Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 16
H 4- 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 eftir Kristján G. Arngrímsson SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR hafa víðtækustu forráð sem þær hafa nokkum tíma haft nú þegar sveitir þeirra fara með friði í Sómalíu. í fyrsta skipti í sögunni hafa þær umboð til þess að gæta friðar með valdi. Árangurinn er atburðarás sem hefur fengið Vatíkanið jafnt sem Pentag- on til að reka upp rama- kvein: Hvað er á seyði? Hvað kemur til að leiðangurinn, sem lagði upp með frið í far- teskinu, hefur snúið sér að blóðugum eltingaleik við þorpara? Og á sama tíma segir Thorvald Stoltenberg, sem í nafni Sameinuðu þjóð- anna reynir að sætta stríðs- aðila I Bosníu, að ef til vill væri affarsælast að friðar- gæslusveitimar hyrfu á brott úr því landi; þær hafi þar fráleitt erindi sem erfiði úr því stríðandi fylkingar virð- ist ekki hafa verulega löngun til að komast að sáttum. Bláhjálmar í Bosníu Með bláa hjálma fara friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna um bæ í Bosníu, þar sem eyðilegging stríðsins er gífurleg. Sú gagnrýni hefur heyrst að Sameinuðu þjóðimar hafist ekki nóg að til þess að aftra illverkum í lýðveldum fyrrum Júgóslaviu; en því er líka haldið fram, að í Sómalíu fari gæsluliðarnir offari og vinni ofbeldisverk í nafni friðar. eir sem rýna í þessi mál velta því nú fyrir sér hvort þjóðir heims muni ekki draga þann lærdóm af reynslunni í Sómal- íu og Bosníu, að í upphafi skyldi endinn skoða, og hugsi sig framveg- is tvisvar um áður en þær hlutast til um slíkar björgunaraðgerðir. Tryggja verði að ganga megi að tilætluðum árangri nokkuð vísum. Bjartsýni Þegar kalda stríðinu lauk fylltust menn bjartsýni á að Sameinuðu þjóðimar, lausar úr viðjum aust- ur/vestur-rimmunnar, gætu í krafti siðferðisforráða skorist í hvern þann leik sem þurfa þætti. Bjargað mannslífum og jafnvel endurbyggt heilu ríkin. Litið var á aðgerðirnar í Bosníu og Sómalíu sem vott um, að þessar hugmyndir væm ekki út í bláinn. Friðargæsluliðar í Sómalíu fengu ekki einungis forráð til þess að halda ástandinu í horfinu, heldur beinlínis til þess að koma á viðund- andi skipan mála; í Bosníu voru flugvélar Atlantshafsbandalagsins sem og gæslusveitir Sameinuðu þjóðanna gerðar klárar í að veija verndarsvæði múslima fyrir árás- um. Bakþankar En snurða hefur hlaupið á þráð- inn í báðum aðgerðunum, sem eru gagnrýndar fyrir skipulags- og ár- ángursleysi. Hugsanlegar afleiðing- ar, fyrir bæði friðargæsluliðið sem og íbúa landanna tveggja, eru að verða óhugnanlega augljósar. Því má allt eins búast við því að við- horf stjómmálamanna og almenn- ings muni fljótlega breytast. „Það hefur hvarflað að mönnum að Sameinuðu þjóðirnar hafí rasað um ráð fram,“ segir Trevor Findlay hjá Alþjóðlegu friðarrannsókna- stofnuninni í Stokkhólmi; sérfræð- ingur í málefnum Sameinuðu þjóð- anna og friðargæslu. „Sameinuðu þjóðimar eru ekki lausnin á öllum vandamálum veraldarinnar. Við- horfið er að breytast og á endanum munum við sjá heldur meira jafn- vægi þar sem fólk fer að gera sér grein fyrir því að afskipti em ekki endilega besta lausnin í öllum tilvik- um.“ Diplómatar sem tjá sig um málið viðra þær skoðanir sínar, að líklega verði vestrænar þjóðir varkárari framvegis og sendi síður liðsafla til svæða þar sem bardagar eru heift- úðugir eða þjóðfélagsskipan hrunin og stjómleysi ríkir. Annað muni þó gilda í tilvikum þar sem markmiðið er skýrt og víst þykir um árangur, eins og til dæmis þegar her Sadd- ams Hússeins var svældur út úr Friðargæsla og mannúðarstarf Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og Sómalíu verður sífellt umdeildara Kúveit eða þegar gengið var í að koma á lýðræðislegum kosningum í Kambódíu. Slíkar aðgerðir verði áfram fysilegar. Ónefndur dipló- mati í Brussel orðaði þetta svo: „Vandinn er sá, að við höfum ekki verið með það á hreinu hvað við ætlum að gera í Bosníu og Sómal- íu. Það vantar alveg langtíma áætl- un. Nú þegar sjást þess merki að menn ætli sér að vera svolítið vark- árari framvegis.“ Innanbúðardeilur „Spumingin er einfaldlega þessi: Erum við til í að kyngja þeim fórn- um sem fylgja aðgerðunum í Sómal- íu?“ segir prófessor William Zart- man, sérfræðingur í málefnum Afr- íku við Johns Hppkins háskóla í Bandaríkjunum. Árás bandarískra hersveita Sameinuðu þjóðanna á bækistöðvar stríðsherrans Aideeds - sem ku sjálfur ekki hafa verið viðlátinn þann daginn - vakti upp háværar raddir efasemda um hæfni Sameinuðu þjóðanna til þess að taka á málum. Tugir Sómala létu lífið og öskuvondir landar þeirra náðu fram hefndum með því að myrða fjóra erlenda fréttamenn í óeirðum sem fylgdu í kjölfar árásar- innar. Það eru ekki síst ítalir sem hafa verið gagnrýnir. Þegar fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Boutros Boutros-Ghali, bað þá að | kalla heim yfírmann gæslusveita " sinna í Sómalíu og til stóð að flytja sveitirnar burt frá höfuðborginni, l. Mogadishu, varð ítalska stjórnin “ stjörnuvitlaus og er í fylkingar- brjósti þeirra sem krefjast þess að ^ aðgerðirnar í Sómalíu verði endur- " skoðaðar. Þeir segja að Sameinuðu þjóðirnar hafi gefið mannúðarstarf- semi upp á bátinn og séu lítið ann- að en strengjabrúða í höndum síð- asta stórveldisins, Bandaríkjanna. I Pentagon fullyrða menn hins vegar að bandarískir hermenn í Sómalíu séu seldir undir vald Sameinuðu þjóðanna, og embættismenn sem hafa með varnarmál að gera segja í framhjáhlaupi að þvert á móti séu það einmitt gæsluliðar frá öðrum löndum, eins og til dæmis Pakistan og Italíu, sem taki bara við skipun- um stjórnmálamanna heimanað. Mikið færst í fang | Það virðist fráleitt heiglum hent að finna veika hlekkinn. Sameinuðu þjóðirnar standa nú að friðargæslu og mannúðarstarfsemi á 24 stöðum í heiminum. Það hefur aldrei verið meira að gera. Stjórnmálaskýrend- p ur og diplómatar þykjast greina þann vanda, að allur þessi starfi sé samtökunum einfaldlega ofvax-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.