Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 10

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Pétur Gautur sýnir málverk í Portinu PÉTUR Gautur Svavarsson opn- ar málverkasýningu í Portinu, Strandgötu 50, Hafnarfirði, á morgun, laugardaginn 21. ág- úst, kl. 15. A sýningunni sýnir hann olíu- málverk en myndirnar eru verk síðustu þriggja ára. Pétur Gautur stundaði nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands. Einnig hefur hann numið leik- myndateiknun hjá Statens Teater- skole í Kaupmannahöfn. Sýningin er fyrsta einkasýning listamanns- ins og stendur hún til sunnudags- ins 12. september. Sýningarsalir Portsins eru opnir alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Pétur Gautur Svavarsson. Sumarhús - Hraunkoti, Grímsnesi Höfum í sölu glæsilegt, fullbúið sumarhús á fallegum stað í landi Hraunborga í Grímsnesi. Húsið er 42,2 m2 á stærð og með góðri verönd. 3 svefnherb., eldhús,- baðherb. og stofa. Sumarbústaðnum fylgir 5000 m2 leigulóð (leiga hefur verið greidd til 25 ára). Verð mjög gott - 4.000.000,-. Nánari upplýsingar veita: Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, sími 98-22988. FASTEICN ER FRAMTÍD FASTEIGNA áft if MIÐLUN SVERRIR KRISTJANSS0N LOGGILTUR FASTEIGNASALI SUÐURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 SÍMI 68 77 68 Ósabakki - raðhús Óvenju. gott og glæsil. 217 fm pallaraðh. 5 svefnherb., stórt og björt stofa m. arni, rúmg. sjónv- hol. Sérinng. í kj. Innb. bílsk. Út- sýni. Skipti á minni eígn koma til greina. Verð 13,5 millj. Geitland Gott ca 180 fm pallaraðhús ásamt bílsk. 4 svefnherb., stórar stofur. Verð 14,2 millj. Vfðihlíð - raðhús Fallegt ca 300 fm raðhús sem er kj., hæð og ris. Séríb. í kj. Bíl- skúr. Mjög rúmg. og falleg íb. Áhv. ca 8,0 millj. húsbr. + veðd. Verð 19,0 millj. Blönduhlið Góð ca 120 fm efri hæð í fjórbýli ásamt 60 fm bílsk. Parket. 3 svefnherb., stórar stofur. Kaplaskjólsvegur Falleg ca 90 fm íb. á 1. hæð í fjölb- húsi. Tvær íb. í stigagangi. Nýl. innr. 2 stofur, 2 svefnherb. Park- et. Áhv. 4,3 millj. Verð 7,5 millj. Bæjartún - Kóp. Mjög gott nýl. ca 300 fm tvíbhús ásamt bílsk. Stórt og glæsil. innr. eldhús, rúmgóðar stofur, 4 svefn- herb. o.fl. Á jarðhæð er sér 2ja herb. íbúð. Skipti á minni eign koma til greina. Reykjabyggð - einb. Ca 130 fm einbhús ásamt 49 fm bílskplötu. Fallegt timburhús frá SG-einingum. Fullgerð m. vönd- uðum innr. Skápar í öllum herb. Parket. Vel staðsett. Útsýni. Góð eign. Skipti á minna í Mosbæ. Áhv. 4,8 millj. veðd. Verð 12,4 m. Lækjarhjalli - Kóp. - einbýli Mjög vel hannað og nýtt ca 200 fm einbhús á tveimur hæðum ásamt 53 fm útgröfnu rými. Innb. bílsk. Glæsil. innr. Skipti á minni eign. Áhv. ca 3,0 millj. V. 16,9 m. Flyðrugr. - sérinng. Mjög falleg ca 130 fm íb. m. sér- inng. Mjög stór stofa. Svalir yfir- byggðar að hluta. 3 svefnherb., fallegt eldhús. (b. hentar mjög vel fullorðnu fólki. Áhv. ca 2,0 millj. veðd. Verð 11,5 millj. Eyktarsmári - Kópavogsdal Fjögur raðhús á einni hæð. Húsin eru í smfðum og afh. tilbúin að utan, ómáluö og fokheld að innan. Húsin eru ca 150 fm með bílskúrum. Verð frá 7,8 milij. UM HELGINA Hulda Guðrún Geirsdóttir og Hólm- fríður Sigurðardóttir. Tónleikar í Lista- safni Siguijóns Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar þann 24. ágúst kl. 20.30 koma fram söngkonan Hulda Guðrún Geirsdóttir og Hólmfríður Sig- urðardóttir píanóleikari. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Leonard Bernstein, Gabriel Fauré og Richard Strauss og óperuaríur eftir Puccini, Leoncavallo, Gounod og Dvorák. Hulda Guðrún Geirsdóttir lauk námi frá píanó- og söngdeild Tónlistarskól- ans í Reykjavík árið 1989, þar sem hún nam söng hjá Elísabetu Erlings- dóttur. Sumarið 1992 útskrifaðist hún frá framhaldsdeild Richard-Strauss- Konservatorium í Múnchen, en aðal- kennari hennar þar var Ursula Hirsch- berger. Hún hefur haldið fjölda ein- söngstónleika hér heima og í Þýska- landi og m.a. komið fram sem ein- söngvari í óperunni Carmina Burana eftir Carl Orff. Hólmfríður Sigurðardóttir hóf píanónám sitt 7 ára gömul í Tónlistar- skólanum á Isafirði og var Ragnar H. Ragnar aðalkennarí hennar. Fram- haldsnám stundaði hún í Tónlistarhá- skólanum í Múnchen og þaðan lauk hún einleikara- og kennaraprófi árið 1980. Hólmfríður starfar sem undir- leikari við Söngskólann í Reykjavík. Flytjendur á Kammertónleikunum á Kirkjubæjarklaustri. Kammertónleikar á Kirkj ubæj arklaustri Árlegir kammertónleikar verða á Kirkjubæjarklaustri helgina 20.