Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 5

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 5 Morgunblaðið/Bjarni Bíótjald í Holtagörðum UNNIÐ hefur verið að því að setja upp stórt kvikmyndatjald í Holta- görðum, en þar verður fyrsta bílabióið í Reykjavík opnað í kvöld. Bílabíó í Holtagörð- um opnað í kvöld FYRSTA bílabíóið í Reykjavík verður opnað í kvöld við Holtagarða. Bíóið verður opið tU 20. september næstkomandi og að sögn Arndísar Kristjánsdóttur, annars af tveimur framkvæmdastjórum bílabíósins, verða 15 sýningar á jafnmörgum kvikmyndum, og verða þær sýndar á sýningartjaldi, sem er 5,2 metrar á hæð og 12 metrar að breidd. Um 200 bílar komast á hveija sýningu. Arndís segir að sýningartjaldið sé sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður. Það er búið til úr spóna- plötum, og það var íþrótta- og tóm- stundaráð Reykjavíkur sem sá um smíði þess. Spónaplöturnar voru svo málaðar með sérstakri málningu og segir Amdís að það gefi sömu áferð og hefðbundið sýningartjald. „Það þýðir ekkert að vera með einhvem dúk sem sýningartjald í roki og rign- ingu á íslandi. Við erum búin að prófa búnaðinn og þetta eru bara bestu gæði,“ segir Amdís. Hljóð kvikmyndanna eru á sér- stakri útvarpsrás, sem bíóið hefur fengið til afnota og verða bíógestir að stilla útvörp sín á FM 88.6 til að ná hljóðinu. Þá segir Arndís að Há- skólabíó hafí útvegað þeim kvik- myndir til sýningar. Fólk á línuskautum tekur pantanir á poppi „Það verða stelpur og strákar á línuskautum á svæðinu, sem taka niður pantanir á poppi og kóki og öðru sælgæti óg koma svo aftur með það til fólks í bílana. Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, en þessi hug- mynd um bílabíó hefur oft komið upp hjá fólki en aldrei verið framkvæmd fyrr en nú. Við erum viss á því að þetta eigi eftir að ganga upp þar sem Islendingar eru bæði svo mikil bíla- og bíóþjóð,“ segir Arndís og bætir því við að fólk borgi 400 kr. fyrir bílinn og 300 kr. á mann. Hún segir að fólk hafi verið mjög hjálplegt við að koma bíóinu upp og ef þetta gangi vel nú geti vel verið að þetta verði árlegur viðburður, en haustin séu í raun eini tíminn til að gera svona hér á landi því þá sé far- ið að dimma og veðrið nógu gott til að sýna kvikmyndir utandyra. Aðstandendur bílabíósins eru auk Arndísar, Breki Karlsson, Gunnlaug- ur Guðmundsson, Ásgeir Thoroddsen og Ásdís Þórhallsdóttir, en hún er einnig framkvæmdastjóri bíósins. Nýr kjörræðis- maður í Houston ÓLAFUR Árni Ásgeirsson, verk- fræðingur, hefur verið skipaður kjörræðismaður íslands í Houst- on, Texas, og tekur við því starfi af dr. Charles Howard Hallson. Ólafur Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1952 og prófi í landmælinga- verkfræði frá háskólanum í Bonn 1959. Að námi loknu starfaði hann hjá skipulagsstjóra ríkisins en fluttist til Bandaríkjanna árið 1967. Þar hefur hann starfað sem verkfræðingur, nú um nokkurt árabil hjá The Woodlands Corpor- ation í útjaðri Houstonborgar. Kona hans er Guðrún Sigríður. Ottósdóttir og eiga þau þijú börn. Ólafur Árni Ásgeirsson Leigumiðlun stúdenta Framboðið á húsnæði aukist að uiidanfömu FRAMBOÐ á húsnæði hjá Leigumiðlun stúdenta hefur aukist að undan- förnu og á þremur dögum komu 70 herbergi og íbúðir á skrá hjá miðluninni. Miðlunin hefur haft milligöngu um leigu á 500 herbergjum og íbúðum og segir Þorsteinn Þorsteinsson framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs að það sé um það bil þörfin. Eftirspum eftir húsnæði fyrir veturinn er afar mikil meðal náms- manna. „Eftirspurnin er gríðarleg núna og framboðið hefur ekki verið nógu gott af íbúðum en mikið fram- boð er af herbergjum,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að leiguverð á 2-3 herbergja íbúðum hefði lækkað frá því um vor 1991 um 10% að jafn- aði á meðan leiguverð á einstakl- ingsíbúðum og herbergjum hefði staðið í stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.