Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993
21
eftir Árna Matthíasson
FÁTT fer meira í taugarn-
ar á listamönnum en að
vera metnir á mælikvarða
vinsælda; að vera í sífelldri
íþróttakeppni um hver
kemst hæst, selur mest og
heillar flesta. Ekki verður
þó litið fram hjá því að
listamenn lifa ekki í tóma-
rúmi; það hlýtur að skipta
þá miklu máli hvernig þeim
tekst að ná til almennings
og þegar frami erlendis er
annars vegar sperra Is-
lendingar eyrun af eðlilegu
þjóðarstolti. Þannig vakti
gríðarlega athygli þegar
plata Bjarkar Guðmunds-
dóttur, Debut, komst inn á
topp tíu á breska breið-
skífulistanum í einu stökki
á dögunum. I ljósi þess er
ástæða til að velta eilítið
fyrir sér hvað þessi vel-
gengni þýðir.
oppfræðingar
og tónlistar-
áhugamenn vissu að plata
Bjarkar hafði vakið mikla
athygli löngu áður en hún
kom út. Blöð um allan heim
kepptust um að birta við
hana viðtöl og tónlistarsjón-
varpsstöðin MTV í Evrópu
tók lagið Human Behaviour
og Björk sérstaklega upp á
arma sína og hefur sýnt
myndbandið við lagið í sí-
fellu síðasta mánuð. Hér á
landi var Debut líka vel tek-
ið, komst í annað sæti breið-
skífulistans, og lagið Hum-
an Behaviour fór í efsta
sæti vinsældalista Bylgj-
unnar og DV. Smáskífunni
með Human Behaviour gekk
aftur á móti ekki eins vel
ytra af ýmsum sökum, þeirri
helstri að lagið komst ekki
á spilunarlista útvarps-
stöðva og lítil vinna var lögð
í að koma því þangað eins
og síðar verður rakið. Það
kom því mörgum í opna
skjöldu þegar Debut komst
í þriðja sætið.
Gallup-listi
Breiðskífulistinn breski er
tekinn saman af Gallup-fyr-
irtækinu, sem annast hefur
skoðanakannanir um allan
heim í áraraðir. Listinn þótti
óáreiðanlegur á árum áður,
því ekki var mikið mál að
svindla á honum, en fyrir-
tæki og hljómsveitir stund-
uðu það að fara í búðir sem
voru í úrtakinu og kaupa
plötustafla, sem síðan var
skilað daginn eftir að könn-
unin hafði farið fram. Einn-
ig voru dæmi þess að versl-
unarrekendum var mútað til
að gefa upp hærri sölutölur,
eða þá að verslanir sem út-
gáfurnar sjálfar áttu krítuðu
liðugt. Fyrir nokkrum
árum tóku Gallup-menn
málið föstum tökum og
eyddu töluverðu fé í að
gera listann marktækan.
Liður í því var að koma
fyrir tölvubúnaði í fjölda
verslana sem las strika-
merki á plötunum. Þessi
búnaður var tengdur
bókhaldi verslananna,
sem gerði illmögulegt
að svindla. Því til við-
bótar eru sölutölur sí-
fellt bornar saman frá
verslununum og frávik
koma samstundis í
þurfi. Því hafi verið ákveðið
að veita engin viðtöl við
breska fjolmiðla að sinni,
sem mikið er sótt í, og reyna
frekar að skammta fjölmiðl-
um annarra landa tíma.
Þannig er Björk á förum til
Ítalíu í myndatöku og viðtal
fyrir Vogue, og síðan er
ferðinni heitið til New York
í álíka meðhöndlun hjá Roll-
ing Stone, sem ætlar að
leggja þijár síður undir.
Allir út að kaupa
Gallupspá sem birt var í
gær, spáir að Debut falli
niður í tíunda sæti, sem
ætti ekki að koma á óvart.
