni. Ekki löngu seinna losnaði staða hjá Reykjavík- urborg og sótti Tona um stöðuna og fékk hana. Vann hún þar um skeið en fór svo til Manntalsskrif- stofu Reykjavíkurborgar. Þar starf- aði hún þangað til hún varð að hætta sökum heilsubrests. Tona hafði sérlega fallega rithönd og kom það sér vel þegar hún færði inn í manntalsbækumar. Við Tona vorum borðfélagar í mötuneytinu og fórum oft í göngu- ferðir kringum Tjörnina að aflok- inni máltíð. Ótal ferðir fórum við í Heiðmörk og einu sinni upp í Land- mannalaugar á bílnum mínum, í Þjórsárdal og víðar. Tona var skemmtileg og mannblendin og vil ég þakka henni fyrir margar góðar stundir. Eitt sinn hringdi hún í mig og sagði að Bláfjöllin væru svo fal- leg núna og þá ákváðum við ,að drífa okkur þangað á göngufjkíði. Einnig vil ég sérstaklega þakka henni hve góð hún var við móður mína þegar ég lá á sjúkrahúsi. Þá hringdi hún til hennar og talaði við hana um heima og geima. Að síðustu kveð ég vinkonu mína og þakka henni allt gott, megi guð varðveita hana. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Ólafsdóttir. Hún, sóldýrkandinn mikli, kvaddi jarðneska tilveru og hélt á vit eilífð- arinnar í sólmánuði í ljósi og ljóma. Falleg, kát og skemmtileg, eftir- sótt í vinahópi, gat verið snögg upp á lagið, orðheppin, hrein og bein og hlý og góð hið innra. Þannig geymist okkur í minni myndin af Tonu frænku á meðan hún var og hét, áður en heilsa og þróttur bilaði. Hún andaðist á Drop- laugarstöðum 12. júlí sl. eftir lang- varandi veikindi, alvarlegt höfuð- mein, sem reyndist ólæknandi. Á skemmtilegu sextugsafmæli hennar komst einn ræðumanna svo að orði, að árið 1918 hefðu þrír stórviðburðir gerst: fyrri heims- styijöldinni lauk, Katla gaus og Tona fæddist. Frekari söguskýringa þurfti ekki við. Meðal frænda og vina var hún alltaf kölluð Tona, en fullu nafni hét hún Stefanía Guðríður Sigurð- ardóttir. Hún fæddist 5. jan. 1918 á ísafírði, dóttir Sigurðar Sigurðs- sonar sýslumanns frá Vigur og konu hans Stefaníu Amórsdóttur frá Hvammi í Laxárdal. Sigurður sýslumaður sat lengst af á Sauðárkróki sem sýslumaður Skagfirðinga og röggsamt yfirvald. Og þar ólst Tona upp í stórum systkinahópi sex bræðra og þriggja systra. Allt hið mannvænlegasta fólk. Bræðumir miklir fjörkálfar í bernsku, ekki ólíklegt að systumar þijár hafi stundum átt í vök að verjast gegn strákahópnum. Ekki þarf að efa, að sýslumanns- hjónin og þá ekki síst Stefanía hús- freyja hafi haft nóg á sinni könnu við umönnun og uppeldi þessa stóra bamahóps. Og eitt er víst að þar ríkti aldrei nein lognmolla í kringum sýslumannshúsið á Króknum í þá daga. Með andláti Tonu er höggvið annað skarðið í þennan gjörvilega systkinahóp. Stefán bróðir hennar, lögfræðingur á Akranesi, kvæntur Erlu Gísladóttur lést sl. vetur, en hann var sá fímmti í aldursröðinni. Hin sjö sem eftir lifa eru: Margrét hjúkmnarfræðingur, gift Olle Her- mansson lögfræðingi í Hálsingborg; Sigurður listmálari í Kópavogi, kvæntur Önnu Jónsdóttur; Amór fyrrverandi sýsluskrifari á Sauðár- króki, kvæntur Guðrúnu Sveins- dóttur sem er látin; Hrólfur listmál- ari í Kópavogi, kvæntur Margréti Árnadóttur teiknara; Guðrún list- málari, gift Jens Ump listmálara í Danmörku; Ámi sóknarprestur á Blönduósi, kvæntur Eyrúnu Gísla- t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KONRÁÐ GUÐMUNDSSON, Háteigsvegi 15, Reykjavík, er lést 13. julí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 10.30. Guðný Briem Haraldsdóttir, Haraldur Konráðsson, Björg Huida Konráðsdóttir, Gestur og barnabörn. Ó. Sigurðsson t STEFANÍA SIGURÐARDÓTTIR (TONA), Fellsmúla 4, lést á Droplaugarstöðum þann 12. júlí sl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. júlí kl. 13.30. Systkini og aðrir vandamenn. + + Elskuleg móðir okkar, JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 10. júlí, verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. júlí kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofn- anir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, JóhannJónsson, Guðrún