Morgunblaðið - 11.08.1993, Síða 22

Morgunblaðið - 11.08.1993, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993 23 + MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. SR-mjöl hlutafélag Aáram fyrri heimsstyrjaldar- innar, 1914-1918, jókst síldarútgerð hér á landi mjög mikið og náði hámarki á fyrstu áranum eftir stríðið. Mikið verð- fall varð á saltsíldarframleiðsl- unni 1919, þar eð framboð varð mun meira en markaðurinn tók við, og fjölmargir sjávarútvegs- aðilar urðu gjaldþrota. Af þess- um sökum stóð hugur lands- manna til að vinna lýsi og mél úr þeim afla, sem saltsíldarmark- aðurinn tók ekki við. Síldar- bræðslur vora hins vegar fáar og í eigu erlendra aðila. Þar ofan í kaupið var fjárfesting sem þessi talin ofviða einstaklingum eða félögum á þeirra vegum á þess- um tíma, enda þjóðfélagsaðstæð- ur allt aðrar þá en nú. Þess vegna var bragðið á það ráð að stofna Síldarverksmiðjur ríkisins. Fyrstu lög um síldarverksmiðj- ur í eigu ríkisins voru sett árið 1928. Fyrsta verksmiðja Síldar- verksmiðja ríkisins tók til starfa norður í Siglufírði árið 1930. Síðan risu verksmiðjur fyrirtæk- isins hver af annarri. Arið 1947 starfrækti SR verksmiðjur í fjór- um sveitarfélögum. A síðasta starfsári ráku SR verksmiðjur á fimm stöðum: Siglufirði, Skaga- strönd, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði, auk vélaverk- stæðis á fyrsttalda staðnum. Á Skagaströnd var þó einungis unninn fískúrgangur. í hinum verksmiðjunum fjórum hefur að- allega verið unnið lýsi og mél úr loðnu hin síðari árin. Afkasta- geta þeirra er um 3.500 tonn af loðnu á sólarhring, sem er tæp- lega 30% af afkastagetu loðnu- bræðslna í landinu. Aðstæður í þjóðarbúskapnum og á síldarmörkuðum á þriðja áratug aldarinnar réttlættu það rekstrarform sem valið var. Nú er öldin hins vegar önnur. Löngu var tímabært að endurskoða þetta rekstrarform með breyt- ingar í huga — í ljósi reynslunn- ar og til samræmis við efnahags- umhverfíð á líðandi stundu, bæði hér á landi og í helztu viðskipta- löndum okkar. í greinargerð með frumvarpi um stofnun hlutafé- lags um Síldarverksmiðjur ríkis- ins, sem nú er orðið að lögum, sagði m.a.: „Þeirri skoðun vex nú mjög fylgi bæði hér á landi og erlend- is, að eðlilegt sé að ríkið dragi sem mest úr þeirri atvinnustarf- semi, sem er í beinni samkeppni við almennan atvinnurekstur. Jafnframt er talið við hæfi að þau fyrirtæki, sem þannig háttar til um, séu rekin í formi hlutafé- laga. Með því er öllum þeim aðil- um er standa í atvinnurekstri í sömu grein búin sambærileg starfsskilyrði hvort sem fyrir- tækin era í eigu einstaklings eða ríkis. Ábyrgð eigenda takmark- ast auk þess við framlagt hluta- fé . . .“ Samkvæmt hinum nýju lögum er SR-mjöl hlutafélag. Almenn hlutafélagalög gilda um fyrir- tækið, að því einu breyttu, að eigandi hluta í félaginu verður einn fyrst í stað, ríkið. Sjávarút- vegsráðherra fer með umsýslu þeirrar eignar. Hann hefur og heimild til að selja hlutabréf í SR-mjöl, öll eða að hluta til, og hefur þegar falið stjórn hins nýja hlutafélags að kanna slíka sölu- möguleika. Stefnan að þessu leyti er skýrt mörkuð í greinar- gerð með framvarpi ríkisstjórn- arinnar um málið: „Enda þótt ríkissjóður verði eigandi allra hlutabréfa félagsins við stofnun þess, er fyrirhugað að selja öðrum hluti og jafnvel öll hlutabréf í félaginu. Meta þarf sérstaklega hvenær aðstæð- ur eru ákjósanlegar til sölu áður en ákvörðun verður tekin þar um. Skal við söluna stefnt að dreifðri hlutafjáreign, þannig, að enginn einn aðili eignist meirihluta. Frá þessu má þó víkja ef almennings- hutafélag á í hlut. Jafnframt skal við söluna sérstaklega horft til heimamanna og starfsmanna á þeim stöðum sem verksmiðjur era starfræktar. Skal óskað eftir viðræðum við heimamenn og/eða samtök þeirra um hugsanleg kaup á hlutabréfum . ..