Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 22

Morgunblaðið - 20.08.1993, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Hver er stefnan við fjárlagagerðina? VEIÐAR ISLENDINGA I BARENTSHAFI Loðnustríði afstýrt við Jan Mayen 1979 RÍKISSTJÓRN Noregs stöðvaði veiðar norskra loðnuskipa við Jan Mayen í ágúst 1979, að kröfu íslendinga en gegn mótmælum norskra sjómanna. Skipin voru að veiða úr íslenska loðnustofninum á alþjóð- legu hafsvæði, utan 200 sjómílna fiskveiðilögsögu Islands, á svæði sem nú telst til efnahagslögsögu Noregs. Mál þetta hefur eitthvað borið á góma í Noregi vegna deilunnar um veiðar íslenskra skipa úr norska þorskstofninum á alþjóðlegu hafsvæði í Barentshafi og er því rifjað hér upp. Margt úr þessari sögu er kunnuglegt úr umræð- unni nú þegar Norðmenn og Islendingar hafa haft skipti á hlutverk- um en ekki skal hér kveðið upp úr um það hvort málin séu að öllu leyti sambærileg. Stuðst er við fréttir Morgunblaðsins og grein Guðmundar Eiríkssonar þjóðréttarfræðings í Ólafsbók. Ríkisstjórnin fundar þessa dagana um gerð fjárlaga næsta árs. Lítið hefur enn komið fram um þær tillögur, sem ráð- herrar ræða sín á milli. Komið hefur fram að stefnt sé að sam- einingu eða niðurlagningu ýmissa opinberra stofnana, sem er af hinu góða, en virðist þó ekki vera í miklum mæli. Morgunblaðið sagði frá því í gær að heilbrigðis- ráðherra hefði lagt til að innheimt yrði sérstakt sjúkratrygginga- gjald til að standa straum af kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Gjaldið, sem innheimta á í stað- greiðslu opinberra gjalda, á að verða tekjutengt að hluta. Það er jákvætt að tekjutenging skuli tekin upp í auknum mæli í ríkis- kerfinu. Hins vegar er eðlilegt að breyting verði á tekjusköttum til lækkunar á sama tíma og tekin eru upp tekjutengd þjónustugjöld. Markmiðið, sem ríkisstjórnin setti sér fyrir fjárlagagerðina nú, var að skera niður útgjöld ríkis- sjóðs um 3-4 milljarða miðað við ríkisútgjöldin á þessu ári. Þótt það markmið næðist, væri fjár- lagahallinn á næsta ári engu að síður líkast til tæplega tíu millj- arðar króna, og raunar vantar enn 900 milljónir króna upp á að það takist að spara þessa upphæð! Þetta er ekki glæsilegt ástand, í ljósi áforma ríkisstjómarinnar um að ná hallalausum fjárlögum á kjörtímabilinu. Það er löngu ljóst að tekjur þjóðarinnar standa alls ekki undir því umfangsmikla opinbera kerfí, sem byggt hefur verið upp. Þetta sýnir gegndarlaus hallarekstur ríkissjóðs, erlend skuldasöfnun og skattahækkanir undanfarinna ára. Nú er svo komið að almenn- ingur þolir ekki þyngri skattbyrði og ekki er heldur hægt að taka fleiri erlend lán. Eina færa leiðin er verulegur niðurskurður ríkisút- gjalda. Það liggur ljóst fyrir að við höfum ekki efni á að sinna öllum þeim verkefnum, sem ríkið hefur með höndum. Einhvers staðar verður að draga úr þjón- ustu, leggja niður stofnanir og lækka greiðslur til þeirra, sem fá millifærslur úr ríkissjóði. Spam- aður og hagræðing í opinberum rekstri getur skilað miklu, og hefur gert það frá því að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks kom til valda. Á ýms- um sviðum verður hins vegar ekki hagrætt endalaust. Þá er komið að því að velja á milli verk- efna, í stað þess að setja urmul opinberra stofnana á vetur og svelta þær allar, miðað við það hlutverk sem þeim er lögum sam- kvæmt ætlað að gegna. Með hliðsjón af þessu eru það ekki endilega heppileg vinnu- brögð, sem hafa verið viðhöfð í