Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.07.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1993 FJÖLMIÐLASKELMIRINN Skæruliði fjölmiðlaheimsins hersl einn síns liðs við irú- gjarna fjölmiðla og beitir háði og blekkingum í baráttu sinni Joey Skaggs kynnti sig sem dr. phil. og for- stjóra Sexonix- fyrirtækisins. Kynlífstölva þess var sögð styðjast við sýndarveru- leika og geta uppfyllt villt- ustu kynlifs- drauma not- andans. Fjöl- miðlar gleyptu við agninu. Stærsta sjónvarpsstöð Torontoborgar var meðal þeirra sem gleyptu við fréttinni um kynlífstölvuna. LEIKARINN Joey Skaggs hefur verið kallaður skærul- iði fjölmiðlaheimsins. Hann berst einn síns liðs við trú- gjarna fréttamenn sem láta ginnast af ótrúlegum blekk- ingum fjölmiðlaskelmisins. Prakkarastrikin hófust sem mótmæli gegn Víetnam- stríðinu og því sem Skaggs þótti ótæpileg þjónkun bandarískra fjölmiðla við þarlend stjórnvöld og her. Víetnamstríðinu er löngu lokið en Skaggs lætur ekki deigan síga og heyr ótrauð- ur stríð sitt gegn trúgirni og tálsýn fréttamennskunn- ar. llýjasta fréttabrella Skaggs sner- B| ist um kynlífstölvu Sexonix- BV fyrirtækisins í New York. Sá ® “ sem vildi njóta kynlífsunaðar með hjálp tölvunnar setti rafeind- askjá á höfuðið og dró niður fyrir augu, tengdi skynjara við hina ýmsu líkamsparta og mataði tölvuna á vilitustu kynórum sínum. I samneyti tölvunnar átti allt að vera mögulegt og allt leyfilegt, fullkominn unaður! Sexonix var kynnt sem fyrsta kyn- lífsvélin sem nýtti sýndarveruleika (virtual reality) tölvutækninnar. Markhópurinn var sagður einmana viðskiptajöfrar á ferðalögum, fatlað- ir sem bjuggu við kynlífshömlur, auk rúmlega 5 milljarða kynlífsþyrstra >' jarðarbúa. Að sögn doktors Joey Skaggs átti Sexon/x-kynlífstölvan að eiga nær ótakmarkaða sölumögu- leika. Það stóð til að kynna tölvumakann óþreytandi á árlegri jólagjafasýn- ingu í Toronto í Kanada síðastliðið haust og vakti það að sjálfsögðu ti- lætlaða athygli í fjölmiðlum. Því miður var kynningarbás Sexonix- fyrirtækisins næsta tómlegur þegar til átti að taka. Óþreyjufullir gestir og fjöldi blaðamanna biðu til einskis við básinn því kanadíska tollgæslan gerði tölvurnar upptækar við landa- mærin, að sögn fulltrúa Sexonix-iyr- irtækisins. Sú frétt dró ekki úr áhuga fjölmiðlafólks á fyrirbærinu. Fulltrúi Sexonix í Kanada, fröken Marian Pierce, mætti í viðtal í morg- unþætti útvarpsstöðvar í Toronto og kynnti tölvuna. Útvarpsfólkið átti vart orð af hrifningu og samstundis var flugléttur fréttahaukur sendur út af örkinni til að taka viðtöl við fólkið á götunni. Hvað finnst þér um kynlífstölvuna? Nokkrum vikum seinna fjallaði stór sjónvarpsstöð í Toronto um Sexon/x-tölvuna í þáttaröð um kyn- líf á ofanverðri 20. öld. Meðal ann- ars var sýnt brot úr kynningarmynd- bandi sem Sexon/x-fyrirtækið hafði látið útbúa. Einnig átti stöðin stutt símaviðtal við doktor Joey Skaggs í New York um tólið. Góðar viðtökur ljósvakamiðla við fréttum af kyniífstölvunni urðu Sex- on/x-fyrirtækinu hvatning til að senda ítarlega kynningu til nokkurra helstu tölvublaða í Bandaríkjunum og víðar, þar sem útvarps- og sjón- varpsumfjöllun var að sjálfsögðu tí- unduð. Doktor Skaggs segir kynn- ingarefnið hafa fengið mjög góðar viðtökur og á hann von á góðri umfjöllun um kynlífstölvuna. Fréttir um kynlífstölvuna