“. Ýmis vegamikil rök hníga að því að nota hlutafélagsformið fyrir ríkisfyrirtæki. Reksturinn verður sveigjanlegri. Stjórn og framkvæmdastjóm geta gert grein fyrir gerðum sínum og fyr- irætlunum á aðalfundi og fengið fram stuðning eða gagnrýni eig- enda. Ábyrgð og völd stjórnenda vaxa. Skilvirkara samband kemst á milli stjórnenda og eig- enda. Breytt rekstrarform, hluta- félag í eigu ríkisins í stað hefð- bundins ríkisrekstrar, getur og verið eðlilegt fyrsta skref að einkavæðingu fyrirtækis sem þessa. Hið nýja hlutafélag tók við rekstri síldarverksmiðjanna 1. ágúst síðastliðinn. Þar með var stigið mikilvægt skref til einka- væðingar, sem ríkisstjómin stefnir að. Það fór vel á því að framhaldsstofnfundur félagsins, lokaskrefið að tilurð þess, var stigið norður á Siglufirði í júlí- mánuði síðastliðnum, í síldar- bænum sögufræga, þar sem starfsemi fyrirtækisins hófst fyr- ir sextíu og þremur áram. Það fer einnig vel á því að hið nýja hlutafélag tekur við rekstri verk- smiðjanna með allar þrær fullar af loðnu og verksmiðjumar á Raufarhöfn, Reyðarfírði, Seyðis- firði og Siglufirði í fullri vinnslu. Það var vart hægt að óska hluta- félaginu betri bytjunar og von- andi verður þessi fyrsti mánuður á rekstrarferli þess táknrænn fyrir framhaldið. Ríkisstjórnin ver 10 milljónum til úrbóta á Litla-Hrauni Áhersla á að ljúka nýrri byggingn 1995 RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um 10 milljóna króna aukafjárveitingu sem ráðstafað verði strax til að bæta úr öryggismálum við fangelsið á Litla-Hrauni. Ráðherrann hyggst skipa nefnd til að endurskoða lög og reglur um agaviðurlög og refsingar við þvi að stijúka úr refsivist og kynnti ríkisstjórn að gerð yrði úttekt á starfsháttum og stjórnun í fangelsinu á Litla-Hrauni. Dómsmálaráðherra sagðist þó í samtali við Morgunblaðið hafa lagt höfuðáherslu á að framkvæmdaáætlun um nýtt fangelsi á Litla-Hrauni standist þannig að því verði lokið 1995. „Það er markmið okkar að halda þannig á málum að það muni tak- ast,“ sagði Þorsteinn Pálsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en 30 milljónum hefur þegar verið ráðstaf- að á þessu ári til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna nýs fangelsis á svæðinu. „Við höfum þegar tryggt okkur að minnsta kosti 100 milljónir króna í framkvæmdirnar á næsta ári,“ sagði Þorsteinn, og þar væri um að ræða fé sem væntanlega yrði afgreitt í- fjárlögum næsta árs. Alþingi og ríkisstjórn ættu eftir að fjalla um þær fjárveitingar en dómsmálaráðuneytið teldi sig geta tryggt það fjárframlag til verkefnis- ins innan þess ramma sem ráðuneyt- inu væri settur varðandi fjárfesting- ar._ í framhaldi af skýrslu fangelsis- málanefndar og framkvæmdanefnd- ar um fangelsismál til ráðherra á síðasta ári var úrbótum í fangelsis- málum raðað á forgangslista í ráðu- neytinu og nýbygging á Litla-Hrauni sett efst á lista yfír úrbætur í mála- flokknum. Auk þess hefur verið stefnt að því að nýtt fangelsi fyrir gæslufanga og styttri afplánun rísi í Reykjavík innan fjögurra ára og sagði Þorsteinn þá stefnu óbreytta. En hveiju breytir sú umræða sem orðið hefur um fangelsismál eftir strok af Litla-Hrauni um fram- kvæmdahraðann við nýbygginguna? „Ég vona að þessi umræða sem átt hefur sér stað opni augu manna fyr- ir því að í þessu efni má ekki hvika frá settum markmiðum,“ sagði Þor- steinn. „Það er nánast útilokað að fá meiri hraða í þessa byggingu en að hefur verið stefnt. Við vitum ekki nákvæmlega ennþá hver heildar- kostnaðurinn verður en það skýrist betur þegar teikningar liggja fyrir. Við eigum von á tillögum um þær í næsta mánuði.