Vert er þó að geta þess að
ég hef heimildir fyrir því að
sárafáum eintökum muni á
plötunum í 5. til 10. sæti
og því getur flest gerst. Líkt
og var með Sykurmolana
og er með aðrar hljómsveitir
sem ná eyrum takmarkaðs
hóps hlustenda, þó fjöl-
mennur sé, hefur stærstur
hluti þess hóps sem var bú-
inn að ákveða að kaupa plöt-
una áður en hún kom út
keypt hana fyrstu vikuna.
Þannig er alvanalegt að
hljómsveitir og listamenn
sem hafa sterkan vinsælda-
kjarna skjótist inn á topp tíu
og detti svo jafnvel niður í
kjallara. Ef sú spá rætist
að Björk haldist enn inni á
topp tíu, þó í tíunda sætinu
sé, þýðir það að staða henn-
ar sé sterkari en stökkið í
þriðja sætið gaf ástæðu til
að ætla. Það að vera á topp
tíu gefur henni gott færi til
frekari sóknar og heldur
henni í sviðsljósi fjölmiðla
þangað til næsta smáskífa
kemur út og næsta kynning-
arátak fer af stað af hálfu
One Little Indian. Derek
Birkett, sem hefur sagst
ætla að selja 300.000 eintök
af plötunni í Bretlandi, sem
væri þá þreföld gullsala,
segist hæstánægður með
stöðu plötunnar á listanum,
því fyrirtækið hafi ekki svig-
rúm og tíma til að halda
henni inni á listanum, en
þegar næsta smáskífa kem-
ur út í ágúst verður þráður-
inn tekinn upp að nýju.
Athygli vekur að Björk
gefur í raun sjálf út Debut,
þ.e. hún kostar hana sjálf
og hefur í hendi sér allan
höfundar- og útgáfurétt
undir nafninu Bapsi Ltd.
Hún semur síðan við One
Little Indian, sem Syk-
urmolarnir áttu þátt í
að stofna á sínum
tíma, um fram-
kvæmd útgáfunnar
og dreifingu. Fyrir
slíku samstarfi eru
fjölmörg dæmi og
nægir að nefna
samstarf Smekk-
leysu ogJapís
hér á landi, nú
síðast í útgáfu
á plötu Bogom-
ils Fonts. Síðan
semur One
Little Indian
fyrir hönd
Bapsi um út-
gáfu víða um
heim, m.a. við
Polygram um
ljós. Þessum upplýsingum
er svo safnað alla vikuna
og svo sett saman miðvik-
uspá, sem gefin er út á
fimmtudögum. Önnur spá
er svo tekin saman á föstu-
dagskvöldi og svo er lok-
aniðurstaðan birt á sunnu-
dagskvöldi. Miðvikuspárnar
hafa reynst mis áreiðanleg-
ar og þannig var því til að
mynda spáð að plata Sykur-
molanna, Stick Around for
Joy, myndi ná í fimmta
sæti breiðskífulistans, en
það fór á annan veg. Spáin
fyrir Debut í þarsíðustu viku
var aftur á móti sú að plat-
an myndi lenda í öðru sæti
listans, sem var allnærri
lagi, en 23 eintök vantaði
upp á að það næðist, eins
og komið hefur fram.
tónlistarsögu, því íslensk
hljómsveit hefur ekki áður
komist inn á topp tíu í Bret-
landi og ekki nema ein, Syk-
urmolamir, inn á topp tutt-
ugu. Vinsældir fyrstu smá-
skífunnar af Debut, Human
Behaviour, virtust ekki
benda til þess að mikil sala
væri framundan, því lagið
fór í 24. sæti í fyrstu viku,
féll þá í það 40. og síðan út
í ystu myrkur. Sá vinsælda-
listi er og valinn á óvísinda-
legri hátt og hefur alla tíð
verið umdeildur, ekki síður
en sá grúi sem saman er
tekinn yfir „vinsælustu“ lög
á íslandi. Björk lét þau orð
falla í fjölmiðlum að
líkleg skýring á ólíku gengi
plötu og smáskífu væri að
platan væri eitthvað sem
menn vildu eiga sem heild,
frekar en að lagið yrði al-
mennt vinsælt.