fjárlagagerðinni; að kreijast þess af öllum ráðuneytum að þau skeri niður um nokkurn veginn sama hlutfall af útgjöldum sínum. Það er til dæmis yfirlýst stefna fjár- málaráðherra að leggja aukna áherzlu á fjárfestingar í innri uppbyggingu, þar á meðal í sam- göngum, heldur en á millifærslur úr ríkissjóði til einstaklinga eða atvinnuvega. Er þá ekki eðlilegt að landbúnaðarráðuneytinu og heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu sé gert að spara hærra hlutfall af útgjöldum sínum en samgönguráðuneytinu? Sömuleiðis er ein grundvallar- skylda stjórnvalda að tryggja ör- yggi borgaranna og halda hér uppi réttarríki. Hins vegar er um það pólitísk samstaða, að minnsta kosti milli núverandi stjórnar- flokka, að velferðarkerfíð sé gengið út í öfgar og þar verði að sporna fótum við sjálfvirkri út- gjaldaþenslu. Hvers vegna er þá dómsmálaráðuneytinu, sem ræð- ur fangelsismálum, löggæzlu og dómstólum gert að spara sama hlutfall og heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu, sem hefur mest af velferðarútgjöldunum á sinni könnu? Það virðist útbreiddur misskiln- ingur hjá stjórnmálamönnum að niðurskurður hjá ríkinu' gangi út á það að halda sama þjónustu- stigi og umfangi ríkisvaldsins fyr- ir minni peninga. Hagræðing og sparnaður eru af hinu góða, en hinn blákaldi raunveruleiki er sá að umfang ríkisvaldsins hefur vaxið okkur yfír höfuð. Vandinn ér ekki aðeins bruðl og eyðsla. Þetta er staðreynd, sem ráðherrar og þingmenn geta ekki leyft sér að horfa framhjá þegar fjárlög næsta árs verða mótuð á næstu mánuðum. Þeir geta ekki leyft sér að hlaupa frá stefnu og yfir- lýstu meginverkefni ríkisstjórnar- innar. Þeir geta ekki leyft sér að lýsa því yfir að þeir „geti ekki tekið þátt í“ að afnema hina eða þessa þjónustu eða lækka tiltekn- ar bætur og greiðslur, án þess að benda á það hvað annað geti komið til bjargar í þeirri vondu stöðu, sem ríkisfjármálin eru nú í. Viðkvæði alþingismanna er að þeir eigi erfitt með að veija ákvarðanir af slíku tagi fyrir kjós- endum sínum. En hafa kjósendur ekki öðlazt þá yfirsýn, að þeir horfí ekki aðeins til eigin skamm- tímahagsmuna? Vilja kjósendur greiða þeim atkvæði sitt, sem halda áfram að eyða um efni fram fyrir hönd skattgreiðenda og velta vandanum yfír á komandi kyn- slóðir? Hér er sú gagnrýni m.ö.o. sett fram á vinnubrögð ríkisstjórnar- innar, að það sé lítið samhengi á milli þeirra pólitísku markmiða, sem hún hefur sett sér frá upp- hafi og talsmenn hennar haldið fram og þeirra vinnubragða, sem beitt er við fjárlagaundirbúning- inn. Þegar fiskveiðilögsaga íslands var færð út í 200 mílur með reglugerð árið 1975 var gert ráð fyrir miðlínu gagnvart Færeyjum og Grænlandi en miðað við 200 mílur í áttina að norsku eyjunni Jan Mayen. Þó var tekið fram að reglugerðinni skyldi ekki framfylgt á svæðinu milli miðlínu gagnvart Jan Mayen og 200 mílna lögsögunnar að svo stöddu. Tólf mílna landhelgi var á þessum tíma við Jan Mayen og færðu Norðmenn hana ekki út fyrr en eftir 1980. Því myndaðist þarna „grátt svæði“, um 25 þúsund ferkíló- metrar að stærð, og síðan var alþjóð- legt hafsvæði þaðan að tólf mílna lögsögumörkum Jan Mayen. S.umarið 1978 fundu norsk skip óvænt loðnu á Jan Mayen-svæðinu og veiddu Norðmenn 150 þúsund lest- ir um haustið. Ekki vissu menn hvað- an þessi loðna kæmi en fiskifræðing- ar komust að því árið eftir að veiðin væri úr sama stofni og hrygndi fyrir sunnan og vestan ísland. Loðnustríð í uppsiglingu í lok júlí 