Morgunblaðið - 11.08.1993, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
19
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓN ÓLAFSSON
Hefur eitthvað breyst í Rússlandi?
Bolsévikar ráða þótt komni
linisminn heyri sögunni til
Ég var aldrei þessu vant ekki eini íslendingnrinn í Moskvuvélinni
frá Stokkhólmi. Nokkrum sætaröðum fyrir framan mig sátu tveir
heiðursmenn á leið austur til Kamtsjatka og aftar í vélinni heyrði
ég að voru aðrir tveir, greinilega á leið í austurveg í einhveijum
viðskiptaerindum. Það var bjart yfir Rússlandi og gott útsýni yfir
Moskvu þegar flugvélin fór að nálgast borgina. Allt í einu heyri ég
að annar mannanna fyrir aftan mig hrópar upp yfir sig, „Hér er
allt skógi vaxið!“ einsog honum hefði aldrei dottið í hug að nokkuð
sprytti í Moskvuborg. Þegar vélin var lent og ég hitti hina tvo inni
á flugvellinum kom í yós að þeir höfðu gert sömu uppgötvun. „Hér
er allt iðjagrænt", sagði annar þeirra og var undrandi.
Erfið umskipti
Oldruð kona mótmælir verðhækkunum í miðborg Moskvu. Sem
áður kosta einföldustu innkaup ráp á milli búða og markaða lang-
tímum saman og tilraunir sljórnvalda til að koma á vestrænu
markaðshagkerfi hafa getið af sér óðaverðbólgu með tilheyrandi
verðhækkunum.
En þetta er kannski dæmigert
fyrir fyrstu kynni Vestur-
landabúa af Rússlandi. Alveg sama
þó að í raun og veru vitum við
mætavel að ef einhvers staðar er
allt iðjagrænt þá er það í Rúss-
landi og ujn óendanlega skóga og
náttúruauðlegð Rússlands og Sí-
beríu lærum við í bamaskóla. Frétt-
irnar og frásagnir fjölmiðla frá
gömlu Sovétríkjunum gefa fólki án
þess að það taki almennilega eftir
því þá mynd að þar sé ekkert nema
steingráar og skítugar borgir, úti
um landið lifi fólk annað hvort í
daunillum verksmiðjuþorpum eða
vafri verklaust um tóm útihús hálf-
hruninna samyrkjubúa á meðan
uppsprettan úldni á ökrunum.
Og vissulega var þetta líka hluti
af sovéskum veruleika rétt eins og
veruleikanum eftir að hann hætti
að vera sovéskur. En bara hluti.
Sovétríkin voru heimur útaf fyrir
sig og þár var fjölbreytni í náttúru
og mannlífí ekki minni en hinumeg-
in í heiminum. Þótt Sovétmenn
hafí ekki komist út fyrir eigin
landamæri nema í undantekningar-
tilfellum og undir ströngu eftirliti,
þá gat fólk ferðast innan þeirra,
að minnsta kosti síðustu áratugi,
eins og það lysti og ein mannsævi
endist ekki til að skoða allt sem
þar er að fínna. Þar á meðal glæsi-
legar borgir, Kíev, Pétursborg eða
Moskva svo eitthvað sé nefnt.
Moskva er líka „grænasta" borg
Evrópu ef miðað er við flatarmál
skógar í hlutfalli við flatarmál
borgarinnar.
Verslun og bæjarbragur
En hvemig er Moskva öðruvísi
en aðrar stórborgir Evrópu? Það
er erfítt að lýsa því í hveiju munur-
inn á rússneskri borg og borg í
Vestur-Evrópu er nákvæmlega
fólginn. Ætti maður að segja að
rússneskar borgir séu skítugri en
vestur-evrópskar borgir? Kannski,
en það er samt varla skíturinn sem
mestu máli skiptir á endanum.
Sama mætti segja um niðurníðsl-
una: Gamlar byggingar í Moskvu
eru vissulega verr farnar heldur
en i nokkurri vestur-evrópskri höf-
uðborg. En að telja þetta gera
gæfumuninn er tæpast rétt heldur.