-22. ágúst og eru flytjendur að þessu sinni Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bergþór Pálsson, baritón, Bryndís Halla Gylfa- dóttir, selló, Edda Erlendsdóttir, píanó, Steinunn Bima Ragnarsdóttir, píanó og Zoltan Toth, víóla, en þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur á ís- landi. Zoltan Toth er prófessor í kam- mertónlist við tónlistarháskólann í Ly- on og er í Ravel-strengjakvartettinum. Tónleikamir heijast í kvöld, föstu- dagskvöld, kl. 21. með sónötu eftir Hummel fyrir víólu og píanó, þá era 4 ljóðasöngvar eftir Schubert fyrir bari- tón og píanó, 8 þjóðlagaútsetningar fyrir baritón og píanótríó eftir Beethov- en, Elegie eftir Fauré og Raquiebros eftir Cassado fyrir selló og píanó. Á morgun, laugardag, hefjast tónleikam- ir kl. 17 og þá er m.a. á dagskrá Play- era eftir Sarasate og ungverskur dans eftir Brahms fyrir fiðu og pfanó, són- ata fyrir víólu og píanó eftir Brahms og sónata fyrir fiðlu og selló eftir Ra- vel og að lokum 3 ljóðasöngvar eftir Duparc. Tónleikarnir á sunnudag eru kl. 15 og þá er á efnisskrá svíta fyrir víólu eftir Reger, Conte fyrir selló og píanó eftir Janacek, píanókvartett eftir Moz- art fyrir píanó, fiðlu, víólu og selló og loks 4 lög eftir íslenska höfunda fyrir baritón og píanó. Steinunn Marteinsdóttir, Bragi Ás- geirsson og Sigríður Ásgeirsdótir. Sumarsýningu Hulduhóla að ljúka Sumarsýningu Hulduhóla sem staðið hefur yfir frá 3. júlí lýkur nú um helg- ina. Þetta er þriðjá sumarið sem slík sýning er haldin. Að .þessu sinni sýna í efri salnum Bragi Ásgeirsson listmál- ari, glerlistakonan Sigríður Ásgeirs- dóttir, sem sýnir um þessar mundir einnig í Bandaríkjunum og ung lista- kona, Olga Soffía Bergmann, sem út- skrifaðist úr MHÍ 1991, sýnir málverk og grafík. Húsráðandinn Steinunn Marteins- dóttir sýnir verk í vinnustofu sinni á neðri hæðinni og eru það verk unnin úr steinleir. Sýningin er opin frá kl. 14-19 dag- lega og stendur hún fram á sunnudags- kvöld. Sýningunni verður ekki fram- lengt. Skúlptúr í Gallerí 11 Inga S. Ragnars- dóttir opnar skúlpt- úrsýningu í Gallerí 11 við Skólavörðustíg á morgun,. laugardag- inn 21. ágúst. Inga stundaði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands Inga S. 1973-1977 og í Lista- Ragnarsdóttir. háskólanum í Múnchen 1979-1981 og 1984-1987. Hún hefur tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum hér heima og erlendis en þetta er ljórða einkasýning hennar. Inga hefur verið búsett í Þýskalandi frá 1977 en alltaf starfað nokkra mánuði á ári á Islandi. Verkin á sýningunni era unnin úr stúk-marmara, stáli og blikki og eru öll unnin á þessu ári. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 5. september. Yerk Daníels Þ. Magnússonar á Kjarvalsstöðum Daníel Þ. Magnússon opnar sýningu á Kjarvalsstöðum á morgun, laugardag- in 21. ágúst kl. 16. Daníel er fæddur í Reykjavík árið 1958 og nam við Myndlista- og handíða- skóla Islands á árunum 1983-1987. Hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnars Árnasonar myndhöggvara 1987-1988. Daníel hefur tekið þátt í samsýning- um í Reykjavík, Danmörku, Hollandi og nú síðast í London þar sem hann sýndi í Butlers Wharf. Hann hefur einn- ig haldið einkasýningar hér á landi og erlendis, þá fyrstu í Nýlistasafninu 1989 og á þessu ári hélt hann einkasýningu í Van Den Berge-galleríinu í Hollandi. Hann hefur gert margar leikmyndir fyrir leikhús, sjónvarp, tónlistarmynd- ■ bönd og kvikmyndir og hann tók einnig þátt í lokaðri samkeppni um gerð lista- verks í Borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 1991. