Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 KVIKMYNDIR/Sambíóin sýna kvikmyndina Dragon, sem ijallar um ævi Bruce Lee, meistara austurlenskra sjálfsvarnaríþrótta, en hann lék í þekktum karatemyndum áður en hann lést 32 ára að aldri. Bautasteinn Drekinn á flugi Þegar þeir hefðu síðan fundið þann sem næði að gæða persónu Bruce Lee lífi væri hægt að kenna honum nauðsynlegar brell- ur fyrir bardagaatriðin í myndinni. Vinur Cohens stakk upp á hinum 25 ára gamla kínversk-ameríska Jason Scott Lee sem ættað- ur er frá Hawaii og var hann snögglega ráðinn til að fara með hlutverkið. Hann var hins vegar mjög hissa á því sjálfur vegna þess að hann kunni ekkert fyrir sér í austurlenskri bardagafími. Þetta ár ætlar að verða viðburðaríkt hjá þessum nánast óþekkta leikara, því tvær myndir með honum í aðalhlutverki eru frum- sýndar á árinu og sú þriðja er á vinnslustigi. Frumraun hans í aðalhlutverki er í kvikmyndinni Map of the Human Heart, sem íjallar um 30 ára tímabil í lífí eskimóa og ástarsamband hans og konu af kynstofni Cree-indíána, sem franska leikkonan Anne Parillaud (Le Femme Nikita) leikur. I myndinni sem tekin var á Norðurheimskautinu leika einnig þeir Patrick Bergin og John Cusack. Hlutverk Bruce Lee fylgdi síðan strax í kjölfarið og því næst fékk hann aðal- hlutverk í mynd Kevins Kostner og Jim Wilson, Rapa Nui, sem er róman- tísk saga úr lífi frumbyggj- anna á Páskaeyjum. * Ikvikmyndinni Dragon: The Bruce Lee Story, er brugðið upp mynd af æviferli hins þekkta bar- dagalistamanns og kvik- myndaleikara, en kvik- myndin er gerð eftir sögu Lindu Lee Cadwell, ekkju hans. Aðalhlutverkið ieikur Jason Scott Lee (alls óskyldur Bruce Lee), en í öðrum aðalhlutverkum eru Laureen Holiy, sem leikur Lindu, Nancy Kwan og Robert Wagner. Leikstjóri myndarinnar er Rob Coh- en, sem meðal annars hef- ur framleitt myndirnar The Witches of Eastwick með Jack Nicholson í aðalhlut- verki, Bird on a Wire með Mel Gibson og Goldie Hawn og The Hard Way með Michael J. Fox og Ja- mes Woods. Rob Cohen segir Dragon raunverulega vera þrí- þætta mynd. í fyrsta lagi sé um hefðbundna Kung Fu-bardagamynd að ræða sem bjóði upp á mörg stór- fengleg bardagaatriði, í öðru lagi sé um að ræða ástarsögu tveggja einstakl- inga af ólíkum kynþáttum og frá mismunandi menn- ingarheimum og í þriðja lagi fjalli myndin svo um dularfulla örlagasögu manns sem allt sitt líf reyn- ir að ná valdi á örlögum sínum og sigrast á illum öflum sem sækja að hon- um. Cohen varð snemma hugfanginn af ævi Bruce Lee og þegar hann var við- staddur frumsýninguna á Enter The Dragon, síðustu kvikmyndinni sem Bruce Lee lék í árið 1973, varð hann vitni að því að áhorf- endur hegðuðu sér eins og þeir væru á íþróttaleik með því að hrópa af fögnuði og hvetja hetjuna á hvíta tjaldinu. Þá hafði bók Lindu einnig sterk áhrif á hann þegar hún kom út og fljótlega byrjaði hann að vinna að kvikmyndahand- riti um ævi bardagalista- mannsins. Á undan Cohen höfðu margir reynt að koma ævi Bruce Lee á hvíta tjaldið, en ekkja hans, Linda, hafði neitað að leggja blessun sína yfir þær fyrirætlanir allt þar til hún hitti Cohen og sá upp- kast hans að handritinu. Henni þótti hann búa yfir þeim listrænu hæfileikum sem til þyrfti og auk þess skilningi á því í hveiju ævi Bruce Lee var raunveru- lega fólgin. Cohen gerði sér grein fyrir að Bruce Lee átti í átökum við örlögin allt frá bamæsku og hann sá ótímabæran dauða hans og þá dulúð sem spannst í kringum hann sem beina afleiðingu þess sem Lee stóð fyrir í lifanda lífi. „Ég vildi ekki segja söguna um dauða hans heldur um það líf sem hann lifði, en á sama tíma sýna fram á að Staðið fyrir sínu BRUCE Lee (Jason Scott Lee) þróaði nýja bardagaaðferð sem færði Kung Fu-bar- dagalistina nær nútimanum og gerði hana einfaldari. Hann varð að taka áskorun gamals fjandmanns til að sýna fram á að aðferðin ætti rétt á sér. I aðalhlutverkum JASON Scott Lee, sem leikur Bruce Lee í Dragon, sést hér ásamt Ieikstjóra myndarinnar Rob Cohen. dauðinn var nálægur allt hans líf. Ég held að það sé til staðar innri vitneskja um meiningu tímans hjá slíkum mönnum sem lifa bæði hratt og brenna skær- um loga og því hef ég