Morgunblaðið - 11.08.1993, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Bragabragur
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Bragi Ólafsson: Ytri höfnin (48
bls.). Bjartur 1993.
Ytri höfnin er í stórum dráttum
ferðalag um ókunna staði, gamlar
bækur og eftirminnilega atburði.
Fyrsta ljóð bókarinnar, Merkilega
iðja, er viðeigandi upphafsstaður
þessa ferðalags; mælandinn ruglar
í bókum í stað þess að sendast
eftir brauði út í búð!
Ljóðin í Ytri höfninni geyma
margvíslegar vísanir, margar í
heimsbókmenntimar en aðrar í
persónulega reynslu („Manstu /
Eduardo / litina á húsunum / í
Aveiro...“). Grunntónninn'er sefj-
andi og oft líkt því að verið sé að
ávarpa trúnaðarvin; þessi „þú“
kemur alloft fyrir.
Málfar bókarinnar er yfírleitt
einfalt, sveipað vissri dulúð. Orðin
eru út af fyrir sig hversdagsleg,
skiljanleg, en ósamstæðar setning-
arnar margræðar og misvísandi.
Hefðbundið stílbragð eins og við-
Iíking kemur gjaman fyrir. Mynd-
málið stundum flókið og einka-
legt. Fyrir kemur að myndimar
klóri í augun þannig að maður
tekur í fyrsta sinn eftir því sem
ekki verður auðveldlega séð, t.d.
í Farþegaskipinu:
Það er deginum ljósara að festar skipsins
eru ekki dregnar inn fyrir okkur;
að sá hluti Esjunnar sem það
hylur verður eftir
þegar það
fer.
Það er einnig við hæfi að sein-
asta ljóðið ber heitið Úr höfn. Al-
veg eins og lesandinn er Ieiddur
gegnum bókaskápinn inn í þessa
höfn þannig er hann dreginn burtu
úr henni eins og farþegaskip. En
Bragi Ólafsson
með því er fjarri öllu lokið, fram-
tíðin geymir fyrirheit:
Dauði!
Maður er verðlaunaður
með dauða. Þegar fiðrið úr himinsænginni
dregur upp mynd af sporum mínum
á stéttinni, og auða svæðið
í miðborginni
er horfið undir innflutt sirkustjald,
þá líður mér svo að þetta kvöld muni nýt-
ast mér til aðfanga;
að framtíðin feli í sér óvænta símhringingu.
t
Þessi bók staðfestir að skáld-
skapur Braga er á þroskabraut,
sérstaklega hvað snertir myndmál
og tungutak. Alltaf má samt pota
í eitt og annað. T.d. þykja þessum
lesanda mörg ljóðanna full ábúðar-
mikil og óljós.
VTVALDI
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Seinni sumartónleikarnir í Skál-
holtskirkju, um síðustu helgi voru
eingöngu helgaðir Vivaldi og þá
leiknir tveir blokkflautukonsertar,
einn fyrir kammersveit og tónleik-
unum lauk svo með flórfiðlukon-
sert. Flytjendur voru Kammersveit
Skálholts, undir stjórn Jaap
Schröder, sem ásamt Camillu Söd-
erberg flautuleikara, var einnig
einleikari í fjórfiðlukonsertinum,
ásamt Lilju Hjaltadóttur, Svövu
Bernharðsdóttur og Hildigunni
Halldórsdóttur.
Antonio Vivaldi var ráðinn sem
fiðlukennari við Pio Ospedale della
Pieta, með 60 dúkata árslaun, en
þetta barnaheimili var eitt af fjór-
um slíkum fyrir munaðarlaus börnj
sem starfrækt voru í Feneyjum. I
Pieta var lögð áhersla á að tónelsk-
ar stúlkur fengju tilsögn í hljóð-
færaleik og venja var að þær léku
fyrir aðalsfólk og erlenda gesti,
sem svo fjárhagslega styrktu
þessa merkilegu starfsemi.
Margar af stúlkunum störfuðu
sem kennarar (maestra) og urðu
frægar langt út fyrir umráðasvæði
Pieta, t.d. eins og Anna Maria, sem
stundum var sérstaklega tilgreind
á titilsíðum konsertanna eftir Viv-
aldi, bæði sem einleikari og af-
burðastjómandi. 1716 var Vivaldi
hækkaður í tign og útnefndur
maestro de’ concerti, enda fylgdi
sú kvöð, að semja tvo konserta á
mánuði, sem honum tókst að
standa við með glæsibrag.
Tónleikamir hófust á konsert í
c-moll (RV-441) fyrir blokkflautu
og kammersveit og var einleikar-
inn Camilla Söderberg. Vivaldi
samdi 16 flautukonserta en af
tveimur konsertum fyrir blokk-
flautu, í c-moll og F-dúr er sá
seinni í raun endurritun af flautu-
konsert RV-334. Konsertinn var
mjög vel leikinn, bæði af hljóm-
sveit og einleikara, en á köflum
með svolitlum óróa. Hægi kaflinn,
Largo, var einstaklega vel leikinn
af Camillu, blátt áfram sunginn
fram af sterkri tilfinningu.