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur til sunnudagsins 12. septem- ber. Akrílmálverk og tré- ristur í Hafnarborg- Sigurlaugur Elíasson sýnir akrílmál- verk og tréristur í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. í Sverrissal eru sýnd verk úr safni Hafnarborgar. Síðasta sýningarhelgi. Þorfinnur sýnir í Listasafni ASÍ í Listasafni ASÍ verður opnuð sýning á málverkum og teikningum eftir Þorf- inn Sigurgeirsson á morgun, laugardag- inn 21. ágúst. Þorfínnur er fæddur í Keflavík árið 1963. Að loknu stúdents- prófi 1983 stundaði hann nám við Mynd- lista- og handíðaskóla Islands og útskrif- aðist þaðan 1987. Sama ár fluttist hann til Montreal í Kanada. Þar lauk hann BFA-gráðu í málun og teikningu frá Concordia Uniyersity árið 1990. Þetta er tíunda einkasýning Þorfmns en hann hefur einnig átt verk á samsýn- ingum hér heima og í Kanada. I verkum Þorfinns leynast ágengar spumingar hvað varðar manneskjuna og samtím- ann; siðferðilega ábyrgð mailnsins gagn- vart umhverfi sínu og eigin lífi. Yrkisefn- ið er hinn þunni blái þráður sem skilur á milli lífs og dauða, staðreynda og goðsagna, sannleika og lygi, raunveru og skáldskapar, vitsmuna og tilfmninga, lifunar og minningar, nútíðar og þátíð- ar, hávaða og þagnar, ljóss og myrk- urs, dags og nætur, fegurðar og ljót- leika, góðs og ills, gleði og sorgar, anda og efnis. Sýning Þorfinns er styrkt að hluta af menningarmálaráðuneytinu í Quebec (Ministére des Affaires Culturelles du Québec). Sýningin er opin alla daga nema mið- vikudaga frá kl. 14-19. Sýningunni lýk- ur 5 september. Þorfinnur Sigurgeirsson við verk sín. Tvöfalt afmæli í Gerðubergi ________Tónlist____________ Ragnar Björnsson Á afmælidegi Reykjavíkurborg- ar minntist Gerðuberg tíu ára af-' mælis síns með tónleikum og til var kallaður borgarlistamaðurinn Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, ásamt Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara. Þetta voru um leið fyrstu tónleikar af níu talsins, sem fyrirhugaðir eru á þessu starfsári. Sannarlega hafa forystumenn Gerðubergs staðið vel að tónleika- haldi á staðnum á þessum tíu fyrstu árum stofnunarinnar og vonandi verður ekkert lát þar á næstu tíu árin a.m.k. Gerðuberg hefur að vísu verið heppið að hafa Jónas Ingimundarson búandi á svæðinu, en bjartsýni Jónasar og trú á það sem hann tekur sér fyrir hendur fær, sem betur fer, fátt staðist. Þetta gefur vitanlega til kynna að Jónas hafi verið pottur og panna tónleikahaldsins, en einn er maður- inn aðeins hálfur, hinn helmingur- inn, í þessu tilfelli, hafa verið for- ráðamenn Gerðubergs. í efnisskrá þessara afmælistónleika er skemmtileg og fróðleg umfjöllun um notkun orðsins „sonata", hvernig orðið hefur hlaðið utan á sig merkingum, í gegnum árhundr- uðin, hvaða skilning menn lögðu í orðið fyrr á öldum og einnig mis- skilning. Þessi umfjöllun er eftir Önnu Margréti Magnúsdóttur og leyfi ég mér að taka eina tilvitnun úr grein Önnu, en þar segir eftir þeim fræga Praetoriusi, að sam- kvæmt hans skilningi eigi „sónötur að vera alvarlegar og tilkomumikl- ar að hætti mótettunnar, en kan- sónur hafa margar svartar nótur sem hlaupa rösklega, fjörlega og hratt gegnum þær“. Auður Haf- steinsdóttir er frábær fiðluleikari og gædd kostum sem gætu borið hróður hennar víða. Verkefnaval afmælistónleikanna var þó þannig samansett að sýndi kannske ekki bestu hliðar Auðar. Nútímaverkin virðast höfða sérlega til hennar og t.d. í verki Lars Karlssons sýndi hún t.d. ótrúlega nákvæmni í mjög erfiðum tvígripum og vitað var að Kreisler liggur henni í blóðinu. Bach-sónatan kom á óvart, þótt undirritaður væri ekki alveg sam- mála öllum tempóunum, og sann- arlega væri gaman að heyra hana spila einu sinni efnisskrá með svo- kölluðu klassísku efnisvali, fátt er líka hljóðfæraleikurum hollara. í verkefnum líkum Fauré, Elman og Elgar má Auður, aftur á móti, passa sig á að láta skapið ekki yfirspila sig. Guðríður fylgdi Auði vel í hinum ólíkustu verkefnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.