reynt að koma til skila í kvik- myndinni." Þegar handritið að kvik- myndinni var tilbúið hófst hin erfiða leit kvikmynda- gerðarmannanna að leik- ara til að fara með aðal- hlutverkið, en þeir vildu að sá útvaldi væri fyrst og fremst leikari en ekki ein- ungis bardagalistamaður. bardagamanns SAMBÍÓIN sýna kvikmyndina Dragon sem fjallar um ævi kvikmyndaleikarans Bruce Lee, sem var meistari á sviði sjálfsvamaríþrótta, en hann reyndi vægðar- laust að ná bæði andlegri og líkamlegri fullkomnun á því sviði. Hann nálgaðist hina ævafomu bardagalist á nýstárlegan hátt og tókst það sem hann stefndi að allt frá bamæsku: að verða goðsögn í lifanda lífi bæði í kvikmyndum og sem bardagamað- ur. Á stuttri ævi tókst honum að yfirstíga ótta og fordóma, auk þess sem hann veitti nýrri kynslóð kvikmyndahetja innblástur. Bmce Lee var aðeins 32 ára gamall þegar hann lést árið 1973, og er hin opinbera skýring á dauða hans sú að efni í verkjatöflu hafi valdið heilabólgu sem leiddi hann til dauða. Dragon var fmmsýnd í byrjun maí síðastliðins við geysi- góða aðsókn og á fyrstu tveimur sýningarvikunum skilaði hún um 30 milljónum dollara í kassann. Litli drekinn varð stór BRUCE Lee fæddist í San Francisco á stund drek- ans, 27. nóvember árið 1940, ári drekans. Hann var skírður Lee Yuen Kam, en varð seinna þekktur sem Lee Siu Yoong, en það nafn merkir Litli drekinn. Lee ólst upp í Hong Kong þar til hann var 18 ára gamall en þá fluttist hann aftur til Bandaríkjanna eftir að hafa lent í útistöðum við laganna verði vegna slagsmála og þátttöku í glæpaklíkum. í Bandaríkjun- um kynntist hann fljótlega hinni Ijóshærðu Lindu, sem síðar varð eiginkona og móðir tveggja barna hans, en þrátt fyrir mótmæli fjölskyldu hennar og fordóma stóð hjónaband þeirra allt til dauðadags Lee. Astfangin LINDA Cadwell (Lauren Holly) og Bruce Lee (Jason Scott Lee) mæta fordómafullri andstöðu fjölskyldu hennar þegar þau taka saman ung að aldri, en sambúð þeirra stóð allt til dauðadags Bruce Lee. Bruce Lee hóf fljótlega að kenna þær austur- lensku bardagaaðferðir sem hann hafði lært allt frá barn- æsku, en hann vakti fljótlega hneykslun með því að taka að sér nemendur sem ekki voru af kínversk-amerísku bergi brotnir. Þá var hann óánægður með hinar ófrá- víkjanlegu fornu hefðir bar- dagalistarinnar, og þess vegna þróaði hann nýja að-. ferð, Jeet Kune Do, sem ein- faldaði og gerði Kung Fu nútímalegri bardagaaðferð. Sjálfur varð hann besta aug- lýsingin fyrir þessa nýju að- ferð en fæmi hans dró fljót- lega að sér fjölda áhorfenda. Ekki leið svo langur tími þar til Hollywood uppgötvaði þennan unga bardagamann sem einnig reyndist vera ágætur leikari, og meðal nemenda hans í bardagafimi urðu James Coburn, Steve McQueen og Karem Abdul- Jabbar. Eftir skammvinnan feril í Kung Fu sjónvarpsþáttum sem Bruce Lee átti þátt í að skapa missti hann hlutverk sitt í hendur David Carrad- ine. Skömmu síðar sneri hann aftur til Hong Kong að heimsækja ættingja sína, en sér til mikillar furðu komst hann að því að sjón- varpsþættirnir nutu gífur- legra vinsælda þar og hann sjálfur var orðinn að eins- konar þjóðargersemi. í kjöl- farið fylgdu svo kvikmyndir þar sem bardagahetjan sýndi snilli sína og varð velgengni hans að lokum til þess að bandarískir framleiðendur fjármögnuðu einu stórmynd- ina sem hann lék í. Það var myndin Enter the Dragon, en þremur vikum áður en hún var frumsýnd lést Bruce Lee úr heilabólgu aðeins 32 ára gamall. Ymsar sögu- sagnir komust á kreik um hvað hefði valdið dauða hans, en engin þeirra hefur verið staðfest. Rúmlega 25 þúsund manns komu til minningarathafnar sem haldin var í Hong Kong, en jarðarförin fór fram í Seattle í Bandaríkjunum. Sonur Bruce Lee óg Lindu, Brandon Lee, fetaði í fótspor föður sins og steig hann sín fyrstu skref í kvik- myndum í Höng Kong þar sem faðir hans hafði notið fádæma hylli á sínum tíma. Brandon lést á voveiflegan hátt eins og faðir hans, en hann varð fyrir voðaskoti við upptökur á kvikmyndinni Krákunni síðastliðið vor. Brandon var 28 ára þegar hann lést og þótti hann eiga bjarta framtíð fyrir höndum í Kung Fu og Ninja myndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.