eru upp- spuni og Sexon/x-fyrirtækið ekki til. Kanadískir tollverðir eru saklausir af að hafa gert kynlífstölvur upp- tækar og Marian Pierce er ekki fjöl- miðlafulltrúi Sexon/x heldur leik- kona sem lék hlutverk sitt óað- finnanlega. Fréttin er nýjasta uppákoman á 25 ára ferli Joey Skaggs sem fjöl- miðlaskelmis og gjörningalista- manns. Skaggs hefur kynnt sér vinnubrögð blaðamanna til hlítar og komist að því hvað trúgjarnir blaða- menn gleypa helst í gúrkutíð. Uppá- tæki Skaggs eru ekki þess eðlis að þau bijóti í bága við lög og oftar en ekki smituð af kímni. Skaggs ljóstar sjálfur upp um skammarstrik sín í þeirri von að fjölmiðlamenn gæti sín betur næst. Gjörningar og mótmæli Joey Skaggs nam myndlist í New York þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst. Fyrsti gjörningur Skaggs fóist í því að hann reisti eftirlíkingu af víetnömsku þorpi í almenningsgarði í New York. Síðan voru settir á svið stríðsatburðir og hvernig bandarísk- ir hermenn báru sig að á vígvellin- um. Meðal annarra uppátækja Skaggs á þessum árum var að hann gekk með stóran viðarkross um göt- ur New York til að mótmæla félags- legu óréttiæti í Bandaríkjunum. Öðru sinni hengdi Skaggs risastórán bijóstahaldara á skrifstofubyggingu í Wall Street til að mótmæla djarfri kynlífsumfjöllun fjölmiðla. Eins skipulagði hann hópferðir hippa í betri hverfi borgarinnar til að mót- mæla því að fjölmiðlar kynntu hippa- menningu miðborgarinnar sem áhugavert fyrirbæri fyrir ferðamenn að skoða. Það liðu nokkur ár þar til Skaggs fann áhrifaríkustu aðferðina tii að vekja athygli á því sem honum þótti athugavert. Að semja trúverðuga frétt og koma henni á framfæri við blaðamenn og nota síðan umfjöllun þeirra til að benda á veikleika frétta- miðla. Aðeins fyrir ferfætta Árið 1976 lét Skaggs auglýsingu í tímarit um hundavændishús. Hann auglýsti „mikið úrval af lóðatíkum, bæði hreinræktaðar (franska púðlan Fífí) og blendingar (flökkutíkin Lady). Dýralæknir á staðnum. Öfug- uggar óvelkomnir, aðeins fyrir hunda. Hringið í síma ... Þegar fyrstu blaðamennirnir hringdu útbjó Skaggs sal, útvegaði nokkra hunda og fékk vini sína til að ieika hundaeigendur sem komnir voru með hvutta í smá gleðskap. Blaðamennirnir önuðu beint í snör- una og fréttin flaug um allan heim. Ein sjónvarpsstöð í New York var meira að segja tilnefnd tii Emmy- verðlauna fyrir fréttaþátt um hunda- vændishúsið. Skaggs ljóstaði upp um tiltækið þegar honum var stefnt fyr- ir saksóknará borgarinnar vegna kæru fyrir illa meðhöndlun á dýrum. Fjöldi biaðamanna var viðstaddur þegar málið var tekið fyrir, þann 1. apríl 1976! Rokkarar til undaneldis Síðar sama ár kom Skaggs fram á sjónarsviðið í gervi sæðisbanka- stjórans Guiseppi Scaggoli. Þóttist hann ráða yfir sæðisbanka með inni- stæðum sem hefði verið tappað af þekktum rok-kstjörnum. í fjölmiðlum boðaði Skaggs/Scaggoli að haldið yrði opinbert uppboð á sæðis- skömmtum úr bankanum. Á upp- boðsdegi streymdi hópur ungra kvenna í uppboðssalinn í von um að fá til undaneldis afleggjara af Mick Jagger eða Bob Dylan. Reyndar voru hér á ferð leikkonur sem fengn- ar voru til að mæta. Blaðamenn létu sig ekki vanta'og sýndu málinu mik- inn áhuga. Því miður varð Guiseppi Scaggoli að aflýsa uppboðinu vegna þess að framið hafði verið bankarán og öllum innistæðu bankans stolið. Eftir