Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ' 1993 ERLEINIT INIMLENT Milljarður skapar 300- 400 ný störf Búið er að ákveða skiptingu á milljarði til atvinnuskapandi verk- efna og var haft til hliðsjónar að sem flestir fengju atvinnu. Gert er ráð fyrir milli 300 til 400 nýjum störfum. Mest fer til viðhalds op- inberra bygginga. 140 milljónir renna til framkvæmda í Þjóðar- bókhlöðunni og 60 milljónir til atvinnumála kvenna. Bruggverksmiðjum lokað Lögreglan í Grindavík og Breið- holtslögreglan lokuðu næst- stærstu bruggverksmiðju sem fundist hefur hér á landi á þriðju- dag. Verksmiðjan fannst utan við Grindavík. Tveir menn voru hand- teknir og 1.200 lítrum af gambra var hellt niður auk 50 lítra af spíra. Undir Austur- Eyjafjöllum voru bruggtæki gerð upptæk og Kópavogs- og Hafnarfjarðarlög- regla gerðu upptæka bruggverk- smiðju í austurhluta Kópavogs. Loks var bruggverksmiðju lokað í iðnaðarhúsnæði í Garðabæ á föstudagskvöld. Lítil spretta á Norðulandi Óvenjulágt hitastig og miklar rigningar á Norðurlandi hafa gert það að verkum að lítil spretta er í túnum og heyskapur hefur geng- ið illa. Heyskapur hefur gengið þokkalega á Suður- og Vestur- landi það sem af er sumri. Ávöxtunarkrafa lækkar Ávöxtun í viðskiptum með ERLENT Blóðsút- hellingar í Mogadishu Talið er að allt að 40 manns hafi beðið bana á mánudag þegar bandarískar herþotur gerðu árás á aðalstöðvar sómalska stríðsherr- ans Mohameds Aideeds í Mogadis- hu, höfuðborg Sómalíu. Reiðir Sómalir hefndu árásarinnar með því að myrða íjóra starfsmenn vestrænna fréttastofa. ítalir kröfðust þess að hemaðaraðgerð- um friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna yrði hætt og brugðust ókvæða við þegar embættismenn samtakanna tilkynntu á miðviku- dag að umdeildur yfírmaður ít- ölsku hermannanna í Sómalíu yrði sendur heim. Hann hafði verið sakaður um að virða yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna að vettugi og hlýða aðeins skipunum frá Róm. Carlo Azeglio Ciampi, for- sætisráðherra Ítalíu, gaf til kynna að stjóm sín væri að íhuga að kalla ítölsku hermennina heim. Landskjálfti í Japan Snarpir landskjálftar, 7,8 og 5,4 stig á Richers-kvarða, riðu yfir norðurhluta Japans á mánu- dag og ollu miklum flóðbylgjum og eldsvoðum. Dánartalan var komin upp í 142 á fóstudag en 124 manna var enn saknað. Lausn sögð í sjónmáli í deilu ísraela og araba Simon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, hefur lagt til við samningamenn ísraela og araba í viðræðunum um frið í Miðaustur- löndum að þeir hefji viðræður um framtíðarskipan hernumdu svæð- anna, þar sem gengið verði út frá því að þau verði palestínsk svæði í nánum stjórnsýslulegum tengsl- spariskírteini ríkissjóðs hefur að meðaltali verið 0,5 prósentustig- um lægri á Verðbréfaþingi íslands í júlí miðað við júní. Meðalávöxt- unarkrafa í viðskiptunum var 7,14% en það sem af er mánaðar- ins 6,68%. Erfitt atvinnuástand Atvinnuleysi mælist nú 3,7% af áætluðum mannafla og minnk- aði í heild milli mánaðanna maí og júní. Mun meira atvinnuleysi er þó í Reykjavík miðað við sama tíma í fyrra og hefur ekki verið meira meðal múrara og smiða í áratug en það hefur varla þekkst áður á þessum árstíma. Á ráðn- ingarstofu Reykjavíkur eru 60% fleiri á skrá miðað við sama tíma í fyrra. Greiðslur í lífeyrissjóði skoðaðar Skyldugreiðslur í lífeyrissjóði þarf að endurskoða í kjölfar úr- skurðar Mannréttindadómstóls Evrópu um skylduaðild að verka- lýðsfélögum að mati Jónasar Fr. Jónssonar, lögfræðings Verslun- arráðs íslands. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra telur að gefa þurfí fólki meira frelsi til að velja á milli sjóða til þess að ýta undir samkeppni og draga úr rekstrar- kostnaði sjóðanna. Aiþýðuflokkurinn Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Alþýðu- flokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins í stað Jóhönnu Sigurðar- dóttir. Rannveigu bárust á föstu- dag undirskriftalistar frá tæplega 200 körlum og konum í Alþýðu- flokknum. um við Jórdaníu. „í fyrsta sinn eftir aldarlangar deilur virðist viðunandi lausn í augsýn,“ sagði Yossi Beilin, aðstoðarutanríkis- ráðherra ísraels, á fimmtudag um tillöguna. Hætta á stríði í Króatíu Serbar gerðu stórskotaárásir á flugvöll í Zadar í Króatíu á fimmtudag og föstudag eftir að Króatar höfðu ákveðið að opna flugvöllinn á morgun, mánudag, þrátt fyrir mótmæli Sameinuðu þjóðanna og Serba, sem höfðu hvorirtveggju hótað að beita her- valdi til að koma í veg fyrir þau áform. Cedric Thornberry, að- stoðaryfirmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, sagði á miðvikudag að veruleg hætta væri nú á því að stríð bryt- ist út á ný milli Króata og Serba sem búsettir eru á króatísku land- svæði en vilja segja sig úr lögum við lýðveldið. Lávarðar hafna tillögu Thatcher um þjóðaratkvæði Lávarðadeild breska þingsins felldi á miðvikudag með yfirgnæf- andi meirihluta breytingartillögu lafði Thatcher, fyrrverandi for- sætisráðherra, við frumvarp stjórnarinnar um staðfestingu Maastricht-samkomulagsins. Thatcher vildi að efnt yrði til þjóð- aratkvæðis um samkomulagið en tillagan var felld með 445 atkvæð- um gegn 176. Drög Jeltsíns samþykkt Sérstakt þing fulllrúa frá 88 lýðveldum og sjálfstjórnarhér- uðum Rússlands samþykkti á mánudag drög Borísar Jeltsíns forseta að nýrri stjómarskrá með 433 atkvæðum af 585 alls og var það nægilegur meirihluti. Jeltsín viðurkenndi þó að enn væri mikil barátta eftir þar sem þingin í hverju héraði þurfa nú að fjalla um drögin. * Vísindamenn velta fyrir sér tilgátum um myndun alheimsins Einsteín kann að hafa haft á réttu að standa Lundúnum. The Daily Telegraph. EIN af kenningum Alberts Einsteins, sem hann hafnaði síðar sem mestu mistökum lífs síns, kann að reynast rétt þrátt fyrir allt, að sögn vísindamanna í Lundúnum. Þegar Einstein reyndi að útskýra útþenslu alheimsins árið 1930 varpaði hann fram tilgátu um „afl sem hrindir frá sér“ og fær stjömu- þokumar til að fjarlægjast hvetja aðra. Hann hafnaði þessari tilgátu síðar þegar frumsprengingarkenn- ingin kom fram, þ.e. sú kenning að allt efni og geislun í alheiminum eigi upptök sín í sprengingu. Á ráðstefnu vísindamanna í Lundúnum sl. fimmtudag kom þó fram að upp hefur komið vandamál í tengslum við mat manna á aldri alheimsins og kenning Einsteins um fráhrindingaraflið kynni að vera eina lausnin á því. „Vandamálið er að alheimurinn virðist yngri en nokkrir af hlutum hans,“ sagði Rowan Robinson, pró- fessor við Queen Mary and West- field College í Lundúnum. Þessir hlutar em „hnattlaga þyrpingar" af stjörnum umhverfís Vetrar- brautina, stjörnuþokupa sem sól- kerfi okkar tilheyrir. Áætlað hefur verið að þær séu um það bil 16 milljarða ára gamlar, en alheimur- inn virðist aðéins um 12 milljarða ára gamall, samkvæmt mati vís- indamanna byggðu á áætluðum þensluhraða hans. „Þama emm við komnir í afar erfiða stöðu,“ sagði Robinson. „Annaðhvort er mat okkar á þensluhraða alheimsins rangt eða þá að hnattþyrpingarnar em yngri en þær virðast. Reynist hins vegar mat okkar á hvom tveggja rétt verðum við að snúa okkur aftur að tilgátu Einsteins um aflið sem hrindir frá sér.