Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIVIGAR SUNNUDAGUR 18. JULI 1993 29 Lífeyrismál starfs- manna S VR rædd SAMRÁÐSHÓPUR, sem borgarráð setti á laggirnar til að fjalla um málefni starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur ef til einkavæðingar fyrirtækisins kemur, fundaði í þriðja sinn á föstudag og voru þá lífeyrisréttindi starfsmanna rædd. Athugun um afleiðingar breyttrar lífeyrisaðildar, sem Verðbréfasjóður Islandsbanka gerði fyrir Reykja- víkurborg, var lögð fyrir starfsmenn á fundinum og þeir hafa þær til skoðunar, en næst verður fundað næstkomandi fimmtudag. Fjórir efstu hestar í B-flokki. Talið frá hægri: Kristín Lárusdóttir á Skugga, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Feng, Ásgerður Gróa Hrafns- dóttir á Dögg og Guðný Höskuldsdóttir á Grána Kappreiðar hesta- mannafélagsms Kóps Kirkjubæjarklaustri. Að sögn Jónasár Engilbertssonar, fulltrúa starfsmannafélags Reykja- víkurborgar, gera starfsmenn at- hugasemdir við athugunina, þar sem enginn munur sé gerður á lífeyris- réttindum opinberra starfsmanna og þess, sem gerist á almennum mark- aði. Starfsmenn óánægðir Jónas segir að starfsmennirnir séu óánægðir með að athugun VÍB sé ekki unnin af tryggingafræðingum. Þeir hefðu viljað sjá tryggingafræði- lega úttekt á þessum samanburði. Enn sem komið væri hefðu þeir mik- inn fyrirvara á þessari athugun. Hann segir að starfsmenn SVR hafi enga tryggingu fyrir því að þeir haldi núverandi kjörum sínum ef SVR verði breytt í hlutafélag þar sem Reykjavíkurborg sé ekki tilbúin að leyfa þeim að halda kjarasamningum sínum við breytingu á fyrirtækinu og því séu starfsmenn óánægðir. Samráðshópurinn á að skila nið- urstöðum fyrir 1. ágúst næstkom- andi. LAUGARDAGINN 10. júlí hélt hestamannafélagið Kópur árleg- ar kappreiðar sínar. Þær fóru fram á velli félagsins að Sólvöll- um í Landbroti. Kvöldið áður höfðu dómar farið fram í flokki A- og B-gæðinga svo og unglingaflokkum. Hestamanna- mótið hófst með hópreið félaga inn á svæðið en að því loknu voru sýnd- ir og dæmdir 5 efstu hestar í gæð- ingaflokkum og eldri og yngri ung- lingar sýndu hesta sína og fengu dóma. Þá var keppt í tölti, 150 og 200 m skeiði, 250 og 300 m stökki, 300 m brokki og loks var boðreið. Úrslit í A-flokki gæðinga urðu þau að efst stóð Hera 80285001 frá Herjólfsstöðum með einkunnina 8,17, eigandi Ólafur F. Vigfússon en knapi Kristín Lárusdóttir, í B- flokki varð efstur Skuggi 8 v., frá Hæringsstöðum, með einkunnina 8,23, eigandi og knapi Kristín Lár- usdóttir. Skuggi var einnig valinn fegursti gæðingur mótsins. I eldri flokki unglinga sigraði Davíð Þór Óskarsson á Tríton og í yngri flokki Þórunn Bjarnadóttir á Sval. í töltkeppni varð sigurvegari Fanney Ólöf Lárusdóttir á Feng frá Siglufirði. - HSH Borgarverk hf. með lægsta boð BORGARVERK hf. í Borgarnesi átti lægsta boð í lagningu klæðn- ingar á Suðurlandsveg, 4.050.000 krónur. Þrír verktak- ar buðu í verkið. Kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins var 5.624.745 krónur og er tilboð Borgarverks hf. 72% af kostnaðaráætlun. » ♦ ♦--- Messa í Grafarvogi SÖKUM mistaka féll niður messutilkynning frá Grafar- vogsprestakalli í blaðinu í gær- dag. Messað verður í félagsmið- stöðinni Fjörgyn kl. 11 í dag. Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og organisti Þóra Guðmundsdóttir. -----».♦—«--- Aðstoðarprest- ur í Keflavík NYLIÐINN er umsóknarfrestur um stöðu aðstoðarprests í Keflavíkurprestakalli. Um stöðuna sótti Sigfús Bald- vin Ingvason, guðfræðingur í Reykjavík. Sóknarnefnd Keflavík- urprestakalls hefur einróma sam- þykkt umsókn hans og verður honum veitt staðan frá vígsludegi, segir í fréttatilkynningu frá Bisk- upsstofu. Vígsla hans fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 15. ágúst nk. Morgunblaðið/Silli Sumarkuldi ÞEIR eru ekki beinlínis sumarklæddir þessir skagfirsku drengir, Ingvi Þór og Jón Gunnar, þó hásumar sé. Minning Jónína Ólafsdóttir