Á síðustu þremur árum hafa
orðið gífurlegar breytingar á öllum
bæjarbrag í Moskvu. En mannlífið
á götunum er samt furðu líkt því
sem var. Það er kaupmennska af
öllu tagi sem einkennir götumar í
Moskvu núna og mannmergð henni
tengd. Fyrir þremur til fjórum
ámm var mannfjöldinn samt ekki
minni. Fólk var að þræða búðirnar
í von um að eitthvað væri til, sem
sjaldnast var raunin. Núna er flest
til, en það kostar samt sem áður
mikið erfiði að leita og finna. Stór-
markaðir að vestrænni fyrirmynd,
eða búðir þar sem hægt er að fá
allar heimilisnauðsynjar á einum
stað eru enn óþekkt fyrirbæri í Rúss-
landi. Búðarferðir í Moskvu eru með
andstyggilegustu og erfiðustu verk-
um. Alveg sama þótt nú sé alls stað-
ar verið að selja og margt til; það
er ekki hægt að ganga að neinu
vísu neins staðar. Einföldustu inn-
kaup kosta ráp á milli búða og
markaða langtímum saman. Þess-
vegna er fólk enn að leita í búðunum
og á götunum og yfírbragð þess er
lítið breytt, þrátt fyrir innreið smá-
kapitalismans og töluvert breyttan
klæðaburð fólks. Flestir eru úti á
götunum til að viðra sig, það er ill
nauðsyn sem rekur fólkið af stað
nú eins og þá.
Lífskjör
Þegar fólk er spurt hvort því finn-
ist kjör sín hafa batnað á þessum
tíma vefst því yfirleitt tunga um
tönn. Að sjálfsögðu hafa margir
auðgast, einhvernveginn tekist að
verða ofan á í umróti síðustu ára
og hafa því miklu meira fé handa á
milli en áður og betra færi á að
nota peningana. En þeir sem hafa
haldið áfram að vinna sína vinnu,
verkafólk, iðnaðarmenn eða kennar-
ar hugsa sig tvisvar um og svara
svo yfirleitt neitandi. Félagslega
kerfið er hrunið, atvinnuöryggið
horfíð, venjulegt kaup er svo lágt
að það er ekki nokkur leið að endar
nái saman við það sem kalla má
eðlilega neyslu. Foreldrar eiga enga
möguleika á að tryggja framtíð
barna sinna, menntakerfið á öllum
stigum er í molum og skárri skólar
famir að heimta stórfé af foreldrum,
jafnvel þótt opinberlega eigi svo að
heita að þeir séu ríkisreknir.
Það er reyndar ekki alveg rétt
að stórmarkaðir einsog hjá okkur
séu enn óþekkt fyrirbæri í Moskvu.
Stórmarkaðir spretta upp í flestum
hverfum borgarinnar, en þar er kraf-
ist gjaldeyris. Samkvæmt nýlegum
lögum um verslun og viðskipti eru
gjaldeyrisbúðir skyldaðar til að taka
líka við rúblum. Kringum þetta er
farið með mjög einföldum hætti,
skiptigengið er ákveðið í búðunum
og rúblan höfð á svo lágu gengi að
engum heilvita manni dytti í hug
að nota rúblur. Það væri yfirleitt
hagstæðara að kaupa gjaldeyri í
banka og nota hann svo í búðunum.
En í stuttu máli þá þýðir þetta auð-
vitað ekkert annað heldur en að
yfír 90 prósent Rússa eiga ekkert
erindi inn í slíkar búðir.
Sama máli gegnir um ótal margt.
Allur almenningur má sætta sig við
ástand sem er erfítt að rökstyðja
að sé mikið betra en á síðustu árum
Brésnéf-tímabilsins. Það er að vísu
hægt að kaupa allt mögulegt í búð-
unum, en allt er dýrt og það þarf
bæði að leita og standa í biðröðum.
Það var alsiða hér á árum áður að
forstöðumenn menntastofnana á öll-
um stigum þægju mútur og því er
ekkert nýtt að fólk þurfi að borga
fyrir að koma börnunum í skóla
sem af einhveijum ástæðum eru
taldir betri eða fínni en almennu
skólarnir. Það er ekkert nýtt, en
hefur þá eitthvað breyst?
