Morgunblaðið - 11.08.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
„ 7Jún h&fur Þyngsi- um 30 KiLó sfóan,
hán -fékJc njju iennuman"
Með
morgunkaffinu
bók...konan mín vill
ekki...ég veit...hvað kostar
hún?
Ást er ...
... að hvetja hana íökun-
áminu
TM Reg. U.S Pal Off.—all rights reserved
° 1993 Los Angeles Times Syndicate
Þú baðst mig að taka vin
minn með mér
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Umferðin
Oregla og hirðuleysi
Frá Sveini Ólafssyni:
Undarlegt er að sjá hina marg-
breytilegu óreglu og hirðuleysi í
viðhaldi og notkun ökuljósa á bif-
reiðum. Þegar ekið er t.d. á móti
mikilli umferð bíla um helgar sér
maður gjaman hinar fjölskrúðug-
ustu vísbendingar um afbrigðileg-
heit í þessu tilliti: Margir bflar eru
með „einglymi“ (annaðhvort aðal-
ljósanna bilað), aðrir með „park-
ljósin" á eingöngu, sumir með háu
ljósin á — og ef maður kvartar
vegna óþægilegra ljósa og blikkar
á móti, þá er stundum slökkt á
aðalljósum, og parkljósin ein verða
eftir, sem bendir til að lágu ljósin
séu biluð á báðum lugtum. Þegar
svo er ekið á eftir öðmm sést í
§ölda tilvika að afturljós bíla em
biluð, eða bremsuljós óvirk t.d.
öðm megin.
Það er eins o'g margir bílstjórar
hreinlega viti ekkert um ástand
ljósanna hjá sér og séu almennt
ekkert að ómaka sig á að gá að
því, hvort allt sé í lagi með ljósin
á bflnum sem þeir em á. Það er
eins og þetta skipti bara engu máli.
Og svo em það blessuð stefnu-
ljósin. Fjöldinn af ökumönnum er
ekkert að ómaka sig á að gefa
öðmm ljósmerki um það hvert
þeir ætla að fara, þótt það geti
flýtt fyrir og auðveldað umferðina.
— Sumir gefa stefnuljós á síðustu
stundu — rétt þegar þeir em að
beygja — eða eftir að þeir em
byijaðir að taka beygjuna. Ég
hefí leyft mér að kalla þetta
„minningarljós"; ljós til minningar
um að þeir hafí hafist handa um
að beygja.
Eitt er víst: Ljósabúnaður og
notkun hans á ökutækjum er
veigamikið öryggisatriði fyrir alla
í umferðinni og ekki sízt fyrir
ökumanninn sjálfan og líka þá sem
með honum em.
Allt þetta gefur tilefni til að
hugsa hvort ekki væri nú ástæða
til að ökumenn almennt ættu ekki
að setja sér það takmark, að reyna
að hressa upp á umferðarmenn-
inguna á íslandi. — Þetta er slíkur
„Molbúaháttur" í hegðun og fram-
komu gagnvart öðmm vegfarend-
um að engu tali tekur. Þetta ber
líka vott um svo undravert hirðu-
leysi, að óskiljanlegt er að menn
skuli ekki hreinlega skammast sín
fyrir svona framferði. Erlendir
menn sem sjá þetta hlæja að ís-
lendingum fyrir aulaháttinn í um-
ferðinni. í Bretlandi myndu menn
nánast vera taldir vangefnir ef
svona háttaleg sæist til þeirra. Þar
eru allir að keppast við að greiða
fyrir öðmm og hjálpast að í að
auðvelda umferðina — til flýtis og
öryggis fyrir alla.
Væri nú ekki ástæða til að öku-
menn reyndu eftirleiðis að hugsa
um eftirfarandi:
• Kappkosta að hafa allan ljósa-
búnað í lagi og skoða hann reglu-
lega sjálfir.
• Kosta ávallt kapps um að nota
ökuljósin og gera það með réttum
hætti.
• Nota stefnuljósin rétt til flýtis-
auka í umferðinni — sjálfum sér
og öðrum til þæginda.
• Leggi sér á minni að ljósabún-
aður á ökutækjum er lífsnauðsyn-
legt öryggisatriði.
• Rétt notkun ljósabúnaðar bíls-
ins sé hluti af umgengnismenn-
ingu og framkomu við aðra.
• Muni að hirðulaus notkun
ljósabúnaðar er neikvæð persónu-
einkunn fyrir þá sjálfa.
Og síðast en ekki sízt: Ökumenn
— kappkostið í öllum akstri að
hafa bilið milli bíla hæfílegt og
gæta þess gaumgæfílega, að það
sé ekki of stutt — því slíkt flokk-
ast undir fyrirhyggju og aðgæzlu,
sem er höfuðatriði og eykur örygg-
ið fyrir alla.
SVEINN ÓLAFSSON,
Furugrund 70,
Kópavogi.
Ráðumst gegn vímunni
Frá Árna Helgasyni: lögum skal land byggja. Nú virðist
Páll V. Daníelsson ritar at-
hyglisverða grein í Mbl. 27. júlí
þar sem bendir réttilega á að það
er víman og ekkert annað sem
stendur fyrir flestum ef ekki öllum
slysum bæði á útihátíðum og víð-
ar. Enda er það staðreynd að 90%
af öllu því sem lögreglan er að
eltast við er í tengslum við vímu
í einhverri mynd.