Lítill hnokki situr á milli rimla í stiga. Rimlarnir eru sæti, stiginn er rúta og áttu ferðirnar eftir að verða margar hvort heldur haldið var suður með sjó ellegar eingöngu á milli hæða á Sólvallagötunni. En nú er engu að síður komið að ferðalokum hjá elsku Jónínu minni eftir langt og mikið ferða- lag. Alla þá tíð sem ég man hefur verið mikill vinskapur á milli íbú- anna á Sólvallagötu 5A og nær sá vinskapur raunar lengra aftur í tímann. Þessi sterku vináttubönd áttu sér margar skýringar en eflaust réð þar miklu að innan- gengt var á milli hæðanna. Miklar mætur höfðu þær hvor á annarri, mamma og Jónína, og hefur það markað djúp spor í lífi beggja í tímans rás. Margt var skrafað yfir kaffibolla og minnist ég þess ævinlega þegar ilmur af nýbakaðri jólaköku barst fyrir vit mín, hvort heldur ég var staddur á efri hæðinni eða niðri í kjallara. Varð ég ekki í rónni fyrr en ég hafði orðið mér úti um sneið og kaffibolla. Fjölmargir hlutir styrktu vin- áttuböndin, s.s. sláturgerð, kaffi- boð hjá Jónínu á aðfaranótt nýárs- dags,. kvöldstund á aðfangadags- kvöldi og svo mætti lengi telja. Þó held ég að minningin hlýji mér hvað mest um hjartaræturnar þegar ég hugsa til þess er ég sat og spjallaði við Jónínu, gjarnan yfir kaffíbolla, um allt milli himins og jarðar. Þar birtist mér lífsferill konu sem var gædd viljastyrk og dugnaði -og var sátt við lífshlaup sitt þrátt fyrir að hún hafði mátt ganga í gegnum ýmsa erfiðleika. Þessar samræður voru mér og gott veganesti fyrir framtíðina. Góðmennska hennar í minn garð og konu minnar hefur verið mikil og hafa börn okkar einnig notið góðs af því. Eftir að hún fluttist á Droplaug- arstaði við Snorrabraut fækkaði samverustundunum, en hálf hræddur er ég um að drengjunum mínum bregði í brún við að ekki sé lengur hægt að heimsækja Nínu þegar ekin er Snorrabrautin. Mig langaði, Jónína mín, með þessum fátæídegu orðum að þakka þér fyrir samverustundirn- ar. Hvíl þú í friði. Elsku Rancy, Gurra og Jóhann! Við vottum ykkur og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. Óli Björn og fjölskylda. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HALLDÓRS J. BLÖNDAL, Bauganesi 25, Reykjavík. Guðrún Blöndal, börn, tengdabörn, barnabörn og barna- barnabörn. t Við þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR HELGADÓTTUR, frá Húsavík, Miðvangi 41, Hafnarfirði, er andaðist 5. júlí sl., jarðsett 13. júlí sl. í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Stefán S. Þorsteinsson, Guðrún Sigurðardóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Marfa Kristjánsdóttir, Guðni Kristjánsson, Kjartan J. Sigurðsson, Hildur Kjartansdóttir, Bjarni Kjartansson. Kristján Gilbert, langömmubarn, Kristján Hólmgeirsson, Sigfús Magnússon, Ólavía Bjarnadóttir, t Móðir mín og amma okkar, RÓSA STEFÁNSDÓTTIR, Reynimel 52, áður húsfreyja að Sólvangi, Sauðárkróki, lést 14. júlí. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 20. júlí kl. 13.30. Þeir sem heiðra vilja minningu hennar, láti Blindrafélagið njóta þess. Geirlaug Björnsdóttir, Skúli Þór Magnússon, Ásdís Rósa Magnúsdóttir. Hjartanlegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FRIÐRIKS HAFSTEINS SIGURÐSSONAR vélstjóra. Kristín Ásta Friðriksdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Gunnar Árnmarsson, Hólmfríður Friðriksdóttir, Gunnar Ingvarsson, Sigurður Friðriksson, Sigrföur M. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og Ipngömmu, KATRÍNAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Bogaslóð 4, Höfn í Hornafirði. Sigurður Lárusson, Ásgeir Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Vilborg Jóhannsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Dagbjört S. Sigurðardóttir, Finnur S. Jónsson, Aldís Sigurðardóttir, Guðmundur Eiríksson, Karl Þ. Sigurðsson, Svava Eyjólfsdóttir, Grétar L. Sigurðsscn, Sigríður K. Sigurðardóttir, Sæmundur Gislason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.