Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
39
BRASILÍA:
Tekjur: 74 milljarðar
Kostnaður: 74 milljarðar
Hagnaður: 0
íþróttamannvirki:
Standast Ólympíukröfur: 0
Þarfnast lagfæringar: 12
í byggingu: 0
Rök með:
- Lítil mengun og gott umhverfi.
- Samgöngur á vegum mjög
góðar.
- Nálægð, 21 íþróttagrein í inn-
an við 15 mínútna íjarlægð frá
Ólympíuþorpi.
Rök gegn:
- Almennur aðbúnaður fyrir neð-
an alþjóðlegar kröfur.
- Ekkert íþróttamannvirki sem
nú stenst Olympíukröfur.
- Tækninefndin efast um að fjár-
hagsáætlunin sé raunhæf.
- Olympíunefnd Brasilíu skortir
íþróttasérfræðinga.
- Tungumáiaerfiðleikar yrðu
talsverðir.
- Hótelaðbúnaður er fyrir neðan
alþjóðlegar kröfur.
- Pólitísk sjónarmið hafa ráðið
miklu varðandi umsóknina.
- Heimsókn Tækninefndarinnar
ijla skipulögð af brasilísku
Ólympíunefndinni.
ISTANBÚL:
Tekjur: 87 milljarðar
Kostnaður: 73 milljarðar
Hagnaður: 15 milljarðar
íþróttamannvirki:
Standast Ólympíukröfur: 1
Þarfnast lagfæringa: 2
í byggingu: 4
Rök með:
- Mikil sérfræðiþekking á íþrótt-
um og aðbúnaði, sveigjanleiki
mikill.
- Stuðningur stjórnvalda mikill,
almennur stuðningur almenn-
ings. .
- Hótelrými gott.
- Eitt Ólympíuþorp er jákvætt.
- Umbætur í umhverfismálum
þegar hafnar.
- Ferðakostnaður íþróttamanna
og aðstoðarfólks greiddur.
-15 íþróttagreinar í tíu mínútna
fjarlægð frá Ólympíuþorpi og
aðstöðu fréttamanna.
- Fjárhagsáætlanir traustar og
raunhæfar.
Rök gegn:
- Umferðarþrengsli eru mikið
áhyggjuefni.
- Aðeins eitt íþróttamannvirki
stenst Ólympíukröfur (en bygg-
ingaráætlanir virðast raunhæf-
-^Ófullnægjandi símaþjónusta
(ætti að vera búið að endurnýja
fyrir aldamótin).
MANCHESTER:
Tekjur: 103 milljarðar
1 Kostnaður: 96 milljarðar
Hagnaður: 7 milljarðar
Iþróttamannvirki:
* Standast Ólympíukröfur: 5
Þarfnast lagfæringa: 10
í byggingu: 2
Rök með:
- Víðtækur stuðningur frá
stjórnvöldum og einkaaðilum.
- Borgin hefur reynslu af skipu-
lagningu stórra viðburða þar
sem mikillar öryggisgæslu er
krafist.
- Hugmyndin um Ólympíuleika
í miðborginni er stór kostur. 21
íþróttagrein er í innan við 20
mínútna fjarlægð frá Ólympíu-
þorpinu, þar af tíu í göngufjar-
lægð.
- Einstaklingsherbergi skipu-
lögð fyrir alla íþróttamenn og
aðstoðarmenn í ólympíuþorp-
• inu.
- Samgöngur eru ágætar.
- Fjárhagsáætlanir eru traustar
( og trúverðugar.
Rök gegn:
- Af fimmtán íþróttamannvirkj-
um þarfnast tíu lagfæringar.
- Hótel víðs vegar um borgina.
IÞROTTIR FATLAÐRA
Heimsleikar heyrnarlausra:
íslendingar í erfiðum
riðli í handknattleik
Dagana 24. júlítil 2. ágúst verða heimsleikar heyrnarlausra
haldnir í 17. sinn, íBúigaríu, í höfuðborginni Sofiu. Á heimsleik-
ana eru skráðir 2.105 íþróttamenn ásamt 728 aðstoðarmönn-
um frá 46 löndum. Gert er ráð fyrir mörgum ferðamönnum f
tengslum við heimsleikana. Heimsleikar voru haldnir siðast á
Nýja Sjálandi íjanúar 1989, en þeir eru haldnir á fjögurra ára
fresti. Nú í sumar mun ísland taka þátt í heimsleikunum í fyrsta
skipti. íslenskir keppendur munu taka þátt í sundi og fhand-
bolta.
Heimsleikar heyrnarlausra eru
oft nefndir “Ólympíuleikar
fyrir heyrnarlausa", því keppnin er
háð á fjögurra ára fresti eins og
Ólympíuleikarnir. Vetrarheimsleik-
ar heyrnarlausra voru haldnir í
Kanada í febrúar 1991. Þar er keppt
á skíðum, skautum og í fleiri vetrar-
íþróttagreinum. Sumarheimsleikar
heyrnarlausra eru stærsti íþrótta-
viðburður fyrir heymarlausa. Keppt
er í fijálsum íþróttum, badminton,
hjólreiðum, skotfimi, sundi, borð-
tennis, tennis, glímu, körfubolta,
fótbolta, handbolta, blaki og
vatnapóló eða í 13 íþróttagreinum
alls. Þess má geta að forseti Al-
þjóða Ólympíusambandsins verður
viðstaddur, sömuleiðis forseti Búlg-
aríu og ásamt fleiri góðum gestum.
