Morgunblaðið - 11.08.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 11.08.1993, Síða 1
56 SIÐUR B/C 178. tbl. 81. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Serbar taka mikil- vægar hæðir á ný Sarajevo, Visoko, Genf, París. Reuter. FRANSKUR talsmaður gæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Bosníu skýrði frá því í gærkvöldi að Bosníu-Serbar hefðu á ný tekið öll völd á tveim mikilvægum hæðum við Sarajevo. Skömmu áður hafði Rado- van Karadzic, helsti leiðtogi Bosníu-Serba, sagt fréttamönnum að brottflutningi hersveita Bosníu-Serba frá hæðunum yrði lokið í dag, miðvikudag. Múslimar gera að skilyrði fyrir því að friðarviðræður hefjist á ný að Serbar láti yfirráð hæðanna, sem eru afar mikilvæg- ar hemaðarlega, i hendur SÞ. Serbnesku hermennirnir voru áður búnir að leyfa gæsluliðunum að taka sér stöðu á hluta hæðanna. Túlkuðu margir þá tilslökun Serba svo að þeir væru að bregðast við hótunum Atlantshafsbandalagsins, NATO, um að gerðar yrðu loftárásir á stöðvar þeirra afléttu þeir ekki 16 mánaða löngu umsátrinu um borg- ina. NATO mun þó ekki hefja árásir nema framkvæmdastjóri SÞ, Bout- ros Boutros-Ghali, hafi heimilað þær. Bandaríkjamenn sögðu í gær að þeir myndu þrýsta á Boutros- Ghali um að veita heimildina sem fyrst. Frakkar telja að hótanir um loftárásir hafí haft góð áhrif á frið- arviðræður deiluaðila. „Ég tel að hernaðarhótunin muni tryggja póli- tíska þrýstinginn sem að lokum ætti að verða til þess að samningar náist í Genf,“ sagði Alain Lamassoure Evrópumálaráðherra. Árásir á Maslenica Serbneskir uppreisnarmenn í króatíska héraðinu Krajinu gerðu í gær og fyrradag harðar sprengju- árásir á Maslenica-flotbrúna sem er mikilvægt mannvirki á helstu sam- gönguleiðinni milli norður- og suður- hluta Króatíu. Brúin mun þó enn vera lítt skemmd. Ýmsir óttast að stórstyrjöld geti hvenær sem er haf- ist á ný milli Króatíu og Serbíu vegna þessara átaka. Viðræður æðstu hers- höfðingja múslima og Bosníu-Serba um vopnahlé héldu áfram á Sarajevo-flugvelli í gær en barist er sem fyrr víða um Bosníu. Sjá einnig „Reynt að bjarga ... “ á bls. 20. Nýjar upplýsingar úr skýrslum Stasi Reuter Geimfará uppboði DAVID Redden, aðstoðarforstjóri Sotheby’s-uppboðsfyrirtækisins í New York, hefur hér tekið sér sæti við lúgugat á rússnesku geim- fari. Það var á sínum tíma notað í ferðum Sojus-Kosmos-geimrann- sóknaáætlunarinnar sovésku. Um 200 hlutir, sem notaðir hafa verið í geimrannsóknum Rússa, verða boðnir upp hjá Sotheby’s í dag. 600 skotnir við Berlínarmúriim Reuter Fylgst með fórnarlömbunum HERMAÐUR í liði Bosníu-Serba kannar ástandið í Sarajevo frá vígi sínu á Trebevic-hæð í grennd við borgina. í umsátursliði Serba eru aðeins nokkur þúsund manns en þeir eru mun betur vopnum búnir en múslimar og ráða yfir öflugum bækistöðvum við borgina. Nær 400.000 íbúar Sarajevo hafa nú þurft að þola skothríð frá stórskotaliði og leyniskyttum í 16 mánuði. Berlín. Reuter. NÝJAR upplýsingar úr skýrslum austur-þýsku leynilögregl- unnar, Stasi, staðfesta að miklu fleiri voru skotnir á flótta yfir Berlínarmúrinn en áður hefur verið talið, eða a.m.k. 588. Búist er við að talan eigi enn eftir