“ Þorsteinn Pálsson sagði að Fang- elsismálastofnun mundi afla sér- fræðilegrar ráðgjafar varðandi það hvernig 10 milljóna aukafjárveiting- unni til öryggismála yrði best varið. Ráðherrann vildi ekki gefa upp hvort hann teldi nauðsynlegt að herða við- urlög við stroki úr fangelsum en kvaðst mundu skipa starfshóp til að fara yfir þau mál og hvort nauðsyn- legt væri að breyta lögum og reglum um þessi atriði í ljósi reynslunnar. Fagna viðbrögðum Þorsteins „Ég hlýt að fagna viðbrögðum Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- herra og þeirri niðurstöðu sem feng- ist hefur í málinu. Fyrir liggur að tryggt hefur verið að ný fangelsis- bygging muni rísa á Litla-Hrauni á næstu árum og að áhersla verði lögð á að ljúka við fangelsisbyggingu á höfuðborgarsvæðinu," sagði Harald- ur Johannessen forstjóri Fangelsis- málastofnunar ríkisins í samtali við Morgunblaðið. „Áætlanir hafa verið uppi um að slíkár fangelsisbyggingar kosti samtals hátt í 300 milljónir króna og fyrirsjáanlegt er að.nægj- anlegt fjármagn hefur þegar fengist í Litla-Hrauns fangelsið.“ Aðspurður um ráðstöfun 10 millj- óna fjárveitingarinnar til öryggis- mála sagði Haraldur að þegar væri hafin vinna við að leita leiða til úr- bóta í öryggismálum ríkisfangels- anna og yrði kannað hvort leitað verði til innlendra og/eða erlendra sérfræðinga í því sambandi. Þá sagði Haraldur að þegar væri hafmn undir- búningur að því að gerð yrði úttekt á starfsháttum og stjórnun í fangels- inu á Litla-Hrauni. Vextir inn- og útlána hjá bönkum og sparisjóðum Almenn vixillán (meðalforvextir) Yfirdráttarlán 20 20,30% . 17,50% 15 10 18,70% 19,75% 21,50% 20,50% ; 16,40% Almenn skuldabréfalán (meðalvextir) Íro%'15'fc% 16,70% Afurðalán (meðatvextir) 23,95% Viðskiptavíxlar (forvextir) 21,50% : 19:25% U T r LANDSBANKI ÍSLANDSBANKI SPARISJÓÐIR BÚNAÐARBANKI Almennar spari- sjóðsbækur ogsértékka- reikningar M i—i I N N Visitölubundnir reikningar (15-30 mánaða) Meðalhækkun inn- lánsvaxta 2,2 LANDSBANKINN, Búnaðarbankinn og sparisjóðirnir hækka vexti óverð- tryggðra útlána í dag. Mest er hækkunin hjá Landsbanka þar sem meðal- vextir almennra skuldabréfalána hækka um 4,55%. Meðalvextir hjá Búnaðarbanka hækka um 4,25% en hjá sparisjóðunum um 2,80%. Útláns- vextir hækka einnig í nokkrum öðrum lánaflokkum hjá þessum aðilum og hluti innlánsvaxta. Engar breytingar verða hins vegar á útláns- eða innlánsvöxtum íslandsbanka, sem hækkaði nafnvexti óverðtryggðra út- lána um 4-5% um seinustu mánaðamót. Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis Ekki ágreinmgur í ríkis- stjórn um afstöðu til NATO BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar, segir að enginn ágreiningur hafi verið í nefndinni um þá niðurstöðu sem Atlantshíifs- bandalagið komst að í fyrradag, sem m.a. felur í sér að hernaðaraðgerð- ir gagnvart Serbum verði skilyrtar formlegu samþykki framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. „Undanfarið hafa verið uppi get- gátur um að skoðanaágreiningur hafí verið innan ríkisstjómarinnar um þetta mál. Ég tel að á fundi nefndar- innar í gær hafí verið að fullu upplýst að um engan slíkan ágreining var að ræða og það hafi verið réttilega að málinu staðið af hálfu ríkisstjómar- innar. Mér fínnst ástæða til að harma að fréttastofa Ríkisútvarpsins virðist jafnvel enn álíta að á vettvangi ríkis- stjórnarinnar hafi verið deilt um þetta mál,“ segir Björn. Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðu- bandalagi, segir að utanríkisráðuneyt- ið hafi verið að breiða afsökunarhjúp yfir afstöðu forsætisráðherra. „Á fundi nefndarinnar var staðfest að því miður hafi íslendingar haft þá afstöðu á fyrri fundi Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku að styðja hugmyndir Bandaríkjanna um loftárásir á Serba án þess að samþykki Sameinuðu þjóð- anna lægi formlega fyrir,“ segir Ólaf- ur. „Því tel ég að lýsingar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á afstöðu íslands, þar sem hann hefur bæði lýst og rökstutt þá afstöðu að íslendingar ættu að styðja slíkar herskáar kröfur hafí verið rétt og utanríkisráðuneytið hafí verið að breiða afsökunarhjúp yfír þessa afstöðu.“ Ríkisstjórn ekki hjálpað upp úr feninu „Ég hef enga ástæðu til að ætla að forsætisráðherra hafí ekki komið hreinskilninslega fram og sagt það sem gerðist og ég hef miklu meiri til- hneigingu til að trúa honum heldur en Jóni Baldvin," segir Páll Péturs- son, Framsóknarflokki. „Það er hins vegar bót í máli hvern- ig málið hefur þróast því það er ekki eins hættulegt og áður. I gær var samþykkt hjá NATO að árásirnar yrðu bundnar samþykki aðalritara SÞ og þær eru því orðnar aðilar að málinu en ekki er lengur um að ræða einhliða ákvörðun NATO. Utanaðkomandi at- vik urðu þvi til að hjálpa ríkisstjóm- inni upp úr feninu,“ segir Páll. Landsbankinn hækkar einnig for- vexti almennra víxillána og yfirdrátt- arlána um 4,50% í dag, Búnaðarbank- inn um 4,25% og sparisjóðimir um 2,80%. Þá hækka vextir af afurðalán- um í krónum um 2,75% hjá sparisjóð- unum, 3,50% hjá Búnaðarbanka og 4,50% í Landsbanka. Sparisjóðirnir lækka hins vegar vexti afurðalána í nokkrum erlendum myntum frá 0,10%-0,30%. Vaxtaliækkanir á hluta innlána Aðeins Landsbankinn hækkar vexti almennra sparisjóðsbóka að þessu sinni og á sértékkareikningum um 0,25%. Eftir breytinguna er Lands- bankinn með hæstu innlánsvexti á almennum sparisjóðsbókum eða 1,25%, íslandsbanki með 0,50%, Bún- aðarbanki 0,75% og sparisjóðirnir með 0,70%. Þá hækka vextir óverð- tryggðra kjara á óbundnum sérkjara- reikningum um 3% í Landsbanka og Búnaðarbanka og 2,50% hjá spari- sjóðunum sem lækka einnig vexti vísi- tölubundinna reikninga um 0,25%. Búnaðarbankinn hækkar auk þess óverðtryggð kjör á bundnum skipti- kjarareikningum um 4,25%. Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, sagði að íslandsbanki hefði lokið sínum hækkunum um mánaða- mótin og ekkert tilefni hefði verið fyrir vaxtahækkunum nú. Aðspurður hvort ekki hefði þótt ástæða til að gera breytingar á vöxtum almennra sparisjóðsbóka sagði Valur að al- mennar sparisjóðsbækur væru ekki lengur notaðar sem spariform heldur sem veltureikningur og því fylgdu kjör þeirra vöxtum á veltureikningum en ekki vöxtum á sparileiðum. Is- landsbanki hafi aftur á móti hækkað vexti á öllum sparileiðum sínum um 5% um seinustu mánaðamót. Tap vegna vaxtamisvægis í fréttatilkynningu frá Búnaðar- banka er vísað til þess, að verðbætur sem bankar greiddu á verðtryggð innlán í júlí hafí tekið mið af mikilli hækkun lánskjaravísitölunnar í kjöl- far gengisfellingarinnar í lok júní. Töluverður hluti innlánanna sé ávaxt- aður í óverðtryggðum útlánum og séu vextir óverðtryggðra útlána ekki hækkaðir í takt við verðlagsþróun valdi það tapi sem geti haft afger- andi áhrif á rekstrarafkomu ársins. Vaxtahækkunin í