Réttindi
Moskva er í rústum. í miðborg-
inni er hægt að ganga um stór
svæði, í gömlum hverfum þar sem
hvert einasta hús er í niðurníðslu,
alls staðar búið að loka og senda
íbúana eitthvert annað. Svo er byij-
að á endumýjun sem tekur guð
veit hve langan tíma. Það er ekki
búið að koma nema dálitlum hiuta
íbúða í einkaeign. Flestir búa enn
í húsnæði sem er í raun eign ríkis-
ins eða sveitarfélags. Þessvegna
hefur fólk ekki einu sinni vissu
fyrir því að rétturinn til að halda
eigin húsnæði sé skilyrðislaus. Þeir
sem búa í svokölluðum einkavædd-
um húsum geta auðvitað kostað
viðgerðir á íbúðum sínum sjálfír.
Gífurlegur fjöldi húsa, bæði gam-
alla og nýrra, þarnast hinsvegar
meiriháttar viðgerða, sem einstakl-
ingar geta í fæstum tilfellum stað-
ið straum af.
Húsnæðisvandinn í Rússlandi er
þó bara eitt dæmi af mörgum um
réttindaleysi fólks og vanmátt við
hina nýju þjóðfélagsskipan. Rétt-
indin eru óljós og gætu breyst í
liendingskasti, þyki stjórnvöldum
henta. Auk þess er lítil eða engin
trygging fyrir því að fólk hafí í
raun og veru þau réttindi sem það
hefur í orði kveðnu. Fólk er meira
að segja óvarið fyrir þjófum og
ræningjum. Lögreglan fylgist af-
skiptalaus með ránum og misþyrm-
ingum, sögur heyrast jafnvel um
að lögregiuþjónar ræni fólk sjálfír
og þá er erfitt að leita réttar síns.
Kommúnistar og bolsévikar
í Rússlandi hafa orðin kommún-
isti og bolséviki tvennskonar merk-
ingu. Annarsvegar er átt við fólk
sem trúir á hugsjón kommúnism-
ans, hver svo sem hún er nú orðin
eftir allt umrót síðustu ára. Hins-
vegar er átt við valdsmenn sem
beita bolsévískum aðferðum. Ógn-
arstjórn eða „terror" er helsta sér-
kenni bolsévískra eða sovéskra
stjómaraðferða. Bolsévikinn er
hinn fullkomni tækifærissinni sem
hikar ekki við að ljúga og beita
hvaða fantabrögðum sem hugsast
getur til að ná markmiðum sínum,
eða svo segir hin almenna skoðun.
Bolsévikinn hefur aldrei þurft að
standa við orð sín gagnvart undir-
mönnum sínum eða kjósendum.
Eina valdið sem hann þekkir kemur
að ofan, frá hærra settum leiðtog-
um flokksins eða ríkisins. Og þetta
viðhorf til valdsins kemur félags-
legri hugsjón ekkert við. Bolsévik-
inn getur alveg haft fagrar hug-
sjónir, en aðferðimar sem hann
beitir eru slíkar að samkvæmt öll-
um borgaralegum viðmiðunum
hlýtur hugsjónin að fyrirgera sjálfri
sér löngu áður en hún er farin að
nálgast fyllingu sína.
Það eru ekki nema fáir sérvitr-
ingar eftir í Rússlandi sem trúa á
hugsjón kommúnismans einsog
hún var á meðan sósíalísk hug-
myndafræði var talin vera í beinni
andstöðu við borgaralegar og sós-
íaldemókratískar hugmyndir.
Rússneskir kömmúnistar, þeir sem
eftir eru, hefðu talist barnalegir
endurskoðunarsinnar á meðan Sov-
étríkin voru og hétu. Kommúnismi
þeirra er ekkert annað en blanda
af hugmyndum um velferðarþjóðfé-
lag og miðstýrðum ríkiskapítal-
isma, áætlunarbúskap einsog hann
var tíðkaður í Sovétríkjunum.