Konsert í g-moll (til em 6 slík-
ir) fyrir strengjasveit er fallegt
Kór Flensborgarskóla
Kristskirkja
Tónleikar Kórs Flensborgarskóla
Kór Flensborgarskóla syngur íslensk og erlend
tónverk í Kristskirkju (Landakoti) í kvöld kl. 20.30.
Kórinn mun síðan endurtaka þessa tónleika í Votivk-
irche í Vínarborg nk. laugardag á tónleikaferð hans
um Austurríki og Þýskaland. Tónleikarnir í kvöld
verða síðustu kirkjutónleikar kórsins hér á landi und-
ir handleiðslu stjórnanda og stofnanda hans Margrét-
ar J. Pálmadóttur en hún lætur af störfum sem stjórn-
andi kórsins í haust og Þórunn Guðmundsdóttir söng-
kona tekur við.
Ljóðaþýðingar úr finnsku
Túlkun: Lárus Már Björnsson
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
VERALDIR (93 bls.). Hring-
skuggar 1993.
Ekki er ljóst af inngangsorðum
Skopmynd af Vivaldi eftir Pier
Leone Ghezzi.
verk og það var mjög vel leikið en
á eftir honum var konsert fyrir
sópranino (flautino) í C-dúr en
Vivaldi samdi þijá slíka (tveir í
C-dúr og einn í a-moll). Það sama
má segja um flautino-konsertinn
og c-moll blokkflautukonsertinn,
að hann var í heild frábærlega vel
leikinn en hröðu kaflarnir þó með
nokkrum óróa, sem á ekki alls
kostar við í barokktónlist.
Lokaverk tónleikanna var fjór-
fiðlukonsert í e-moll (RV-550),
op.3 nr. 4 úr L’estro armonica, sem
þessarar bókar hví ljóð eftirtalinna
fjögurra skálda eru gefin út í einni
bók: Sirkka Annikki Turkka, Lars
Huldén, Paavo Haavikko og Mart-
in Enckell. Víst eru þau öll finnsk
og em meðal fremstu fulltrúa
ljóðagerðar í landi sínu. Hugsan-
Jaap Schröder
gefinn var út í Amsterdam 1711.
Þetta er glæsilegt verk, og var það
í heild mjög vel flutt þó fallega
mótaður samleikur fiðlanna bæri
samt af. Megineinkenni tónleik-
anna var fínlegur flutningur, sem
fiðlararnir komu einkar vel til
skila, svo og, að fámenni strengja-
sveitarinnar gaf tónlistinni sér-
stæðan og fallegan blæ, ólíkan
þeim, þegar ofurkapp er lagt á
að undirstrika andstæður einleiks
og samleiks.
lega markast valið af því hve ólík
þau eru, þau eru afsprengi ólíkra
tíma og ólíkra strauma. Kann að
vera þótt ekki sé þess getið í for-
mála.
Kveðskapur Sirkka Annikki
Turkka (1939) þykir torræður og
myrkur. Hér birtast á þriðja tug
ljóða eftir hana, mörg prósaljóð.
Astin kemur gjarnan við sögu og
sjálf náttúran, bæði sjálfrar sín
vegna og sem liður í myndmáli:
„I dag hrasaði ég um tijágrein og
stígurinn, elfa skógarins sjálfs /
sló mig í hjartastað með mosa-
hnefa sínum."
Skáldskapur Lars Huldén
(1926) er margbreytilegur. Hér
eru aðallega ljóð frá millitímabili
í kveðskap hans. Ljóð hans spretta
gjarnan af viðkynnum við fjarlæga
staði, m.a. ísland: „Líf mitt rann
sitt skeið íReykjavík. / Frá tuttug-
usta æviári mínu / til þess áttug-
asta og þriðja / orti ég dag hvern
kvæði / um Esjuna...“/
Paavo Haavikko (1931) er af
mörgum talinn eitt allra fremsta
ljóðskáld Finna um þessar mundir.
Aðaleinkenni hans eru nýsköpun
tungunnar og Jiýstárlegt mynd-
mál. Yfir ljóðunum er ævintýra-
bragur: „Trén, öll grænka þeirra.
/ Eg vildi færa þér engi, / með
eigin hendi, / því það var vor. /
En ég varð of seinn..."
Martin Enckell (1954) er barn
’68-kynslóðarinnar og þeirrar sem
kennd hefur verið við pönk. Skáld-
skapur hans er markaður þessum
áhrifum, ljóðin eru sprottin af
reynslu þess sem hefur kynnst lífí
undirheimanna: „enginn getur
grætt mein okkar með ást, / eng-
ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR
»hummel^P
íþróttaskór, íþróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl. s aíLPog® ais N