júlí hafi aðeins jafn- að að hluta mismun á verðtryggðum og óverðtryggðum kjörum og rekstr- aruppgjör fyrir júlí staðfesti að bank- inn hafí orðið fyrir verulegu tapi. „Það er skylda stjórnenda bankans að bregðast við þessari þróun þannig að jafnvægi náist í rekstrinum. Jafn- framt er ljóst að samræming vaxtakj- ara þýðir að vextir óverðtryggðra lána munu lækka hraðar en ella þeg- ar verðbólgan hjaðnar á ný,“ segir í fréttatilkynningu bankans. Samkeppni um nýtt hús Hæstaréttar lokið Verðlaunatillagan eftir ráðhúsarkitekt- ana Steve Christer og Margréti Harðardóttur STEVE Christer og Margrét Harðardóttir, arkitektar í Studio Granda, unnu til fyrstu verðlauna í hönnunarsamkeppni um nýtt hús fyrir Hæstarétt Islands. Alls bárust dómnefnd 40 tillögur og voru þrjár þeirra verðlaunaðar auk þess sem þrjár til viðbótar voru valdar til innkaupa. Að sögn Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, er gert ráð fyrir að framkvæmdir við húsið hefjist innan skamms, en verklok eru áætluð árið 1995, á 75. afmælisári Hæstaréttar. Þess má geta að Steve og Margrét unnu einnig hönnunarsamkeppni um ráðhús Reykja- víkur. Tillögumar verða til sýnis í Borgarleikhúsinu virka daga kl. 14-20 og kl. 14-18 um helgar. Verðlaunatillagan gerir ráð fyrir dómhúsi bakvið Safnahúsið við Hverfísgötu, Lindargötumegin. I umtali dómnefndar um tillöguna seg- ir meðal annars: „Efnismeðferð er skýr og vönduð. Hvítt inngangshom að Ingólfsstræti er látlaust og fellur vel við Safnahúsið . . . Brotsteinn og koparklæðning mynda söguleg tengsl við alþingishús og dómkirkju. Tenging inn á ás Ingólfsstyttu og Arnarhól með trjágróðri er tilgerðar- laus og látlaus landslagslist sem færir borginni nýjan garð sunnan við bygginguna." Mikil vinna lykillinn að velgengninni Aðspurður hvað lægi að baki því að vinna fyrst samkeppni um ráðhús Reykjavíkur og svo um hús Hæsta- réttar íslands, sagði Steve Christer það vera mikla vinnu og ekkert ann- að. „Við gerðum tillögur á víxl og völdum þær bestu. Ef engin var nógu góð þá gerðum við bara nýjar. Svona gekk þetta aftur og aftur.“ Margrét Harðardóttir sagði fram- kvæmd verksins að mörgu leyti svipa til ráðhússins — húsið væri á við- kvæmum stað og verkið þyrfti að ganga hratt fyrir sig, þótt það væri mun minna í sniðum. „Maður fer mikið á staðinn. Svo situr maður þar í rigningu og sól og öllum veðrum og reynir að ímynda sér hlutinn. Svo fer maður til baka og prófar.“ Kynslóðaskipti í arkitektúr? Stefán Guðmundsson, formaður dómnefndar, sagði að alger samstaða hefði ríkt um val á verðlaunatillög- unni. Athyglisvert hafí þótt, að með- alaldur þátttakenda væri aðeins 34 ár og af þeim sem unnu til verðlauna hafí verið 3 konur og 4 karlar. Gæti það bent til að kynslóðaskipti stæðu fyrir dyrum í arkitektúr, auk þess sem kynjaskipting væri jafnari. Að sögn Þórs Vilhjálmssonar, for- V er ðlaunatillagan AFSTÖÐUMYND af hinu fyrirhugaða dómhúsi Hæsta- réttar sýnir glögglega legu þess milli Arnarhóls, Arn- arhvols, Þjóðleikhúss og Landsbókasafns. í klæðningu hússins er fyrirhugað að nota tilhöggvið grágrýti, gabbró og forveðraðan kopar. Arkitektarnir MARGRÉT Harðardóttir og Steve Christer, arki- tektar verðlaunatillögunnar, tóku á móti viðurkenn- ingu fyrir bestu tillöguna að nýju dómhúsi fyrir Hæstarétt í Borgarleikhúsinu í gær. Alls bárust 40 tillögur í samkeppnina. seta Hæstiréttar, uppfyllir núverandi húsnæði réttarins ekki nútímakröfur um aðbúnað, vinnuaðstöðu og heil- brigði. Hæstiréttur hóf starfsemi sína þann 16. febrúar 1920 í hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg. Þar