Morgunblaðið - 11.08.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 11.08.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 15 Er rökin þrýtur eftir Kjartan Magnússon Undanfarna daga hafa á síðum Morgunblaðsins birst alls kyns full- yrðingar um vinnubrögð stjórnar Heimdallar við fulltrúaval fyrir sambandsþing ungra sjálfstæðis- manna. Undirritaður, og stjóm Heimdallar í heild sinni, hafa skýrt til fulls hvernig að valinu var stað- ið, en það virðist ekki nægja að- standendum þessarar rógsherferðar gegn Heimdalli og hreyfingu ungra sjálfstæðismanna. Þrátt fyrir að stjórn Heimdallar hafi samþykkt fulltrúalista félagsins á SUS-þingið einróma, þar með talinn stuðnings- maður Guðlaugs Þ. Þórðarsonar innan hennar, kjósa aðrir stuðn- ingsmenn Guðlaugs Þ. að reyna að gera fulltrúavalið tortryggilegt. Astæðan skyldi þó ekki vera sú að Það er vitaskuld ekki nýtt að menn grípi til ýmissa örþrifaráða á síðustu dög- um kosningabaráttu en ég held að allir ungir sjálfstæðismenn geti ver- ið sammála um að í þess- um fjölmiðladarraðadansi hafi verið stigið skrefi of langt. þeir hafi gefið upp alla von um að vinna kosningabaráttuna á jákvæð- um nótum og kjósi þess í stað að hefja rógsherferð gegn hinum fram- bjóðandanum og stuðningsmönnum hans. Rök Ólafs Þ. Stephensens þraut á síðum blaðsins í gær og því kýs hann að láta fullyrðingu standa Landsbyggðin og hlutverk SUS eftir Steinþór Bj'arna Kristjánsson Afbökun hugtaka er ekki óalgeng. T.d. má þar nefna hvenig vinstri menn hafa snúið orðunum fijáls- hyggja og fijálshyggjumaður upp í eitthvað afar neikvætt. Þó er það svo að orð þessi lýsa þeirri skoðun manna að frelsi sé ávallt betra en fjötrar. Hræsni og stimplanir í umræðunni um stöðu lands- um sjálfstæðismönnum um allt land. Félagsmönnum í SUS hefur fjölgað í rúmlega 8.000. í þessum fjölda felst gífurlegur kraftur, sem virkja þarf í þágu sjálfstæðisstefn- unnar. Til þess verkefnis er Guðlaugi Þór best treystandi. Á fjórum árum í varaformannsembætti SUS hefur hann sannað sig sem vinsæll for- ystumaður, sem á gott með að vinna með fólki — og umfram allt nær hann auðveldlega til ungs fólks. Hann er heiðarlegur foringi, opinn fýrir nýjum hugmyndum og kraft- mikill baráttumaður. Ég hvet alla unga sjálfstæðismenn til að veita Guðlaugi brautargengi í formanns- kjöri Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Höfundur er formaður kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna & Suðurlandi. Guðlaugsnienn skaða flokkinn Öllum má vera ljóst að upphlaup stuðningsmanna Guðlaugs nú er pólitísk sýndarmennska. Þeir hafa metið stöðu sína sem svo að þeir gætu ekki unnið kosningabaráttu á jákvæðan hátt og grípa því til neikvæðrar kosningabaráttu, bar- áttu brigslyrða og rógburðar. Það er með hreinum ólíkindum að formaður nokkurra félagasam- taka, hvað þá stjórnmálahreyfing- ar, skuli leyfa stuðningsmönnum sínum að valda hreyfingunni slíku tjóni sem upphlaup þeirra hefur valdið. Óvægnar árásir Ólafs Þ. Steph- ensen í Morgunblaðinu og Amars Þórissonar á Stöð 2 veikja ekki framboð Jónasar Fr. eins og til stóð, heldur þjappa þær stuðnings- mönnum hans saman. Hins vegar veikja þeir trúverðugleika ungra sjálfstæðismanna og raunar flokk- inn í heild. Er því að undra þótt menn spyiji hvort Guðlaugi Þór, formanni SUS, sé ekkert heilagt? Höfundur er fyrrverandi formaður Víkings, félags ungra sj&lfstæðismanna á Sauðár- króki. „Ný og raunhæfari byggðastefna felst í því að landsbyggðinni séu sköpuð hagstæð ytri skil- yrði til að eflast á eigin forsendum.“ byggðarinnar í dag er oft viðhöfð heldur ódýr afgreiðsla á skoðunum manna. Menn gefa út yfirlýsingar á borð við „Eg hef alltaf veríð lands- byggðarvinur" og benda jafnvel á að hinn eða þessi sé „Landsbyggðar- fjandsamlegur“. Hræsni og stimpl- anir sem þessar fara alveg óskaplega í taugarnar á mér og enda lýsir slíkt bamslegri einfeldni þeirra sem tala á þennan hátt. Það virðist ekki vera hægt að ræða á hreinskilinn hátt um byggðamál án þess að til þessara upphrópana komi. Ég er á þeirri skoðun að fátt hafi staðið lands- byggðinni meira fýrir þrifum en ein- mitt þetta. Vaxtatækifæri landsbyggðarinnar geta ekki falist í því að stöðugt séu færðar til hennar ölmusur frá hinum sjálfskipuðu „Iandsbyggðarvinum“, heldur að hér sér byggt upp þjóðfé- lag með það að leiðarljósi að um sé að ræða fullt frelsi allra íslendinga til orða og athafna, hvar sem þeir velja sér búsetu. Um þetta á starf löggjafarsamkundu okkar að snúast, ekki