Sterk lið í riðli með handbolta-
liðinu
Ellefu þjóðir taka þátt í handbolta-
keppninni á heimsleikunum. Keppt
er í tveimur riðlum, en íslendingar
eru i A-riðli, sem er mjög sterkur
riðill. í riðlinum eru auk íslendinga
lið frá Svíþjóð, Þýskalandi, Tævan
og Noregi. í B-riðli leika Ítalía,
Bandaríkin, Alsír, Danmörk, Rúm-
enía og Króatía.
í riðlinum með íslendingum eru
Þjóðveijar sem eru Evrópumeistar-
ar og Svíar sem eru núverandi
heimsmeistarar. Á heimsleiknum á
Nýja Sjálandi árið 1989 tóku fjórar
þjóðir þátt í handboltanum, Svíþjóð
hlaut gullið, Ítalía silfur, Bandaríkin
brons og Danmörk vermdi botnsæt-
ið. Svíar hafa áður verið Norður-
landameistarar og líka Evrópu-
meistarar. Norðmenn hafa verið
Norðurlandameistara, en aldrei
Evrópumeistarar eða heimsmeistar-
ar. Þjóðveijar urðu Evrópumeistar-
ar tvisvar í röð, 1987 og 1991. ís-
land er Norðurlandameistari og
varð í öðru sæti á Evrópumótinu
1991.
Jón Bjarki Ásgeirsson keppir í
sundi
Jón Bjarki Ásgeirsson keppir í sundi
á heimsleikunum. Hann keppir í
þremur greinum, 200m skriðsund,
400m skriðsund og 200m fjórsund.
Bestu tímar hans í þeim greinum
eru 2:31,70 mín. í 200m skrið-
sundi, 5:24,60 mín. í 400m skrið-
sundi og 2:58,70 mín. í 200m fjór-
sundi. Jón Bjarki er aðeins 17 ára
gamall og á örugglega eftir að
bæta sig mikið í sundgreinunum,
en spennandi verður að vita hvernig
hann stendur sig í Búlgaríu. Hann
hefur aldrei keppt á stórmótum, en
hann tók þátt í Norðurlandamóti
heyrnarlausra í sundi ’92 og hlaut
eitt silfur og tvö brons.
Hópurinn sem fer til Búlgaríu
á heimsleikana:
Keppendur:
Sund: Jón Bjarki Ásgeirsson
Handbolti:
Bernharð Guðmundsson, BÖðvar
Már Böðvarsson, Georg Bragi
Einarsson, Guðmundur Ingason,
Hjálmar Orn Pétursson, Jóel E.
Einarsson, Jóhann R. Ágústs-
son, Kristján Friðgeirsson,
Matthías Rúnarsson, Olgeir Jó-
hannesson, Tadeusz Jón Baran,
Trausti Jóhannesson, Þröstur
Friðþjófsson.
Fararstjórar:
Fararstjóri: Kristinn Jón Bjarna-
son
Aðstoðarfararstjóri: Ragnheiður
Þorgilsdóttir
Handboltaþjálfari: Guðmundur
Magnússon
Sundþjáifari: Ingi Þór Einarsson
Sjúkraþjálfari: Guðrún ísberg
Aðstoðarmenn: Baldur Hauks-
son, Jónas Jóhannesson, Marek
Wolanzyk, Ólafur Siggeirsson,
Rafn Einarsson.
Á leid til Búlgaríu
ÍSLENSKI hópurinn sem keppir á heimsleikum heyrnarlausra í Búlgaríu.
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Sumarnámskeið í hraðlestri hefst þriðjudaginn 20. júlí nk.
Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma?
Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir námið í haust?
Nú er tækifærið fyrir þá, sem vilja margfalda lestrarhraða
sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna.
Lestrarhraði nemenda fjórfaldast að jafnaði.
Við ábyrgjumst að þú nærð mjög góðum árangri!
Skráningalladagaísíma 641091. __
H RAÐLESTRARSKOLIN N
...við ábyrgjumst að þú nærð árangri!
S 1978 - 1993
-
Frá
Skipulagi ríkisins
varðandi leiðréttingu
á reglugerð
Með reglugerð nr. 72 frá 23. febrúar 1993
var breytt þremur greinum í byggingarreglu-
gerð. Það voru gr. 2.4.7 og gr. 4.1 um viður-
kenningu meistara og gr. 3.5.1 um rétt til að
gera aðaluppdrætti.
Nú eru tilbúnar leiðréttingar - límmiðar sem
fást afhentir á afgreiðslu Skipulags ríkisins,
Laugavegi 166, eða sendir samkvæmt með-
fylgjandi pöntunarseðli.
Sendið:
Nafn:.......................................
Heimilisfang:...............................
Póstnúmer:..................................
□ Breytingar á reglugerð nr. 72/93
□ Allar breytingar og leiðréttingar frá út-
gáfudegi 1992.
-
Ferðist frjálst og óltáð,
flug og bíll.
Danmerkurferðir
Örfá sæti laus til Billund ^
á Brottfarardagar miðvikudagar
___________28.200,-*____________
Kaupmannahöfn
Flug og bíll í A flokki
39.810,**____________
Amsterdam
Flug og bíll ÍB flokki
35.355,-***__________
Lúxemborg
Flug og bíll ÍB flokki
______% 34.910,-*** W .
Baltimore
Flug og bíll í C flokki
57.080,-***
* Verð miðað við staðgreiðslu. Innifalið flug og öll flugvallargjöld.
** Verð miðað við 14 daga fyrirvara í brottfarirá miðvikudögum og tveirferðist
saman íbíl. Innifalin öll flugvallargjöld.
* * * Verð miðað við að tveir ferðist saman í bíl og bókað með 7 daga fyrirvara.
Innifalið er flug, btll, ótakmarkaður akstur og öll flugvallargjöld.
jr
FEROASKRIFSTOFAN AUS SÍMI652266
ferðaskrifstofa fjölskyldunnar