starfaði rétturinn fyrstu 29 árin, en árið 1949 flutti hann í núverandi húsnæði. Til marks um aukin um- svif á þeim áram sem síðan era lið- in, má nefna að árið 1949 felldi rétt- urinn 134 dóma, en þeir voru 412 í fyrra, að sögn Þórs. í samkeppnislýsingu var það með- al annars gert að skilyrði að heildar- verktakakostnaður skyldi vera lægri en 302 milljónir króna, þannig að byggingarkostnaður yrði ekki hærri en 400 milljónir, að sögn Dagnýjar Leifsdóttur, deildarstjóra í dóms- málaráðuneytinu og formanns bygg- ingarnefndar. Auk fyrstu verðlauna, að upphæð 1200 þúsund krónur, voru veitt 2. og 3. verðlaun, auk þess sem þijár tillögur voru valdar til innkaupa. Höfundar annarra verðlaunatillagna voru: 2. verðlaun, kr. 700 þúsund, Halldóra Bragadóttir, Helgi B. Thor- oddsen og Þórður Steingrímsson. 3. verðlaun, kr. 500 þúsund, Ogmundur Skarphéðinsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Til innkaupa fyrir kr. 200 þúsund hver var valin tillaga Teiknistofunnar Traðar, tillaga Æv- ars Harðarsonar, Ólafar Flygenring og Jon Nordsteien og tillaga Asdísar H. Ágústsdóttur, Jóhannesar Þórðar sonar og Sigurðar Halldórssonar. Endurskoðun á tekjum sveitarfélaga Útsvar hækkí í hámark 9,2% Samráðsnefnd ósammála um hve mikið tekju- skattur skuli lækka á móti útsvarshækkun RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær að fela Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra og Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra að semja frumvarp um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga vegna niðurfell- ingar aðstöðugjalds í nóvember síðastliðnum. Ráðherrarnir munu í megindráttum fara eftir tillögum samráðsnefndar sveitarfélaganna og ríkisins, en hún leggur til að útsvar verði hækkað úr 7,5% að hámarki í 9,2%, eða um 1,7 prósentustig. Á móti lækki tekjuskattur sá, sem rík- ið innheimtir. Nefndarmenn eru hins vegar ósammála um hversu mikið hann skuli lækka. Jafnframt leggja þeir til að álagning fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði hækki. Niðurfelling aðstöðugjalds fyrir- tækja var liður í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar í nóvember síðast- liðnum. Talið er að sveitarfélögin hafí með því orðið af 4,2 milljarða króna tekjum. í tillögum samráðs- nefndarinnar segir að hækkun út- svars gefi sveitarfélögunum mögu- leika á 3,8 milljarða króna tekjuöflun. Fulltrúar Sambands sveitarfélaga í nefndinni lögðu áherzlu á að tekju- skattur yrði lækkaður sem hækkun útsvars næmi, þannig að hlutfall stað- greiddra skatta af launum yrði áfram 41,35%. Aðrir nefndarmenn, sem eru skipaðir af félags- og fjármálaráð- herra og stjórnarflokkunum, telja rétt að tekjuskatturinn lækki en „telja ekki rétt að tilgreina nákvæma tölu í því sambandi" eins og segir í áliti nefndarinnar. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækkaðir Nefndin leggur til að fasteigna- skattar á atvinnuhúsnæði hækki úr 1% í 1,12%. Það muni skila sveitarfé- lögum 265 milljónum króna. Þar að auki er gert ráð fyrir sérstöku álagi á skrifstofu- og verzlunarhúsnæði, sem á að skila sveitarfélögunum 335 milljónum króna í tekjur. Á móti verði skattur ríkisins á skrifstofu- og verzl- unarhúsnæði hins vegar felldur niður. „Þegar á heildina er litið ættu fast- eignaskattar á skrifstofu- og verzlun- arhúsnæði því að lækka við þessa breytingu," segir í áliti nefndarinnar. Landsútsvar fellt niður Nefndin leggur til að landsútsvar verði fellt niður, en af því hafa 511 milljónir runnið í Jöfnunarsjóð sveit- arfélaga. Nefndin leggur til að ríkis- sjóður greiði Jöfnunarsjóði upphæð, sem nemi 0,227% af álagningarstofni útsvars. Jafnframt verði benzíngjald hækkað til að vega upp á móti niður- fellingu landsútsvars olíufélaga, en það nam 143 milljónum króna á síð- asta ári. Þá er lagt til að úthlutun jöfnunarframlaga til sveitarfélaga verði endurskoðuð, einkum með hlið- sjón af breyttri tekjumyndun sveitar- félaga. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að sér og fjármálaráð- herra hefði verið falið að undirbúa frumvarp um tekjustofnabreytingarn- ar, sem lagt yrði fyrir Alþingi í haust. „Ég geri ráð fyrir að farið verði eftir tillögum nefndarinnar í megindrátt- um,“ sagði Jóhanna. Útlit fyrir áframhald- andi samdrátt kinda- kjötsframleiðslunnar 5% verðskerðing í haust og útlit fyrir 6-7% kvótaskerðingu næsta haust UTLIT er fyrir að sala kindakjöts verði rúm 7.000 tonn á því verðlags- ári sem lýkur um næstu mánaðamót en framleiðsla innan greiðslumarks var 8.600 tonn í fyrrahaust. Því er útlit fyrir um 1.500 tonna birgðir við upphaf sláturtíðar í haust. Greiðslumark fyrir framleiðslu haustsins er 8.150 tonn og miðað við sömu sölu áfram bætist stöðugt á kjötfjall- ið. Útlit er fyrir að lagt verði 5% verðskerðingargjald á bændur í haust til að leysa úr birgðavandanum og síðan 6-7% skerðingu framleiðslurétt- ar haustið 1994, til viðbótar samdrætti framleiðslunnar undanfarin ár. Nú stendur yfir undirbúningur fyr- ir ákvörðun um greiðslumark í kinda- kjöti fyrir haustið 1994 en greiðslu- mark er sú framleiðsla sem bændur geta stundað með stuðningi ríkisins. Greiðslumarkið var lækkað úr 8.600 tonnum í fyrra í 8.150 tonn í haust og útlit er fyrir að það þurfí að lækka enn frekar fyrir næsta ár, eða niður í 7.600 til 7.800 tonn, samkvæmt upplýsingum Jóhanns Guðmundsson- ar deildarstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Salan rúm 7.000 tonn Sala á kindakjöti var um 8.400 tonn þrjú síðustu verðlagsár en í ár stefnir í rúmlega 7.000 tonna sölu, að sögn Gísla Karlssonar fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs land- búnaðarins, og mun það óhjákvæmi- lega leiða til lækkunar greiðslumarks vegna þess að það miðast við sölu á innanlandsmarkaði. Bændur telja að mikil sala á kindakjöti í ágúst í fyrra, vegna sérstakra niðurgreiðslna í lok síðasta ársins sem ríkið ábyrgðist söluna, hafi komið niður á sölunni á þessu verðlagsári og vilja að tekið verði tillit til þess við ákvörðun greiðslumarks. Verði greiðslumarkið sett í 7.600 tonn þarf að skerða kvóta bænda að meðaltali um 6-7% fyrir annað haust. 5% verðskerðing Þá er óieystur birgðavandinn sem kerfið feiur í sér vegna þess misræm- is sem skapast vegna minnkandi sölu. Reyndar hafa um 300 tonn verið flutt til Japans en útflutningurinn hefur ekki verið gerður upp. Bændur bera sjálfír ábyrgðina á umframkjötinu og hafa um tvo möguleika að velja: Að taka verðskerðingargjald af eigin tekjum til að selja kjötið með sérstök- um söluaðgerðum á innanlandsmark- aði eða flytja það út gegn því verði sem býðst. Ekki var hægt að taka verðskerðingargjald af framleiðslu síðasta hausts vegna þess að heimild- ir skorti en búist er við að bændasam- tökin innheimti allt að 5% gjald af innleggi bænda í haust og kemur það til viðbótar þeim skerðingum sem bændur hafa tekið á sig vegna sam- dráttar framleiðslu. Þetta gjald inn- heimtist ekki fyrr en í fyrsta lagi 15. desember og því eru engir peningar til að leysa núverandi birgðavanda með útsölum eða útflutningi í haust. 4-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.