Björk hefur annars viljað
gera sem minnst úr vinsæld-
unum sínum ytra og Derek
Birkett, frammámaður One
Little Indian, segir að það
sé ein af ástæðunum fyrir
því hvers vegna smáskífan
hafi ekki gengið betur en
raun varð á. Hann segir
Björk lítið gefna fyrir fjöl-
miðlahark og vilja síður
leggja mikla vinnu í kynn-
ingar á smáskífum; hún seg-
ist breiðskífulistamaður og
smáskífur eigi að mæta af-
gangi. Derek segir að
helsta vandamál út-
gáfunnar sé að
ekki séu nema
24 tímar í sól-
arhringnum
og Björk
hafi því ekki
tíma til að
sinna öllu
sinna
Engin tordæmi
Þetta gríðarstökk
Bjarkarinn á
breska breið-
skifulistann á
lenski
sér engin for-
dæmi í ís-
'útgáfu í Evrópu og Elektra-
útgáfuna i Norður-Ameríku.
Þessi tilhögun þýðir líklega
að sala á plötunni verður
minni en ef t.a.m. eitthvert
stórfyrirtækið héfði gefið
hana út um heim allan, en
skilar litlu minna fé til
Bjarkar, því eins og áður
sagði á hún útgáfuréttinn
og þegar búið er að borga
útgáfukostnað er hún á
grænni grein. Þetta þýðir
einnig að Björk lýkur við
allt sem viðkemur plötunni,
umslag meðtalið, og síðan
bjóða þeir sem vilja gefa
hana út í verkið eins og það
er. Þar kom Björk að góðum
notum veran í Sykurmolun-
um og segja má að þessi
tilhögun sé rökrétt framhald
af því sem Sykurmolarnir
höfðu áður gert. Örfáar vin-
sælar hljómsveitir hafa þó
farið þessa leið, sem kallar
á meiri vinnu og áhættu þó
hún gefi fullkomið frelsi, en
nefna má að breska hljóm-
sveitin Cure háttar málum
á þennan veg.
Mikill áhúgi vestan hafs
Eins og áður segir er
Björk á förum til Bandaríkj-
anna til viðtals við Rolling
Stone, en Debut kom út þar
í landi í síðustu viku. Að
sögn þeirra sem til þekkja
var laginu Human Behavio-
ur afar vel tekið á útvarps-
stöðvum þar í landi, en það
hefur ekki verið gefið þar
út og verður ekki gefið út
almennt fyrr en eftir ein-
hverjar vikur. Myndbandið
við lagið hefur líka vakið
athygli og komst í úrvals-
flokk myndbanda hjá MTV,
sem tryggir tíðar sýningar.
Derek Birkett segir áhug-
ann fyrir sjálfri breiðskíf-
unni mikinn í Bandaríkjun-
um ekki síður en í Bret-
landi, þó ekki eigi hann von
á öðru eins hástökki á Bill-
board-listanum bandaríska,
en þar í landi fara plötur
almennt hægar upp lista en
í Bretlandi og um leið hæg-
ar niður. Að sögn Dereks
hefur One Little Indian sent
um 80.000 eintök af Debut
til Bandaríkjanna, en fram-
leiðsla hefst þar ánæstunni.
Á bak við hástökkið á
breska listanum var um
40.000 eintaka sala sem
þýðir að fyrir plötuna hafi
komið inn um 48 milljónir
króna brúttó. Ekki rennur
nærri því allt það fé í vasa
Bjarkar eða One Littie Indi-
an og því fráleitt að gera
því skóna að Björk sé orðin
milljónessa. Kostnaður við
útgáfu plötunnar hefur ekki
verið gefinn upp, en hann
er líklega allhár, enda mikið
í upptökurnar lagt og um-
slagið, eitthvað hefur kostað
að gera myndbandið við
Human Behaviour og öll
kynning, þar með talin tíð
ferðalög milli heimsálfa,
kostar skildinginn. Það er
því ekki ljóst hvort fjárfest-
ingin hefur borgað sig, en
fljúgandi start Debut gefur
von um að dæmið gangi
þægilega upp og — það sem
meira er um vert — að Björk
geti gert aðra plötu á sömu
forsendum.