“ „Aflið sem hrindir hlutum frá sér - sé slíkt afl til - myndi vera svo lítið að ógjömingur væri að greina það á rannsóknarstofum á jörðinni. En á milljarða ára tíma- bili gæti það hafa ýtt stjömuþok- unum í sundur og unnið þannig gegn aðdráttaraflinu," sagði Rob- inson. Slíkt afl myndi ekki hafa orsak- ast af frumsprengingunni og reyn- ist tilgátan rétt er alheimurinn eldri en nú er talið þannig að það kæmi heim og saman við aldur hnattþyrp- inganna. „Tilgáta Einsteins um fráhrind- ingaraflið, ef við þurfum að leita til hennar, myndi vera síðasta hálmstráið. Það er engin ástæða til þess enn sem komið er þar sem við emm enn að fága mat okkar á aldri alheimsins. En ef allt annað bregst gætum við þurft að reiða okkur á þessa tilgátu,“ sagði Mart- in Rees, prófessor við Stjömufræði- stofnuna í Cambridge. Aristide mun tilnefna nýjan forsætisráðherra Sameinuöu þjóðunum. Reuter. HELSTU andstæðingar í stjórn- málalífi Haíti skrifuðu á aðfara- nótt laugardags undir samkomu- Iag sem gerir útlægum forseta landsins, Jean-Bertrand Aristide, kleift að nefna til nýjan forsætis- ráðherra. Sá mun væntanlega taka við embætti í lok vikunnar, og verður þá aflétt þeim höftum - þar á meðal banni við oliusölu - sem hafa lamað efnahagslíf landsins. Meginatriði samkomulagsins er, að þeir þingfulltrúar sem hafa verið kosnir eftir valdaránið 1991, féllust á að víkja af þingi á meðan sérstök nefnd rannsakar hvort þeir hafi verið löglega kjörnir, og á meðan þingið kýs nýja leiðtoga. Þar með getur þingið lagt blessun sína yfír þann forsætisráðherra sem Aristide tilnefnir. Sjö fylgismenn forsetans höfn- uðu samkomulaginu á þeim for- sendum að þar væri of mikið tillit tekið til stuðningsmanna Raoul Cedras hershöfðingja, forsprakka valdaránsins. En sáttasemjari Sam- einuðu þjóðanna, Dante Caputo, var ekki sammála þeim og sagði sam- komulagið mjög jákvætt skref í lýð- ræðisátt, í landi sem í 200 ára sögu sinni hefði einungis þekkt lýðræði í sjö mánuði. Hann sagði sjömenn- ingana ekki hafa skrifað undir vegna þess að „eftir þetta mörg ár án lýðræðisskipunar er erfítt fyrir stjómmálamenn að trúa því að stað- ið verði við orð sem eru skrifuð á blað“. Caputo sagði alla aðila í haítísk- um stjórnmálum hafa sæst á sam- komulagið. Það er fyrsti liður af 10, í sáttmála Aristides og Cedras frá 3. júlí, þess efnis að útlægur forsetinn geti snúið heim þann 30. október næstkomandi. Kona útnefnd forsæt- isráðherra í Rúanda Kigali. Reuter. AGATHE Uwilingiyimana, fertug fimm barna móðir og efnafræðing- ur að mennt, var útnefnd forsætisráðherra Rúanda í gær og fékk þriggja daga frest til að mynda ríkisstjórn. Uwilingiyimana tók við starfí menntamálaráðherra í fráfarandi stjóm Dismas Nsengiyaremye sem tók við völdum 16. apríl sl. til bráða- birgða þegar flokksræði flokks Ju- venals Habyarimana forseta (MRND) lauk í Rúanda. Hún er úr Lýðræðis- og lýðveldisflokknum (MDR) sem barðist mest gegn gamla stjómarflokknum. Á fimmtudag var frestað fjórða sinni á nokkrum vikum að ganga frá formlegu friðarsamkomulagi við Þjóðernisfylkingu Rúanda (RPF), sem gerði innrás frá Úganda 1990, og aðild samtakanna að ríkisstjórn. Reuler Saddam varar við bjartsýni á byltingarafmæli SADDAM íraksforseti ávarpaði þjóð sína í gær í refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna yrðu áfram við sjónvarpi í tilefni þess að 25 ár voru þá liðin frá lýði. Á myndinni fylgjast kaffíhúsagestir í höfuð- því Baath-flokkurinn braust til valda í írak. í ávarp- borginni Bagdad með ávarpi forsetans. inu sagði Saddam að þjóðin mætti búast við því að i \ > i > > \ > > > i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.