Milburn, Rannveig Sommer. Útför FINNBOGA HELGASONAR, bónda, Sólvöllum, Mosfellsbæ, fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 14.00. Ingunn Finnbogadóttir, Soffia Finnbogadóttir, Aðalheiður Finnbogadóttir, Bragi Friðriksson, Katrín Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR ÓLAFSSON söngvari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. júlí kl. 13.30. Inga Valfríður Einarsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Haukur Sighvatsson, Erling Ó. Sigurðsson, Ævar Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir, Ólafur Sigurðsson, Gunnþór Sigurðsson, Sigriður H. Gunnarsdóttir, Hansína Melsted, Friðrik Friðriksson, Margrét Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, JÓNÍNA ELFA SVEINSDÓTTIR, Ljósheimum 2, er lést mánudaginn 12. júlí, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ruth Örnólfsdóttir, Örnólfur Örnólfsson, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Sveinn Guðmundsson. Sjöfn S. Sveinsdóttir, Rögnvaldur Andrésson, Gerður Sveinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Smári Sveinsson, Guðmunda Óskarsdóttir, Kristín Linda Sveinsdóttir, Skjöldur V. Árnason, Magnús Skarphéðinsson. dóttur hjúkrunarfræðingi (svilkonu Stefáns heitins) og Snorri skóg- fræðingur, kvæntur Sigurlaugu Bjarman. Að loknu skólanámi á Sauðár- króki settist Tona í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófí. Eftir það vann hún við skrifstofu- störf, lengst af hjá Vegagerð Ríkis- ins og síðan hjá Reykjavíkurborg. Á fyrri árum, meðan hún var enn í föðurhúsum, fylgdi hún oft föður sínum í þingaferðum um Skaga- flörð. Hún minntist þeirra ferða oft með mikilli ánægju. Þar naut hún í senn samvista við föðurinn og kynntist um leið mörgum merkum Skagfirðingum, sem sýslumaðurinn átti við embættiserindi. Henni þótti vænt um Skagafjörðinn og hafði næmt auga fýrir rómaðri nátt- úrufegurð sinnar ættarbyggðar. Þeim feðginum kom mæta vel saman. Bæði voru þau tilfínninga- rík og hrifnæm frammi fýrir öllu því sem fagurt var, ekki síður fyrir því sem smátt var og viðkvæmt en hinu sem var stórbrotið, mikilfeng- legt. — Bæði tvö miklir fagurkerar eins og fleiri í þeirra nánustu fjöl- skyldu. Unun Tonu af ferðalögum og útivist ber hér að sama brunni. Þau voru henni sannkölluð lífs- nautn, hvort heldur voru þægilegar fjörugöngur í nágrenni Reykjavík- ur, grasaferðir inn á Hveravöllum, eða þaðan af strangari ferðir um íslenskar óbyggðir. Minningar frá þessum ferðum voru henni fjársjóð- ur, er tengdist beint og óbeint ást hennar á Ijóðum góðskálda okkar, sem höfðuðu svo sterkt til fegurð- arskyns hennar og tilfínninga. Þegar hún var í essinu sínu, hafði hún gjaman á hraðbergi ljóð, sem henni voru sérstaklega kær, jafnvel eftir að áralöng sjúkdómslega hafði sljóvgað hana og mætt. Einna lengst entist henni minni og þróttur til að vitna til samsýslungs síns, harmaskáldsins Hjálmars í Bólu, sem hún hafði alltaf ríka samúð með. Andlátsfregn Tonu frænku barst okkur frændsystkinum hennar vest- ur í Vigur í nábýli frænda og vina, umvafín náttúrudýrð eyjunnar okk- ar kæra. Fregnin kom okkur ekki á óvart, við vissum að hveiju dró. Hún var búin að þreyja langa og erfíða bið eftir kallinu, sem bíður okkar allra. Þakkir skulu færðar starfsfólki Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun og hjúkrun hennar síð- ustu æviár. Einnig er ástæða til að þakka sérstaklega mágkonu henn- ar, Margréti Árnadóttur, sem alla tíð, til hinstu stundar sýndi henni einstaka umhyggju, hlýju og tryggð. Við frændfólkið hér vestra kveðj- um Tonu frænku með söknuði og heilli þökk fyrir ótal sólskinsstund- ir, ekki síst þær sem við áttum saman hér í Vigur. Við biðjum henni blessunar guðs og fararheilla til eilífra sólarlanda. Eftirlifandi systkinum hennar, mökum þeirra og öðru venslafólki sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Vigur 15. júlí, Sigurlaug Bjarnadóttir. 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,-einnig um helgar, Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.