Það er rétt hjá Páli að lausnin
er ekki að banna samkomuhöld.
Við verðum að ráðast gegn vím-
unni. Ef stjórnvöld vors kæra
lands vildu hætta að beija hausn-
um við steininn og hjálpuðu okkur
bindindismönnum, sem viljum ís-
landi allt, væri margt betra hér á
meðal okkar í þjóðfélaginu. Það
er hugarfarið sem þarf að breyt-
ast.
Páll tekur mið af útihátíðinni í
Þjórsárdal.
Ég tek undir með Páli að með
það bara vera öfugt þegar víman
er annars vegar.
Víman er versti óvinur íslenskr-
ar þjóðar í dag, eins og Páll segir.
Stjórnleysi og agaleysi afleiðing-
arnar. Þeir sem brugga í dag virð-
ast hafa meðaumkun valdhafa.
Maður heyrir aldrei um hvort þeir
hafa afplánað dóm (ef hann er þá
til) eða greitt sektir. Svo eru menn
alveg hissa á því hvernig ungling-
ar veltast í áfengum drykkjum og
afbrotum og vita þá hvar upp-
sprettan er. Að ósi (uppsprettu)
skal á stemma.
Mér er það hreint óráðin gáta
afbrota vaxandi kraftur
sleppa þeim strax og þeir játa
svo stela þeir tafarlaust aftur.
í þessu stærsta máli verður
þjóðin að þekkja sinn vitjunartíma.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkveiji skrifar
Nýjasta æðið sem riðið hefur
yfír heimsbyggðina er risa-
eðluæði, í kjölfar þess að sýningar
eru hafnar á risaeðlukvikmynd
Stevens Spielbergs, „Jurassic Park“
og virðist sem aðsóknin að kvik-
myndinni þeirri ætli að slá öll met.
Leikfangaframleiðendur voru fljótir
að taka við sér og hófu framleiðslu
á hverskyns risaeðluleikföngum,
eðlutöskum, eðlumyndum, eðlubol-
um, eðlustuttbuxum, eðluhúfum og
eðlusængurfötum, svo fátt eitt sé
nú talið upp. íslensk æska á að lík-
indum ekki eftir að láta sitt eftir
liggja, þegar risaeðluæðið grípur
um sig fyrir alvöru hér á landi, en
kvikmyndin var frumsýnd hér um
mánaðamótin síðustu. Leikfanga-
verslanir eru þegar í viðbragðsstöðu
og eigendumir eru þess albúnir að
breyta útstillingum sínum, þannig
að hetjurnar úr bandaríska körfu-
boltanum, Chicago Bulls, NBA
meistaramir með Michael Jordan í
fararbroddi, þurfa væntanlega að
sætta sig við að verða ekki lengur
í fremstu röð í uppstillingunni.
xxx
Víkveiji efast ekki um að inn-
flytjendur körfuboltamynda,
húfa, bola og þess háttar vöm hafa
grætt á tá og fingri á því æði sem
greip um sig meðal ungmennanna
þegar úrslitakeppnin í NBA-deild-
inni, á milli Chicago Bulls og Phoen-
ix Suns stóð sem hæst og líkast til
allar götur síðan. Blessuð börnin
eru búin að fjárfesta fyrir þúsundir
króna mörg þeirra í körfubolta-
myndum af hetjum sínum og þar
hefur verðlagningin verið með ólík-
indum, því örfá spjöld hafa kostað
allt frá 150, 170 krónur upp í yfír
500 krónur, samkvæmt því sem
ungir vinir Víkveija og sérfróðir á
þessu sviði hafa upplýst hann um.
Nú hverfa körfuboltamyndimar
sennilega ofan í skúffu, eða bara
beint í bréfakörfuna, og fundið
verður hillupláss til þess að rúma
nýja æðið — risaeðluæðið, sem verð-
ur ef að líkum lætur ekki verðlagt
á hófsamari hátt en önnur æði sem
hér dynja á okkur í öllu sínu veldi.
xxx
að virðist vera ósköp fátt til
varnar, efnalitlum foreldmm,
þegar svona æði grípur um sig.
Börnin hreinlega verða að eignast
risaeðlu ... þetta eða hitt. Það dug-
ar skammt að ætla að sýna stað-
festu mikla og segja barni sínu að
þótt það langi í risaeðlu ... hvað
sem er, þá séu engir fjármunir til
í augnablikinu, til þess að fjárfesta
í slíkum munaði. Barnið verði að
hafa biðlund. Það er einfaldlega til
of mikils mælst af ungviðinu í dag,
að það neiti sér um slíkt „þarfa-
þing“ þegar allir aðrir, eða velflest-
ir hafa þegar eignast ósköpin. Vík-
veiji spáir því að ágústmánuður
verði ekki allur liðinn áður en risa-
eðlueign íslenskrar æsku verður
orðin nokkuð almenn og tómahljóð-
ið í fjölskyldubuddunni að sama
skapi enn holara en áður.