Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JUU 1993 4 eftir Urði Gunnarsdóttur í þrjátíu ár Hefur tímarit Haralds J. Hamars, lceland Review, flutt útlending- um fréttir af því sem efst er á baugi á íslandi. Hann líkir starfi þeirra sem vinna að því að kynna landið við að þeir séu að stækka ísland STARFSMENN Iceland Review hafa góða yfirsýn yfir borgina úr háhýsinu við Höfðabakkann. Þeir verða að fylgjast vel með því sem ger- ist í þjóðfélaginu, en halda jafnframt vissri fjarlægð. Öðruvísi er ekki hægt að meta það sem útlendingum kann að þykja fréttnæmt ofan af hinu smáa íslandi. Enda segir einhvers staðar að glöggt sé gestsaugað. Iceland Review var stofnað fyrir þrjátíu árum. Annar tveggja stofnenda, Haraldur J. Ham- ar, hefur rekið útgáfuna fyrir eigin reikning í tuttugu ár — og er enn að ryðja brautina. Ieland Review er flaggskip útgáfu Haraldar en auk þess gefur hann út fréttablaðið News From Iceland, Atl- antica fyrir farþega Flugleiða í millilandaflugi og bækur um land og þjóð. í raun er útgáfa þessara blaða einstök, það hafði einfaldlega enginn lagt í að gefa út biað eða tímarit þar sem helstu viðburðum, straumum og stefnum lands væru gerð skil og þau mat- reidd fyrir útlendinga. Og það af sjálfstæðum og óháð- um aðila. Sendiherra Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR J. Hamar: „Við megum ekki gleyma því að við erum öll sendiherrar í samskiptum okkar við útlendinga. Hvert og eitt okkar þarf sífeilt að miðla upplýsingum um landið til útlendinga vegna þess hve fólk veit lítið um okkur og er forvitið.“ ið höfum lagt okkur eftir miklu víðtæk- ari skoðun á landi og þjóð en er að hafa í allrahanda auglýs- ingabæklingum og myndabókum. Þessi rýni okkar nær til menningar, atvinnulífs, stjórnmála, náttúru; allsheijarskoðun sem kemur fram i tveimur tímaritum, fréttablaði og bókum hjá okkur. Þegar náttúra landsins er tii umfjöllunar hefur aðaláherslan að sjálfsögðu verið á ljósmyndir, því einstæð náttúran er það sem kveikir áhuga flestra á landinu," segir Haraldur. Hann segir útgáfuna ekki eiga sér ákveðna fyrirmynd, hún hafi þróast hægt og rólega og stöðugt verið að skjóta nýjum rótum. „Eg þekki ekki til svipaðrar útgáfu er- lendis. Hins vegar hafa nokkrir er- lendir útgefendur komið að máli við mig og kynnt sér þetta, sumir hafa viljað fá mig í samstarf. Það hefur ekki komið til þess, fyrst og fremst vegna þess að ég hef ekki haft tíma til þess. Nú er hins vegar í bígerð að ég gangi til samstarfs við aðila í einu nágrannalanda okk,ar, þar sem aðallega yrði bvggt á reynslu okkar hér.“ Hugmynd við eldhúsborðið „Eins og svo margir góðir hlutir varð Iceland Review til á eldhús- borðinu," segir Haraldur. í upphafi fékk hann kunningja sinn, Heimi Hannesson, í lið með sér. Síðar keypti Haraldur Heimi út úr rekstr- inum. Og Haraldur segir að fyrstu árin hafi verið annasöm en umfram allt skemmtileg. Heimilið hafi þá verið nánast undirlagt af útgáfunni, pökkunin oft farið fram á stofugólf- inu. Kona hans hafí tekið drjúgan þátt í þessu á þeim tíma og þegar litið sé yfir farinn veg sé það alveg ljóst að ötulir starfsmenn og áhuga- samir samstarfsaðilar eigi mestan heiðurinn af árangrinum. „Ég hef verið harður við sjálfan mig, en líka samstarfsmennina, sem hafa tekið því furðu vel.“ Haraldur segir stundum hafa horft þunglega í útgáfunni, enginn leikur sé eða verði að gefa út á ís- landi, blöð og tímarit fyrir alþjóðleg- an markað. Þar komi margt til. En auðvitað hafi einnig verið rífandi gangur í útgáfunni á köflum og tækifæri gefist til að skjóta styrk- ari stoðum undir reksturinn, svo sem með útgáfu bóka um margvíslegt íslenskt efni. „Óáran geturvissulega komið okkur á kné eins og hverjum öðrum, við fínnum fyrir þeim sam- drætti sem nú er.“ ímynd landsins nú þegar til Það hlýtur að vera yfírþyrmandi verk að ætla sér að kynna smáþjóð á erlendri grund. „Auðvitað tekst það aldrei til fullnustu, árangurinn verður ekki endanlegur, þessu starfí verður aldrei lokið. Einmitt þess vegna hljótum við öll að sýna við- leitni í þá átt að láta vita af okkur, koma á tengslum og gera ísland æ trúverðugra. Með starfí okkar höf- um við í raun tekið á okkur mikla ábyrgð með því að standa fyrir stöð- ugu upplýsingastreymi héðan, sem í mörgum tilvikum er það eina sem fólk les um land og þjóð.“ - Menn mega gæta sín að vera ekki of jákvæðir? „Við ætlum ekki að búa til neinn rósagarð.“ - Hvaða mynd vilt þú draga upp af landi og þjóð? „Þá mynd sem er sannleikanum samkvæm. En það efni sem við flytj- um af lífí og starfí þjóðarinnar hef- ur án efa áhrif á mótun ímyndar landsins og hún breytist að sjálf- sögðu og þróast eftir því sem tímar líða,“ segir Haraldur og hugsar sig um. „Við sitjum uppi með þá ímynd sem landið hefur gefíð nú þegar. Við eigum okkur rætur í norrænni menningu og sérstæðri náttúru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.