að hækka. Austur- þýsk yfirvöld höfðu einungis gengist við því að 290 manns hefðu fallið á flótta yfir Berlínarmúrinn. Athugun á skjölum Stasi hefur leitt í ljós að það fæst ekki staðist og ennfremur hafa ættingjar fólks sem ráðgerði að flýja vestur yfir múrinn og ekkert spurðist til gefið sig fram. Rannsóknir á Stasi-skjölum eru skammt á veg komnar og er búist við að tala þeirra, sem reyndu að flýja á vit frelsisins en voru skotn- ir af austur-þýskum landamæra- vörðum, eigi eftir að hækka. Rannsóknir samtaka sem nefna sig 13. ágúst-félagið, eftir degin- um sem Berlín var lokað og bygg- ing Berlínarmúrsins hafin, sýna að flestir þeir sem skotnir voru á flótta voru austur-þýskir. En með- al hinna myrtu voru einnig 30 Vestur-Þjóðverj aj', fjórir Sovét- menn, Ungvetji, ítali og Austurrík- ismaður. Tímamótayfirlýsing Morihiros Hosokawas, nýs forsætisráðherra í Japan Gengist við árásarstefnu í stríðinu Tókýó. Reuter. MORIHIRO Hosokawa, forsætisráð- herra Japans, viðurkenndi í gær, að Japanir hefðu ráðist á og farið með hernaði gegn nágrannaþjóðum sínum á fjórða og fimmta áratug aldarinnar. Hefur enginn japanskur ráðamaður játað það jafn afdráttarlaust fyrr. „Þetta var árásarstríð," sagði Hosokawa þegar hann svaraði spurningum á blaðamanna- fundi í gær og bætti við, að nýja samsteypu- stjórnin hygðist biðja afsökunar á innrásinni í Kína og á stríðsglæpum, sem þar voru framd- ir, af meiri einlægni en gert hefði verið. Japanir hafa átt mjög erfitt með að gangast hreinskilnislega við illu framferði sínu í styijöld- inni og í skólabókum er aðeins tæpt á því með óljósu orðalagi. Hafa nágrannaþjóðir Japana unað þessu illa og það hefur orðið til að ala á grunsemdum í þeirra garð. Fyrri forsætisráðherrar í Japan hafa jafnan neitað að svara spurningum um stríðsrekstur- inn og sagt svörin bíða sagnfræðinga seinni tíma. Þegar menntamálaráðuneytið japanska bannaði orðin „innrás“ og „yfirgangur“ í skóla- bókum um þessi málefni snemma á síðasta áratug olli það mikilli óánægju í Kína. Það var svo ekki fyrr en í síðasta mánuði, að fráfar- andi stjórn viðurkenndi, að hundruð þúsunda erlendra kvenna hefðu verið neydd til að starfa sem vændiskonur fyrir japanska hermenn í stríðinu. Grænlenskur útvegur Tekjur minnka um 25% Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. TEKJUR grænlenska sjávar- útvegsins minnkuðu um fjórðung eða um fimm inillj- arða ísl. kr. frá 1989 til 1992. Stafar það aðallega af þors- kveiðibrestinum en einnig af verðlækkun á rækju. Peder Elkjær, formaður ráð- gjafanefndar danska ríkisins um Grænland, segir í nýrri skýrslu, að útlitið á þessu ári sé heldur skárra en í fyrra þar sem gengi dollara og jens hafi heldur verið á uppleið. Þá segja fiskifræðingar, að rækjustofn- inn þoli nokkru meiri veiði á þessu ári en áður var talið. í skýrslunni varar ráðgjafa- nefndin landsstjórnina í Græn- landi við áformum um að setja 10 milljarða kr. í stækkun eina grænlenska vatnsorkuversins við Nuuk í von um, að kana- díska fyrirtækið Platinova komi þar upp zinkverksmiðju. Telur nefndin, að allt of rnikil áhætta fylgi slíkri fjárfestingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.