tvö velheppnuð göbb á einu ári lét Skaggs lítið fyrir sér fara í nokkur ár. Ofátsverðir og skelfiskar Árið 1986 kom fram á sjónarsvið- ið Jói Beinaberi (Joe Bones) og kynnti sig sem foringja hóps vöðva- fjalla sem byðust til að gæta mittis- máls ofæta. Þessi gæslumenií græðginnar buðust til að hafa vök- ult auga með átvöglum nótt og dag og þóttust hafa ýmis ráð við ofáti. Virtir fjölmiðlar á borð við Washing- ton Post og Newsweek gleyptu við gabbinu og fréttin flaug um allan heim. Dr. Dick Long (Langi limur) kynnti sig til sögunnar 1987 og var- aði við því að skeldýrið „geoduck" á Kyrrahafsströndinni væri í útrým- ingarhættu vegna ásóknar Japana í þessa sjaldgæfu lífveru. Fiskurinn í skelinni líkist getnaðarlim og Japan- ir sagðir hafa ofurtrú á kynjamætti skeldýrsins, töldu það tryggja ofur- kynorku þess sem neytti. Fréttastof- an UPI sendi frétt um málið og margir bandarískir fjölmiðlar lögðu trúnað á hana. Skalli og skriftastóll Dr. Joseph Chenango (Skaggs) auglýsti árið 1990 eftir þétthærðum körlum sem vildu ánafna sköllóttum kynbræðrum höfuðleðrinu að sér látnum. „Græddu 1.000 dollara. Peningana núna, höfuðleðrið seinna... Varanleg lausn á skalla- vandamáium." Dr. Chenango sat fyrir á fréttamyndum skrýddur enn- isbandi og með mynd af indjánafor- feðrum sínum í bakgrunni. Með fréttatilkynningum fylgdu bráð- fyndnar myndir af nokkrum þunn- hærðum körlum sem sýndu þá áður og eftir að skipt var um höfuðleður, sem í raun voru hárkollur. Ekki vant- aði að fréttin fékk mikia athygli fjöl- miðla. Þegar demókratar héldu flokks- þing sitt í New York 1992 mætti þar maður klæddur eins og kaþólsk- ur prestur með skriftastól á hjólum. Séra Skaggs sagðist vera mættur á þingið til að gefa syndugum stjórn- málamönnum kost á að iðrast allra sinna misgjörða og byija á ný með hreint borð. Kvenréttindakonur á þinginu límdu slagorð á skriftastól- inn til að mótmæla stefnu kaþólsku kirkjunnar í jafnréttismálum. Lög- reglan bað prestinn afsökunar og hjálpaði honum að hreinsa miðana af stólnum. Fréttin um ferðaskrifta- stólinn barst gegnum fréttastofurn- ar AP, Reuters og CNN um allan heim. Trúgimi og smáatriði Joey Skaggs hefur orðið vel ágengt í að hæðast að trúgirni fréttamanna. Aðferðin er sáraein- föld, til að ná athygli fjölmiðla er gott að egna fyrir þá með einhveiju sem snýr að kynlífi, það hefur aldrei brugðist. „Ég útvega fjölmiðlunum það sem þeir eru á höttunum eftir. Kynlíf, uppákomur, fáránlegir hlut- ir... Þeir gleypa við þessu,“ segir Skaggs. Hann nostrar við smáatriðin og segir þau gera gabbið trúverð- ugt. „Þetta er ekki eins auðvelt og það hljómar," segir Skaggs. „Blaða- menn stunda reyndar einhverjar rannsóknir." Skaggs segir það hjálpa til að hann kynnir sig sem sérfræðing eða doktor, ekki spillir fyrir að geta vísað í umfjöllun ann- arra fjölmiðia um málið. „Þá dettur fjölmiðlunum ekki í hug að efast um sannleiksgildi þess sem ég segi. Þeir trúa því sem þeir hafa séð í sjón- varpi eða lesið í öðrum blöðum." Oft gefur Skaggs vísbendingar um að fréttirnar séu uppspuni, en blaða- menn sjá jafnvel ekki það sem ligg- ur í augum uppi. „Ef blaðamenn notuðu meira þá gagnrýnu hugsun, sem þeir hrósa sér svo mikið af, þá ætti ég enga möguleika," segir Skaggs. (Byggt á Journalisten nr. 10, 1993)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.