1979 gekk norski sendi- herrann á fund Kjartans Jóhannsson- ar sjávarútvegsráðherra sem þá fór með embættis utanríkisráðherra í fjarveru Benedikts Gröndals, og af- henti honum orðsendingu frá norska utanríkisráðuneytinu. Þar kemur meðal annars fram að loðna hafi fund- , ist á „gráa svæðinu" og að norskir sjómenn hafi látið í ljós, að þeir muni haga veiðum sínum eftir göngum loðnunnar og fara að miðlínu ef þörf krefði. Daginn eftir var afstaða nor- skra stjórnvalda heldur linari því þá skoraði Knut Frydenlund, utanríkis- ráðherra, á norska sjómenn að veiða. ekki á umdeilda svæðinu. eftir Ólaf Ragnar Grímsson Þegar Sighvatur Björgvinsson er gagnrýndur fyrir að bijóta gegn ákvæðum og siðferðisgrundvelli lag- anna um Stjórnarráð íslands með því að setja pólitískan aðstoðarmann sinn í æðsta embætti ráðuneytisins sýna viðbrögð hans enn á ný spilltan og brenglaðan hugsunarhátt krata- ráðherranna. Málið snýst einfaldlega um leik- reglur lýðræðis og grundvallaratriði heilbrigðrar og heiðarlegrar stjórn- sýslu. Svör Sighvats Björgvinssonar einkennast hins vegar af einkavina- hyggju, persónulegu skítkasti, rang- færslum og yfirklóri. I Morgunblaðinu í gær afhjúpar ráðherrann að hann skortir algjör- lega málefnaleg rök. Hann hefur gefist upp við að réttlæta verk sín með efnislegum hætti. Grein Sig- hvats er ágætt sýnishom af því orð- ræðustigi og sálarástandi sem ein- kennir um þessar mundir suma for- ystumenn Alþýðuflokksins. Bara kratafordæmi í síðustu viku voru fyrstu við- brögð ráðherrans við málefnalegri Hörð viðbrögð urðu við þessum fréttum á Islandi og var ákveðið að landhelgisgæslan skyldi framfylgja reglugerð um útfærslu fiskveiðilög- sögunnar á öllu svæðinu. Þá voru varðskip og flugvél send á svæðið. Menn bjuggust við því að _ loðnan gengi suður á bóginn í átt til íslands. Norsku skipin þurftu ekki að elta loðnuna inn á „gráa svæðið" því loðnugangan hélt í þveröfuga átt og það hefur líklegast afstýrt „loðnu- stríðinu" sem talið var yfirvofandi milli 100 norskra loðnubáta og ís- lensku varðskipanna. Hvað má til varnar verða? íslendingar voru hræddir um að skaðast af loðnuveiðum Norðmanna því 600 tonna hámarkskvóti hafði verið settur á veiðarnar. Ráðherrar Iandanna ræddu málin í síma og til dæmis lagði Kjartan Jóhannsson á það áherslu í viðræðum við Fryden- Iund að þjóðirnar yrðu að hafa stjórn á veiðunum á Jan Mayen-svæðinu. Benedikt Gröndal talaði líka við Frydenlund og lagði ríka áherslu á að stjórnvöld í Noregi stöðvuðu veið- arnar við Jan Mayen þegar þær næðu því 90 þúsund lesta marki sem „nærri hafði náðst samkomulag um“ þegar upp úr viðræðum landanna slitnaði í lok júní. Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður sagðist telja það „siðleysi og árás á íslenska hags- muni“ ef farið yrði yfir 90 þúsund tonna mörkin og sagði að slíkt væri brot gegn uppkasti Hafréttarsáttál- ans. En hvað má til varnar verða? spyr Gunnar G. Schram prófessor í þjóð- rétti við Háskóla íslands í grein um kröfur Norðmanna og rétt íslands „Það er ekki slorlegl að vera með tvöfalt emb- ættisbréf upp á vasann. Annað um „geymt“ pró- fessorsembætti við Há- skóla íslands, hitt skip- unarbréf um ráðuneytis- stjórastöðu frá Sighvati Björgvinssyni.