Rússneskir bolsévikar nú á tím-
.•um eru alls ekki kommúnistar,
þótt flestir séu þeir fyrrverandi
félagar í kommúnistaflokknum.
Það er að vísu erfítt að segja til
um einstaka stjórnmálamenn hvort
þeir eru bolsévikar eða ekki. Mörg
verk þeirra benda hinsvegar ein-
dregið til að undir yfirborði stjórn-
málamannsins leynist bolséviki. Og
í eðli sínu er bolsévikinn auðvitað
ekki stjórnmálamaður í neinum
venjulegum skilningi. Hann keppir
ekki um völdin við jafningja á opin-
berum vettvangi heldur þiggur þau
af æðri mönnum eða styrktur af
einhveijum skuggaböldrum. Fyrir
honum eru stjórnmál fyrst og
fremst valdabarátta sem fer fram
bak við tjöldin.
Aðferðirnar
Aðgerð Seðlabanka Rússlands
um síðustu mánaðamót, þegar
gamlir peningaseðlar voru ógildað-
ir, er líkega eitt skýrasta dæmi
sumarsins um bolsévisma í rúss-
neskum stjórnmálum. Æðstu ráða-
menn hljóta að hafa gert sér fulla
grein fyrir því að með þessari til-
skipun bökuðu þeir milljónum
manna ómæld óþægindi, jafnvel
beint fjárhagslegt tjón. En mark-
miðin voru önnur, það átti að
styrkja gjaldmiðilinn, koma höggi
á glæpasamtök, neyða sovétlýð-
veldin fyrrverandi til að gera upp
við sig hvort þau ætluðu áfram að
nota rúblu, eða taka upp eigin
gjaldmiðla. Þessvegna skipti hvorki
máli að brotinn væri réttur á borg-
urum landsins né að búið væri að
gefa yfirlýsingar um að engar pen-
ingaógildingar stæðu til á þessu
ári.
En er ekki búið að breyta kerf-
inu, gæti einhver spurt, þurfa ekki
rússneskir valdamenn, rétt einsog
vestrænir, að standa fyrir máli sínu
gagnvart kjósendum sem líða ekki
valdníðslu af þessu tagi? Einhvern-
veginn er þetta ekki svona einfalt.
Og þrátt fyrir allt hafa enn bara
tveir rússneskir ráðamenn verið
kosnir í fijálsum kosningum: For-
setinn og varaforsetinn. Bæði Bor-
ís Jeltsín forseti og þingforsetinn
Alexander Rútskoj þvo hinsvegar
hendur sínar af peningaógildingu
Seðlabankans og segjast alls ekki
hafa verið hafðir með í ráðum, jafn-
vel ekki vitað hvað stæði til. Hvort
svo var eða ekki skal ósagt látið,
stjórnin virðist hinsvegar furðusátt
við aðgerðina eftir málamyndamót-
mæli í upphafi.
Að spyija h
vort eitthvað hafí breyst í Rúss-
landi síðan Kommúnistaflokkur
Sovétríkjanna leið undir lok er auð-
vitað fáránlegt í vissum skilningi.
Allt hefur breyst, þjóðfélagið hefur
opnast og umturnast. Á hinn bóg-
inn, ef spurningin snýst um eðli
valdsins, hugsunarhátt valds-
manna og kjör almennings, þá er
ærið margt óréttlæti enn við lýði
og enginn valdsmaður verulega
áfram um að breyta því. Fólk, eink-
um stjórnmálamenn, breytir skoð-
unum sínum og hugsjónum erfíð-
leikalaust á furðulega skömmum
tíma, en aðferðirnar, vinnubrögð
og hugsunarháttur breytast ekki
svo glatt. Enn er komið fram við
allan þorra fólks í Rússlandi af
fyrirlitningu og fjandsemi og enn
verður fólk að sætta sig við að
ekki sé sama hvort Jón eða séra
Jón er að eiga við yfirvöldin. Því
þótt kommúnismi hafi fyrir fullt
og allt liðið undir lok í Sovétríkjun-
um þá eru bolsévikar enn við völd
í Rússlandi.