Morgunblaðið - 11.08.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
33
KEPPNI
HEILSUBRESTUR
Heimsmeistari í grettum
Horst Ehbauer endurheimti heimsmeistaratitil sinn frá árinu
1979 sem grettumeistari. Horst, sem er 57 ára, segir að
andlitið hafi verið farið að stirðna örlítið á undanfömum árum.
Því hafi hann gripið til þess ráðs að rífa úr sér flestar tenn-
urnar og viti menn, andlitsvöðvamir urðu viðráðanlegri.
Gat Horst því geiflað sig að vild með góðum árangri.
Heimsmeistaramót í grettum er haldið þriðja hvert
ár og að þessu sinni fór það fram í franska smábæn-
um Moncrabeau.
„Hann er það ljótasta sem ég nokkru
sinni hef séð,“ varúrskurður formanns
dómnefndar þegar hann sá andlit Horst
Ehbauer.
í Frakklandi voru samankomnir allmargir þátttakendur sem geta
geiflað sig á alla kanta.
Sjúkar Barbi-dúkkur
íburasysturnar Shane og Sia
Barbi búa í kvikmyndaborg-
inni Hollywood og vonast til þess
að einhvern daginn komi að þeirra
tækifæri til að láta ljós sín skína á
hvíta tjaldinu. Víst er, að þær hafa
útlitið með sér og þær hafa auk
þess getað látið töluvert á sér bera
í gegn um tíðina, þannig er mál
vexti, að þær hafa lengi verið vin-
sælar fyrirsætur á dagatöl og pla-
köt.
Mönnum hefur þótt það vera
nokkuð við hæfí, að stúlkumar heiti
Barbi, enda minna þær nokkuð á
Barbidúkkur. En það er ekki tekið
út með sældinni að halda sh'kum lín-
um sem þessa stúlkur búa yfir. Þær
em nefnilega þjakaðar af sjúkdómn-
um „búlemiu“ sem er andstæða lyst-
arstols. Þeir sem em þjáðir af búlem-
íu háma ótæpilega í sig mat. Borða
hreinlega þar til að ógleðin tekur
völd, bregða sér þá afsíðis og kasta
öllu upp. Þannig léttist fólk fremur
en hitt þrátt fyrir að það innbyrði
mikið magn matar.
Systurnar segjast elska mat, en
vegna vinnu sinnar neiti þær sér
um allt nema barnamat í kmkkum.
„Við borðum daginn út og inn, aðal-
lega gulrótar- og bananamauk. Þeg-
ar við höfum farið yfír strikið, köst-
um við matnum upp. Þetta er víta-
hringur, en við höldum þó línunum
og vinnunni," segja þær.
Shane og Sia Barbi.
TÚNÞOKUR
Sérstakur afmælisafsláttur
Túnþökur heimkeyrðar á kr. 85 pr. m2
eða sóttar á staðinn á kr. 65 pr. m2.
Magnafsláttur- greiðslukjör. Geymið auglýsinguna.
Túnþökusalan Núpum, Ölfusi,
í 10 ár. Símar 98-34388, 985-20388, 98-34325,
_____ 985-29590 og 98-34686.
I tíMni
sumnrtiibo&sa
Örfá eintök af
metsölufjallahiólinu
/AZZ/TREfC
át sártilbo&i
10 DAGA UTSALA A MJOG VINSÆLUM BANDA-
RÍSKUM FJALLAHJÓLUM í FLESTUM STÆRÐUM
DÆMI: Frá SPECIALIZED Model HARDROCK SPORT
á kr. 30.031,- stgr. (áður kr. 42,900,-)-
Frá GT-USA: Model Outpost á kr. 27.295,- stgr.
(áður kr. 37.950,-).
BANDARÍSK SPORTHJÓL frá kr. 21.250,- stgr.
(áður kr. 32.691,-).
EINNIG HEFÐBUNDIN FÓTBREMSUHJÓL MEÐ ÖLLU,
1 eðo 3 gírar. DÆMI: Frá SPRICK
(V.- þýsk): 1 gíra kvenhjól á kr. 14.984,- stgr.
(áður kr. 21,405,-) og 3ja gíra karl og kvenhjól
kr. 18.512,- stgr. (áður kr. 26.446,-).
JAFNFRAMT FAEIN ÚRVALS BARNAHJÓL
DÆMI: Frá SPRICK: 16" LUXUS
telpnahjól á kr. 9.745,- (áður kr. 13.922,-).
TRJK GÖTUFJALLAHJÓL
18 og 21 aíro,
aómu- ogherrastell
MJÚKT GEL-SÆTI
SMELUGÍRAR MEÐ
handfangsskiptingu
ataksbremsur
KRÓMÓLÝ
lettmálmsstell
medæviungri
^ ÁBYRÐG
GOÐ GÖTU-
DEKK v
26" hjól (frá 9 ára)
á 9.863,- stgr.
(áður kr. 27.888,-)
(áður kr. 33.555
SUMARTILBOÐIÐ
STENDUR AÐEINS
f 10 DAGA
SKEIFUNNI T T
VERSLUN SÍMI 679890 - VERKSTÆÐI SÍMI 679891
RAÐGREIÐSLUR
ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI
VISA*
/JM J ’Jf M J J1 *Vi| f dBE f'plc 1