“ gagnrýni á þessa pólitísku misnotk- un hans á embættavaldinu að segja: „Það eru mörg fordæmi um svona ráðningar." Ég lýsti því síðan í grein í Morg- unblaðinu sl. miðvikudag að einu fordæmin á síðari árum væru hlið- stæðir gerningar krataráðherranna tveggja, Jóns Sigurðssonar og Eiðs Guðnasonar, sem nú hafa reyndar báðir líka fengið „góð embætti". Aðrir ráðherrar hefðu á þessu tíma- bili virt lögin um Stjórnarráð ís- Iands og látið pólitíska aðstoðar- menn sína fara úr ráðuneytunum um leið og ráðherrarnir fóru þaðan sjálfir. Aðeins krataráðherrar skilja pólitíska aðstoðarmenn sína eftir í sem birtist í Morgunblaðinu 15. ág- úst. Getur þjóð -haldist uppi að of- nýta eða jafnvel eyða fiskstofnum, sem þar að auki kunna að mestu leyti að vera komnir úr lögsögu ann- ars ríkis? I greinni segir „að bæði samkvæmt grundvallarreglum þjóð- réttar og uppkastinu að nýjum Ha- fréttarsáttmála hefur ísland rétt til fiskverndaraðgerða utan efnahags- lögsögunnar, hvort sem þær beinast að stofnum, sem Norðmenn veiða eða aðrar þjóðir. Og jafnframt, að á Norðmönnum, sem öðrum þjóðum hvílir sú lagaskylda að takmarka veiðar sínar á stofnum, sem ganga út úr íslensku 200 mílunum, svo sem nauðsynlegt er talið til að vernda þá gegn ofveiði.“ Veiðarnar stöðvaðar Nokkurt karp var milli íslenskra stjórnmálamanna um stefnuna í við- ræðum við Norðmenn um lögsögu- mörkin milli íslands og Jan Mayen. Ríkisstjórnin ákvað um miðjan ágúst að óska eftir formlegum viðræðum um Jan Mayen-málið og var lagt til að veiðar Norðmanna yrðu stöðvaðar. Norsk stjórnvöld féllust á tillögur um viðræður og gáfu fyrirmæli um stöðv- un loðnuveiða 20. ágúst og var aflinn þá orðinn nálægt þeim 90 þúsund tonnum sem nærri því hafði orðið .samkomulag um. Ákvörðunin mætti mikilli andstöðu meðal norskra sjó- manna og útgerðarmanna sem hótuðu því að halda áfram veiðum og leita réttar síns fyrir dómstólum. Veiðileyf- in voru framlengd til 22. ágúst, þrátt fyrir hörð mótmæli íslendinga, og varð endanlegur afli norsku loðnubát- anna 123 þúsund lestir. Seinna, eða á árunum 1980 og 1981, náðu íslendingar og Norðmenn síðan samkomulagi um fiskveiði- og landgrunnsmál. í því fólst meðal ann- ars að 200 mílna efnahagslögsaga íslands gagnvart Jan Mayen stóð. íslendingar máttu ákveða hámarks- afla loðnu sem gengur um svæðið og fengju Norðmenn 15% kvótans. Síðar færðu Norðmenn út fískveiðilögsögu sína við Jan Mayen og fengu þar með yfirráð yfir svæðinu frá 12 mílna landhelgi eyjarinnar og að 200 mílna lögsögu íslands. Samantekt: Helgi Bjarnason æðstu embættum ráðuneytanna. Tilvísun til þess að „það eru mörg fordæmi um svona ráðningar“ var eina málefnalega vörn Sighvats Björgvinssonar. Ég bað hann því að nefna þessi fordæmi. Hann gat- aði hins vegar algjörlega á því í gær. Sighvatur gat ekki nefnt nein önnur fordæmi en kratafordæmin tvö sem ég hafði áður nefnt. Sighvatur Björgvinsson hefur því verið staðinn að því að fyrsta vörn hans í málinu er hrunin. Þess vegna grípur hann til þess ráðs að fara með miklu írafári að tala um allt annað. Líkt og óknyttastrákur, sem staðinn hefur verið að verki, hrópar hann bara: Þú líka, þú líka! Rangfærslur um Háskólann í rauninni tel ég það vera neðan við virðingu mína að eltast við rang- færslur og skæting ráðherrans um störf mín við Háskóla íslands. Enda hefur Sighvatur Björgvinsson eins og kunnugt er aldrei komist að neinu ráði í kynni við þá starfsemi sem fram fer í háskólum. Hann bullar m.a. um að það sé á níunda ár síðan ég hafi gegnt pró- fessorsstöðunni við félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Þetta er auð- vitað eins og annað í grein Sighvats Dlt er að eiga tröll að e

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.