um það að þingmenn standi í stöðugum þrætum um bryggjur, flugvelli og vegarspotta. Breyttar áherslur SUS Ég hef kynnst í starfi mínu innan Sambands ungra sjálfstæðismanna að ákveðin hugarfarsbreyting á sér stað í þessa átt hjá ungu fólki. Þar gerist krafan um endurvakningu al- vöru pólitíkur æ háværari og þar er mikið af fólki sem hefur áhuga á því að hugsa hlutina upp á nýtt með vitneskjuna um skipbrot hinnar mis- heppnuðu byggðastefnu seinustu ára í veganesti. Ný og raunhæfari byggðastefna felst í þvi að landsbyggðinni séu sköpuð hagstæð ytri skilyrði til að eflast á eigin forsendum. Hún grund- vallast á athafnafrelsi og valddreif- ingu. Ráðast verður gegn miðstýr- ingu, millifærslusjóðum og skila- skyldu gjaldeyris. Sveitarfélögin þarf að stórefla. Þannig er líklegast að fjármagn haldist heima í héraði og þá verða það heimamenn sem stjórna uppbyggingunni. Hugmyndir ungra Sjálfstæðis- manna um útfærslu nýrrar byggða- stefnu hafa á opinberum vettvangi verið túlkaðar af Jónasi Fr. Jónssyni í dagblöðum, tímaritum og sjón- varpi. Það var því mikill fengur að því fyrir félagsmenn SUS og hags- muni landsbyggðarinnar að Jónas skyldi gefa kost á sér í formannsemb- ætti sambandsins. Þar fer maður sem liefur verið leiðandi í mótun hug- myndafræði ungra sjálfstæðismanna og staðið framarlega í umræðunni um breyttar áherslur og nýjar hug- myndir um þann pólitíska veruleika Það kostar minna en þig grunar að hringja til útlanda PÓSTUR OG SÍMI *168.50 kr.: Verð á 1 mínútu símtali (sjálfvirkt val) til Mexíkó á næturtaxta m.vsk. væri aðeins til þess fallið að kasta frekari rýrð á SUS og Sjálfstæðis- flokkinn en Ólafur hefur þegar gert. Á hinn bóginn rita nokkrir vara- fulltrúar Heimdallar á SUS-þingi mér opið bréf í sama blaði þar sem þeir spyrja hvers vegna þeir séu ekki á aðalmannalista. Eins og gef- ur að skilja eru ástæðurnar um það bil jafnmargar og varafulltrúarnir og er ég reiðubúinn að hitta hvem og einn bréfritara á skrifstofu Heimdallar og skýra þau sjónarmið sem lágu að baki ákvörðun stjómar Heimdallar. í meiri hluta tilvika, en þó ekki öllum, er skýringin ein- faldlega sú að viðkomandi hafi aldr- ei tekið þátt í störfum Heimdallar, þó svo þeir kunni að hafa skráð sig í nefndir á vegum SUS nokkrum vikum fyrir þing. Þess má geta að um 260 manns eru skráðir í þessar nefndir en mun færri taka virkan þátt í starfi þeirra. í þessar nefndir skráðu þeir sig að sjálfsögðu sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar Heimdallar. Menn ættu ekki að gleyma eðli SUS, sem er samband hinna mörgu félaga ungra sjálfstæðismanna um land allt og til þeirra sækja þau umþoð sitt. Ég harma þær lágkúrulegu dylgjur og ásakanir sem bornar hafa verið á stjórn Heimdallar und- anfarna daga. Það er vitaskuld ekki nýtt að menn grípi til ýmissa örþrif- aráða á síðustu dögum kosninga- baráttu en ég held að allir ungir sjálfstæðismenn geti verið sammála um að í þessum fjölmiðladarraða- dansi hafi verið stigið skrefi of langt. Ungir sjálfstæðismenn ættu að forðast að ráðast opinberlega hveijir á aðra heldur freista þess að gera út um sín mál innan flokks- ins. Eldri og reyndari' sjálfstæðis- menn vita að betri greiða er ekki hægt að gera andstæðingum flokksins en að hlaupa með innan- flokksmál í fjölmiðla og blása þau út. Ég hvet unga sjálfstæðismenn til að gæta stillingar á þinginu og bið þá að minnast þess að það er ekki einungis æðsta ákvörðunar- vald í málefnum SUS heldur einnig helsta auglýsing þess út á við. Höfundur er formaður Heimdallar. Kjartan Magnússon gegn fullyrðingu að viðlögðum drengskap. Ég sé ekki ástæðu til þess að þjarka frekar við Ólaf í Morgunblaðinu þegar málflutning- ur hans er kominn á þetta stig; slíkt Steinþór Bjarni Kristjánsson sem við lifum í. Menn skal dæma eftir framkvæmdum en ekki fæðing- arstað. Höfundur er skrifstofumaður á Flateyri, formaður félags ungra sjálfstæðismanna í Vestur - Isafjarðarsýslu og kjördæmis- samtaka ungra sjálfstæðismanna í vestfjarðakjördæmi. Honda er auðveldur í endursölu og heldur sér vel í verði. Hugleiddu það, nema þú sért að kaupa þér bil til llfstíðar. Það er mikill munur á því hversu vel bílar halda sér í verði. Munurinn á endursöluverði ársgamallrar Honda og annarra bíla getur verið töluverður. Að ári liðnu getur Honda verið allt að 25% verðmeiri en aðrir bílar í sama verðflokki. (0 VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 -góð fjúrfesting

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.